Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NJARÐVÍKINGAR hafa fengið bandarískan leikmann til reynslu og mun hann leika með liðinu gegn Grindavík á föstudag. Leik- maðurinn heitir Gregory Harris og er 25 ára gamall bakvörður sem hefur leikið sem atvinnumaður með Wevelgem í Belgíu og var hann stigahæsti leikmaður deild- arinnar keppnistímabilið 2000– 2001 og að auki var hann með flestar stoðsendingar að meðaltali. Harris var leystur undan samningi sínum við félagið ári síðar vegna meiðsla. Harris lék í fjögur ár með há- skólaliði Mt.St. Mary’s þar sem hann skoraði rúm 16 stig að með- altali. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur, sagði í gær að hann vonaðist til þess að Harris gæti leyst þau verk- efni sem honnum væru ætluð og markmiðið væri að verja titilinn. „Við erum ekki það lið sem er lík- legast til þess að vinna Íslands- mótið en við stefnum auðvitað að því að verja titilinn og miðað við fortíð Harris vonar maður að hann sé rétti maðurinn fyrir okkur. En við verðum að láta verkin tala,“ sagði Friðrik en Njarðvík hóf leik- tíðina með Bandaríkjamanninn Peter Philo sem fór vegna meiðsla og á dögunum var Gary Hunter sagt upp störfum. Njarðvíkingum hefur ekki gengið vel að und- anförnu. Þeir hafa tapað fjórum af fimm síðustu leikjum sínum og eru í sjötta sæti deildarinnar. Gregory Harris kominn til liðs við Njarðvíkinga  RÓBERT Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Aarhus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 4 þegar liðið tapaði fyrir Skjern, 29:25, í dönsku 1. deild- inni í handknattleik í fyrrakvöld. Aarhus er í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig en Kolding er í toppsæt- inu með 29 stig.  EXETER City sem situr á botni ensku 3. deildarinnar og á þar með á hættu að falla út úr deildarkeppninni í vor rak í gær annan knattspyrnu- stjóra sinn á tímabilinu. Sá sem fékk að taka poka sinn að þessu sinni var Neil McNab en í október fékk John Cornforth reisupassann.  JEAN Tigana, knattspyrnustjóri Fulhams, ætlar að áfrýja dómi Grah- ams Barbers sem vísaði Maik Tayl- or, markverði Fulhams, af velli í leiknum við Tottenham í fyrrakvöld. Tigana segir að Simon Davies hafi látið sig falla eftir viðskipti við Tayl- or og sjónvarpsupptaka af leiknum sýni að Taylor var á undan Davies í knöttinn og því hafi ekki verið um vítaspyrnu að ræða.  BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, segist ekki hafa í hyggju að láta af störfum sem landsliðsþjálfari áður en samningur hans við skoska knattspyrnusam- bandið rennur út árið 2005. Eigin- kona Vogts, Monika, hefur verið mikið veik undanfarna mánuði – ver- ið á sjúkrahúsi í Þýskalandi vegna hjartakvilla og sögusagnir hafa verið kreiki í Þýskalandi að vegna þess kynni Vogts að láta af störfum fyrr en ella.  VOGTS segir að það komi ekki til greina. Hann segir að honum og fjöl- skyldunni líði ákaflega vel í Skot- landi. „Ég er með samning til 2005 og ég vil helst vera lengur í Skotlandi því mér líður eins og heima að vera hér,“ segir Vogts.  BANDARÍSKI landsliðsmark- vörðurinn Kasey Keller hefur skrif- að undir saming við enska úrvals- deildarliðið Tottenham Hotspur sem framlengir núverandi samningi hans um eitt ár. Keller er 33 ára gamall og hefur staðið sig vel á leiktíðinni en Keller hefur leikið alla leiki liðsins á tímabilinu.  BAKVÖRÐUR NBA-liðsins Dall- as, Nick Van Exel, hefur verið gert að greiða 1,5 millj. ísl. kr. í sekt eftir að hann lét dómara fá það óþvegið eftir sigurleik liðsins gegn Wash- ington. David Stern, framkvæmda- stjóri deildarinnar, hafði boðað strangari viðurlög fyrir óíþrótta- mannslega hegðun og er Van Excel fyrsta „fórnarlambið“ vegna aðgerða í deildinni. FÓLK UNGLINGAMÓT KR í sundi fer fram í Sundhöll Reykjavík- ur um næstu helgi og hefst það á föstudagskvöld. Hátt í 500 þátttakendur taka þátt í mótinu og koma til leiks þrett- án sundmenn frá Danmörku. Á laugardagskvöld fer fram KR Super Challenge-keppni í sundi þar sem átta bestu karl- ar og konur hvorrar þjóða muni keppa innbyrðis í flug- sundi með útsláttarfyr- irkomulagi. Til að gera umgjörðina á mótinu sem skemmtilegasta verður settur upp sérstakur ljósabúnaður og hljóðkerfi í höllinni. Þá verður sett upp áhorfendastúka yfir grunnu laugina. Danskir sund- menn í heimsókn Leikmenn virtust nokkuð tauga-trekktir í upphafi leiks, mikið um mistök og óþarfa pústra manna á milli, en sem betur fer bráði óþolinmæð- in af mönnum og úr varð ágætur leikur – alltént spennandi leikur. Spennan náði hámarki undir lokin. ÍR jafnaði þegar ein og hálf mínúta var eftir og þegar hálf mín- úta var eftir varði Hreiðar Guð- mundsson, markvörður liðsins, skot Framara og ÍR tók leikhlé og lagt var á ráðin. Niðurstaðan var að láta boltann ganga smástund og fara síð- an inn úr hægra horninu. Það gerði Ragnar Helgason þegar fimm sek- úndur voru eftir og Héðinn Gilsson braut á honum. Héðni var vikið af velli og vítakast réttilega dæmt. Sturla Ásgeirsson, fyrirliði ÍR, fór á línuna og til varnar var fyrirliði Fram, Sebastían Alexandersson. Fyrirliði ÍR hafði betur og tryggði liði sínu sigur. Heimamenn hófu leikinn betur en gestirnir og gerðu fyrstu tvö mörkin en Breiðhyltingar gáfust ekki upp, léku ágæta 3-2-1 vörn og náðu að jafna 3:3 og síðan var jafnt á öllum tölum upp í 7:7 en heimamenn þó alltaf með frumkvæðið. Fram komst í 9:7 og 11:9 og það fannst Júlíusi Jónassyni, þjálfara ÍR, nóg og tók leikhlé. Það hafði góð áhrif því liðið gerði næstu þrjú mörk og komst yfir í fyrsta sinn, 11:12, og 13:14, í leik- hléi. Upphaf síðari hálfleiks var svipað og þess fyrri því Fram gerði fyrstu tvö mörkin og spennan hélt áfram allt til loka þar sem liðin skiptust á um forystuna, eitt til tvö mörk. ÍR komst í 17:20 eftir átján mín- útna leik og Framarar skoruðu að- eins eitt mark í 11 sóknum. Síðan kom kafli þar sem allt gekk heima- mönnum í hag, ýmsir dómar og tveir útafrekstrar gerðu það að verkum að ÍR-ingar voru einum færri í fjórar mínútur samfellt og það nýttu Fram- arar sér og jöfnuðu en Hreiðar varði vítakast og bjargaði gestunum þann- ig. Fram komst samt yfir skömmu síðar, 23:22. Hjá Fram átti Sebastían ágætan dag í markinu, Guðjón Finnur Drengsson var sprækur í fyrri hálf- leik og öruggur á vítalínunni í þeim síðari, leikstjórnandinn Valdimar Þórsson átti fína spretti og Haraldur Þorvarðarson stóð í ströngu á lín- unni. Þorri Björn Gunnarsson var fínní horninu fyrir hlé en hornin nýttust lítt eftir hlé. Vörn Fram var lengstum ágæt, einn fyrir framan sem truflaði sókn gestanna. Hjá ÍR var Hreiðar sterkur í markinu, Sturla var sprækur, Ingi- mundur Ingimundarson, Kristinn Björgúlfsson, Guðlaugur Hauksson og Ólafur Sigurjónsson allir ágætir. Fannar Þorbjörnsson átti erfiðan dag á línunni en gaf þó ekkert eftir þrátt fyrir að fá lítið fyrir sinn snúð. Tuttugasta tap Selfoss Leikmenn Aftureldingar lukuskylduverki þegar þeir lögðu Selfoss á heimavelli í gærkvöldi, 31:24, og þar með varð 20. tap Selfoss í 21 leik á Íslands- mótinu staðreynd. Viðureignin verður lítt minnisstæð enda var hún frekar illa leikinn, leikmenn voru mistækir og virtust á stundum ekki taka leik- inn mjög alvarlega enda spilað upp á fátt annað en stoltið. Selfyssingar virtust ætla að hrista af sér slyðruorðið í upphafi leiks þeg- ar þeir náðu frumkvæðinu. Heima- menn færðu sig hins vegar fljótlega upp á skaftið, skoruðu hvert markið á fætur öðru eftir hraðaupphlaup og náðu sex marka forskoti, 12:6. Þar með var eins og þeir héldu að björn- inn væri unninn, en svo reyndist ekki vera. Leikmenn Selfoss bitu frá sér og söxuðu á forskot heimamanna á þeim tíma sem Afturelding gaf yngri leikmönnum tækifæri á að spreyta sig. Leikmenn Selfoss jöfnuðu metin og komust yfir, 15:14.Afturelding jafnaði metin með marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Í upphafi síðari hálfleiks héldu leikmenn Selfoss áfram að berjast af krafti með von um að geta brotið Mosfellinga á bak aftur. Framliggj- andi vörn Selfoss-liðsins reyndist leikmönnum Aftureldingar erfið. Selfyssingar náðu tveggja marka forskoti, 20:18. Þar með gyrtu Mos- fellingar sig í brók, skoruðu fimm mörk í röð á stuttum kafla. Eftir það rann mótspyrna leikmanna Selfoss út í sandinn og heimamenn sigldu fleyi sínu örugglega í höfn. Getum- unur liðanna kom glögglega í ljós á síðasta stundarfjórðungnum. Gísli Guðmundsson markvörður var besti leikmaður Selfoss í leiknum og frammistaða Harðar Bjarnasonar vakti athygli. Þar er á ferð snjall örv- hentur leikmaður. Reynir Þór Reynisson stóð fyrir sínu í marki Aftureldingar. Jón Andri Finnsson var sterkur eins og svo oft áður og Sverrir Björnsson var drjúgur þrátt fyrir að hafa gert alltof mörg mistök í sókninni. Morgunblaðið/Jim Smart Fannar Þorbjörnsson virðist hissa á einhverju þar sem hann er með boltann. Sigurmark frá Sturlu ÍR-INGAR gefa ekkert eftir í baráttunni um efstu sætin í Esso-deild karla í handknattleik. Í gærkvöldi lögðu þeir Framara 23:24 í Fram- heimilinu og endurtóku þar með leikinn frá því liðin mættust í fyrri umferðinni fyrir fjórum mánuðum, þá vann ÍR líka með einu marki, 25:24. ÍR skaust í annað sætið með sigrinum en Fram er sem fyrr í sjöunda sæti, tveimur stigum á undan FH sem á leik til góða. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Ívar Benediktsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.