Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 33
þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Jóhanna. Afi minn. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið þú varst skin á dökkum degi dagleið þín var greið. þú barst tryggð í traustri hendi tárin straukst af kinn þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Afi minn. Með þessu ljóði vil ég þakka ér fyrir allar yndislegu sam- verustundir okkar, vinskap og ást. Kær kveðja. Þinn Jón Ingi. Elsku afi, þú varst mjög góður afi. Ég sakna þín mikið. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús, mæti. (Höf. ók.) Bless, elsku afi, og takk fyrir allt. Þín dótturdóttir. María Rut. Fallinn er frá á tíræðisaldri Jón Guðmundsson fv. yfirsmiður Heilsu- stofnunar NLFÍ í Hveragerði. Jón þekkti vel langafa minn Jónas Krist- jánsson lækni sem var helsti hvata- maður að byggingu Heilsuhælisins, eins og það hét á sínum tíma. Jón kom að uppbyggingu þessarar merku stofnunar strax í upphafi og tengdist henni órjúfanlegum böndum upp frá því og er í raun samofinn sögu hennar. Mínar fyrstu minningar tengjast langafa mínum og Heilsu- hælinu þar sem ég var tíður gestur sem barn. Sem unglingur og síðar sem menntaskólanemi starfaði ég við afleysingar í fjöldamörg sumur í Hveragerði og kynntist þá Jóni sem var mikill öðlingur og hvers manns hugljúfi. Hann var engu að síður ákaflega fastur fyrir ef á þurfti að halda, réttsýnn og sanngjarn og kunni lagið á okkur strákunum sem oft reyndum að svíkjast undan. Jón starfaði nánast óslitið við stofnunina frá ársbyrjun 1954 þegar hann átti lægsta tilboð í að gera fyrstu bygg- inguna fokhelda og þar til hann lét af störfum 1994, þá 81 árs gamall. Ég kann enga kveðju betri til Jóns en að herma upp á hann kvæði sem ort var af Gretari Fells til NLFÍ og langafa míns í tilefni af tíu ára afmæli NLFÍ á sínum tíma: Frumkvöðlum ég færi þakkir, ekki síst mínum gamla vini, hógværa, göfuga, hjartaprúða kappanum Jóni Guðmundssyni. Blessuð sé minning þín – í guðs friði. Gunnlaugur K. Jónsson, forseti NLFÍ. Einhverju sinni var sagt að þeir einir verðskulduðu minnisvarða sem engan þyrftu. Líf Jóns Guðmunds- sonar byggingameistara er einn alls- herjar minnisvarði um eljusemi og dugnað, samviskusemi, verkhæfni og ráðsnilld. Huglægi minnisvarðinn er virðing fyrir einstökum manni sem vann þjóð sinni vel og skilaði gríð- arlegu verki í þágu þúsunda og kom- andi kynslóða. Engar voru kröfur hans um viðurkenningu, hvorki um árangurstengdar greiðslur, sem nú tíðkast mjög, né orðaskraf um ágæti hans. Þó vann hann meiri afrek og skilaði meira verki en margir þeir, sem nú eru helst lofaðir fyrir að auka verðmæti í pappírum og peningum. Án efa fæst arðurinn af mannanna verkum uppgerður um síðir. Leiðir okkar lágu saman fyrir rúmum áratug. Hann var þá kominn á níræðisaldur og að baki var löng og gifturík starfsævi, þúsundir fermetra af gagnlegum húsum fyrir fólk, sem leitaði sér heilsubótar, iðkaði trú sína og list og átti skjól og öryggi í dag- legu lífi. En þessi eldhugi lét ekki staðar numið, fylgdist með öllum framkvæmdum, lét í ljós skoðanir og gaf góð ráð. Jón Guðmundsson skilur eftir óbrotgjarnan minnisvarða, sem reis á grunni mikilla hæfileika manns og smiðs. Fyrir hönd Heilsustofnun- ar NLFÍ þakka ég honum ómetan- legt starf. Sjálfur þakka ég elskuleg kynni. Árni Gunnarsson. Bíðið dauðans með góðum hug og hafið þetta eitt fyrir satt: Góðum manni getur ekkert grandað, hvorki lífs né liðnum, og guðirnir eru ekki afskiptalausir um hans hag. (Sókrates.) Við Jón kynntumst fyrst árið 1985 á okkar sameiginlega vinnustað, á Heilsuhælinu þar sem hann vann all- lengi. Ef eitthvað vantaði, þá var Jón alltaf til staðar og hjálpaði öllum af einlægni. Mér fannst Jón vera einn af þeim sem sköpuðu „gott andrúms- loft“ hvar sem hann var og það óafvit- andi. Seinna var það hann, sem kom mér inn í skemmtilegan ferðahóp sem mér þótti alveg sérstaklega vænt um. Jón var – þrátt fyrir háan aldur – ávallt reiðubúinn til að „leggja í hann“ og varð oftast mjög gaman í þessum jeppaferðum. Jón var blíður, félagslyndur, hjálpsamur og oftast sá sem „kynti ofninn“, í orðsins fyllstu merkingu. Yndislegt var að sjá hann brosa eða hlæja og það að setjast við hlið hans var eins og að vera kominn heim. Núna er Jón einu skrefi á undan okkur. Hann er búinn að kveðja, en minning um hann mun alltaf vera böðuð sólarljósi. Bea. Fallinn er í valinn félagi okkar, hann Jón í Hveragerði. Jón gamli eða Jón smiður eins og við kölluðum hann, varð ferðafélagi okkar í Sam- farafélaginu fyrir um þrjátíu árum eða svo. Eflaust voru það Deidei frændi og Sólveig sem drógu hann með í einhverja ferðina, og einhvern veginnvarð Jón ásamt Binnu og Sig- urjóni heitnum nánast ómissandi ferðafélagar okkar. Ekki það að við kæmumst ekki til fjalla án þeirra, heldur eins og Jón stóri orðaði það: „Það eru forréttindi að fá að ferðast með þessu fólki.“ Þeirra lífsreynsla, þeirra lífssýn og lífsþroski var og er þess eðlis að við unga fólkið sóttum í samfylgd þeirra. Ógleymanleg eru orð Jóns gamla og æðruleysið er við einhverju sinni fórum yfir Markarfljótið á aurunum neðan Þórsmerkur í óþægilega miklu vatni. Fyrsti jeppinn var kominn yfir og Jón beið þess í næsta bíl að fara yf- ir fljótið. Bílstjórinn spurði hann hvernig honum litist á og fékk svarið: „Jæja drengir, þetta er góður dagur til að deyja.“ Og eflaust drap hann tittlinga um leið. Nú er hann Jón gamli kominn yfir móðuna miklu, að þessu sinni án okk- ar, og bíður þess á hinum bakkanum að lóðsa okkur yfir þegar kallið kem- ur. Gamli félagi, við þökkum sam- fylgdina. Fyrir hönd Samfarafélagsins, Þorvarður Ingi Þorbjörnsson. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. Þegar við nú kveðjum félaga okkar og samferðamann, Jón Guðmunds- son, setur okkur hljóð og hugurinn reikar gjarnan til samverustunda lið- inna ára. Jón Guðmundsson var einn af aldamótakynslóðinni sem ekki fæddist með silfurskeið í munninum, sem með atorku og útsjónarsemi þurfti að sjá sér og sínum farborða. Og lífið var ekkert nema vinna. Það er ekki aðeins að aldamótakynslóðin sé að hverfa með alla sína fjölbreyttu lífsreynslu, við Hvergerðingar erum einnig að sjá á bak því fólki sem hér hefur lifað og starfað og átt sinn stóra þátt í því að Hveragerði er orðið það bæjarfélag sem það nú er. Ég, sem þessar fátæklegu línur rita, kynntist Jóni Guðmundssyni 1970 þegar við fjölskyldan fluttum hingað í Hveragerði. Við Jón unnum saman á Heilsustofnun, hann fyrst í húsasmíðum en síðustu árin í viðhald- inu. Í hálftíukaffinu á morgnana laumaði Jón sér gjarnan inn á Gull til okkar kvennanna og fékk sér kaffi- sopa. Var þá mikið skeggrætt og skrafað um þau mál sem efst voru á baugi hverju sinni og vantaði ekki að við fórum létt með að afgreiða þjóð- málin og rétta þjóðarskútuna af. Þegar voru kosningar hafði Jón gjarnan þann sið að hann fór á allar kosningaskrifstofur og spjallaði við fólkið, en ég vissi aldrei hvar hann stóð í pólitík. Jón var með afbrigðum traustur og góður ferðafélagi, var alltaf að hugsa um að allt gengi vel og allir væru kátir og glaðir. Við fórum í margar ferðir saman, fyrst með Al- þýðubandalaginu og svo með eldri borgurum en í þeim félagsskap var hann virkur alveg frá stofnun þess og fullur af áhuga að allt gengi sem best. Þegar við eldri borgarar vorum búin að kaupa húsnæðið, sem nú heitir Þorlákssetur og er félagsaðstaða okkar, hringdi Jón í einn félagann og bað hann skreppa með sig til Reykja- víkur. Jón var þá orðinn 90 ára en er- indið var að sækja leirtau fyrir hundrað manns sem hann færði fé- laginu að gjöf. Við félagarnir þökkum af alhug þessa rausnarlegu gjöf og alla hans samfylgd. Síðast þegar ég hitti Jón var hann orðinn lasinn og þreyttur enda ald- urinn hár, sagðist hann nú helst vilja fara að fá hvíldina, og nú hefur þú fengið hana, kæri vinur. Hafðu þökk fyrir allt og allt Við félagar í Félagi eldri borgara í Hveragerði sendum fjölskyldu Jóns innilegar samúðarkveðjur. Auður Guðbrandsdóttir. Nú er byggingameistarinn Jón Guðmundsson allur. Ekki sést hann lengur á göngu niður Skáldagötu með staf í hendi. Fyrir um 70 árum fluttist hann með fjölskyldu sína til Hveragerðis og reisti sér hús við nyrstu götuna í þorpinu. Jóhannes úr Kötlum og Rík- arður Jónsson reistu sér hús við sömu götu og fóru þorpsbúar að kalla hana Skáldagötu. Þá var hiti ofarlega í jarðskorp- unni. Það þurfti að bora 15 metra eft- ir heitu vatni til að hita upp húsin. Jón hafði annan hátt á. Hann gróf þriggja metra djúpa holu niður í hraunið við húsvegginn og kom þar fyrir pottofnum og tengdi þá við mið- stöðvarkerfi húsins, því hiti var í botni holunnar. Þannig fékk hann hita í húsið. Sömu aðferð hafði Jó- hannes úr Kötlum við upphitun í húsi sínu er hann kom frá Noregi 1947. Eftir að Hveragerði varð sjálfstætt sveitarfélag skírði Gunnar Bene- diktsson rithöfundur götur þorpsins og skírði Skáldagötuna Frumskóga. Í þeirri götu bjó hann í 30 ár. Það eru um 50 ár síðan ég kynntist Jóni. Var hann þá búinn að byggja mörg hús í Hveragerði og víðar. Stærsta verk hans var að reisa húsin hjá NLFÍ og kirkjuna í Hveragerði. Það sem mér fannst merkilegt við Jón hvað hann var ferskur í huga allt til þess síðasta. Hann lét engan hugsa fyrir sig. Hugur hans var eins og tölva. Ég var eitt sinn með honum á vörusýningu í íþróttahöllinni í Reykjavík. Var þar til svara ungur maður starfandi hjá fyrirtæki einu í Reykjavík. Eftir nokkrar spurningar var ungi maðurinn feginn að komast í burtu, því spurningarnar voru ekki um hestöfl eða stærð heldur margt annað sem Jóni fannst að maðurinn ætti að vita. Jón var einn af þeim mönnum sem alltaf höfðu tíma til að liðsinna öðrum og var ekki ónýtt að fá hann í heim- sókn, því hann virtist hafa ráð við öllu. Hvort það var við leiklist, bygg- ingar eða gróður jarðar. Nú kveðjum við þennan aldna frumbyggja Hveragerðis, sem settist hér að fyrir stríð og byggði fjölda húsa. E.t.v. er hann nú að ganga nið- ur Frumskógagötu í heimsókn að líta eftir framkvæmdum hjá nábúunum, þótt við sjáum hann ekki. Oddgeir Ottesen. Jæja, komdu sæll, sagði Jón er hann kom inn ganginn í kaffisopa og eftirlitsferð. Jóni kynntist ég fyrst er ég kvæntist inn í Blesastaðaættina fyrir rúmum tveimur áratugum. Það var ekki fyrr en við keyptum gamla æskuheimilið mitt við Frumskóga að leiðir okkar Jóns lágu saman fyrir al- vöru. Við vorum að gera upp húsið og Jón sem bjó í næstu götu kom iðulega í kaffitímanum til okkar, því ekki vildi hann trufla vinnandi fólk. Hann kom til þess að fá fréttir og einnig var hann látinn taka út framkvæmdir, því ef Jón var ánægður með verkið vissi ég að allt var á réttri leið. Oftast var beðið eftir Jóni og hann spurður spjörunum úr, bæði um smíðar og einnig um lífið í götunni á árum áður, en Jón var frumbyggi í götunni. Var minnið og rökfestan mikil hjá honum, ef ég var með einhvern byggingar- hlut, t.d flísar og spurði hann hvað fermetrinn kostaði, þá spurði hann iðulega til baka: Hvað kostar 1X6? og eftir að hann vissi það, sagði hann: Látum okkur nú sjá og umreiknaði verðlag frá því í gamla daga til dags- ins í dag og var iðulega mjög nærri kostnaðinum. Og alltaf reyndi ég að koma með flóknari vörur og ávallt spurði hann fyrst hvað 1X6 kostaði og eftir smáumhugsun kom svarið. Ég er viss um að þeir þarna hinum megin eru búnir að bíða eftir Jóni til að leysa úr einhverjum byggingar- vandamálum, og er hann ábyggilega langt kominn með lausnina. Ég kveð þig eins og þú kvaddir er þú fórst: Jæja, vertu sæll. Morten G. Ottesen.  Fleiri minningargreinar um Jón Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 33 Ástkær móðir okkar og amma, KRISTÍN HERMUNDSDÓTTIR frá Strönd, Vestur-Landeyjum, til heimilis í Hjaltabakka 28, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi að morgni föstudagsins 21. febrúar. Börn og barnabörn hinnar látnu. Móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 18. febrúar, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Málfríður K. Björnsdóttir, Guðmundur A. Þórðarson, Margrét Björnsdóttir og fjölskyldur. Yndislegi maðurinn minn og pabbi okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, BJÖRN RAGNARSSON, Lindargötu 20, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 23. febrúar. Álfheiður H. Árdal, Úlfar Þór Björnsson Árdal, Freyja Björt Björnsdóttir Árdal, Arndís Úlla Björnsdóttir Árdal, Arndís Pálsdóttir, Ragnar Benediktsson, Úlla Þormar Árdal og systkini. Ástkær móðir mín og tengdamóðir, ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR FANNBERG, sem andaðist á Grund sunnudaginn 23. febrú- ar, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 4. mars kl. 15.00. Ólafur Fannberg, Marissa B. Fannberg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.