Morgunblaðið - 26.02.2003, Blaðsíða 26
UMRÆÐAN
26 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNUVANDI háskóla-
menntaðs fólks hefur farið stigvax-
andi og hafa aldrei verið jafnmargir
háskólamenntaðir atvinnulausir.
Röskva hefur sýnt frumkvæði í
þessu máli og ályktaði nú fyrir stuttu
um aukið atvinnuleysi meðal þeirra.
Efling Atvinnu-
miðstöðvar stúdenta
Meðal þess sem Röskva vill gera
til að sporna við auknu atvinnuleysi
meðal ungs háskólamenntaðs fólks,
er að efla Atvinnumiðstöð stúdenta.
Fyrst og fremst þarf að tryggja fjár-
hag Atvinnumiðstöðvarinnar. Takist
að tryggja fjárhaginn, er hægt að
fjölga starfsmönnum og efla með því
starfsemina og þjónustu við stúd-
enta. Öflugri Atvinnumiðstöð getur
farið í átak meðal fyrirtækja í að
kynna Atvinnumiðstöðina og sér-
stöðu hennar. Hægt væri að bjóða
upp á persónulega ráðgjöf fyrir stúd-
enta um hvernig best er að vinna
umsóknir og undirbúa sig undir
starfsviðtöl. Röskva vill einnig koma
á fót verkefnamiðlun undir Atvinnu-
miðstöðinni. Fyrirtæki gætu leitað
til slíkrar miðlunar til að láta stúd-
enta vinna fyrir sig tiltekin verkefni.
Nýsköpunarsjóðurinn
Margir stúdentar sækja ár hvert
um styrk til Nýsköpunarsjóðs náms-
manna. Umsóknir eru aldrei jafn-
margar og þegar atvinnuástand er
slæmt. Ein þeirra leiða sem Röskva
vill leita til að auka atvinnumögu-
leika stúdenta er efla Nýsköpunar-
sjóðinn með auknu fjármagni. Þá
gætu fleiri stúdentar fengið styrk og
unnið á sumrin að verkefnum sem
oftar en ekki eru tengd námi þeirra.
Samstarf við Impru
Stúdentaráð, undir forystu
Röskvu, tók upp samstarf við Impru.
Impra veitir sprotafyrirtækjum ým-
iss konar aðstoð við að komast á
legg. Slíkt gæti hentað vel ungu fólki
sem hefur áhuga á að stofna fyrir-
tæki. Með samstarfi Impru og Stúd-
entaráðs mætti til dæmis bjóða upp á
kynningu á starfsemi Impru fyrir
stúdenta og þeim veittur afsláttur á
námskeið á vegum Impru.
Stúdentar komi vel
undirbúnir á atvinnumarkað
Röskva leggur einnig áherslu á að
stúdentar séu vel undirbúnir fyrir
þátttöku á vinnumarkaðinum, hvort
heldur sem um sumarvinnu eða
framtíðarvinnu er að ræða. Í þessum
tilgangi vill Röskva að haldnir verði
kynningarfundir fyrir stúdenta þar
sem rætt yrði um réttindi þeirra,
vinnutíma, meðallaun í þeirra starfs-
stétt og hvað æskilegt sé að óska eft-
ir í byrjunarlaun. Fundir með svip-
uðu sniði er nokkuð sem hefur verið
reynt í verkfræðideild og gefist vel
þar.
Að loknu námi og í sumarleyfum
fara stúdentar út á atvinnumarkað-
inn. Því þarf að hlúa vel að málum
tengdum atvinnu stúdenta. Eins og
ástandið er nú þurfa stúdentar að
rísa upp og grípa til aðgerða.
Áhersla lögð á
atvinnumál
stúdenta
Eftir Ölmu Ýr
Ingólfsdóttur
„Röskva vill
sporna við
auknu at-
vinnuleysi
meðal ungs
háskólamenntaðs fólks
og efla Atvinnumiðstöð
stúdenta.“
Höfundur skipar 2. sæti á lista
Röskvu til Stúdentaráðs.
HVERNIG munu komandi kyn-
slóðir dæma þá menn sem stóðu fyrir
gerð Kárahnjúkavirkjunar? Hvort
verður það þeim til skammar eða
sæmdar? Þessari spurningu varpaði
Ómar Ragnarsson fram í lok myndar
sinnar, Meðan land byggist:
Það umhverfi sem sýnt var og er í
umhverfi Kárahnjúkavirkjunar er
þeim er þetta ritar nokkuð kunnugt.
Ég ólst upp við Jökulsá á Dal, vakn-
aði við nið hennar og sofnaði út frá
honum. Fyrir bragðið veit ég að Jök-
ulsá á sér mörg andlit. Hún er oftast
sýnd sem kolgrá forynja, þannig er
hún er vafalaust þekktust þeim hluta
landsmanna sem upp á síðkastið hafa
tekið ástfóstri við ána mína án þess að
hafa nokkurntíma barið hana augum
nema á mynd. Jökulsá á Dal á sér
annað andlit, hún er langtímum sam-
an vatnslítil bergvatnsá frekar blá en
grá og ógnar engum sem á annað
borð ber virðingu fyrir náttúruöflun-
um. Þannig verður Jökulsá á Dal
þegar búið verður að reisa Kárahnjú-
kastíflu. Hún verður eftir sem áður
samnefnari bergvatnsánna sem tug-
um saman falla til hennar frá
Reykjará innan við Brú út að Héraðs-
flóa en að mestu laus við skólpið sem
til hennar fellur undan Vatnajökli.
Í þeim umræðum sem fram hafa
farið um þessa miklu framkvæmd, þá
er henni gjarnan stillt upp á móti
þjóðgarði norðan Vatnajökuls. Ég
hef heyrt það fullyrt að með stofnun
þjóðgarðs mætti skapa jafnmörg
störf og ætlunin er að gera með virkj-
un og byggingu álvers í Reyðarfirði. Í
mínum eyrum hljómar þetta sem
blekking af verstu gerð, m.a. vegna
þess að ég veit að fólkið sem heldur
þessu fram veit betur. Það er öllum
sem til þekkja ljóst hversu fráleitt er
að svæðið norðan Vatnajökuls geti
tekið á móti tugþúsundum ferða-
manna án þess að landið verði örtröð.
Það hefur gerst ítrekað á undanförn-
um sumrum að náttúruvininni
Hvannalindum hefur verið lokað
vegna hættu á óbætanlegum gróður-
skemmdum. Þótt Hvannalindir séu
utan þess svæðis sem Kárahnjúka-
virkjun hefur áhrif á þá er hún dæmi
um viðkvæma vin á þessu gróður-
svæði sem um ræðir.
Það er því fráleitt að stilla þjóð-
garðshugmyndinni upp sem mótvægi
í atvinnusköpun. Friðun svæðisins
þýðir að öll nýting þess í atvinnu-
skyni verður stöðvuð. Það er vissu-
lega sjónarmið en það er óheiðarlegt
að segja það ekki berum orðum.
Kárahnjúkavirkjun á að reisa til að
breyta náttúruauðlind í verðmæti,
sem síðan á að standa undir atvinnu.
Þótt framkvæmdin muni bæta hag
allra Íslendinga þá verða áhrifin mest
á Austurlandi. Við munum Austfirð-
ingar verði af þessum framkvæmd-
um öðlast bjartari framtíð og mögu-
leika til að byggja upp ákjósanlegt
samfélag þar sem rætur okkar eru.
Ég skil ekki sjónarmið þeirra sem
telja þetta einskisvert. Ég skil ekki
sjónarmið þeirra samlanda okkar
sem telja Austfirðinga varga í véum
fyrir það eitt að vilja nýta náttúru-
auðlindir fjórðungsins.
Það var væntanlega óvart sem Óm-
ar Ragnarsson vísaði til þeirrar fram-
tíðar sem fjölmargir Íslendingar
virðast telja að hæfi Austfirðingum,
það var þegar birtist mynd af vernd-
arsvæðum indíána í Bandaríkjunum.
Þið verið að virða mér til vorkunnar
góðir landar þótt ég velji frekar
Kárahnjúkavirkjun með kostum og
göllum en þá framtíð sem fellst í
verndarsvæðum þar sem byggð er
haldið uppi með opinberu styrkja-
kerfi og árstíðabundinni ferða-
mennsku.
Í umfjöllun um Kárahnjúkavirkjun
hefur mikið verið fjallað um óaftur-
kræf áhrif á náttúru landsins, ég hef
hin vegar lítið séð fjallað um óaftur-
kræf áhrif byggðaröskunar á mannlíf
á Austurlandi. Þetta þykir mér sér-
kennilegt. Fólk sem sleppir sér tif-
inningalega vegna mögulegra áhrifa
á norsk hreindýr, breskar gæsir og
örfoka mela sem vel að merkja voru
einu sinni vaxnir gróðri, það lætur sig
engu skipta velferð samborgara
sinna á Austurlandi. Virkjun við
Kárahnjúka er lykill að því að afkoma
alls almennings í landinu verði betri.
Við undirbúning þessarar virkjunar
hefur verið farið að öllum leikreglum
samfélagsins. Á framkvæmdinni voru
vegna kröfu náttúruverndarmanna
gerðar umfangsmiklar og kostnaðar-
samar breytingar. Kröfunni um „lög-
formlegt umhverfismat“ var fylgt út í
æsar. Nýting náttúruauðlinda norð-
an Vatnajökuls er sjálfstæðismál,
þeir sem fyrir því berjast eru jafn-
framt að berjast fyrir efnahagslegu
sjálfstæði þjóðarinnar. Þeirra sómi
mun verða verða uppi á meðan landið
er byggt.
Sómi eða skömm
Eftir Hrafnkel
A. Jónsson
„Nýting
náttúru-
auðlinda
norðan
Vatnajökuls
er sjálfstæðismál.“
Höfundur er héraðsskjalavörður
í Fellabæ.
SAMKÓP, samtök foreldra barna
í grunnskólum í Kópavogi, sinna
mikilvægu hlutverki innan skóla-
kerfisins. Foreldrar og samtök
þeirra hafa á síðari árum orðið æ
virkari þátttakendur í skólastarfinu
og nauðsynlegt er að efla samstarf
heimila og skóla enn frekar. Um
þetta hafa stjórnmálaflokkarnir í
Kópavogi verið nokkuð sammála,
a.m.k. í orði.
Styrkveitingu til
Samkóps hafnað
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar
Kópavogs fyrir árið 2003 lögðum við
í Samfylkingunni m.a. til að Samkóp
yrðu styrkt til sinnar nauðsynlegu
starfsemi um 500.000 krónur. Þetta
er ekki há upphæð, en hefði breytt
og bætt starfsumhverfi samtakanna
að okkar mati. Tillagan var felld í
bæjarstjórn með 8 atkvæðum Fram-
sóknar og sjálfstæðismanna að við-
höfðu nafnakalli. Þetta er athyglis-
verð niðurstaða að því leyti að hún
sýnir hve mikið er að marka kosn-
ingaloforð Framsóknar. Í stefnuskrá
þeirra frá bæjarstjórnarkosningun-
um í fyrra segir nefnilega orðrétt:
„Bæjaryfirvöld eiga að tryggja það
mikilvæga starf sem fram fer á veg-
um Samkóps og á það að vera fastur
liður á fjárhagsáætlun bæjarins.“
Samt felldu þeir tillögu Samfylking-
arinnar sem snerist einmitt um
þetta. Slík er orðheldni bæjarfull-
trúa Framsóknar. Hér er vissulega
ekki um háa upphæð að ræða í sjálfu
sér og kannski einmitt þess vegna er
sláandi að verða vitni að því að
Framsókn treystir sér ekki til að
standa við kosningastefnuskrá sína í
svo einföldu máli sem þessu. Það
verður fróðlegt að fylgjast með eftir
því sem á kjörtímabilið líður hvort
svona fari fyrir fleiri „loforðum“
Framsóknarflokksins í Kópavogi.
Loforð Fram-
sóknar duga
skammt
Eftir Sigrúnu
Jónsdóttur
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar í Kópavogi.
„…Fram-
sókn treyst-
ir sér ekki til
að standa
við kosn-
ingastefnuskrá sína í
svo einföldu máli sem
þessu.“
HINN 17. febrúar sl. lagði dóms-
málaráðherra fyrir Alþingi frumvarp
til laga þar sem lagðar eru til breyt-
ingar á menntunarkröfum lögmanna.
Frumvarpið gerir áskilnað um fimm
ára nám í lögfræði án þess að nokkrar
efniskröfur séu gerðar til inntaks
þeirrar lögfræðimenntunar sem til
þarf til þess að geta orðið lögmaður.
Frumvarpið felur í sér grundvallar-
breytingar frá núgildandi lögum.
Í dag er boðið upp á laganám við
nokkra háskóla hér á landi sem er
mjög ólíkt að efnisinntaki og er það
auðvitað hið besta mál. Ólíkar þarfir,
sem námi er ætlað að mæta, kalla
eðlilega á ólíkar áherslur um upp-
byggingu náms.
En hvaða nám þurfa verðandi lög-
menn að stunda til þess að vera vel í
stakk búnir til þess að rækja lögmanns-
störf? Á Norðurlöndum hefur námi fyr-
ir verðandi dómara og lögmenn annars
vegar verið skipt upp í nám í kjarnafög-
um sem tekur u.þ.b. þrjú ár og öllum
laganemum er skylt að taka, og hins
vegar í nám í valfögum sem tekur u.þ.b.
tvö ár þar sem nemendum gefst færi á
að sérhæfa sig á ýmsum sviðum. Upp-
bygging laganáms í háskólum sem ætl-
að er að undirbúa nemendur undir lög-
mannsstörf á Norðurlöndum er
frábrugðin lögfræðinámi, sem boðið er
upp á við viðskiptaháskóla og aðra
skóla, að því er varðar áherslu og
kennslumagn í þessum kjarnafögum.
Hér að neðan er tafla um kennslu í
nokkrum kjarnafögum við Háskóla Ís-
lands, Háskólann í Kaupmannahöfn og
Háskólann í Reykjavík. Einvörðungu
er getið um kennslumagn í þeim grein-
um sem nemendum er skylt að taka.
Við alla skólana er hægt að læra meira í
sumum þessara greina séu þær valdar
sem valfög.
Þótt kennslumagn sé hvorki fullkom-
inn né nákvæmur mælikvarði veitir
framangreindur samanburður þó
glögga sýn á þær ólíku áherslur sem
þessir skólar veita við kennslu í þessum
greinum lögfræðinnar, sem taldar hef-
ur verið hluti kjarnans í námi dómara
og lögmanna á Norðurlöndum.
Hér verður áréttuð sú skoðun að
æskilegast sé að háskólar verði að
mestu látnir sjá um menntun lög-
manna hér á landi eins og tíðkast hef-
ur á Norðurlöndum, en ekki sérskóli
sem við tekur eftir háskólanám. Það
getur ekki talist þjóðhagslega hag-
kvæmt að fyrst eyði nemendur 5 ár-
um í háskólanám í lögfræði og þurfi
síðan að bæta við sérnámi í 1–2 ár á
námskeiðum eða sérstökum lög-
mannsskóla. Til þess að hjá þessu
verði komist þarf að skilgreina með
staðli eða á annan almennan hátt þær
lágmarksmenntunarkröfur sem gerð-
ar eru til þeirra sem vilja öðlast lög-
mannsréttindi. Á þann hátt gefst öll-
um háskólum jafnt tækifæri, sem vilja
taka að sér að mennta verðandi lög-
menn, til að koma til móts við þær
kröfur með skipulagi náms og
kennslu. Með slíku fyrirkomulagi
mun það einnig liggja í augum uppi
fyrir nemendur hvaða fög þeir þurfi
að velja, eða eftir atvikum bæta við
sig, til þess að uppfylla áskildar
menntunarkröfur lögmanna.
Hér er ekki verið að leggja til að
staðla allt laganám. Þvert á móti. Eft-
irspurn á markaði mun án efa móta
námsframboð háskóla. Þegar kemur
hins vegar að menntunarkröfum dóm-
ara og lögmanna er um að ræða svið þar
sem nauðsynlegt er að tilgreina lág-
marksmenntunarkröfur til að stuðla að
réttaröryggi almennings. Til þess að
tryggja jafnrétti skóla og nemenda í
samkeppnisumhverfi er eðlilegt að nota
staðla um lágmarkskröfur á þessu sviði
eins og gert er á öðrum sviðum þar sem
samkeppnin dafnar.
Hversu lítið má
kunna í lögfræði?
Eftir Pál Hreinsson „Eðlilegt
að nota
staðla um
lágmarks-
kröfur.“
Höfundur er varadeildarforseti
lagadeildar HÍ.
&
% 5
5 5
' & ! #' 6 7
!" # #
5 ' & ! #' # # # # (8 #
#
# #
! ' #
' 9 "
$ " :& + "; <+ =
!<
!
! + >
>
!;
?
@"
&
&
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'
'