Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 26.02.2003, Qupperneq 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 15 Kynnstu einni fegurstu borg Evrópu í beinu flugi Heimsferða til Buda- pest þann 27. mars. Budapest er í dag ein eftirsóttasta borg í Evrópu og þeir sem hafa kynnst henni hafa heillast af hinu einstaka mannlífi, fagurri byggingarlist, ótrúlegu úrvali veitinga – skemmtistaða og menningarviðburða sem þar er að finna. Frábær hótel í hjarta Budapest og spennandi kynnisferðir um borg- ina með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Helgarferð til Budapest 27. mars frá kr. 39.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 Flug og hótel og skattar í 4 nætur. Verð á mann m.v. 2 í herbergi á Tulip hótelinu, 27. mars. Beint flug í mars, apríl og maí MIKIÐ snjóaði í Miðausturlöndum í gær og olli það verulegri röskun á öllu daglegu lífi. Við Grátmúrinn í Jerúsalem, einn helgasta stað gyð- inga, var fátt fólk á ferli eins og sjá má á mynd- inni, skólum var lokað og margar fjölfarnar þjóðbrautir voru ófærar vegna fannkomunnar. Var jafnfallinn snjór í Jerúsalem um 20 cm. Mikil fannkoma var einnig í Líbanon og í Jórdaníu þar sem yfirvöld fögnuðu henni eins og himnasend- ingu enda vatnsskortur mikill í landinu. Að und- anförnu hefur þó verið óvenjulega votviðrasamt á þessum slóðum. Reuters Kafaldssnjór í Miðausturlöndum SIR Isaac Newton, enski stærð- og eðlisfræðingurinn sem setti fram undirstöðulög- mál aflfræðinnar, m.a. þyngd- arlögmálið, spáði heimsendi árið 2060. Þetta kemur fram í minnisblöðum Newtons sem rannsökuð hafa verið í ísr- aelska landsbókasafninu í Jerúsalem. Kanadískur fræðimaður við King’s College í Halifax fann dómsdagsspána í 4.000 síðna minnisgreinum vísindamanns- ins, að sögn forstöðumanns bókasafnsins, Raphaels Weis- ers. Newton var uppi 1642–1727 og auk þess að vera braut- ryðjandi í vísindum hafði hann mikinn áhuga á Biblí- unni og heimsslitafræði, þeirri grein guðfræðinnar sem fjallar um hinstu hluti, dauðann og dóminn og það sem þá tekur við. Skrifaði rit um spádóma Daníels Newton skrifaði rit um spá- dóma Daníels í Gamla testa- mentinu og Opinberunarbók Jóhannesar. Ritið var gefið út sex árum eftir dauða Newtons en minnisgreinar hans voru ekki rannsakaðar til hlítar fyrr en nú. Kunnur bókasafnari og pró- fessor í semískum tungumál- um, Abraham Shalom Yahuda, íraskur gyðingur, komst yfir minnisblöðin á uppboði á fjórða áratug síð- ustu aldar og bókasafnið fékk þau síðan til varðveislu eftir dauða hans á sjötta áratugn- um. Isaac Newton spáði heims- endi árið 2060 Jerúsalem. AFP. SPRENGJUR, sem líklega voru heimatilbúnar, sprungu við tvo há- skóla í Peking í gær. Slösuðust níu manns í sprengingunum en enginn þó alvarlega. „Sprengjurnar sprungu á líkum tíma í mötuneytum skólanna, Tshinghua-háskólans og Peking-há- skóla,“ sagði Lin Wei, talsmaður ör- yggismála í Peking. „Fyrstu athug- anir benda til, að þær hafi verið heimatilbúnar og notast við svart byssupúður.“ Í mötuneyti Tshinghua-háskóla slösuðust sex manns, þar af fjórir kennarar, en þrír í mötuneyti Pek- ing-háskóla. Urðu nokkrar skemmd- ir í mötuneytunum, meðal annars brotnuðu rúður. Skammt er á milli skólanna, sem eru báðir í Haidian- háskólahverfinu í Peking. Ekki er enn vitað hver eða hverjir komu sprengjunum fyrir eða hver tilgangurinn var. Í fyrradag kom Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í heimsókn og kín- verska þjóðþingið kemur saman eftir viku. Það er þó ekkert, sem tengir tilræðin við þessa atburði. Sprengjutilræði eru alltíð í Kína og oft tengjast þau persónulegum deilum manna í milli. Byssueign er almennt bönnuð en auðvelt er að komast yfir sprengiefni, sem notað er við námagröft eða byggingafram- kvæmdir. Sprengjutilræði í Peking Peking. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.