Morgunblaðið - 26.02.2003, Side 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 2003 9
Síðir og stuttir kjólar
með jökkum
Pilsdragtir - buxnadragtir
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardag frá kl. 10.00—16.00.
Hver einasti hlutur í búðinni með 50% afslætti
Húsgögn, ljós, fatnaður og gjafavörur
Opið virka daga kl. 11-18, laugardag kl. 11-16 og sunnudag kl. 13-16.
Sigurstjarnan, Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin), sími 588 4545.
Okkar árlega rýmingarsala
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Ferming í
Flash
kjólar
pils
toppar
buxur
Mikið
úrval
Kringlunni & Hamraborg
Vor 2003
Ný sending
[s
v
a
rt á
h
v
ítu
]
568 4900 552 3636
mikið úrval af
fallegum vorvörum
EVRÓPUMEISTARAR Frakk-
lands taka þátt í fyrsta alþjóðlega
kvennaskákmótinu sem haldið
verður hér á landi 5. til 9. mars
næstkomandi í Saltfisksetrinu í
Grindavík. Mótið er haldið af Tafl-
félagi Garðabæjar og nýstofnuðu
Skákfélagi Grindavíkur.
„Blautasta mót ársins“
„Þetta verður annarsvegar
landskeppni þriggja þjóða, Ís-
lands, Noregs og Frakklands, en
samhliða verður haldið annað mót,
þar sem við bætist karlasveit skip-
uð fulltrúum Taflfélags Garða-
bæjar og Skákfélags Grindavíkur,“
segir Jóhann Ragnarsson, formað-
ur undirbúningsnefndar mótsins.
Verðlaunaafhending fer fram
sunnudaginn 9. mars kl. 16 í Bláa
lóninu og að henni lokinni fer fram
hraðskákarkeppni sömu sveita of-
an í lóninu. „Ég hef ekki þorað að
auglýsa þetta sem blautasta mót
ársins,“ segir Jóhann og hlær. „En
ég held þetta sé fyrsta mótið í
vatni hér á landi. Ég veit að svona
mót hafa verið haldin erlendis, s.s.
í Ungverjalandi.“
Framtíðarlandslið Frakka
Taflfélag Garðabæjar og Skák-
samband Frakklands hafa, að sögn
Jóhanns, verið í miklu samstarfi
undanfarin þrjú ár. „Þeir leggja
mikla áhersla á mótið sem þátt í
uppbyggingarstarfi hjá sér og
senda framtíðarlandslið sitt á mót-
ið,“ segir Jóhann. „Við höfum
tvisvar áður verið með mót fyrir
sömu landslið á Netinu, árið 2001
og 2002, þannig að það var rökrétt
framhald að fá liðin hingað.“
Sterkasti skákmaður mótsins er
á fyrsta borði hjá Frökkum, Kar-
elle Bolon, með 2162 Elo-stig, en
hún er 16 ára.
Valið hefur verið í íslenska
landsliðið fyrir mótið, þó borðaröð-
in hafi ekki verið ákveðin. Í liðinu
verða Íslandsmeistarinn Guðlaug
Þorsteinsdóttir, Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir, Anna Björg Þor-
grímsdóttir, Áslaug Kristjánsdótt-
ir, Harpa Ingólfsdóttir og Aldís
Lárusdóttir.
Ekki tapað í 15 ár
Franska landsliðið kom á óvart
með því að vinna Evrópukeppnina
í Leon á Spáni fyrir tveimur árum,
að sögn Jóhanns, og hafa einstakir
liðsmenn þess fylgt því eftir með
góðri frammistöðu á mótum. Tvær
konur sem keppa á mótinu eru í
Taflfélagi Garðabæjar, önnur er
Guðlaug Þorsteinsdóttir og hin
Sylvia Johnsen úr norska liðinu.
Þær keppa báðar fyrir Taflfélagið
á Íslandsmóti skákfélaga um
helgina.
„Það eru nú fáir sem geta státað
af því eins og Guðlaug að hafa ekki
tapað langri keppnisskák í fimm-
tán ár,“ segir Jóhann. „Hún tók
sér þrettán ára hlé og hefur ekki
tapað síðan hún byrjaði aftur og
raunar aðeins gert eitt jafntefli.
Það var í landskeppni Íslands og
Katalóníu.“
Evrópumeistarar Frakka á fyrsta alþjóðlega
kvennaskákmótinu hérlendis
Hraðskákmót haldið
ofan í Bláa lóninu
MINNA er nú um að fólk hafi
heimilishænsni sem þýðir að fækk-
un hefur orðið í íslenska hænsna-
stofninum auk þess sem íslensku
hænurnar hafa mjög víða á bæjum
blandast öðrum kynjum svo sem
hvítum og brúnum ítölum.
Fyrir nokkrum árum gerði Hall-
grímur Sveinn Sveinsson hjá
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
skýrslu um stofnstærð íslensku
landnámshænunnar. Hann komst
að þeirri niðurstöðu að líklega
væru til tvö til þrjú þúsund fuglar
í öllu landinu.
Íslenska hænan er þekkt fyrir
að vera litskrúðug og ekki er auð-
velt að lýsa lit hennar. Algengustu
litirnir eru brúnn, grár, svartur
og yrjóttur og oft eru litirnir ekki
hreinir heldur eru til mörg af-
brigði af dröfnóttu.
Samkvæmt skýrslunni er ein-
faldur kambur algengasta kamb-
gerðin en aðrar kambgerðir eru
tvöfaldur kambur, blöðru-
eðakrónukambur svo og rósa-
kambur.
Eitt af aðaleinkennum hæn-
unnar er fjaðratoppur á höfði og
finnst hann óvíða í öðrum hænsna-
kynjum nema ef vera skyldi í
gömlum norrænum kyjum svo sem
skánsku blómahænunni. Í Suður-
Þingeyjarsýslu er nokkrir aðilar
með íslensk hænsni og áhugi er
fyrir því að halda þeim við.
Vandamálið er lítill stofn og á
mörgum bæjanna er ekki um
hreinræktaða fugla að ræða.
Litskrúðugum landnáms-
hænum fer fækkandi
Laxamýri. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Kristín Margrét Jónsdóttir í Lyngbrekku með eina af íslensku hænunum.
ERKIBISKUPSDÆMIÐ í Nið-
arósi verður 850 ára í sumar og
munu Norðmenn minnast afmæl-
isins þann 27. júlí.
Von er á ýmsum tignum gest-
um til Niðaróss, m.a. Walter Ka-
sper kardínála frá Páfagarði og
nokkrum kaþólskum biskupum
en það er í fyrsta skipti frá siða-
skiptum sem kaþólskur kardináli
kemur þangað í heimsókn.
Tilheyrðu erkibiskupnum
í Niðarósi í tæp 400 ár
Þá er einnig von á gestum frá
Íslandi, Grænlandi, Orkneyjum,
Færeyjum og fleiri stöðum sem
tilheyrðu erkibiskupnum í Nið-
arósi í næstum því fjögur ár-
hundruð.
Fulltrúi íslensku kirkjunnar
við hátíðarhöldin verður Sr. Sig-
urður Sigurðarson, vígslubiskup í
Skálholti, en Karl Sigurbjörns-
son, biskup Íslands, verður á
þeim tíma á þingi lútherska
heimssambandsins í Winnipeg
sem er haldið á sjö ára fresti. Þá
munu Kristinn F. Árnason,
sendiherra Íslands í Noregi, og
norski sendiherrann á Íslandi,
Kjell H. Halvorsen, verða meðal
gesta.
Matthías Johannessen, skáld
og fyrrverandi ritstjóri Morgun-
blaðsins, mun við hátíðarhöldin
flytja ljóð sitt „I Nidaros“ sem
hann orti í tilefni afmælisins, en
nýlega var ljóðabók hans, Sálmar
á atómöld, gefin út á norsku í
tengslum við 850 ára afmæli
erkibiskupssetursins í Niðarósi.
Hátíðahöld í Nið-
arósi næsta sumar
Bómullar-satín
og
silki-damask
rúmföt
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050