Morgunblaðið - 27.02.2003, Page 19

Morgunblaðið - 27.02.2003, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 19 The King of Queens The Bachelor Everybody Loves Raymond Spennan magnast í The Bachelor eftir því sem stúlkunum fækkar. Verður það Gwen, Helene eða Brooke sem tekur pokann sinn í kvöld? Fylgstu með kraumandi kynþokka og geislandi gáfum í kvöld kl. 22.00. F im m tu d a g a r alltaf ókeypis Raymond er nánast óþolandi á heimili en Debra elskar hann samt. Sama á við um foreldra hans og bróður, þótt kærleikurinn geti verið kekkjóttur á köflum. Á dagskrá í kvöld kl. 20.00. Þættirnir vinsælu um sendilinn íturvaxna, Doug Heffernan, hina indælu eiginkonu hans, Carrie, og algerlega truflaðan tengdaföður, eru alltaf konungleg skemmtun. The King of Queens í kvöld kl. 21.00. SILVAN Shalom, sem verið hefur fjármálaráðherra í stjórn Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, þáði í gær boð Sharons um að taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn hans. Búist hafði verið við því að fráfar- andi utanríkisráðherra, Benjamin Netanyahu, héldi starfi sínu í hinni nýju fjögurra flokka stjórn Sharons. Kom tilnefning Shaloms því verulega á óvart. Fregnir hermdu í gærkvöldi að Netanyahu hefði fallist á að taka við embætti fjármálaráðherra gegn því skilyrði að hann yrði jafnframt að- stoðarforsætisráðherra. Shalom er 44 ára gamall og lítt þekktur utan Ísraels. Hann hefur lengi verið í hópi dyggustu stuðnings- manna Sharons. Shalom hefur starf- að sem blaðamaður og var m.a. að- stoðarvarnarmálaráðherra og ráðherra vísinda áður en hann tók við fjármálaráðuneytinu í fyrri stjórn Sharons. Hann er sagður hafa lagt fast að Sharon að tilnefna hann í eitt af valdamestu ráðherraembættunum. Óvænt ráðherra- skipti í Ísrael ÓHÁÐIR rannsóknarmenn, sem kanna Kólumbíu-slysið, hafa birt myndir af hitahlífum með undarlegum, gulrauðum förum og þykir það styðja kenningar um, að geimferjan hafi orðið fyrir ein- hverju hnjaski er hún var á leið til jarð- ar. Harold Gehman, formaður rannsóknarnefndar- innar, segir, að þetta sýni ekki hitaskemmdir. Ferjan fórst er hún kom inn í gufuhvolfið en þá sýndu skynjarar, að ofurheitt rafgas, sem umlukti hana, hafði með einhverjum hætti komist inn í hana, líklega um sprungur í hitaskildinum. Hefur sú kenn- ing verið að styrkjast, að geim- rusl hafi skaddað hana eða jafn- vel einhver hlutur, sem losnað hafi af henni sjálfri. Ekki kraftaverk KAÞÓLSKA kirkjan úrskurð- aði í gær, að „grátandi“ trefja- glersstytta af Maríu mey í litlum bæ skammt frá Perth í Ástralíu, væri ekki kraftaverk. Hefur styttan dregið til sín þús- undir manna alls staðar að úr landinu og einnig fólk frá öðr- um löndum. Barry Hickey, erkibiskup í Perth, sagði, að rannsókn sýndi, að tárin væru jurtaolía í bland við rósaolíu. Hann vildi þó ekkert um það segja hvort um vísvitandi blekkingar væri að ræða. Sagt er, að styttan hafi farið að „gráta“ í mars fyrir ári en tára- flóðið stöðvaðist um miðjan jan- úar síðastliðinn. Sambands- laust við Pioneer NASA, bandaríska geimvís- indastofnunin, hefur misst samband við geimfarið Pioneer 10 en það var sent á loft fyrir rúmlega 30 árum. Upphaflega var aðeins búist við, að það ent- ist í 21 mánuð. Pioneer varð fyrst til að fara í gegnum loft- steinabeltið og senda til jarðar nærmyndir af Júpíter. Gerði það ýmsar aðrar athuganir á reikistjörnunni og staðfesti, að hún er aðallega í vökvaformi. Líklegt er, að senditæki Pion- eers hafi loks gefist upp en geimfarið er nú með stefnu á rauðu stjörnuna Aldebaran. Alvarlegt ferjuslys FUNDIST hafa lík 28 manna en 42 er enn saknað eftir að eldsvoði í yfirfullri ferju olli því, að hún sökk undan ströndum Norður-Súmötru í Indónesíu á mánudag. 63 mönnum tókst að bjarga en raunar er ekki vitað með vissu hver margir voru um borð. Hafði það ekki verið skráð en alsiða er, að því og ör- yggiskröfum almennt sé lítið sinnt í Indónesíu. Veldur það mörgum slysum á ári hverju. STUTT Kenning um árekst- ur við rusl styrkist

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.