Morgunblaðið - 27.02.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.02.2003, Qupperneq 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2003 19 The King of Queens The Bachelor Everybody Loves Raymond Spennan magnast í The Bachelor eftir því sem stúlkunum fækkar. Verður það Gwen, Helene eða Brooke sem tekur pokann sinn í kvöld? Fylgstu með kraumandi kynþokka og geislandi gáfum í kvöld kl. 22.00. F im m tu d a g a r alltaf ókeypis Raymond er nánast óþolandi á heimili en Debra elskar hann samt. Sama á við um foreldra hans og bróður, þótt kærleikurinn geti verið kekkjóttur á köflum. Á dagskrá í kvöld kl. 20.00. Þættirnir vinsælu um sendilinn íturvaxna, Doug Heffernan, hina indælu eiginkonu hans, Carrie, og algerlega truflaðan tengdaföður, eru alltaf konungleg skemmtun. The King of Queens í kvöld kl. 21.00. SILVAN Shalom, sem verið hefur fjármálaráðherra í stjórn Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, þáði í gær boð Sharons um að taka við embætti utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn hans. Búist hafði verið við því að fráfar- andi utanríkisráðherra, Benjamin Netanyahu, héldi starfi sínu í hinni nýju fjögurra flokka stjórn Sharons. Kom tilnefning Shaloms því verulega á óvart. Fregnir hermdu í gærkvöldi að Netanyahu hefði fallist á að taka við embætti fjármálaráðherra gegn því skilyrði að hann yrði jafnframt að- stoðarforsætisráðherra. Shalom er 44 ára gamall og lítt þekktur utan Ísraels. Hann hefur lengi verið í hópi dyggustu stuðnings- manna Sharons. Shalom hefur starf- að sem blaðamaður og var m.a. að- stoðarvarnarmálaráðherra og ráðherra vísinda áður en hann tók við fjármálaráðuneytinu í fyrri stjórn Sharons. Hann er sagður hafa lagt fast að Sharon að tilnefna hann í eitt af valdamestu ráðherraembættunum. Óvænt ráðherra- skipti í Ísrael ÓHÁÐIR rannsóknarmenn, sem kanna Kólumbíu-slysið, hafa birt myndir af hitahlífum með undarlegum, gulrauðum förum og þykir það styðja kenningar um, að geimferjan hafi orðið fyrir ein- hverju hnjaski er hún var á leið til jarð- ar. Harold Gehman, formaður rannsóknarnefndar- innar, segir, að þetta sýni ekki hitaskemmdir. Ferjan fórst er hún kom inn í gufuhvolfið en þá sýndu skynjarar, að ofurheitt rafgas, sem umlukti hana, hafði með einhverjum hætti komist inn í hana, líklega um sprungur í hitaskildinum. Hefur sú kenn- ing verið að styrkjast, að geim- rusl hafi skaddað hana eða jafn- vel einhver hlutur, sem losnað hafi af henni sjálfri. Ekki kraftaverk KAÞÓLSKA kirkjan úrskurð- aði í gær, að „grátandi“ trefja- glersstytta af Maríu mey í litlum bæ skammt frá Perth í Ástralíu, væri ekki kraftaverk. Hefur styttan dregið til sín þús- undir manna alls staðar að úr landinu og einnig fólk frá öðr- um löndum. Barry Hickey, erkibiskup í Perth, sagði, að rannsókn sýndi, að tárin væru jurtaolía í bland við rósaolíu. Hann vildi þó ekkert um það segja hvort um vísvitandi blekkingar væri að ræða. Sagt er, að styttan hafi farið að „gráta“ í mars fyrir ári en tára- flóðið stöðvaðist um miðjan jan- úar síðastliðinn. Sambands- laust við Pioneer NASA, bandaríska geimvís- indastofnunin, hefur misst samband við geimfarið Pioneer 10 en það var sent á loft fyrir rúmlega 30 árum. Upphaflega var aðeins búist við, að það ent- ist í 21 mánuð. Pioneer varð fyrst til að fara í gegnum loft- steinabeltið og senda til jarðar nærmyndir af Júpíter. Gerði það ýmsar aðrar athuganir á reikistjörnunni og staðfesti, að hún er aðallega í vökvaformi. Líklegt er, að senditæki Pion- eers hafi loks gefist upp en geimfarið er nú með stefnu á rauðu stjörnuna Aldebaran. Alvarlegt ferjuslys FUNDIST hafa lík 28 manna en 42 er enn saknað eftir að eldsvoði í yfirfullri ferju olli því, að hún sökk undan ströndum Norður-Súmötru í Indónesíu á mánudag. 63 mönnum tókst að bjarga en raunar er ekki vitað með vissu hver margir voru um borð. Hafði það ekki verið skráð en alsiða er, að því og ör- yggiskröfum almennt sé lítið sinnt í Indónesíu. Veldur það mörgum slysum á ári hverju. STUTT Kenning um árekst- ur við rusl styrkist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.