Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 2
FRÉTTIR
2 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
www.icelandair.is
Alltaf ódýrast á Netinu
D-LISTI FÆR 39,5% FYLGI
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 39,5%
atkvæða og 25 þingmenn kjörna ef
gengið yrði til kosninga nú en Sam-
fylkingin fengi 34% fylgi og 22 þing-
menn. Eru þetta niðurstöður könn-
unar sem Félagsvísindastofnun
hefur gert fyrir Morgunblaðið. Fylgi
Framsóknar mældist 11,7%.
„Leiðarvísir“
George W. Bush Bandaríkja-
forseti tilkynnti í gær að birtur yrði
„leiðarvísir“ um friðarumleitanir í
Miðausturlöndum um leið og Palest-
ínumenn hefðu staðfest skipan nýs
forsætisráðherra. Bæði Palest-
ínumenn og Ísraelar létu í ljósi efa-
semdir um tilkynningu forsetans.
Hrekjast úr landi
Háir vextir og óstöðugt gengi
krónunnar hafa haft mjög skaðleg
áhrif á íslenskan iðnað, sagði Vil-
mundur Jósefsson, formaður Sam-
taka iðnaðarins, á Iðnþingi í gær.
Kvaðst hann hafa áhyggjur af því, að
háir vextir myndu hrekja fram-
leiðslufyrirtæki úr landi.
Ekki atkvæðagreiðsla?
Auknar líkur eru nú taldar á því
að Bandaríkjamenn hætti við að
bera undir atkvæði í öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna drög að álykt-
un er fæli í sér heimild til að afvopna
Íraka með vopnavaldi.
Biðja um stuðning
Serbnesk stjórnvöld fóru í gær
fram á að fá stuðning erlendra ríkja
og alþjóðastofnana, þar sem hætta
sé á að öflum sem andsnúin er um-
bótum í landinu vaxi ásmegin í kjöl-
far morðsins á Zoran Djindjic, for-
sætisráðherra Serbíu, sl. miðviku-
dag. Alls hafa rúmlega 180 manns
verið handteknir í tengslum við
rannsókn morðsins.
Bjartsýni á samning
Fulltrúar samninganefnda Ís-
lands og Færeyja eru bjartsýnir á að
innan skamms muni takast að ganga
frá víðtæku samkomulagi um við-
skipti á milli landanna, m.a. um frí-
verslun með landbúnaðarvörur.
Óvíst með loðnuna
Ekki tókst að mæla veiðistofn
loðnu í rannsóknarleiðangri sem
lauk nú í vikunni og ríkir óvissa um
ástand stofnsins. Ekki er grundvöll-
ur fyrir úthlutun upphafskvóta.
FERMINGAR
2003
L a u g a r d a g u r
15.
m a r s ˜ 2 0 0 3
Yf ir l i t
Stóriðjuframkvæmdir við Kárahnjúka og væntanleg ál-
versbygging á Reyðarfirði hafa hleypt fjöri í atvinnu-
lífið fyrir austan. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson
brugðu sér austur.
Píanisti Polanskis
Roman Polanski gerir síðari heimsstyrjöldina að um-
fjöllunarefni sínu í kvikmyndinni Píanistinn. Skarphéð-
inn Guðmundsson hlýddi á orð leikstjórans.
Skuggahverfið tekur breytingum
Birta og útsýni spila stórt hlutverk í hönnun fjölbýlis-
húsahverfis sem rísa á í Skuggahverfinu. Jóhanna
Ingvarsdóttir ræddi við Einar I. Halldórsson.
Bjart yfir Austfirðingum
á sunnudaginn
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 36
Viðskipti 14/16 Umræðan 37/38
Erlent 20/22 Minningar 39/43
Höfuðborgin 22/23 Kirkjustarf 44/45
Akureyri 26 Myndasögur 48
Suðurnes 27 Bréf 48/49
Árborg 28 Dagbók 50/51
Landið 29 Íþróttir 5255
Heilsa 33 Leikhús 56
Neytendur 30/31 Fólk 51-61
Listir 31/36 Bíó 58/61
Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62
Þjónustan 35 Veður 64
* * *
ÞEMADÖGUM í Laugarnesskóla lauk í gær með því að
börnin sungu og dönsuðu við lagið Ég syng í rigning-
unni. Nemendur unnu alla vikuna að fjölbreyttum verk-
efnum tengdum vatni. Hluti nemenda setti til að mynda
upp stíflu í læk í Katlagili en aðrir heimsóttu Nauthóls-
vík. „Þetta heppnaðist mjög vel og nemendur fengu að
vinna að fjölbreyttum verkefnum þar sem sköpunar-
gleðin fékk að njóta sín,“ sagði Helgi Grímsson skóla-
stjóri. Í kjölfarið skreyta nú skólann mjög fjölbreytt
verk nemenda.
Dansað í rigningunni
Morgunblaðið/Sverrir
„ÞETTA er gríðarlegt áfall,“ sagði
Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson,
framkvæmdastjóri Íslandsfugls í
Dalvíkurbyggð, en stjórn félagsins
samþykkti í gær að óska eftir að það
yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ís-
landsfugl fékk greiðslustöðvun í síð-
ustu viku í kjölfar þess að viðskipta-
banki félagsins gjaldfelldi afurðalán
fyrirtækisins. Forsendur greiðslu-
stöðvunar eru hins vegar brostnar
þar sem viðvarandi hallarekstur er á
félaginu vegna hins lága afurðaverðs
á kjötmarkaði.
Rögnvaldur sagði að undanfarið
hefði um 15 tonnum verið slátrað hjá
Íslandsfugli á viku og væri gert ráð
fyrir að einnig yrði slátrað í næstu
viku. Fóðrun og eldi fugla hafa verið
tryggð fram eftir næstu viku, en
Ólafur Rúnar Ólafsson skiptastjóri
mun væntanlega taka ákvörðun um
framhaldið.
Ekki grunnur fyrir
áframhaldandi rekstri
„Vissulega hefðu menn óskað að
mál hefðu farið á annan veg,“ sagði
Rögnvaldur Skíði. „En þegar farið
var ofan í málið var ekki talinn neinn
grunnur fyrir áframhaldandi rekstri.
Það var búið að stöðva allt rekstrarfé
félagsins með gjaldfellingu á afurða-
láni þannig að ekki var hægt að reka
það nema með eignasölu eða því að
fá inn nýtt fé. Menn mátu stöðuna
þannig að ástandið á kjötmarkaðn-
um væri með þeim hætti að ekki
væri verjandi að slást í þessu leng-
ur.“ Hann bætti við að eignirnar
væru til staðar í Dalvíkurbyggð
þannig að vissulega væru mögu-
leikar fyrir hendi á meðan eignirnar
væru til.
45 starfsmenn
Alls starfa um 45 manns hjá Ís-
landsfugli og haft er eftir Sigmundi
Ófeigssyni, stjórnarformanni félags-
ins, í frétt frá fyrirtækinu að stjórnin
harmi mjög lyktir málsins, einkum
vegna starfsfólksins. Gjaldþrot Ís-
landsfugls endurspegli hið hörmu-
lega ástand sem sé nú á kjötmarkaði.
Afurðaverð á svínakjöti, kjúklingum
og lambakjöti sé í sögulegu lágmarki
sem leiði af sér hallarekstur hjá
framleiðendum, sláturleyfishöfum
og vinnslustöðvum. Áætlanir um
framleiðslu, rekstrarkostnað og
gæðamál hafi staðist, en tekjurnar
algjörlega brugðist vegna hins lága
afurðaverðs en þar liggi rót vandans
fyrst og fremst.
Tap félagsins á liðnu ári nam um
150 milljónum króna.
Íslandsfugl óskar
gjaldþrotaskipta
Akureyri. Morgunblaðið.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
frestaði í gær að ákveða refsingu 19
ára pilts sem var fundinn sekur um
að hafa haft 57 ljósmyndir með
barnaklámi í tölvu hjá sér.
Pilturinn játaði skýlaust brot sitt.
Í dómnum segir að þegar litið er til
alvarleika brotsins annars vegar og
hins vegar hreins sakaferils, ungs
aldurs, játningar, iðrunar og vott-
orðs geðlækna sem lagt var fyrir
dóminn, þyki mega ákveða að
ákvörðun um refsingu verði frestað.
Haldi pilturinn skilorð í tvö ár verð-
ur honum engin refsing gerð.
Með myndir
af barnaklámi
í tölvunni
SAMBÍÓIN og Háskólabíó hafa
ákveðið að lækka almennt miðaverð
um 6,25% eða úr 800 krónum í 750
krónur. Lækkunin tók gildi í gær.
Segir í fréttatilkynningu frá Sambíó-
unum og Háskólabíói að sökum
stærðar og aukinna umsvifa hafi fyr-
irtækin náð fram hagstæðari inn-
kaupum og þannig getað lækkað
ýmsan kostnað við reksturinn. Einn-
ig hafi gengi dollarans hjálpað til við
að lækka verð á kvikmyndum sem
eru keyptar á frjálsum markaði.
Lækkar um 50
krónur í bíó
TÆPLEGA þriðjungur þeirra sem
voru á atvinnuleysisskrá í lok febr-
úar voru á aldrinum 15–24 ára eða
30,2%, samanborið við 28,1% árið
áður, samkvæmt upplýsingum frá
Hagstofu Íslands. Hlutfall ung-
menna á atvinnuleysisskrá hefur
ekki verið hærra í um 10 ár.
Í lok febrúar höfðu 1.239 ein-
staklingar verið atvinnulausir í sex
mánuði eða lengur, samkvæmt upp-
lýsingum frá Hagstofu Íslands.
Þetta er 19,9% af heildarfjölda at-
vinnulausra á landinu. Þetta hlutfall
var 12,7% í lok febrúar 2002. Árið
1998 var hlutfall þeirra sem höfðu
verið atvinnulausir í sex mánuði eða
lengur 35%. Þeim fækkaði hratt á
næstu árum og árið 2002 var hlut-
fallið orðið 19,4%.
Atvinnuleysi á landinu öllu er nú
um 4,1%.
Mesta at-
vinnuleysi
ungmenna
í tíu ár
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦