Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er iðulega nóg um að vera á hafnarsvæðum hringinn í kringum landið, hvort sem bátar eru að koma í höfn, drekkhlaðnir af fiski, eða öðrum varningi eins og í þessu tilfelli. Þegar ljósmyndari átti leið um Hafnarfjarðarhöfn á dögunum blasti við honum þessi sjón. Starfs- menn hafnarinnar voru önnum kafnir við uppskipun á salti úr skip- inu Svila Klaipeda. Ekki fylgdi sög- unni hvaðan skipið var að koma. Salti skipað á land Morgunblaðið/Brynjar Gauti elliárum, veltur að miklu leyti á því hvernig hver einstaklingur hagar neyslu sinni á mat og drykk og öðr- um efnum og annarri hegðun hans.“ Verði sem lengst heima Jón Helgason taldi að þróunar- verkefni um hönnun og byggingu betri íbúða fyrir aldraða ásamt end- urbótum á eldra húsnæði ætti að veita betri yfirsýn um húsnæðismál aldraðara og að því verkefni sé íbúðalánasjóði, ráðuneytum og Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga ætlað að koma. „Um leið verði kveðið skýr- ar á um verkaskiptingu milli ráðu- neyta og sveitarfélaga þannig að það verði alveg ljóst hver beri ábyrgð á hverju verkefni,“ sagði Jón Helga- son. Aðspurður sagði Jón Kristjáns- GERA þarf umfjöllun um öldrunar- mál að föstum lið í allri stefnumótun svo að þjóðfélag allra aldurshópa geti orðið að veruleika enda eiga allir þegnar þess að njóta sama réttar óháð aldri. Á næstu áratugum er útlit fyrir að öldruðum innflytjendum frá öðrum menningarheimum fjölgi ört hér á landi og því þarf að huga sér- staklega að stöðu þeirra. Þetta er eitt af fjölmörgum áhersluatriðum sem er að finna í viðamikilli skýrslu stýrihóps sem skipaður var af heilbrigðisráðherra og falið að móta stefnuna í málefnum aldraðra fram til ársins 2015. Jón Kristjánssson heilbrigðisráðherra og Jón Helgason, fyrrverandi ráðherra og formaður stýrihópsins, kynntu skýrsluna á blaðamannafundi í gær. Heilbrigðisráðherra tók fram að mikil vinna og upplýsingaöflun lægi að baki skýrlunni. „Stýrihópurinn hefur ekki aðeins tekið mið af upp- lýsingum sem voru til hér á Íslandi heldur einnig aflað sér þekkingar á málaflokknum sem víðast og tekið tillit til þeirra stefnu og strauma sem eru í málefnum aldraðra í löndunum í kringum okkur.“ Bera ábyrgð á eigin heilsu Í máli Jóns Helgasonar kom m.a. fram að því er snertir forvarnir og heilsufar aldraðra leggi stýrihópur- inn mikla áherslu á ábyrgð einstak- lingsins á sjálfum sér og náunganum; það geri samfélaginu í heild auðveld- ara að sinna réttmætum kröfum um góða heilbrigðisþjónustu, öldrunar- lækningar, endurhæfingu og þjón- ustu við aldraða. „Heilsan, ekki síst á son, heilbrigðisráðherra, að sér þætti einna markverðust sú áhersla sem lögð væri á að öldruðum verði gert kleift að búa sem lengst heima hjá sér og utan stofnana. Lögð sé áhersla á að efla enn frekar þá þjónustuþætti sem geri þeim það mögulegt. „Mér finnst þetta vera afar mikilvægt.“ Jón Helgason sagðist ógjarna vilja draga eitt einstakt efnisatriði skýrsl- unnar út úr, öll skiptu þau vissulega máli. „Aldraðir eiga ekki að vera sér- þjóðflokkur í samfélaginu heldur eru þeir eins og allir aðrir og eiga að njóta fullra réttinda og auðvitað verða þeir þá líka að axla ábyrgð eftir því sem geta þeirra leyfir. Það á ekki að vera einhver Stóridómur þegar menn hætta að vinna í föstu starfi heldur eiga menn að líta á lífið sem eina heild frá vöggu til grafar.“ Stefnumótun í málefnum aldraðra til 2015 Þjóðfélag allra aldurs- hópa verði að veruleika Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra afhendir Benedikt Davíðssyni, for- manni Landssambands eldri borgara, skýrsluna. Morgunblaðið/Sverrir HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hef- ur dæmt tæplega sjötugan karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn tveimur dótturdætrum sínum. Brot sem beindust gegn þriðju dótturdóttur hans voru fyrnd. Þótt manninum hafi ekki verið dæmd refsing vegna þeirra brota var talið sannað að hann hefði framið þau. Í niðurstöðu dómsins segir að með brotunum hafi maðurinn brugðist trausti stúlknanna sem hafi verið alls ófærar um að verjast þeim. Mjög skýrt hafi komið fram að stúlkurnar hafi átt við þungar raunir að stríða, kvíða og þunglyndi sem a.m.k. að hluta eiga rætur að rekja til kynferð- isbrota mannsins. „Með brotum sín- um hefur ákærði orðið valdur að fjöl- skylduböli,“ segir í dómnum. Frænkurnar þrjár eru fæddar ár- in 1980, 1981 og 1991. Ríkissaksókn- ari ákærði manninn fyrir að hafa í nokkur skipti farið með fingur inn í leggöng elstu stúlkunnar á árunum 1985–1989. Einnig fyrir að hafa árið 1994 káfað á kynfærum og brjóstum stúlkunnar sem er fædd 1981 og sett fingur inn í leggöng hennar. Brotin gegn þeirri yngstu áttu sér stað á árinu 1995, 1996 eða 1997 og var hann ákærður fyrir að strjúka kyn- færi hennar innan- og utanklæða. Fjölskyldufundur Lögreglurannsókn hófst eftir að móðir yngstu stúlkunnar leitaði til félagsmálayfirvalda og greindi frá því að dóttir hennar hefði orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu móð- urafa síns. Áður en þetta gerðist höfðu börn ákærða og tengdabörn átt fund með manninum þar sem þau báru hann sökum um kynferðisbrot gegn dætrum hans og dótturdætr- um. Leiddi sá fundur til þess að hann var vistaður á geðdeild Landspítal- ans. Elsta stúlkan bar að fyrsta brot- ið hefði afi sinn framið þegar hún var fimm ára en skv. ákæru lauk brot- unum þegar hún var á níunda aldurs- ári. Kvaðst hún engum hafa sagt frá þessu fyrr en hún var orðin 14 ára, þá hefði hún sagt nokkrum vinkon- um sínum frá þessu. Einnig hefði hún sagt núverandi eiginmanni sín- um frá þessu árið 1997. Síðastliðið sumar hefði móðir hennar spurt hana að þessu en þá hefði henni orðið ljóst að móðir hennar og móðursyst- ur hefðu einnig orðið fyrir kynferð- isbrotum af hálfu mannsins. Fram að því hafi hún talið að hún ein hefði orðið fyrir þessu „og hún hefði frem- ur viljað húka ein úti í horni með þetta en draga fjölskylduna inn í málið,“ eins og segir í dómnum. Meira en 12 ár frá brotum Maðurinn neitaði að hafa brotið gegn stúlkunni og sagði að fram- burður sinn hjá lögreglu, þar sem hann kvaðst ekki rengja framburð hennar, væri ekki réttur. Hann hefði þá verið illa haldinn eftir langvar- andi áfengisneyslu. Dómurinn taldi framburð stúlkunnar trúverðugan, einarðan og hiklausan en framburð mannsins ótrúverðugan. Hafið væri yfir skynsamlegan vafa að hann hefði gerst sekur um þau brot sem hann var ákærður fyrir. Kæra vegna málsins var lögð fram 22. ágúst 2002 en í dómnum segir að til þess að hægt sé að dæma manninn til refs- ingar hafi brot hans þurft að vera framin eigi síðar en 22. ágúst 1987. Taldi dómurinn að ekki væri útilokað að brotin hefðu verið framin fyrir þann tíma og var hann því sýknaður. Maðurinn neitaði einnig sök gagn- vart næstelstu stúlkunni. Sem fyrr taldi dómurinn taldi framburð hans ekki sannferðugan og gegn honum stæði trúverðugur framburður stúlkunnar sem nyti stuðnings af framburði vitna. Var hann því fund- inn sekur. Brotin gegn þriðju stúlk- unni, sem voru framin þegar hún var fjögurra til fimm ára, játaði maður- inn undanbragðalaust. Vægara brot- ið taldist á hinn bóginn fyrnt. Þar sem brotin gegn elstu stúlk- unni voru fyrnd hafnaði dómurinn bótakröfum hennar. Var hann dæmdur til að greiða hinum stúlk- unum tveimur annars vegar 500.000 krónur og hins vegar 300.000 krónur í skaðabætur. Héraðsdómarnir Finnur T. Hjör- leifsson, Benedikt Bogason og Sig- ríður Ólafsdóttir kváðu upp dóminn. Sigríður Jósefsdóttir saksóknari sótti málið f.h. ríkissaksóknara. Skipaður verjandi mannsins var Tryggvi Bjarnason hdl. Sekur um kynferðisbrot gegn þremur dótturdætrum sínum og dæmdur í 15 mánaða fangelsi „Orðið valdur að fjölskylduböli“ BENEDIKT Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, seg- ir að þetta sé í fyrsta sinn sem tekið sé á málefnum aldraðra á heild- stæðan hátt og því beri að fagna. „Það er að verða umtalsverð fjölgun aldraðra umfram aðra aldurshópa í þjóðfélaginu og það þarf auðvitað að sinna þessum málaflokki, ekki síst vegna þess að þetta hefur drabbast dálítið niður á undanförnum áratug- um, eða a.m.k. ekki fylgt þeirri þró- un sem hefði þurft að vera til þess að mæta þeirri ellisprengingu sem er að verða. Þess vegna er mik- ilvægt að gera áætlanir, eins og hér hefur verið gert, fram í tímann um hvernig eigi að bregðast við.“ Benedikt segir að eitt af því sem aldraðir leggi mikla áherslu á sé að stjórnvöld nýti sér sjálfstæði og virkni aldraðra sjálfra í því að ná þessum markmiðum. Samstiga samtökunum Benedikt segir að sá taktur sem sleginn sé í skýrslunni falli alveg saman við það sem samtök aldraðra hafi haldið að stjórnvöldum. „Ég held að það sé mikilvægt fyrir okk- ur að hafa þetta sem stuðnings- plagg í samskiptum okkar við stjórnvöld.“ Af fjárhagslegum atriðum bendir Benedikt á að hér sé verið að greiða mun lægri grunnlífeyri af almanna- tryggingum en almennt sé gert á Norðurlöndunum. „Það er gert í skjóli þess að lífeyrissjóðakerfið hér sé vel uppbyggt. En við höfum hins vegar bent á að það sé ekki orðið fullþroskað og verði það ekki fyrr en árið 2032 á hinum almenna vinnumarkaði og þess vegna séu stjórnvöld í raun að þjófstarta á líf- eyrissjóðakerfið með því að láta grunnlífeyri síga niður eins og raun ber vitni. Hann er nú 9–11% af meðallaunum verkmanna en þegar við sömdum um lífeyrsissjóðina árið 1969 var þetta hlutfall 17%. Því er staðan nú sú að annaðhvort þarf að hækka grunnlífeyri, auka tekju- tryggingu með einhverjum öðrum hætti eða bæta iðgjöldum inn í líf- eyrissjóðina. Þannig að það eru svo sem ýmis verkefni fram undan.“ Þurfum að mæta ellisprengingunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.