Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐINU hefur borist at-
hugasemd frá Geir H. Haarde, fjár-
málaráðherra, m.a. vegna ummæla Jó-
hönnu Sigurðardóttur, þingmanns
Samfylkingarinnar, í blaðinu í gær um
að stjórnarflokkarnir afnámu tengingu
persónuafsláttar við verðlagsbreyting-
ar:
„Jóhönnu Sigurðardóttur svíður það
greinilega að bent skuli á þá staðreynd
að hún var ráðherra í þeirri ríkisstjórn
sem fyrst rauf tengingu persónuaf-
sláttar við verðlagsbreytingar. Það
gerðist á valdatíma ríkisstjórnarinnar
sem sat 1989 – 1991 en þá var Jóhanna
félagsmálaráðherra en Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra. Þetta var
skömmu eftir að hinu nýja stað-
greiðslukerfi skatta var komið á í árs-
byrjun 1988 en þá var gert ráð fyrir að
persónuafsláttur fylgdi lánskjaravísi-
tölu, sem hefur reyndar síðan verið af-
lögð.
Persónuafsláttur hefur ekki fylgt
verðlagsvísitölu síðan þá. Þetta hafa
eldri borgarar réttilega bent á að und-
anförnu og tengslin þarna á milli voru
endanlega afnumin með lögum 1996.
Engin sérstök rök mæla heldur með
tengingu af þessu tagi. Þegar stað-
greiðslukerfinu var komið á voru vísi-
tölutengingar af ýmsu tagi hins vegar
algengar í lögum enda verðbólga þá
mikil. Nú er ástandið gjörbreytt eins
og allir þekkja. Persónuafsláttur hefur
undanfarin ár hækkað til samræmis
við almennar umsamdar kauphækkan-
ir á vinnumarkaðnum og ekkert við
það að athuga að mínum dómi.
Samkvæmt tölum samtaka eldri
borgara vantar 28% upp á að persónu-
afslátturinn hafi haldið verðgildi sínu
frá 1988. Það er hins vegar athyglis-
vert að 20 af þessum 28 prósentum
voru fram komin 1994, þ.e.a.s. á meðan
Jóhanna Sigurðardóttir var ráðherra.
Í ljósi þessara staðreynda finnst mér
nokkuð djarfmannlegt hvernig Jó-
hanna Sigurðardóttir kastar stórgrýti
úr glerhúsi sínu.
Staðreyndin er hins vegar sú að
eldri borgarar, rétt eins og aðrir þegn-
ar landsins, hafa notið mikils ávinnings
af þeirri efnahagsstefnu sem hér hefur
verið fylgt undanfarin ár og haft hefur
að leiðarljósi að bæta lífskjörin. Þannig
hefur kaupmáttur ráðstöfunartekna
þeirra sem eingöngu fá bætur al-
mannatrygginga aukist um 39% á sl.
tólf árum. Það er ástæðulaust að gera
lítið úr þeim mikla árangri.“
Kastar
stórgrýti
úr glerhúsi
Geir H. Haarde um
ummæli Jóhönnu
Sigurðardóttur
SEGJA má að fyrsti dagur þingvik-
unnar, sl. mánudagur, hafi gefið tón-
inn fyrir það sem koma skyldi. Vikan
hófst nefnilega á því að formaður
efnahags- og viðskiptanefndar þings-
ins, Einar K. Guðfinnsson, kom
fimmtán sinnum í pontu til að mæla
fyrir jafnmörgum nefndarálitum,
það gerði hann á alls 23 mínútum.
Enginn annar tók til máls í fjórtán
fyrstu málunum. Þingmaðurinn kom
semsé aftur og aftur í ræðustól og
því oftar sem hann kom þeim mun
hraðmæltari varð hann; líkt og hann
væri að flýta sér að lesa nefnd-
arálitið. Eftir að Einar hafði mælt
fyrir fimmtánda málinu gerði hann
hlé á þessum ferðum sínum upp í
ræðustólinn og niður úr honum aft-
ur.
Tveir þingmenn komu fram með
nokkrar athugasemdir við fimm-
tánda málið og að því búnu tók ann-
ar nefndarformaður, Hjálmar Árna-
son, formaður iðnaðarnefndar, við og
mælti fyrir sínu nefndaráliti. Hann
kom þó ekki eins oft upp og Einar
að þessu sinni.
Þannig hófst hin annasama vika á
þingi sem jafnframt er síðasta þing-
vikan á þessu kjörtímabili. Þing-
fundir hófust fyrir hádegi alla dag-
ana og stóðu fram eftir kvöldi og
jafnvel fram á nótt. Og einn fundur
stóð yfir alla nóttina eða þar til fór
að birta af degi.
Í upphafi hvers fundar voru yf-
irleitt um fjörutíu til fimmtíu þing-
mál á dagskrá. Fjölmörg mál voru
því rædd og afgreidd. Í gærkvöldi
eða þegar þetta er skrifað var búið
að gera hátt í fimmtíu frumvörp að
lögum í vikunni og nær tuttugu
þingsályktunartillögur höfðu verið
samþykktar. Sem dæmi um hraða
afgreiðslu má nefna að 29 laga-
frumvörp voru afgreidd frá Alþingi á
14 mínútum á mánudag. Líklega
ekki oft sem slíkt gerist.
Miðað við þann málafjölda og
hraða sem einkenndi þingstörfin var
kannski ekki að undra þótt Guðjón
A. Kristjánsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins, gerði vinnutíma
þingmanna að umtalsefni eina nótt-
ina. Í máli hans kom nefnilega fram
að það væri svolítið sérstakt að á
sama degi og þingmenn hefðu sam-
þykkt lög um vinnu- og hvíldartíma
skipverja skyldu þingmennirnir
sjálfir vinna fram eftir öllu!
Já, hraðinn var mikill. Á því fengu
ýmsir þingmenn að kenna. Til dæm-
is fréttist af þingmanni sem ætlaði
svo sannarlega að taka til máls í til-
teknu máli. Sat hann því sem fastast
í þingsalnum. Þegar líða tók á nótt-
ina þurfti hann hins vegar að bregða
sér á klósettið. En þegar hann kom
til baka var málið afgreitt. Forseti
þingsins hafði á meðan tekið það á
dagskrá og þar sem enginn tók til
máls var „umræðunni“ lokið áður en
þingmaðurinn náði að koma sér til
baka!
Þuríður Backman, þingmaður
Vinstri grænna, fékk líka að kenna á
hraðanum. Hún átti von á því að
þurfa að mæla fyrir nefndaráliti eina
nóttina. Hélt hún að tíminn væri
nægur og fylgdist með umræðunum
úr skrifstofu sinni. Fyrr en varði var
mál hennar hins vegar komið á dag-
skrá og þurfti hún því að flýta sér
frá skrifstofunni yfir í þingsalinn. En
hraðinn var svo mikill að hún
gleymdi gleraugunum sínum. Sagði
hún frá því í upphafi ræðu sinnar
enda þurfti hún að vitna í þing-
skjalið. Nokkrir þingmenn létu ekki
segja sér það tvisvar; brugðust
skjótt við og réttu henni sín gler-
augu – svo hægt yrði að bjarga mál-
unum. Fyrst fékk hún gleraugu frá
góðhjörtuðum framsóknarþing-
manni. Setti hún þau upp en sagði
svo að hún sæi ekkert með þessum
framsóknargleraugum. Eftir að hafa
prófað einhver gleraugu til viðbótar
tók hún við gleraugunum hans Jóns
Bjarnasonar, flokksbróður síns.
Varð henni þá að orði að gleraugu
Vinstri grænna væru best; hún sæi
best með þeim.
Starfsáætlun Alþingis gerði ráð
fyrir að þingstörfum á þessu kjör-
tímabili myndi ljúka 14. mars. For-
seti Alþingis, Halldór Blöndal, sagði
alltaf aðspurður í vikunni að það
myndi væntanlega nást. Um hádegi í
gær var hins vegar torséð hvernig
það ætti að takast; ellefta þingmál
dagsins, frumvarp samgöngu-
ráðherra til hafnalaga, var til um-
ræðu og þar með átti eftir að fjalla
um þrjátíu mál til viðbótar skv. dag-
skrá dagsins. Fjölmargir höfðu kvatt
sér hljóðs í umræðunni um hafnalög-
in og þegar komið var fram yfir há-
degi voru margir þingmenn enn á
mælendaskrá, aðallega þingmenn
Vinstri grænna og Samfylking-
arinnar. Svo virtist sem málþóf væri
í uppsiglingu þótt enginn í stjórn-
arandstöðunni vildi viðurkenna það –
opinberlega að minnsta kosti.
Málþóf er reyndar ekki óþekkt
undir lok þingstarfa. Stjórnarand-
stöðuflokkar grípa stundum til þess í
þeim tilgangi að hafa áhrif á það
hvaða frumvörp verða afgreidd frá
þingi og hvaða frumvörp verða
geymd. Þegar samkomulag um það
hefur náðst milli stjórnar og stjórn-
arandstöðu hættir stjórnarandstaðan
málþófinu og þinginu lýkur. Þegar
þetta er ritað hefur ekkert slíkt sam-
komulag náðst. En kannski það náist
í nótt. Hver veit? Og náist það er
þinginu lokið á þessu kjörtímabili.
Í nógu að snúast á þingi
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra bragðar á ís-
lensku lambakjöti í tilefni íslenskra daga sem nú
standa yfir í Nóatúnsverslununum. Guðni brá sér á
bak við borðið í Nóatúni við Hringbraut í Reykjavík
og afgreiddi þetta „besta lamb í heimi“ til við-
skiptavina. Íslenskir dagar í Nóatúni eru árlegur við-
burður. Þeir voru settir í gær og standa til 27. mars.
Ýmsar nýjungar verða kynntar í verslununum þessar
vikur auk þess sem boðið verður upp á uppskrifta-
þjónustu.
Guðni bragðar „besta lamb í heimi“
ÞORGERÐUR Katrín Gunn-
arsdóttir, formaður allsherjar-
nefndar Alþingis, sendi Morg-
unblaðinu athugasemd þar sem
hún vill leiðrétta það sem fram
kom í máli Heiðrúnar Lindu
Marteinsdóttur, formanns
Lögréttu – félags lagadeildar
Háskólans í Reykjavík, um að
fulltrúar Lögréttu hafi ekki
verið boðaðir á fund allsherjar-
nefndar vegna umfjöllunar um
breytingar á lögum um lög-
menn.
„Þeir, eins og aðrir fulltrúar
annarra nemendafélaga, voru
boðaðir af ritara og skjalaverði
nefndasviðs Alþingis sem sjá
um boðun á fundi þingnefnda.
Fulltrúar Lögréttu fengu því
boð á fundinn og var nafn
þeirra m.a. sett á dagskrá
þessa umrædda fundar alls-
herjarnefndar,“ sagði Þorgerð-
ur Katrín í athugasemd sinni.
„Fulltrúar
Lögréttu
fengu boð“
GREIÐSLUR fyrir röntgenrann-
sóknir hafa hækkað úr 900 krónum í
allt að 18.000 krónur frá árinu 1993
fram til dagsins í dag. Þetta kemur
fram í skriflegu svari heilbrigðisráð-
herra, Jóns Kristjánssonar, við fyrir-
spurn Ástu R. Jóhannesdóttur, þing-
manns Samfylkingarinnar.
Þingmaðurinn spyr um hlutdeild
sjúklinga í kostnaði við rannsóknir,
m.a. í kostnaði við röntgenrannsókn-
ir. Í svarinu kemur m.a. fram að
sjúkratryggðir hafi greitt 900 kr. fyrir
hverja komu til röntgengreiningar
1993. Greiðslurnar breyttust á næstu
árum með nýjum reglugerðum, en
skv. reglugerð sem tók gildi 1. janúar
2002 hækkaði hámarksgreiðsla fyrir
röntgengreiningu í 18.000 kr.
Úr 900 kr.
í 18.000 kr.
PÁLL Pétursson félagsmálaráð-
herra sagði á Alþingi í gær að hann
myndi leggja það til við Trygginga-
stofnun ríkisins að hún greiddi með
sama hætti og hingað til úr Fæðing-
arorlofssjóði meðan verið væri að at-
huga með hvaða hætti greidd verði
orlofslaun úr sjóðnum. Eins og fram
kom í skriflegu svari ráðherra fyrr í
mánuðinum, við fyrirspurn Jóhönnu
Sigurðardóttur, þingmanns Sam-
fylkingarinnar, telur hann að Fæð-
ingarorlofssjóði beri að greiða for-
eldrum orlofslaun vegna þess tíma
sem þeir eru í fæðingarorlofi og njóti
greiðslna úr sjóðnum.
Jóhanna Sigurðardóttir kvaddi
sér hljóðs í upphafi þingfundar í
gærmorgun og spurði ráðherra
hvernig hann ætlaði að standa að
framkvæmd þess að greiða orlofs-
launin með greiðslum úr Fæðingar-
orlofssjóði. Jóhanna sagði að enginn
vafi léki á að greiða yrði öllum þeim,
sem tekið hafa fæðingarorlof, slíka
orlofsgreiðslu afturvirkt frá því nú-
gildandi lög um fæðingar- og for-
eldraorlof tóku gildi árið 2000. Ráð-
herra sagði hins vegar ekki ljóst
hvort slíkar greiðslur yrðu afturvirk-
ar til ársins 2000. Samkvæmt fæð-
ingarorlofslögunum væri kærufrest-
ur þrír mánuðir og kæra fyrndist
eftir þann tíma. Því væri afturvirkn-
in lögfræðilegt úrlausnarefni.
Jóhanna spurði einnig hvenær
Tryggingastofnun fengi leiðbeining-
ar um hvernig ætti að haga fram-
kvæmd þessara greiðslna. Ráðherra
sagði að verið væri að fara yfir málið
en það væri umfangsmikið. Hann
sagði m.a. að skoða þyrfti fordæmi,
dóma og forsendur lagasetningar-
innar.
Jóhanna kvaðst hafa orðið fyrir
vonbrigðum með svör ráðherra og
sagði að svo virtist sem hann væri
kominn á flótta undan eigin ákvörð-
un. Úrskurður hans hefði verið mjög
skýr. Sagðist hún telja að hann væri
nægilegur til að þeir sem ættu rétt á
fæðingarorlofi og hefðu átt síðustu
tvö ár gætu farið í Tryggingastofnun
og óskað eftir þessum orlofslaunum.
Þá sagði Jóhanna að það myndi aldr-
ei standast fyrir dómstólum að
byggja afturvirkni orlofsgreiðsln-
anna á þriggja mánaða kærufresti.
Almennur fyrningarfrestur væri
fjögur ár.
Orlofslaun úr Fæðingarorlofssjóði
Deilt um hvort greiðslur
verði afturvirkar