Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 11
KONA komst að því fyrir stuttu að
hún átti hálfbróður úti í bæ eftir að
hafa séð hann tengdan við sig í Ís-
lendingabók. Sem lítil stelpa vissi hún
að móðir hennar hafði gengið með
barn og fætt það þennan tiltekna dag,
sem þessi maður var sagður fæddur.
Hins vegar var henni sagt þegar móð-
ir hennar kom heim af fæðingardeild-
inni að barnið hefði dáið í fæðingu.
„Það var ekki rétt,“ segir Friðrik
Skúlason, forvígismaður Íslendinga-
bókar. „Móðir hennar hafði gefið
bróður hennar við fæðingu en ekki
sagt dóttur sinni frá því. Þetta hafði
komið fram í útgefnu ættartali, sem
við höfum aðgang að, en konan fréttir
það fyrst núna mörgum áratugum
síðar að hún eigi bróður á lífi.“
Þetta er aðeins eitt af fjölmörgum
erindum sem hafa borist starfsfólki
Íslendingabókar. Í henni er fólki gef-
inn kostur á að fletta upp ætt sinni og
rekja saman við aðra einstaklinga.
Eftir því sem fleira fólk flettir sér upp
í ættfræðigrunni Íslendingabókar
koma nýjar upplýsingar í ljós og
starfsfólki berast ábendingar um leið-
réttingar. Friðrik segir ýmis vanda-
mál hafa komið upp sem tengjast ætt-
leiðingum. „Vandamálið er að við
ættleiðingar eru fleiri en einn sem
standa að málinu og fólk er ekki endi-
lega sammála um hvaða upplýsingar
skulu birtar og hverjar ekki.“
Börnin vita ekki af
hliðarspori föður síns
Hann nefnir dæmi um ættleiddan
dreng undir lögaldri sem komst upp á
kant við kjörforeldra sína og flutti að
heiman. Hann hefur haft samband við
blóðföður sinn og fer fram á að vera
skráður í Íslendingabók sem sonur
hans enda sé hann hans rétti faðir.
Kjörfaðirinn reiddist þessu að sögn
Friðriks og krafðist þess að strák-
urinn yrði skráður sem sinn sonur. Í
þessu tilviki er rétturinn kjörföðurins
þangað til strákurinn verður átján
ára. Þá getur hann fengið að breyta
þessu sjálfur.
Eitt erindi sneri að manni sem var
kvæntur og hafði eignast barn
framhjá eiginkonunni. Móðir barns-
ins krafðist þess að maðurinn yrði
skráður faðir þess í Íslendingabók.
Formleg beiðni hefur borist enda vill
barnsmóðirin að þessar upplýsingar
komi fram opinberlega. Fyrrverandi
eiginkona mannsins krefst þess hins
vegar að þessar upplýsingar séu ekki
birtar þar sem börnin, sem hún átti
með manninum, viti ekki af þessu
hliðarspori föður þeirra.
„Þarna erum við á milli steins og
sleggju því við fáum ósamrýmanlegar
beiðnir frá fleirum en einum aðila.
Þetta er ekkert vandamál þegar við
fáum beiðnir um að birta eitthvað eða
birta ekki. Vandamálin koma upp
þegar við fáum beiðnir frá mismun-
andi aðilum sem stangast á,“ segir
Friðrik. Hann segir unnið úr slíkum
málum með erfiðismunum. „Í sumum
tilvikum er alveg ljóst hvar rétturinn
liggur. Við reynum að finna lausn sem
er viðunandi fyrir alla aðila.“
Gaf upp nafn föður
síns með fyrirvara
Sem dæmi um viðunandi lausn seg-
ir Friðrik frá manni sem hafði sam-
band og gaf upp föður sinn. Faðir
hans hafði átt hann framhjá konu
sinni sem er enn á lífi en veit ekki af
þessu barni látins eiginmanns síns.
„Hann gaf okkur upplýsingar um föð-
ur sinn með þeim fyrirvara að þær
mættu ekki birtast í Íslendingabók
fyrr en eiginkona föður hans, sem er
öldruð, væri látin. Hann vildi ekki
valda henni hugarangri síðustu ævi-
árin,“ segir Friðrik. Það sé viðunandi
lausn og upplýsingarnar verða þá
birtar eftir að konan deyr.
Almenna reglan hjá starfsfólki Ís-
lendingabókar er að stundum megi
satt kyrrt liggja en ef upplýsingarnar
hafa birst opinberlega er gert ráð fyr-
ir að allir hlutaðeigandi viti af þessum
upplýsingum. „Við reynum ekki að
grafa upp upplýsingar sem fólk vill að
þagað sé yfir,“ segir Friðrik en þetta
sé almennt ekki vandamál enda að-
gangur lokaður öðrum en nánustu
ættmönnum. Hins vegar koma
vandamál upp þegar hlutaðeigandi
eru ósammála um hvernig upplýsing-
arnar eru skráðar.
Í því sambandi koma stundum inn
skrítin erindi að sögn Friðriks. Frá-
skilin hjón eru tengd í Íslendingabók.
Kona ein sendir inn erindi og vill ekki
hafa sinn fyrrverandi eiginmann
tengdan við sig. Hins vegar vill eig-
inmaðurinn fyrrverandi hafa fyrrum
eiginkonu tengda við sig. „Hvað ger-
um við?“ spyr Friðrik. Önnur kona
giftist ung til að losa út sparimerkin
sín. Það kemur fram í Íslendingabók
en erindi hefur borist frá henni að
þessar upplýsingar verði fjarlægðar.
„Þá vaknar sú spurnig hvort spari-
merkjagifting teljist raunveruleg
gifting eða ekki.“
Kona hafði samband við starfsfólk
Íslendingabókar eftir að hún sá að
dóttir hennar er skráð þar föðurlaus.
Hún er nú gift og biður um að stúlkan
sé tengd við núverandi eignmann,
sem sé faðir hennar í lagalegum skiln-
ingi enda hafi hann ættleitt barnið.
Eiginmaðurinn hefur síðar samband
og biður um að stúlkan sé ekki tengd
honum í Íslendingabók enda sé hann
ekki faðir hennar. „Síðan berst annað
bréf frá konunni sem er orðin virki-
lega reið og krefst þess að barnið sé
aftur tengt við manninn. Þá gáfumst
við upp,“ segir Friðrik.
Kynjamismunun innbyggð
í Íslendingabók
Hann segir ákveðna kynjamismun-
un innbyggða í Íslendingabók þegar
kemur að einstæðum foreldrum.
Barn einstæðs foreldris er skráð með
því foreldri sem fer með forræði
barnsins. Ef um einstæðan föður er
að ræða sé þetta lítið mál. Þá er ein-
faldlega hringt í viðkomandi og hann
spurður með hverjum hann átti barn-
ið. Það sé aldrei neitt leyndarmál.
„Hins vegar ef barnið er tengt við
móður sína, og það er staðreynd að
einstæðar mæður eru mun fleiri en
einstæðir feður, þá erum við í vand-
ræðum því við megum ekki spyrja
móðurina með hverjum hún átti barn-
ið,“ segir Friðrik. Það er bannað sam-
kvæmt vinnureglum Íslendingabókar
og er ekki talið siðferðislega réttlæt-
anlegt. Ekki má heldur spyrja börnin
sjálf fyrr en þau eru orðin lögráða.
„Þetta þýðir að það eru fleiri þúsund-
ir af börnum einstæðra mæðra undir
átján ára aldri sem eru föðurlaus.
Vandamálið er að mæðurnar taka
þetta stundum illa upp því þær túlka
þetta sem svo að við séum að segja að
þær viti ekki hver pabbinn sé. Við
höfum fengið nokkur skammarbréf
varðandi þetta.“
Nokkrir feður skráðir með sjö
börn með sjö konum
Friðrik segir bréf hafa borist frá
mönnum sem vilji benda á „lausa-
leikskrógana“ sína og með fylgi löng
upptalning um börn og barnsmæður.
„Nokkrir feður eru skráðir sem eiga
sjö eða átta börn með jafnmörgum
konum. Einn er sagður eiga tólf börn
með ellefu konum en í Íslendingabók
eru ekki nema sjö börn skráð á hann.“
Þeir eru teljandi á fingrum annarr-
ar handar, að sögn Friðriks, sem hafa
lýst yfir verulegri óánægju með eitt-
hvað sem fram kemur í Íslendinga-
bók. Í yfir 90% tilvika sé fólk, sem hafi
samband, verulega sátt og margir
mjög hamingjusamir með þetta. Í
mörgum tilvikum sé auðvitað mikil
átakasaga, sem starfsfólk Íslendinga-
bókar lendir ósjálfrátt í, en ávallt sé
reynt að finna viðunandi lausn öllum
til heilla.
Vandamál koma upp þegar fólk hefur leynt upplýsingum eða vill gleyma staðreyndum
Friðrik Skúlason segir birtingu upplýsinga í Íslendingabók ekki vandamál séu allir sammála.
Ljóstrað upp
um hliðar-
spor í Íslend-
ingabók
Tilkoma Íslendingabókar hefur gert það að verk-
um að tugir þúsunda Íslendinga, sem ekki höfðu
sérstakan áhuga á ættfræði, fletta nú upp ættum
sínum. Í langflestum tilvikum kemur fátt á óvart en
stundum rekur fólk í rogastans.
„VANDAMÁLIN koma upp þegar
einhver er að leyna einhvern ein-
hverju eða þegar um er að ræða
eitthvað sem fólk vill helst bara
gleyma,“ segir Friðrik Skúlason,
sem vinnur að ættfræðigrunni Ís-
lendingabókar. Sem dæmi hafi mað-
ur einn eignast barn þegar hann var
ungur og einhleypur. Fimm árum
seinna giftist hann en „gleymdi“ að
segja eiginkonunni frá barninu sem
hann átti. Allan tímann borgaði
hann samviskusamlega meðlag með
barninu en passaði um leið að eig-
inkonan kæmist ekki að því. Friðrik
segir óumdeilt að maðurinn eigi
þetta barn og það hafi komið fram í
ættfræðiritum. „Svo verður allt vit-
laust þegar Íslendingabók opnast
því þá sér eiginkonan að maðurinn
átti barn fyrir og var ekkert ánægð
yfir því að eiginmaður hennar hafði
þagað yfir þessu í meira en tuttugu
ár.“ Við slíkar aðstæður geti upp-
lýsingar í ættfræðigrunninum svo
sannarlega verið viðkvæmar.
Gleymdi að segja frá barninu