Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÓLAFUR B. Thors, formaður
stjórnar Fjárfestingarfélagsins
Straums, sagði á aðalfundi félagsins
í gær að það mikla afl sem fælist í
því mætti nota til ýmissa hluta.
Eðlilegt væri að ýmsir renndu hýru
auga til slíks félags og þeirra
áhrifa, sem því gætu fylgt. „Þetta
afl má nota til ýmissa hluta, en leið-
arljós þeirra sem á hverjum tíma
veljast til forystu í félaginu hlýtur
alltaf að vera hagsmunir félagsins
og allra eigenda þess, en aldrei sér-
hagsmunir einhverra fárra.“
Áður hafði Ólafur rakið þær
breytingar, sem urðu í hluthafahópi
félagsins á síðasta ári og hann
sagði að hefðu haft áhrif á innra
starf þess. „Á aðalfundi félagsins
sem haldinn var 9. apríl í fyrra
voru þau Jón Ásgeir Jóhannesson,
Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur
B. Thors kosin í stjórn félagsins og
Einar Örn Jónsson í varastjórn.
Þessi stjórn sat til 12. nóvember
2002. Á hluthafafundi sem boðað
var til þann dag, í kjölfar breytinga
á hluthafahópnum, var kosin ný
stjórn sem skipuð var sömu mönn-
um, utan þess að Kristinn Björns-
son kom í stað Jóns Ásgeirs Jó-
hannessonar,“ sagði Ólafur í ræðu
sinni.
Stjórnin upptekin við að sinna
umbrotum í hluthafahópi
Hann sagði að umræddur hlut-
hafafundur hefði verið þriðji hlut-
hafafundur sem stjórnin hefði verið
beðin um að boða á starfsárinu, af
aðilum sem átt hefðu atkvæðamagn
til að krefjast slíks fundar. Beiðnir
um tvo fundi af þessum þremur
hefðu verið afturkallaðar, önnur
reyndar rétt áður en boðaður fund-
ur skyldi hefjast. „Á þetta er
minnst hér til þess að undirstrika
að verulegur tími stjórnar og fram-
kvæmdastjóra fór í að sinna þess-
um umbrotum í eigendahópnum,
sem skoða verður, eftir á að hyggja
að minnsta kosti, sem óhjákvæmi-
legar afleiðingar þeirra breytinga
sem gerðar voru á eðli og starfi fé-
lagsins.“
Ólafur sagði að Straumur hefði
þróast úr hlutabréfasjóði yfir í fjár-
festinga- og umbreytingafélag, sem
léti til sín taka á markaðinum með
því að hámarka arðsemi eigenda
sinna. „Af sjálfu leiðir að félag sem
þannig starfar tekur meiri áhættu
og leitar hærri ávöxtunar en sjóðir
sem á hverjum tíma leita öruggustu
aðferða til þess að ávaxta það fé
sem þeim er fengið. Hér er ekki
verið að meta kosti og galla þessara
ólíku aðferða, heldur eingöngu bent
á þann mismun sem í þeim felst.
Annað sem verður að hafa í huga
er það mikla afl sem felst í félagi
eins og Straumi, sem nú í mars-
mánuði 2003 á eigið fé sem nemur á
níunda milljarð.“
Eins og komið hefur fram í
Morgunblaðinu varð 812 milljóna
króna hagnaður af rekstri Straums
á síðasta ári. Eigið fé í árslok nam
7,8 milljörðum króna.
Ný tækifæri með
Landsbankanum
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur Landsbanki Ís-
lands keypt fimmtungshlut í
Straumi. Ólafur bauð bankann sér-
staklega velkominn í hóp hluthafa.
„Það er ljóst að með aðkomu
Landsbankans skapast ný tækifæri,
sem geta eflt allt starf félagsins.“
Þá minntist hann á kaup Straums á
hlutum í Íslenska hugbúnaðar-
sjóðnum, en nú á Straumur 45,43%
í sjóðnum. „Vonir standa til að þau
kaup skapi grundvöll að sókn fé-
lagsins inn á nýjan markað.“
Ólafur B. Thors, stjórnarformaður Straums, segir hagsmuni félagsins vera leiðarljósið
Eðlilegt að ýmsir renni
hýru auga til félagsins
!"
#
$
%%
&
'
%($ %& )
*
+
,-
$
,- #
$.$%
#$
!
"
#
FULLTRÚAR samninganefnda Ís-
lands og Færeyja eru bjartsýnir á
að innan skamms muni takast að
ganga frá víðtæku samkomulagi
um viðskipti á milli landanna, sem
mun m.a. ná yfir fríverslun með
landbúnaðarvörur.
Forviðræður eru hafnar á milli
þjóðanna og lauk fyrsta fundi
samninganefndanna í Færeyjum í
gær án þess að nein sérstök vanda-
mál kæmu upp og voru samninga-
nefndirnar sammála um öll megin-
atriði viðræðnanna, að sögn Herluf
Sigvaldsson, formanns samninga-
nefndar færeysku landsstjórnar-
innar.
Umfangsmeiri en
EES-samningurinn
Að sögn Grétar Más Sigurðsson-
ar, skrifstofustjóra viðskiptaskrif-
stofu utanríkisráðuneytisins, snú-
ast viðræðurnar um útvíkkun á
fríverslunarsamningi á milli þjóð-
anna, sem taki ekki eingöngu til
vöruviðskipta heldur nái einnig yfir
þjónustuviðskipti o.fl. svið, sem
yrði að umfangi a.m.k. eins um-
fangsmikill og EES-samningurinn
og hugsanlega umfangsmeirii. M.a.
sé rætt um möguleika á auknum
viðskiptum með landbúnaðarafurð-
ir á milli landanna sem verði ekki
háðar öðrum hindrunum en þjóð-
irnar hafa sjálfar sett sér.
Grétar Már sagði viðræðurnar
ganga vel og samningafulltrúar
væru þeirrar skoðunar eftir fund-
inn í gær að mögulegt sé að ljúka
samningum í einni lotu, hugsanlega
í næsta mánuði. Reynt yrði að finna
einhverja einfalda lausn sem bæði
breikki og dýpki möguleika á öllum
sviðum viðskipta milli landanna,
þar á meðal á sviði þjónustuvið-
skipta, fjárfestinga, samgangna og
viðskipta með landbúnaðarafurðir.
Samningar um fjórfrelsið
Herluf Sigvaldsson sagði að upp-
haf málsins megi rekja til viðræðna
Anfinns Kallsberg, lögmanns Fær-
eyinga, og Halldórs Ásgrímssonar
utanríkisráðherra á síðasta ári þar
sem rætt um möguleika á því að
dýpka og breikka viðskiptasam-
starf þjóðanna. Í framhaldi af því
hefði verið ákveðið að vinna að nýj-
um samningum á milli landanna
sem næðu m.a. yfir fjórfrelsið svo-
nefnda, það er frjálst flæði vöru,
þjónustu, fólks, fjármagns.
Hann sagði fundinn í gær hafa
verið mjög jákvæðan sem sýndi að
Færeyjar og Ísland ættu að geta
haldið samningaviðræðum áfram
og vonandi yrði unnt að leggja
samning til undirritunar fyrir An-
finn Kallsberg, lögmann Færeyja
og Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra í lok apríl eða byrjun maí.
Eftir sé þó að fara yfir tæknileg at-
riði væntanlegs samnings.
Fjölmörg sóknarfæri
Herluf sagði væntanlegt sam-
komulag fela í sér fjölmörg sókn-
arfæri fyrir Færeyinga og Íslend-
inga á flestum sviðum. Sjávar-
útvegurinn væri þó erfiður mála-
flokkur og samningurinn myndi því
sennilega ekki ná til fjárfestinga í
sjávarútvegi. „En að öðru leyti
sjáum við fjölmörg tækifæri og er
ekki síst mikilvægt að samkomu-
lagið mun auka á stöðugleika í efna-
hagslífi Færeyja og Íslands þar
sem öll viðskipti á milli Færeyinga
og Íslendinga verða greiðari.“
Forviðræður Íslands og Færeyja um aukið
viðskiptasamstarf og fríverslun ganga vel
Bjartsýni á að víðtækt
samkomulag muni nást
ÞAÐ voru hvorki meira né minna
en þrjúhundruð skóflustungur
sem teknar voru að nýju íþrótta-
húsi í Hofsstaðamýri í Garðabæ í
gær en bæjarstjóra til aðstoðar
við verknaðinn voru börn úr
Stjörnunni og Hofsstaðaskóla.
Húsið verður notað til íþrótta-
kennslu í Hofsstaðaskóla og Fjöl-
brautaskólanum í Garðabæ auk
þess sem það mun nýtast fyrir
íþróttafélag bæjarins, Stjörnuna.
Í húsinu verður m.a. löglegur
keppnisvöllur í handbolta, sund-
laug, þreksalur og aðstaða fyrir
tómstundaheimili og félagsstarf
og með tilkomu þess eykst að-
staða til íþróttakennslu og lík-
ams- og heilsuræktar allra ald-
urshópa verulega í bænum, að því
er segir í frétt frá Garðabæ. Við
athöfnina í gær röðuðu börnin
sér þannig upp á lóð nýja íþrótta-
hússins að þau mynduðu útlínur
nýju byggingarinnar. Áformað er
að taka húsið í notkun haustið
2004 en áætlaður kostnaður við
það er um 500 milljónir króna.
Hönnuður byggingarinnar er
teiknistofan Úti og inni.
Morgunblaðið/Golli
600 hendur þurfti til til að taka skóflustungurnar 300 og létu þessar knáu stúlkur ekki sitt eftir liggja í þeim efnum.
Þrjúhundr-
uð skóflu-
stungur
að nýju
íþróttahúsi
MÖRG mikilvæg rannsóknar- og
greiningartæki við Landspítala – há-
skólasjúkrahúss eru að niðurlotum
komin vegna elli og nær úrelt orðin.
Þetta kemur fram í ályktun sem
stjórn læknaráðs spítalans hefur
sent frá sér þar sem lýst er þungum
áhyggjum yfir lágum fjárframlögum
til tækjakaupa á spítalanum. Lækna-
ráð segir að síðustu þrjú ár hafi árleg
framlög til tækjakaupa staðið í stað,
verið 218 milljónir króna sem sé ein-
ungis um 1% af heildarrekstrar-
gjöldum spítalans. „Hafa skal í huga
að við sambærilegar heilbrigðis- og
menntastofnanir á Vesturlöndum er
tækjakaupafé yfirleitt á bilinu 3–5%
af heildarrekstrarkostnaði eða 3–5
sinnum hærri en við LSH,“ segir í
ályktuninni. Miðað við þessar for-
sendur vanti samanlagt 1.300–2.600
milljónir króna til tækjakaupa síð-
ustu þrjú árin. „Með þessar tölur í
huga og hraða úreldingu á tækja-
búnaði spítalans getur læknaráð
LSH ekki annað en lýst þungum
áhyggjum sínum yfir framtíð LSH
sem helsta þjónustu-, vísinda- og
kennslustofnun Íslands á sviði heil-
brigðismála,“ segir í ályktuninni.
Læknaráð LSH lýsir
þungum áhyggjum
Mikilvæg
rannsókn-
artæki
orðin úrelt UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ ræð-ur fólki frá því að ferðast til Íraks,
Kúveit, Gaza-svæðisins og Vestur-
bakkans í ljósi þess óvissuástands
sem skapast hefur á tilteknum svæð-
um í Mið-Austurlöndum.
Jafnframt er íslenskum ríkisborg-
urum sem staddir eru í Írak ráðlagt
að yfirgefa landið. Þá er íslenskum
ríkisborgurum sem staddir eru í
Kúveit ráðlagt að fylgjast vel með
fréttaflutningi af gangi mála og
íhuga jafnframt að yfirgefa landið.
Þá biður utanríkisráðuneytið um
að í öryggisskyni láti aðstandendur
þeirra íslensku ríkisborgara sem
staddir eru í Mið-Austurlöndum
ráðuneytið vita um dvalarstað, síma
og fjölskylduhagi viðkomandi. Anna
Katrín Vilhjálmsdóttir, sendiráðsrit-
ari, segir að viðvörunin sé svipuð og
stjórnvöld í vestrænum ríkjum hafi
birt á síðustu dögum og vikum. Að-
spurð segir hún að ekki liggi fyrir
tæmandi upplýsingar um þann fjölda
Íslendinga sem dvelur í Mið-Aust-
urlöndum. Þar til upplýsingar berist
frá þeim eða aðstandendum þeirra
geti hún ekki greint frá fjölda þeirra.
Í tilkynningunni eru aðstandend-
ur beðnir um að senda ráðuneytinu
framangreindar upplýsingar á net-
fangið: postur@utn.stjr.is.
Íslenskum
ríkisborgur-
um ráðlagt að
yfirgefa Írak
HINN 15. mars nk. hefst utankjör-
fundaratkvæðagreiðsla vegna al-
þingiskosninganna 10. maí. At-
kvæðagreiðslan fer fram hjá
sendiráðum Íslands erlendis, fasta-
nefnd Íslands hjá Evrópuráðinu og
aðalræðisskrifstofum Íslands í New
York og Winnipeg. Einnig er unnt að
kjósa utan kjörfundar hjá kjörræð-
ismönnum Íslands erlendis.
Utanríkisráðuneytið bendir kjós-
endum vinsamlegast á að hafa sam-
band við ræðismenn áður en þeir
koma til að kjósa. Gert er ráð fyrir að
kjósendur kynni sér sjálfir hverjir
eru í framboði og hvaða listabókstaf-
ir eru notaðir. Hagnýtar upplýsingar
um kosningarnar má finna á vefsetr-
inu www.kosning2003.is.
Athygli kjósenda er ennfremur
vakin á því, að þeim ber sjálfum að
póstleggja atkvæði sín eða koma
þeim á annan hátt í tæka tíð til við-
komandi kjörstjórnar á Íslandi.
Utankjörfund-
aratkvæða-
greiðsla hefst
15. mars
♦ ♦ ♦