Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
www.icelandair.is
Alltaf ódýrast á Netinu
HÁIR vextir og óstöðugt gengi krón-
unnar hafa stórskaðað íslenskan iðn-
að. Þetta sagði Vilmundur Jósefsson,
formaður Samtaka iðnaðarins, á Iðn-
þingi í gær. Hann sagði stjórnvöld
þurfa að grípa til aðgerða þegar í stað
og veita fé til Tækniþróunarsjóðs og
Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins.
„Það er þurrð á fjármagni eftir erf-
iðleika á hlutafjármörkuðum síðustu
misserin og fjárfestar halda að sér
höndum. Einmitt þá er brýnt að hið
opinbera láti myndarlega til sín taka.
Vilmundur sagði mikilvægt að ráð-
stöfun opinbers fjár væri með þeim
hætti að hún stuðlaði að vexti og
framþróun atvinnulífsins. „Þetta er
sérstaklega mikilvægt að hafa í huga
þessi misserin þegar við stöndum
frammi fyrir mestu framkvæmdum
Íslandssögunnar og höfum náð mik-
ilvægum áföngum í einkavæðingu
með sölu ríkisbankanna. Á sama tíma
skortir tilfinnanlega fé til vísinda-,
tækniþróunar- og nýsköpunarstarfs í
landinu.“
Tekjur af einkavæðingu
renni til nýsköpunar
Vilmundur gagnrýndi stjórnvöld
fyrir að veita fé í óarðbærar fram-
kvæmdir en setja á sama tíma ekki fé
í sjóði sem stuðla að rannsóknum og
þróun. „Kostnaður við ný Siglufjarð-
argöng er talinn verða 6–8 milljarðar
króna. Það svarar til þess að göngin
kosti fjórar til fimm milljónir króna á
hvern íbúa Siglufjarðar. Kostnaðinn
má líka setja í annað samhengi, t.d.
við ráðstöfunarfé Tæknisjóðs Rannís
sem hefur veitt verkefnisstyrki til
hagnýtra rannsókna og fjármögnun-
ar sprotafyrirtækja. Tæknisjóður
hefur haft um 200 milljónir til ráð-
stöfunar á hverju ári undanfarin ár.
Það fé, sem varið verður til Siglu-
fjarðaganganna, hefði dugað Tækni-
sjóði í 30–40 ár.“
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
og Tækniþróunarsjóður eiga að vera
meginuppspretta fjármagns til ný-
sköpunar- og þróunarstarfs ís-
lenskra fyrirtækja, að sögn Vilmund-
ar. „Nýsköpunarsjóður hefur, ekki
frekar en aðrir, farið varhluta af
hremmingum á fjármagnsmarkaði
og er nú svo komið að stjórn sjóðsins
hefur ákveðið að sinna engum nýjum
verkefnum á næstunni. Þetta ástand
er algjörlega óviðunandi. Ég skora á
stjórnvöld að grípa til aðgerða þegar
í stað og veita fé til Tækniþróunar-
sjóðs og Nýsköpunarsjóðs atvinnu-
lífsins. Með því er horft til framtíðar
og búið í haginn fyrir atvinnulíf sem
verður að vera fært um að vera upp-
spretta atvinnu og hagsældar þegar
framkvæmdaaldan sem nú er byrjuð
að rísa hnígur aftur.“
Að sögn formannsins hefur sam-
keppnisstaða iðnaðar, sjávarútvegs
og annarra samkeppnisgreina farið
jafnt og þétt versnandi með frekari
gengishækkun krónunnar. „Er nú
svo komið að þanþol þessara greina
er að bresta. Það er gersamlega óþol-
andi fyrir forráðamenn og eigendur
íslenskra fyrirtækja að vita aldrei
hvað morgundagurinn ber í skauti
sér.“
Þeir bestu fara fyrst
Vilmundur lýsti áhyggjum yfir því
að framleiðslu væri rutt úr landi
vegna hás vaxtastigs. „Mikilvægt er
að menn geri sér grein fyrir því
hversu mikið er hér í húfi. Hættan er
sú að á byggingartíma virkjana og
stóriðju verði háir vextir og hátt
gengi íslensku krónunnar til þess að
murka lífið úr landvinnslu á fiski,
samkeppnisiðnaði og ferðaþjónustu.
Íslenskt atvinnulíf verður þá fá-
breyttara og frumstæðara eftir en
áður. Við munum þá missa úr landi
þá tæknivæddu framleiðslu sem hér
hefur verið að þróast undanfarin ár.
Það eru útflutningsfyrirtæki með
starfsemi erlendis sem forða sér
fyrst,“ sagði Vilmundur og bætti síð-
an við: „það eru þeir bestu sem fara
fyrst, þegar að kreppir.“
Morgunblaðið/Sverrir
Fjölmenni sótti Iðnþing Samtaka iðnaðarins í gær.
Háir vextir
hrekja fyrir-
tækin úr landi
ÞORVALDUR Gylfason prófessor
við Háskóla Íslands sagði í erindi
sínu á Iðnþingi að til að auka fram-
leiðni í landinu þyrfti að styrkja inn-
viði hagkerfisins og átti þá við upp-
töku veiðigjalds og aukin framlög til
menntamála. Efla þyrfti hagkvæmni
og heilbrigða samkeppni inn á við og
utan og að Ísland þyrfti að ganga í
Evrópusambandið með öllu sem því
fylgdi, en ESB væri félagsskapur
sem Íslendingar ættu heima í.
Þorvaldur sagði að uppsveiflan í
íslensku efnahagslífi á árunum 1996
til 2000 hefði að miklu leyti verið
vegna erlendrar lántöku.
Hann sagði að of mikil vinna lægi á
bakvið tekjur fólks hér á landi og
birti tölur sem sýndu að vinnustund-
ir á hvern starfsmann hér á landi
væru orðnar svipað margar og í
Bandaríkjunum, eða 1.850 á ári, á
meðan sömu tölur fyrir Noreg hljóða
upp á 1.400 vinnustundir og innan
við 1.600 í Svíþjóð.
Hann sagði að Ísland væri aftar-
lega á merinni í samanburði við þær
þjóðir sem við bærum okkur saman
við þegar litið væri til landsfram-
leiðslu á hvern starfsmann og þegar
skoðuð væri landsframleiðsla á
vinnustund kæmi í ljós enn dekkri
mynd.
Þorvaldur sagði að hér á landi
væri hlutfall menntaðs fólks á há-
skólastigi lágt eða um 40% af mann-
fjölda á meðan talan væri yfir 70% í
Bandaríkjunum, um 50% í ESB og
um 60% í OECD.
Þorvaldur sagði einnig að skatt-
byrði hér á landi hefði þyngst meira
en í öðrum OECD-löndum frá árinu
1985, að Grikklandi frátöldu, og að
skattbyrði hér væri orðin svipuð og í
ESB-löndunum.
Þorvaldur sagði að erlendar heild-
arskuldir landsins væru orðnar
125% sem hlutfall af landsfram-
leiðslu og hefðu aukist úr um 60%
síðan 1995.
Ennfremur sagði Þorvaldur að nú
væru skammtímaskuldir 30% af
heildarskuldum þjóðarinnar og væru
orðnar fjórum sinnum hærri en
gjaldeyrisforði Seðlabankans. Hann
sagði að það væri vel þekkt regla að
skammtímaskuldir ættu ekki að fara
yfir gjaldeyrisforðann.
Um útflutning landsins sagði Þor-
valdur að útflutningur sem hlutfall af
landsframleiðslu hefði staðið í stað
hér á landi frá árinu 1960 á meðan
hann hefði tvöfaldast í OECD á sama
tímabili. Hann sagði að jafnvel hjá
meðaltali smáríkja, með Afríkuríki
þar á meðal, væri mun meiri aukning
útflutnings.
Fyrirtæki að breytast
í lærdómsstofnanir
Páll Skúlason rektor Háskóla Ís-
lands sagði í sínu erindi að fyrirtæki
dagsins í dag væru að breytast í lær-
dómsstofnanir og þar nefndi hann til
stuðnings aukna áherslu á mann-
auðsstjórnun innan fyrirtækja.
Hann sagði að engin atvinnugrein
væri jafnvaxandi og menntun, og
sagði að hér á landi ætti að leggja
grunn að auknum menningariðnaði
en þar ættu Íslendingar feikilega
möguleika.
Sagði Páll að ef árlegur vöxtur í
fjölda nemenda í háskólanámi næstu
10 ár yrði sá sami og meðaltal síðast-
liðinna fimm ára sýndi, yrðu nem-
endur á háskólatigi 33.700 árið 2013
og þar af 19.200 í HÍ, en í dag eru
14.100 nemendur á háskólastigi í
landinu, þar af 8.027 í HÍ.
Páll gerði næst samsetningu
vinnuafls í landinu að umfjöllunar-
efni. Sagði hann að hlutfall háskóla-
menntaðs vinnuafls hefði farið úr
11% í 16% á tímabilinu frá 1991–
2001.
Miðað við áframhaldandi sama
vöxt háskólamenntaðra starfsmanna
á vinnumarkaði má búast við að þeir
verði orðnir 41.300 talsins árið 2013,
að sögn Páls.
ESB félagsskap-
ur fyrir Ísland
AÐEINS rúmur þriðjungur fé-
lagsmanna Samtaka iðnaðarins er
hlynntur því að Ísland gangi í Evr-
ópusambandið. Þetta eru niðurstöð-
ur könnunar sem Gallup gerði fyrir
samtökin og kynntar voru á Iðnþingi
í gær.
Í síðustu könnun sem SI gerði á
afstöðu félagsmanna til ESB sumar-
ið 2001 sögðust 57,8% hlynnt aðild.
Könnunin nú sýnir að 34,5% fé-
lagsmanna eru hlynnt aðild Íslands
að ESB en 46% eru andvíg og 19,5%
segjast hvorki vera hlynnt né andvíg
aðild.
Þegar félagsmenn voru spurðir
hvort þeir teldu að taka ætti upp
evru í stað íslensku krónunnar sögð-
ust 59% vera hlynnt því, 32% andvíg
og 9% hvorki né.
Tæpur helmingur félagsmanna,
45,6%, sagðist telja að það yrði gott
fyrir efnahag Íslands í heild að
ganga í ESB, 34,6% að það yrði
slæmt og 19,9% töldu að það væri
hvorki gott né slæmt.
Meirihluti félagsmanna, 69%, er
hlynntur því að taka upp viðræður
um aðild Íslands að ESB, 20% eru
því andvíg og 11% hvorki né.
Á Iðnþingi 2002 kom fram að sam-
tökin teldu rétt fyrir Íslendinga að
sækja um aðild að Evrópusamband-
inu. Á þingi gærdagsins sagði Vil-
mundur Jósefsson, formaður Sam-
taka iðnaðarins, að stjórn og
ráðgjafaráð samtakanna myndu
skoða Evrópumálin sérstaklega á
fundi sínum í vor.
Stuðningur við Evrópu-
sambandsaðild minnkar
!
"#$
%
!&'
(
#!)*$+
7 8%/ .
$ % 8
9&
: )&
+
( )*+&,
-)% .
/
!/
!/
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
FRAMBOÐ á fjármagni til fjárfest-
ingar í sprotafyrirtækjum og til ný-
sköpunar er langt undir þörfum fyr-
ir endurnýjun í atvinnulífinu,“ voru
orð Valgerðar Sverrisdóttur, iðn-
aðar- og viðskiptaráðherra, á Iðn-
þingi í gær. Ráðherra sagði nýsköp-
un hafa átt erfitt uppdráttar síðustu
þrjú árin vegna skorts á áhættu-
fjármagni.
Valgerður sagði að með und-
irritun samnings um álver í Reyð-
arfirði í dag verði nær þrjátíu ára
barátta Austfirðinga fyrir stóriðju
loksins komin í höfn. Ráðherra sagði
uppbyggingu atvinnulífsins þó snú-
ast um „margt fleira en stóriðju-
framkvæmdir“.
„Nýsköpun atvinnulífsins með til-
komu nýrra þekkingarfyrirtækja og
nýrrar framleiðsluvöru starfandi
fyrirtækja eru ekki síður mikils
virði. Þó verður ekki horft framhjá
því að nýsköpunin hefur átt erfitt
uppdráttar síðustu þrjú árin vegna
skorts á áhættufjármagni í kjölfar
samdráttarins sem hófst snemma
árs árið 2000. Einkafjárfestar hafa
nær alveg haldið að sér höndum og
geta Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
til virkrar þátttöku í nýjum félögum
er lítil um þessar mundir. Framboð
á fjármagni til fjárfestingar í sprota-
fyrirtæki og til nýsköpunar er því
langt undir þörfum fyrir endurnýjun
í atvinnulífinu.“
Ónógt
áhættufé