Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 22

Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 22
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 22 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FLESTIR Rússar eru þeirrar skoðunar, að hlutverk konunnar sé inni á heimilinu, ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem birt var í tilefni af alþjóða- kvennadeginum, 8. marz. Þykir þessi niðurstaða stinga í stúf við þá skoðun sem ríkti í Sovétríkjunum um að í þjóðfélagi kommúnismans bæri konum að vinna í verksmiðjum eins og aðr- ir, eða að stýra dráttarvél. Fjórir af hverjum tíu sem spurðir voru í könnun Romir Monitoring-viðhorfskannanafyr- irtækisins töldu hlutverk kon- unnar fyrst og fremst að vera móðir og 23% sögðu helzta hlut- verk þeirra felast í því að vera lífsförunautar manna sinna. Niðurstöðurnar sýna að hve miklu leyti alþjóðadagur kvenna, sem almennt var haldinn hátíð- legur í Sovétríkjunum, hefur þróazt úr því að vera notaður til að hampa hlutverki kvenna í að byggja upp hið kommúníska jöfnunarþjóðfélag, í að hampa kvenleika þeirra, sem svo lengi fékk ekki að njóta sín. Fimmtán af hundraði svarenda sögðust telja að konur ættu að sækjast eftir því að verða kaup- sýslumenn, en jafnhátt hlutfall taldi helzta hlutverk konunnar vera að sinna heimilinu. Hlutfall þingkvenna áfram lágt Aðeins tveir af hundraði svar- enda í rússnesku könnuninni töldu konur hafa köllun til að skipta sér af stjórnmálum. Það endurspeglar niðurstöður árlegr- ar skýrslu alþjóðlegu þing- mannasamtakanna IPU um hlut- fall kvenna á þjóðþingum heimsins. Þar kemur fram að heildarhlutfall þingkvenna í heiminum hefur mjakast örlítið upp á við á síðustu tveimur árum og er nú 14,3%. Hæst er hlutfallið í Svíþjóð, 45,3%, en Norðurlöndin hafa lengi skorið sig úr hvað þetta varðar. Meðalhlutfall kvenna á norrænu þjóðþingunum er 39,9%. Lægst er hlutfallið í arabaríkj- um, þar sem konur hafa sums staðar enn ekki hlotið kjörgengi. Flestir Rússar telja stað kon- unnar heima Moskvu, Genf. AFP. BÚIST var við því í gær, að kín- verska þingið legði þá síðar um dag- inn blessun sína yfir Hu Jintao sem næsta forseta landsins og eftirmann Jiang Zemins. Fremur lítið er vitað um Hu og flest á huldu um það hvers konar leiðtogi hann verður. Margt bendir til, að þrátt fyrir leið- togaskiptin muni Jiang halda áfram að ráða mestu að tjaldabaki en hann tekur nú við formennsku í hermála- nefndinni. Það er hún, sem ræður því hverjir stjórna hernum og þar með Kína í raun. Gat sér orð fyrir hörku Hu, sem er sextugur að aldri, fékk sæti í stjórnmálaráði kínverska kommúnistaflokksins fyrir 10 árum og hefur lengi verið litið á hann sem væntanlegan eftirmann Jiangs. Hann hefur hins vegar lítið látið að sér kveða eða eins og einn fréttaskýrandi orðaði það, „farið með hlutverk arf- takans af hreinni snilld“. Honum hafi aldrei orðið á mistök vegna þess, að hann hafi næstum aldrei sagt álit sitt á nokkrum sköpuðum hlut. Hu verður fyrsti kínverski leiðtog- inn, sem hóf feril sinn í flokknum eftir byltingu kommúnista 1949. Hann var lengi flokksleiðtogi í sumum fátæk- ustu héruðum landsins, meðal annars í Tíbet þar sem hann gat sér orð fyrir hörku gegn aðskilnaðarsinnum og var grunaður um að bera ábyrgð á dauða Panchen Lama, annars æðsta trúarleiðtoga Tíbeta. Hann átti einn- ig sinn þátt í aðgerðunum gegn náms- mönnum á Torgi hins himneska frið- ar í Peking og bar síðar ábyrgð á hug- myndafræðilegri uppfræðslu æðstu embættismanna. Hu stýrði líka námskeiðum um markaðsfræði og góða stjórnarhætti og vegna þess telja sumir, að hann sé hugsanlega umbótamaður inn við beinið. Allur ferill hans bendir þó til, að hann sé fyrst og fremst trúr flokksmaður. Almenningur í Kína virðist láta sig litlu skipta þær breytingar, sem nú er verið að gera á forystunni. Þegar leit- að var álits fólks í Shanghai ypptu flestir öxlum og sögðu, að það skipti engu hvað mennirnir hétu, bara að þeim tækist að auka velmegun í land- inu. Reuters Jiang Zemin (t.v.) ræðir við arftaka sinn, Hu Jintao. Fátt vitað um arftaka Jiangs Peking. AFP. Hu Jintao tekur formlega við af Jiang Zemin sem forseti Kína „HALLÓ, halló braggabörn, sem bjuggu í Laugarnescamp á árunum ’48–’58. Okkur langar að hitta ykkur!“ Þannig hljóðaði lítil auglýsing sem birtist í Morgunblaðinu í byrjun mán- aðarins en undir hana skrifa Adda, Mæja og Sigga. „Við vorum búnar að tala um þetta í mörg ár áður en við létum verða af þessu,“ segir Sigga, sem fullu nafni heitir Sigríður Sæunn Óskarsdóttir. „Svo fórum við í bíó og út að borða saman um daginn. Þá ákváðum við að drífa í þessu og skrifuðum auglýs- inguna á staðnum áður en við skipt- um um skoðun.“ Vinkonur hennar, þær Þorgerður Sigurjónsdóttir og María Snorradóttir, útskýra að ætl- unin sé að leigja sal með vorinu þar sem braggabörnin geta komið saman og ornað sér við minningar úr gamla kampinum á Laugarnestanganum. Þær eru heldur ekki í vafa um að það verði nóg að minnast. „Ég held að þetta hafi verið næststærsti kamp- urinn í bænum, Kamp Knox var lík- lega stærri,“ segir Þorgerður. „Og braggarnir voru ansi misjafnir að gæðum.“ Sigríður tekur við: „Ég man að öll fjölskyldan var í einu herbergi því það var bara herbergi, eldhús og stofa heima hjá mér. Svo var bara kalt vatn og ekkert bað en hins vegar var klósett sem í lá slanga tengd við krana sem skrúfað var frá þegar kló- settið var notað.“ Þorgerður segir eitt aukaherbergi hafa verið í sínum bragga og María man eftir því að hafa sofið hjá mömmu sinni þar til hún var 15 eða 16 ára. „Og það var allt í lagi,“ segir hún en bragginn hennar stóð alveg við sjóinn. „Það var klettur fyrir framan braggann og þegar var mikill öldugangur gusaðist sjórinn yfir allt og gluggarnir voru ekkert alltof þétt- ir. Þannig að þá þurfti að vinda upp bleytuna.“ Börnin alltaf vel til höfð Þær segja að oft hafi verið ansi kalt í þessum húsakynnum sem voru hituð upp með kolum þannig að það var sérstaklega hráslagalegt að fara fram úr á morgnana. „En þó að það hafi sjálfsagt margt mátt finna að brögg- unum þá voru konurnar alltaf með börnin sín mjög vel til höfð,“ segir Sigríður. „Svo settu þær upp gard- ínur í gluggana og reyndu að hafa snyrtilegt. Þorgerður tekur undir þetta. „Þær voru ofboðslega duglegar og þurftu t.d. að fara niður í þvotta- laugar í Laugardal til að þvo fatnað og annað því það var ekkert þvotta- hús. Hjá okkur var bara smákofi sem var hægt að skola fatnaðinn í.“ Hins vegar benda þær á að þetta hafi einfaldlega verið sá húsakostur sem var í boði og þær hafi hreinlega ekki þekkt neitt annað. „Þetta var mjög sérstakt samfélag og eftir á að hyggja mjög gaman,“ segir Sigríður. „Þetta voru yfirleitt barnmargar fjöl- skyldur og krakkarnir voru alltaf að leika sér saman. Það var ekki verið að mata okkur með sjónvarpi eða slíku heldur höfðum við alltaf nóg að gera við að leika okkur, veiddum mar- hnúta og fórum í alls kyns útileiki.“ Bófahasar á húsþökum Það læðist að blaðamanni sá grun- ur að krakkarnir í kampinum hafi verið nokkuð uppátækjasamir en þegar það ber á góma setur Þorgerð- ur upp sakleysisvip eins og hún skilji ekki um hvað verið er að tala. Þetta veldur því að Sigríður fær hláturs- kast: „Þarna situr hún alveg eins og engill,“ dettur upp úr henni milli hlát- ursgusanna. „Jú jú, elskan mín góða, þar sem voru dyrabjöllur hringdum við þeim og hlupum í burtu og manstu þegar við fórum í bófahasar uppi á þaki með strákunum?“ spyr hún Þor- gerði sem hefur misst sakleysissvip- inn. María kannast líka við einhver prakkarastrik og játar að hafa stolið appelsínu úr poka sem pabbi Þor- gerðar kom með heim einhverju sinni fyrir jól og skildi eftir fyrir utan braggann þeirra. „Nei, það var ekk- ert verið að pempíast með dúkkur,“ verður Þorgerður að viðurkenna. Það þekktist heldur ekki að börn væru keyrð þangað sem þau áttu er- indi. „Við þurftum alltaf að ganga og það var langt hjá okkur að fara,“ út- skýrir Sigríður. „Við löbbuðum úr Laugarnescamp og niður í Laug- arnesskóla í öllum veðrum og það var mjög langt fyrir okkur í búð. Maður man t.d. eftir því að vera látinn bera níðþunga mjólkurbrúsa sem lítill krakki og þetta þótti ekkert tiltöku- mál. En í dag myndi enginn gera þetta, það er alveg á hreinu.“ Þær segjast ekki sakna kampsins sem slíks en hins vegar sakni þær kannski þess sérstæða samfélags sem þær ólust upp í. „Reyndar var þetta fólk eins misjafnt og það var margt og það var líka mikið um óreglufólk,“ segir Sigríður. „Maður varð stundum skelkaður því það var svo stutt á milli bragganna – það var í raun hægt að teygja sig út um her- bergisgluggann minn yfir í eldhús- gluggann á næsta bragga. Ef maður var einn heima að passa gat verið draugalegt þegar einhver var að fara á milli bragganna og leika sér að því að gára í bárujárnið. Svo var bara texþil á milli íbúðanna og það var lítið mál að gera gat á það og kíkja inn í næstu íbúð. Og ef hjónin hinum meg- in voru að rífast og slást þá fór það ekkert fram hjá manni og stundum var maður hræddur út af því.“ Fór út einni stoppi- stöð of snemma Krakkarnir í Laugarnescampinum voru lítið fyrir að fara út fyrir hverfið sitt til að leita eftir félagsskap ann- arra barna að sögn þeirra vinkvenna. „Sumir voru ekkert hrifnir af þessu pakki í bröggunum,“ segir Þorgerður sem man eftir því að hafa eitt sinn farið heim með skólasystur sinni, sem bjó í öðru hverfi. „Hún átti heima í húsi og mamma hennar varð ekki hrifin þegar hún vissi að ég væri úr kampinum heldur leit með grimmum svip á dóttur sína. Eftir svolitla stund sagði stelpan við mig að nú ætti ég að fara heim og mér var aldrei boðið þangað aftur.“ Þær segjast þó ekki hafa orðið fyr- ir aðkasti vegna búsetu sinnar. „En við vorum kölluð kamparar,“ segir Sigríður og tekur undir að það hafi verið svolítið skammaryrði í þá daga. „Við höfum kannski átt að vera svona þriðja flokks fólk. En ég hafði aldrei þá tilfinningu samt. Ég held að við höfum bara verið sjálfum okkur nóg.“ Þorgerður tekur undir með henni. „Okkur var alveg sama,“ segir hún. Búsetan í kampinum hefur sjálf- „Fólk eins misjafnt og það var margt“ Auglýst eftir braggabörnum úr Laugarnes- campinum Laugarneshverfi Sigga (t.h.) ásamt systur sinni í Laugarnescampinum á æskuárunum. „Kon- urnar voru alltaf með börnin sín mjög vel til höfð,“ segir hún. Mæja með braggahverfið í baksýn. Adda utan við braggann sinn. María, Sigríður og Þorgerður, öðru nafni Mæja, Sigga og Adda, á staðnum þar sem gamli Laugarnescampurinn stóð. Þegar mikið rok var gengu gus- urnar upp af sjónum yfir braggana sem stóðu næst ströndinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.