Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 30

Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 30
Rafhlöður Málning Lakk Leysiefni, t.d. terpentína og þynnir Lyf Límafgangar Hreinsilögur Stíflueyðir Frostlögur Olíuefni Rafgeymar Klórmenguð efni Eiturefni og pakkningar undan þeim Kvikasilfur, t.d. í hitamælum Algengustu spilliefni á heimilinu HEILSA 30 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR N OKKUR umræða hefur átt sér stað nýlega um lögleiðingu kannabis hér á landi, en áður voru þessi mál nokkuð til um- fjöllunar í júlí í fyrra. Meðal annars hefur komið fram að breska rík- isstjórnin hafi haft til athugunar að ekki verði lengur talið saknæmt að hafa í fórum sínum kannabis í litlu magni til eigin neyslu. Lög- regla þar í landi muni ekki handtaka fólk né sekta fyrir þær sakir einar. Bresk yfirvöld gerðu sér vonir um að með þessum ráðstöf- unum gæti lögregla beint kröftum sínum að öðrum alvarlegri fíkniefnum á borð við kókaín og heróín. Forsvarsmenn einhvers konar lögleiðingar kannabisefna hér á landi hafa því spurt hvort kominn sé tími til að fara að dæmi Breta í þessu efni. Landlæknisembættið telur hins vegar mjög ótímabært fyrir okkur að íhuga þessi mál, „náttúruleg“ tilraun í samfélagi á borð við Ísland gæti haft afleiðingar sem útilokað væri að sjá fyrir endann á. Sífellt fleiri rannsóknir koma fram um skaðlegar afleiðingar kannabisneyslu. Lang- tímaneysla getur valdið skaða sem er mun meiri en áður var talið, kemur áþreifanlega niður á heilastarfsemi svo sem skynjun, hugsun og minni. Skaðinn er þeim mun meiri sem neyslan hefur verið meiri og staðið leng- ur. Mikil fásinna væri að horfa framhjá slíkum staðreyndum enda er erfitt að sjá að þörfin fyrir lögleiðingu kannabis sé brýn. Mörg önnur þarfari verkefni bíða okkar en það. Fíkniefnaneysla hér á landi hefur vaxið hröðum skrefum að undanförnu. Segja má að hún líkist faraldri, þ.e. hún breiðist út rétt eins og um smit- sjúkdóm væri að ræða. Í slíku umhverfi er bæði óráðlegt og varasamt að leyfa efni sem getur opnað unglingum dyrnar að öðrum fíkniefnum og er einnig sjálft skaðlegt. Því skiptir máli að slaka hvergi á í baráttu gegn fíkniefnum. Íslendingar ættu að hafa forsendur til þess að ná árangri í slíkri baráttu, samfélagið er lítið, vel menntað og við búum á eyju. Því er ástæða til að styðja við bakið á samtökunum Vímulausri æsku sem stendur fyrir undirskriftasöfnun til að vekja athygli á þessum málstað þessa dag- ana. Sigurður Guðmundsson landlæknir Landlæknisembættið. Heilsan í brennidepli Slökum hvergi á gagnvart fíkniefnum Sífellt fleiri rann- sóknir koma fram um skaðlegar afleiðingar kannabisneyslu. Spurning: Vinsamlega upplýstu mig um slagæðabólgur. Orsakir, afleiðingar og hvað er til ráða. Svar: Slagæðabólgur (æðabólg- ur) eru af ýmsum gerðum, þær geta verið staðbundnar eða dreifðar og þær líkjast að mörgu leyti gigtsjúkdómum. Slag- æðabólgur eru af flokki sjúkdóma sem kallast sjálfsnæmissjúkdóm- ar en bólgubreytingarnar í æð- unum líkjast því sem sést í liðum í gigtsjúkdómum eins og t.d. ikt- sýki. Allir þessir sjúkdómar eru langvinnir og oftast ólæknandi og þeir geta valdið talsverðum eða miklum veikindum. Orsakir slag- æðabólgu eru óþekktar og þær gera oftast vart við sig eftir 40-50 ára aldur. Algengustu gerðir slagæðabólgu eru gagnauga- slagæðarbólga (risafrumu- slagæðarbólga; temporal arterit- is) og þrimla-fjölæðabólga (poly- arteritis nodosa). er til staðar hjá einum af hverjum þúsund til 10 þúsund einstaklingum sem eru yfir fimmtugt og er mun algeng- ari hjá konum en körlum. Þessi sjúkdómur fylgir stundum fjöl- vöðvagigt sem lýsir sér með verkjum og stirðleika í vöðvum. Þessi tegund slagæðabólgu er bundin við æðar í gagnaugum og höfði og lýsir sér með slæmum höfuðverkjaköstum, sjóntrufl- unum og jafnvel blindu, eymslum í hársverði, hækkuðu sökki og blóðleysi. Blinda kemur fyrir hjá allt að 20% sjúklinga en er mjög sjaldgæf ef réttri meðferð er beitt. Erfitt er að greina þennan sjúkdóm með vissu nema tekið sé vefjasýni úr æð en eftir greiningu er mikilvægt að hefja strax með- ferð með stórum skömmtum af sterum til inntöku til að koma í veg fyrir blindu. Sumir sjúklingar geta hætt sterameðferð eftir eitt ár eða svo en aðrir þurfa að taka litla skammta árum saman. Gagn- auga-slagæðarbólga hefur yfir- leitt ekki teljandi áhrif á lífslíkur sjúklinganna. Þrimla-fjölæða- bólga er algengust eftir fertugt en getur komið fyrir á öllum aldri. Þessi sjúkdómur er heldur algengari hjá körlum en konum. Lyfjaofnæmi getur stundum líkst þessum sjúkdómi. Sjúkdómurinn leggst oftast á slagæðar í nýrum, lifur, hjarta eða meltingarfærum. Algengustu sjúkdómseinkennin eru sótthiti, kviðverkir, sár á húð, þyngdartap, slappleiki og hár blóðþrýstingur. Nýrnabilun með bjúg og kláða er einnig algeng. Án meðferðar deyr um þriðj- ungur innan árs og flestir innan 5 ára frá því að sjúkdómurinn byrj- ar. Meðferðin er stórir skammtar af sterum til inntöku og stundum eru einnig gefin lyf sem hafa ónæmisbælandi verkun. Þessi meðferð ber góðan árangur hjá um þriðjungi sjúklinga en minni hjá hinum. Aukaverkanir af þess- ari meðferð eru oft erfiðar en á móti kemur að hún getur bætt lífslíkur sjúklinganna umtalsvert. Til eru nokkrar aðrar, sjaldgæf- ari tegundir af slagæðabólgu og má þar nefna þrimlaroða (erythema nodosum) sem er bólg- ur í litlum slagæðum djúpt í húð á handleggjum og fótleggjum og Takayasu-slagæðabólgu sem leggst á stærstu slagæðar lík- amans, oft með alvarlegum afleið- ingum. Slagæðabólgur, sama hvaða nafni þær nefnast, eru al- varlegir sjúkdómar af óþekktum uppruna sem erfitt er að lækna og valda oft langvarandi veik- indum. Hvað eru slagæðabólgur? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM Orsakir eru óþekktar  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dög- um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net- fang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hotmail.com. BÖRN sem alast upp í húsum, sem eru mettuð tóbaksreyk, eru líkleg til að þurfa að fara oftar til tann- læknis en önnur börn, samkvæmt nýrri rannsókn vísindamanna í Bandaríkjunum. Að sögn fréttavefjar BBC telja vísindamennirnir hugsanlegt að í tóbaksreyknum sé efni sem geri börnin viðkvæmari fyrir bakt- eríum sem valda tannskemmdum. Vísindamenn við Rochester- háskóla í New York-ríki rannsök- uðu 3.500 börn á aldrinum fjögurra til ellefu ára og komust að þeirri niðurstöðu að mjólkurtennur fjórð- ungs þeirra hefðu ekki skemmst ef þau hefðu alist upp á reyklausum heimilum. Í blóði barnanna var meira af nikótínúrefninu kótinín sem vísindamenn telja að geti bælt ónæmiskerfið. „Þetta er enn ein vísbendingin um að óbeinar reykingar séu slæm- ar fyrir börn og að öll börn eigi skilið að alast upp í reyklausu um- hverfi,“ sagði Andrew Aligne, sem stjórnaði rannsókninni. Niðurstaða rannsóknarinnar sannar þó ekki að óbeinar reyk- ingar stuðli að tannskemmdum þar sem vitað er að stéttarstaða hefur mikil áhrif á það hvort fullorðið fólk reykir og einnig á mataræði fjölskyldnanna. Hugsanlegt er því að tannskemmdirnar séu af völd- um slæms mataræðis. Morgunblaðið/Jim Smart Vísindamenn telja hugsanlegt að í tóbaksreyk sé efni sem geri börnin viðkvæmari fyrir bakteríum sem valda tannskemmdum. Óbeinar reyk- ingar slæmar fyrir barna- tennurnar? VISTVERND í verki er íslenskt nafn á alþjóðlega verkefninu GAP eða ,,Global Action Plan“. Verk- efnið hefur verið í umsjón Land- verndar síðastliðin tvö og hálft ár, en hugmyndin á bakvið Vistvernd í verki er sú að hægt sé að gera lífs- stíl vistvænni með ýmsum einföld- um breytingum, án þess að dregið sé úr lífsgæðum. Boðið er upp á þátttöku í svokölluðum visthópi, þar sem heimilishaldið er tekið til athugunar og endurskoðunar. Verkefninu hefur vaxið fiskur um hrygg með tilkomu öflugra bakhjarla, segir Þóra Bryndís Þór- isdóttir á skrifstofu Landverndar, en Fjarðarkaup, Toyota, Sorpa, Landsvirkjun, Orkuveita Reykja- víkur og umhverfisráðuneytið styrkja Vistvernd í verki. Vistvernd í verki byggist á því að fulltrúar 5–8 heimila koma reglulega saman til fræðslufunda yfir um það bil tveggja mánaða tímabil. Farið er í gegnum hand- bók sem fjallar fyrst og fremst um fimm þætti er tengjast umhverfi og heimili, það er sorp, orku, sam- göngur, innkaup og vatn. Leiðbein- andi styður við bakið á hverjum hópi. „Það hefur sýnt sig að fólki finnst þátttakan í verkefninu mjög 320 heimili hafa tekið þátt í visthópi Sorp Settu ekki spilliefni í sorptunnuna og ekki hella þeim í vaskinn. Allt sem sett er í skólpið og í tunnuna hafnar fyrr eða seinna í náttúrunni. Skólpið frá heimilum okkar end- ar úti í sjó og ekki viljum við bæta spilliefnum út í matarkistuna okkar. Spilliefnum á að skila í vel merktum ílátum til móttökustöðva í þínu sveitarfélagi. Á höfuð- borgarsvæðinu eru það mótttökustöðvar Sorpu sem sinna þessu hlutverki. Sem dæmi um spilliefni á heimilum má nefna rafhlöður og lyf. Bensínstöðvar taka líka á móti ónýtum rafhlöðum og lyfjum er hægt að skila í næsta apótek. Hugleiðing vikunnar Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað. Vistvernd í verki – Ráð vikunnar ÞRETTÁN sveitarfélög á landinu bjóða íbúum sínum að taka þátt í vist- hópi, en það eru Akranes, Akureyri, Austur-Hérað, Árborg, Fjarða- byggð, Garðabær, Hornafjörður, Hveragerði, Hvítársíðuhreppur, Ísa- fjörður, Mosfellsbær, Reykjanesbær og Reykjavík. Í sveitarfélaginu Hvítársíðuhreppi í Borgarfirði eru 84 íbúar og helm- ingur þeirra tekur þátt í visthópi þessa dagana. Í Hveragerði taka starfsmenn úr umhverfisnefnd bæjarins þátt í vist- hópi ásamt atvinnunefndarfulltrúum og öðrum bæjarbúum. Helmingur umhverfisnefndar Garðabæjar tekur nú jafnframt þátt í visthópi, ásamt fleiri bæjarbúum. Hafið er kynningarátak í Vest- urbæ Reykjavíkur. Upplýsingum um verkefnið hefur verið dreift um hverf- ið og Vesturbæingum boðið sérstak- lega að taka þátt í visthópi. Þess eru dæmi að nágrannar hafi, í kjölfar þátttöku í visthópi, sameinast um safnkassa til jarðgerðar á lífrænum úrgangi. Orkuveita Reykjavíkur býður starfsmönnum sínum að taka þátt í visthópum. Árangurinn skilar sér bæði heima fyrir og á vinnustaðnum. Málningadeild Orkuveitunnar hefur til að mynda tekið upp nýtt verklag og er nú kerfisbundið verið að skipta út efnum sem teljast vera óæskileg umhverfi sínu og kaupa viðurkennd- ar vörur er teljast umhverfisvænni. Sorpa hélt nýlega kynningarfund fyrir starfsfólk sitt og er myndarleg- ur visthópur sem kallast SPARendur farinn af stað hjá þeim. Landsvirkjun stendur nú fyrir kynningarherferð meðal starfs- manna sinna. Hafa starfsmenn fengið sendar upplýsingar, ásamt sparperu, og þeim verið boðið á kynningarfund um verkefnið. Þrír hópar mynduðust fyrir norðan, einn í Blönduvirkjun annar í Laxárvirkjun og sá þriðji í Kröfluvirkjun. Tveir hópar urðu til í Reykjavík, einn á Hellu og annar er í undirbúningi á Selfossi, samtals sjö hópar. Leikskólar hafa verið virkir í Vist- vernd í verki og virkjað börnin til vistvænni lifnaðarhátta. Tveir hafa lokið þátttöku í verkefninu, þ.e. Leik- skólinn Álfheimar á Selfossi og Leik- skólinn Hulduberg í Mosfellsbæ. Bandalag íslenskra sérskólanema býður íbúum stúdentagarða sinna að taka þátt í visthópum. Stefnt er að því að koma upp jarðgerðarkassa við hverja byggingu félagsins. Heimild: Vistvernd í verki Helmingur íbúa Hvítársíðuhrepps lærir vistvernd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.