Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 33
ALÞINGISKOSNINGARNAR
10. maí næstkomandi snúast um
framtíð Íslands. Þær snúast
fyrst og fremst um það hvort Ís-
land verði áfram í forystu meðal
þeirra þjóða sem hafa getað
skapað bestu lífskjör í heim-
inum eða ekki. Kjósenda er val-
ið á kjördag. Traust skiptir
miklu máli í stjórnmálum og
þegar litið er til framtíðar er
nauðsynlegt að hafa dóm
reynslunnar úr fortíðinni í huga.
Í íslenskum stjórnmálum tog-
ast tvær andstæður á: Frjáls-
lyndi og stjórnlyndi. Sjálfstæð-
isflokkurinn hefur staðið vörð
um hið fyrrnefnda – frelsið. Frá
því að Sjálfstæðisflokkurinn tók
síðast við stjórn landsins hefur
markvisst verið unnið að því að
auka frelsi og skýra leikreglur í
landinu. Frelsið leysir krafta
einstaklinganna úr læðingi sem
opinberar nefndir eða stofnanir
ráða ekki yfir og árangurinn
hefur ekki látið á sér standa.
Best er að styðjast við hlutlæga
mælikvarða í þeim efnum. Lít-
um á nokkra þeirra:
Kaupmáttur launa á al-
mennum vinnumarkaði á tíma-
bilinu 1995 til 2003 jókst mest á
Íslandi af ríkjum innan OECD.
Kaupmátturinn jókst um rúm
27% á þessu tímabili á Íslandi
en um tæp 12% að meðaltali í
ríkjum OECD. Á tímabilinu
stóð kaupmáttur nánast í stað á
evrusvæðinu, í Þýskalandi jókst
hann aðeins um 1%.
Kaupmáttur lægstu launa
hefur aukist um tæp 60% frá
árinu 1995.
Skattar ríkisins á ein-
staklinga og fyrirtæki hafa ver-
ið lækkaðir verulega. Hlutfall
ríkisins í staðgreiðslu tekju-
skatts hefur aldrei verið lægra
frá því að staðgreiðsla var tekin
upp árið 1988!
Hlutfall skatttekna hins
opinbera af vergri landsfram-
leiðslu á Íslandi er með því
lægsta sem þekkist í iðnríkjum
OECD. Þetta hlutfall hefur far-
ið lækkandi og var 34,8% árið
2001. Einungis fimm ríki voru
með lægra hlutfall en Ísland.
Fjárlagahalla hefur verið
breytt í fjárlagaafgang og
skuldir hafa verið greiddar nið-
ur. Frá árinu 1996 hafa hreinar
skuldir ríkissjóðs lækkað úr
34,5% í 19% af landsframleiðslu.
Hlutfallsleg útgjöld Íslend-
inga til menntamála eru nú þau
hæstu í Evrópu. Árið 1999 var
14,5% af heildarútgjöldum hins
opinbera hér á landi varið til
menntamála. Meðaltal í ríkjum
ESB var 11,2%.
Ísland er í fyrsta sæti hvað
varðar notkun upplýsinga-
tækninnar að mati World
Economic Forum.
Ísland var í sjöunda sæti af
174 ríkjum þegar Þróun-
arstofnun Sameinuðu þjóðanna
lét kanna árið 2001 hvar væri
best að búa.
Íslenska stjórnsýslan er
næstbesta stjórnsýsla í heimi
samkvæmt Alþjóðaþróun-
arstofnun Harvard-háskóla.
Samkvæmt rannsókninni er
spilling engin, þjóðfélagið gegn-
sætt og dómskerfið sjálfstætt.
Ísland lenti í efsta flokki og
4. sæti þegar stjórnsýslunefnd
OECD gerði árið 2001 könnun á
þekkingarstjórnun í opinberri
stjórnsýslu.
Ísland er í efsta flokki þeg-
ar lánshæfi er metið af alþjóð-
legum matsfyrirtækjum og hef-
ur það aldrei verið jafn
hagstætt og nú.
Ísland hefur á síðustu ár-
um stokkið hátt upp í mæl-
ingum á samkeppnishæfni
þjóða og efnahagslegu frelsi.
Ísland er í efsta sæti meðal
Evrópuríkja þegar mælt er
hversu margir teljast virkir í
frumkvöðlastarfsemi.
Ísland er efst á frelsislista
samtakanna Fréttamenn án
landamæra.
Fleira mætti nefna en þetta
er óumdeilanleg reynsla sem Ís-
lendingar hafa af ríkisstjórnum
undir forystu Sjálfstæðisflokks-
insins og Davíðs Oddssonar for-
sætisráðherra.
Stjórnlyndi hefur einkennt
ríkisstjórnir og sveitarstjórnir
þar sem félagshyggjuöflin hafa
farið með völd. Vinstri menn
treysta á opinberar nefndir,
stofnanir, svið og ráð til að leysa
mál. Þeir hafa meiri trú á sam-
ræðum stjórnmálamanna held-
ur en frumkvæði einstaklinga.
Hver er reynsla Íslendinga af
vinstri ríkisstjórnum? Nokkrar
staðreyndir eru óumdeildar:
Engin vinstri stjórn hefur
setið út heilt kjörtímabil.
Há verðbólga, háir skattar
og auknar skuldir ríkisins hafa
einkennt vinstri ríkisstjórnir.
Kaupmáttur launa rýrnaði
um rúm 10% þegar vinstri
stjórn var síðast við völd á ár-
unum 1988 til 1991. Það
þurfti aðeins þrjú ár til!
Þetta er það sem vinstri
menn kalla velferð-
arstjórnir og nú á að gera
tilraun til þess að end-
urvekja eina slíka.
Ákveðnir valdaþyrstir
stjórnmálamenn ríða nú
um héruð og hafa meðal
annars hátt um það að
stofnanir samfélagsins
njóti ekki trausts. Sjálfir hafa
þeir árum saman reynt að grafa
undan trausti og tiltrú almenn-
ings á stjórnvöldum og beitt til
þess hálfkveðnum vísum og
gróusögum. Ættu kjósendur að
treysta slíkum stjórn-
málamönnum? Hinum sömu og
telja sig geta sagt hvað sem er
fyrir kosningar sem þeir telja
falla vel í eyru kjósenda en hafa
þau orð síðan að engu eftir
kosningar. Tökum nokkur ná-
læg dæmi um svikin loforð
stjórnmálamanna:
R-listinn lofaði að greiða
upp skuldir Reykjavíkurborgar.
Annað kom á daginn. Skuld-
irnar hafa hækkað um 1100% á
tíu ára tímabili og Reykvíkingar
skulda nú mest í samanburði við
nágrannasveitarfélögin.
R-listinn lofaði að hækka
ekki skatta. Þetta loforð var
svikið, fasteignaskattar hafa
hækkað og útsvarsprósenta
Reykjavíkurborgar hefur aldrei
verið hærri.
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir lofaði fyrir síðustu borg-
arstjórnarkosningar að fara
ekki í þingframboð að ári. Í við-
tali við Morgunblaðið 19. maí
2002 sagðist hún verða borg-
arstjóri næstu fjögur árin nema
hún hrykki upp af: „Ég er ekki á
leið í þingframboð að ári.“ Í við-
tali við RÚV viku síðar ítrekaði
hún þetta með þessum orðum:
„Já ég fullyrði algerlega að ég
er ekki að fara í þingframboð að
ári. Það er alveg ljóst.“ Í dag
eru þessi orð einskis virði.
Kjósendur hafa skýrt val.
Þeir geta valið svikin loforð,
aukna skatta, hærri skuldir og
verðbólgu með vinstri stjórn
eða áframhaldandi hagsæld og
betri lífskjör með Sjálfstæð-
isflokkinn í forystu. Hann mun
halda áfram að treysta fólkinu í
landinu og auka athafnafrelsi
þess og svigrúm þannig að það
geti leitað lífshamingjunnar á
eigin forsendum.
Reynsla og traust
Eftir Magnús Þór Gylfason
’ Frá því að Sjálfstæð-isflokkurinn tók síðast
við stjórn landsins hef-
ur markvisst verið unn-
ið að því að auka frelsi
og skýra leikreglur í
landinu. ‘
Höfundur er formaður Heimdall-
ar, félags ungra sjálfstæðismanna
í Reykjavík /magnus@xd.is.
besta ein-
létta sér-
s, 65 ára og
mur því vel,
u Davíðs
Sveitarfélög
ðu í borg-
lsmenn
kattamál
að sér
ér hljóðs
ndurómaði
m hjá
grænna,
rstjórn
sagan sögð,
ætur hafa
eð kaup-
hefur nefnt
aukningu
nblaðinu
gara að
borga ein-
eynd, að
þeir að
kunar
gslegu byrð-
ækka skatt-
togar
ekjuskatts
umsvifum í
kattsbyrði.
s báru
kosninga-
a falskra
ætisráð-
f hatrömm-
um átökum milli kommúnista og jafnaðarmanna. Komm-
únistum var ekki eins illa við neina af andstæðingum sín-
um og jafnaðarmenn, sögðu þá túlka kenningu
sósíalismans á rangan hátt.
Í máli Ögmundar Jónassonar, þingmanns vinstri/
grænna, glittir í þessi gömlu átök: Samfylkingin er eins
og Tony Blair í Bretlandi svikari við hinn sanna málstað
vinstrisinna. Ingibjörg Sólrún gefur meira að segja til
kynna, að Tony Blair hafi stolið „þriðju leiðinni“, því vit-
lausasta af öllu vitlausu í nafni vinstrimennsku, frá sér og
Kvennalistanum. Hin nýja vinstrimennska Samfylking-
arinnar er svik við málstað þeirra, sem eru andvígir aðild
Íslands að evrópska efnahagssvæðinu og á móti einka-
væðingu. Samfylkingin bregst íslenskri náttúru í þágu
þungaiðnaðar.
Fyrir þá, sem standa utan hugmyndafræðilegra vé-
banda vinstrimennskunnar, eru deilur um inntak kenn-
inga sósíalismans og hve langt má teygja þær og toga
ekki spennandi. Fyrir hina er um póltískt líf eða dauða að
tefla. Forystumenn vinstri/grænna súpa nú seyðið af því
að hafa staðið að R-listanum og heyra vonarpening sinn í
hópi kjósenda spyrja: „Er ekki langbest að kjósa Sam-
fylkinguna, ef við viljum breyta? Þið hafið hvort sem er
hvatt okkur til að treysta Ingibjörgu Sólrúnu og kjósa
hana í þágu breytinga gegn íhaldinu.“
x x x
Utanríkismál settu ekki sterkan svip á eldhúsdags-
umræðurnar. Kristján Pálsson, óháður frambjóðandi,
ræddi ranglega um að „endurskoðun varnarsamnings-
ins“ væri ekki lokið. Þessu var einnig ranglega haldið
fram í leiðara DV á fimmtudaginn. Engin endurskoðun á
varnarsamningnum stendur yfir. Hann er í fullu gildi,
óbreyttur frá árinu 1951. Hins vegar hefur bókun við
samninginn, sem ritað var undir 1996, ekki verið end-
urnýjuð. Í henni er fjallað um fyrirkomulag varnanna,
framkvæmd samningins frá 1951.
Varnir Íslands voru til umræðu á fjölmennum fundi
Varðbergs þriðjudaginn 11. mars, þar sem við vorum
þrjú, sem svöruðum spurningunni: Hvernig tryggjum við
varnir Íslands á 21. öldinni? Halldór Ásgrímsson talaði
fyrir Framsóknarflokkinn, Þórunn Sveinbjarnardóttir
fyrir Samfylkinguna og ég fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þótt hver ræðumanna hafi nálgast viðfangsefnið frá
sínum sjónarhóli, varð niðurstaða okkar allra í grófum
dráttum hin sama: Gera verði ráðstafanir til tryggja
varnir Íslands og ekki beri að hrófla við þeirri meg-
inskipan, sem byggist á aðildinni að Atlantshafs-
bandalaginu (NATO) og varnarsamningnum við Banda-
ríkin.
Frómt frá sagt, er þó erfitt að átta sig á stefnu Sam-
fylkingarinnar í utanríkismálum fyrir þessar kosningar.
Um tíma mátti ætla, að hún vildi gera þau að höfuðmáli
kosninganna með Evrópusambandsaðild að leiðarljósi.
Frá því hefur líklega verið horfið.
Á dögunum fékk ég fyrirspurn frá jafnaðarmanni, sem
hafði verið á Samfylkingarfundi með Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur í Reykjanesbæ. Hún teldi varnarsamninginn
ekki lengur í gildi og áréttaði, að hún hefði verið her-
stöðvaandstæðingur. Bað hann mig að skýra stöðu sam-
skiptanna við Bandaríkjamenn fyrir sér, því að málflutn-
ingur Ingibjargar Sólrúnar hafði greinilega vakið fleiri
spurningar en svör,
Frásögn Morgunblaðsins í gær af ræðu Ingibjargar
Sólrúnar á Höfn í Hornafirði segir okkur, að hún búist við
því, að ekki líði á löngu, þar til Íslendingar taki við stjórn
Keflavíkurflugvallar af Bandaríkjamönnum og þá verði
Reykjavíkurflugvelli lokað. Hvaða viðhorf til varnar- og
öryggismála Íslendinga felst í þessum orðum?
Hafi stjórnmálamenn eða flokkar ekki skýra sýn á
stöðu þjóðarinnar í öryggis- og varnarmálum eiga þeir
mikla heimavinnu óunna fyrir kosningar. Eitt er að vera
ósammála um hvaða leið eigi að fara til að tryggja varnir
Íslands á 21. öldinni, annað er að vita ekkert um málið og
taka samt þátt í umræðum um það.
x x x
Í stjórnmálastarfi um heim allan er deilt um hlutverk
ríkisvaldsins og þar með stjórnmálamanna. Alls staðar er
ágreiningur um leiðir í skattamálum, hvort þeir séu of há-
ir eða lágir. Hvarvetna geta stjórnmálamenn haft mis-
munandi sjónarmið í umhverfis- eða atvinnumálum.
Hvergi geta þeir gengið fram fyrir umbjóðendur sína, án
þess að eiga svar við spurningunni um það, hvernig þeir
ætli að tryggja öryggi lands og þjóðar.
– vinstri/grænir – varnarmál
bjorn@centrum.is
FYRIR síðustu alþingiskosn-
ingar hét Framsóknarflokkurinn
því að hluti barnabóta yrði
ótekjutengdur með svokölluðum
barnakortum. Í dag eru greiddar
um 36 þús. kr. á ári fyrir hvert
barn, 7 ára og yngra. Hefur þessi
framkvæmd gefist vel og ljóst að
íslenskar barnafjölskyldur eru
vel að þessum greiðslum komnar.
Kosningaloforð Framsókn-
arflokksins fyrir næsta kjör-
tímabil er að öll börn, líka þau
sem eru eldri en sjö ára, fái
barnakort.
Þessar breytingar leiða hugann
að því fyrirkomulagi sem gildir
almennt um barnabótakerfið,
ekki síst tekjutenginguna. Ég
verð að lýsa því yfir, að ég er and-
vígur 100% tekjutengingu í því
kerfi. Það er eðlilegt að fólk sem
er að koma sér þaki yfir höfuðið,
eignast börn, borgar af náms-
lánum o.s.frv. hafi miklar tekjur.
Slíkt gerist m.a. vegna mikillar
yfirvinnu og þess að ungt fólk
leitar eftir allri þeirri vinnu sem
það kemst í. Eins og skattaum-
hverfi barnafjölskyldna er í dag,
lendir vísitölufjölskyldan í víta-
hring jaðarskattanna. Þegar tekj-
urnar eru miklar fá þessar fjöl-
skyldur nær engar vaxtabætur
eða barnabætur og oft á tíðum er
mjög erfitt að ná endum saman.
Þetta ástand er óþolandi og er ég
sammála þeim röddum sem nú
heyrast innan Framsóknarflokks-
ins að tími sé kominn á heildar-
endurskoðun á skattkerfinu, þá
sérstaklega með tilliti til barna-
fjölskyldna.
Ég hef ávallt verið talsmaður
tekjutengingar, þ.e. að fjár-
magnið renni í hvað mestum mæli
til þeirra heimila sem hvað lægst-
ar hafa tekjurnar. Ég var tals-
maður ríkisstjórnarinnar í ör-
yrkjadómsmálinu, því mér finnst
betra að öryrki með lítinn lífeyr-
issjóð fái mun hærri greiðslur á
mánuði en maki forstjóra, þar
sem heimilistekjurnar eru oft 1-2
milljónir kr. á mánuði. Stjórn-
arandstaðan vildi aftur á móti að
allir ættu að fá jafn miklar ör-
orkubætur, óháð félagslegum að-
stæðum. Í þessu máli kristallast
ólík lífsýn okkar og það sem að-
greinir ólíka stjórnmálaflokka.
Fyrir mér er staðreyndin einföld:
Sameiginlegir sjóðir okkar eru
takmarkaðir og við framsókn-
armenn viljum að peningarnir
renni til þeirra sem hvað mest
þurfa á þeim að halda.
Það verður ávallt einhver
tekjutenging að vera til hagsbóta
fyrir þá þjóðfélagshópa sem hvað
lægstar hafa tekjurnar. Með
tekjutengingu (svo óaðlaðandi
orð sem það nú er) er hugsunin sú
að þeir sem hvað mest á stuðningi
þurfa að halda fái hlutfallslega
stærri sneið af kökunni en þeir
sem betur hafa það. Margir
stuðningsmenn Framsókn-
arflokksins eru öryrkjar, náms-
menn og eldri borgarar, þeim
þjóðfélagshópum mun Fram-
sóknarflokkurinn tryggja áfram-
haldandi kjarabætur, fái hann til
þess fylgi, í kosningunum 10. maí
nk.
Barnabætur þarfn-
ast endurskoðunar
Eftir Birki J.
Jónsson
„Í víta-
hring jað-
arskatt-
anna.“
Höfundur er aðstoðarmaður félags-
málaráðherra og skipar fjórða sætið
á lista Framsóknarflokksins í Norð-
austurkjördæmi.
ð
-
-
-
fjalla um og undirbúa frumvarp til laga um fjárhags-
legan stuðning við stjórnmálaflokka og þá þætti sem
slíkum stuðningi tengjast, eins og Davíð Oddsson
forsætisráðherra orðaði það á Alþingi á þeim tíma.
Sjö árum eftir þetta samkomulag á milli stjórn-
málaflokkanna kom niðurstaðan af nefndarstarfinu.
Hún var engin.
Enn hafa ekki verið sett lög, þrátt fyrir að margir
teldu að samkomulag flokkanna frá árinu 1993 fælist
í því að heimila framlög fyrirtækja til stjórn-
málaflokkanna að tiltekinni fjárhæð frádráttarbær
frá skatti, en á móti yrði sett löggjöf um að opna
fjárreiður flokkanna. Þetta hefur auðvitað orðið til
þess að auka á tortryggni. Sífellt fleiri líta svo á að
leynd og pukur með fjármál stjórnmálaflokka gangi
gegn lýðræði og heilbrigðum stjórnarháttum.
Jafnræði í leikreglum
Samfylkingin hefur á stefnuskrá sinni að sett
verði lög um fjárreiður stjórnmálaflokka og hún
birti ársreikning sinn opinberlega eftir fyrsta lands-
fundinn. Sá flokkur sem ekki hefur léð máls á því að
opinbera reikninga sína er Sjálfstæðisflokkurinn.
Þegar það er ámálgað að setja þurfi lög um fjármál
stjórnmálaflokka klifa talsmenn flokksins á því að
hverjum og einum sé frjálst að opna bókhald sitt og
birta nöfn styrktaraðila, en þeir ætli ekki að gera
það. Sjálfstæðisflokkur – flokkur sérhagsmuna gegn
almannahagsmunum – skilur ekki að jafnræði þarf
að ríkja í leikreglum milli stjórnmálaflokka og ein
lög yfir alla að ganga, alveg eins og alls staðar í þjóð-
félaginu.
Athyglisvert er að Davíð Oddsson hefur lítið fylgt
eftir þeirri hugmynd sem hann hefur sett fram um
að lögbundið verði að fyrirtækjum verði bannað að
styrkja stjórnmálaflokka. Því er vandséð hvort hug-
ur hafi þar fylgt máli. Í því sambandi er ástæða til að
benda á að ég tók undir það þegar í haust að skoða
ætti þessa hugmynd ef Sjálfstæðisflokkurinn væri
jafnframt tilbúinn til að opna fjárreiður sínar og
birta ársreikninga opinberlega. Engin viðbrögð hafa
fengist við þessu. Það sýnir að ákafi Sjálfstæðis-
flokksins að hætta að þiggja framlög frá fyr-
irtækjum er varla mikill.
s og nátttröll
ráðsins sem
elur það
skuli vera til
rreiður stjórn-
i.“
Höfundur er alþingismaður.