Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 37
Í KJÖLFAR svokallaðrar vott-
orðadeilu milli heilbrigðisráðuneytis
og heilsugæslulækna á síðasta ári
mótuðust kröfur um að valkostir um
starfsemi heimilislækna væru nauð-
synleg forsenda fyrir framtíð heim-
ilislækninga á Íslandi. Fyrsta maí
2002 sögðu heilsugæslulæknar á Suð-
urnesjum upp störfum sínum til að
fylgja eftir þessari sannfæringu sinni.
Víðar knúðu heimilislæknar á um
sama málefni með kröfugerðum, upp-
sögnum og leyfum frá starfi. Í nóv-
ember náðist samkomulag milli Fé-
lags íslenskra heimilislækna og
heilbrigðisráðherra. Ráðherra gaf út
yfirlýsingu þar sem lýst er vilja ráðu-
neytis hans til að framtíðarskipulag
starfsemi heimilislækna á Íslandi
verði annars vegar á heilsugæslu-
stöðvum og hins vegar með sjálf-
stæðri móttökustarfsemi heimilis-
lækna.
Í kjölfar þessa lýstu allir heilsu-
gæslulæknarnir tíu, sem starfað
höfðu á Suðurnesjum, sig reiðubúna
að endurráða sig. Þá var þeim tjáð að
ekki stæði öllum læknunum til boða
að ráða sig aftur því fækka ætti
læknastöðum við heilsugæsluna og
einnig yrðu kjör lakari en áður. Á
grundvelli þessa ákváðu flestir
læknanna að sækjast ekki eftir end-
urráðningu og í þeim skorti á heim-
ilislæknum sem ríkir hérlendis gengu
þeir beint inn í önnur störf.
Nokkrum árum áður hafði ríkt
heimilislæknaskortur á Suðurnesj-
um. Þáverandi stjórnendur sóttu þá
hluta þessara lækna til annarra landa
með fyrirheitum um aðstöðu og
launakjör. Í kjölfar þess mönnuðust
allar læknastöður. Vaktir sem áður
voru oft mannaðar af nemum mönn-
uðust af reyndum læknum. Fræðslu-
starf blómstraði, nemar sóttu í
kennslu og þjálfun á Suðurnes, mót-
taka fyrir sykursjúka var sett á stofn,
lektorsstaða fékkst til stofnunarinnar
og tími uppbyggingar ríkti. Allri þess-
ari stefnumótun og uppbyggingu var
fórnað á einu bretti.
Í kjölfar þessa ríkir nú algert vand-
ræðaástand á Suðurnesjum þar sem
skortir stórlega á lögbundna grunn-
þjónustu heilbrigðiskerfisins. Frá
fyrsta nóvember hafa aðeins þrír
heilsugæslulæknar starfað á svæði
sem þyrfti a.m.k. 12–13 heilsugæslu-
lækna og samkvæmt síðustu fréttum
hafa orðið afföll í þeim hópi. Fleiri
heimilislæknar hafa hikað við að ráða
sig og verið ósáttir við kjör og vinnu-
skilyrði. Nemar og unglæknar hika
einnig þar sem kennslu og stuðning
sem fæst í skjóli eðlilegrar starfsemi
heilsugæslunnar vantar.
Sérhæfing í læknisfræði er stöðugt
að aukast og mun halda áfram. Ein-
mitt sú þróun kallar á „generalist-
ann“, heimilislækninn, til að standa í
fremstu móttökulínu með sína breiðu
þjálfun, ekki síst á vakttíma. Til
heilsugæslulækna leitar fólk með fjöl-
breytt, ógreind vandamál og alls kon-
ar bráðavanda auk langvinnra vanda-
mála. Til að takast á við þessi
fjölbreyttu verkefni þarf „generalist-
ann“, sérfræðinga í heimilislækning-
um. Aukin sérhæfing kallar hins veg-
ar á aukinn bakstuðning sérhæfðari
kollega og stöðugt endurmat á þeirri
samvinnu.
Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja virðast vera að gera kerf-
isbreytingu í starfsemi heilsugæsl-
unnar og hverfa frá „generalistan-
um“, heimilislækninum. Stofnuninni
stóð til boða að endurráða hóp heim-
ilislækna, en virðist í staðinn ætla að
ráða hjúkrunarfræðinga og sér-
greinalækna. Hjúkrunarfræðingar
sinna ekki læknisverkum. Gæði þjón-
ustu sérgreinalækna verða ekki dreg-
in í efa, en fyrir fjölbreytilegar þarfir
skjólstæðinga frumþjónustunnar er
hún ekki hin sama og þjónusta sér-
menntaðra heimilislækna þegar til
lengdar lætur. Ætli HSS að veita
frumþjónustu með sérgreinalæknum
stangast það á við þann skilning sem
heimilislæknar hafa lagt í afstöðu nú-
verandi heilbrigðisráðherra gagnvart
heilsugæslunni sem grunnþjónustu
og fram hefur komið á umliðnum
mánuðum. Í yfirlýsingu ráðherra frá
nóvember sl. felst vilji til að snúa til
betri vegar neikvæðri þróun í heilsu-
gæslunni og einstakar stofnanir rík-
isins sem virðast fylgja annarri stefnu
skaða trúverðugleika viljayfirlýsing-
arinnar.
Heimilislæknar hafa m.a. fyrir
dómstólum verið minntir á tvískipt-
ingu heilbrigðiskerfisins, í grunn-
þjónustu og sérfræðiþjónustu.
Grunnþjónustan er vel skilgreind í
lögum sem frumþjónusta og heilsu-
gæslustöðvar skulu vera í öllum hér-
uðum til að veita sjúkratryggðum að-
gang að lögbundinni grunnþjónustu.
Einnig eru launakjör lækna grunn-
þjónustunnar ákvörðuð sem stendur
af Kjaranefnd og gagnvart fyrrver-
andi heilsugæslulæknum var sú stað-
reynd talin binda hendur stjórnenda
HSS. Vandséð er því hvernig stjórn-
endur HSS geta farið út í slíka kerf-
isbreytingu án þess að lenda í mót-
sögn við fyrri gerðir eða í andstöðu
við málflutning heilbrigðisráðuneytis-
ins og Tryggingastofnunar ríkisins
gagnvart heimilislæknum. Spyrja má
hvort sú kerfisbreyting að hverfa frá
„generalistanum“ í grunnþjónustunni
sé ekki í eðli sínu pólitísk ákvörðun
sem gæti haft afleiðingar á landsvísu
og ætti ekki að takast af stjórnendum
einstakra stofnana.
Lausn á því vandræðaástandi sem
ríkir á Suðurnesjum verður að finna
sem fyrst áður en meiri truflun og
skaði verður. Það er skýlaus réttur al-
mennings að starfsemi heilsugæsl-
unnar gangi eðlilega fyrir sig. Eigi
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja að
annast heilsugæslu er eina framtíð-
arlausnin að byggja í grunninn á
þjónustu heimilislækna.
Verða íbúar Suðurnesja
áfram án heimilislækna?
Eftir Þóri B. Kolbeins-
son og Gunnstein
Stefánsson
Þórir er formaður Félags
íslenskra heimilislækna og
Gunnsteinn meðstjórnandi.
Gunnsteinn
Stefánsson
Þórir B.
Kolbeinsson
„Það er skýlaus réttur
almennings að starf-
semi heilsugæslunnar
gangi eðlilega fyrir sig.“
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 37
1. flokki 1989 – 50. útdráttur
1. flokki 1990 – 47. útdráttur
2. flokki 1990 – 46. útdráttur
2. flokki 1991 – 44. útdráttur
3. flokki 1992 – 39. útdráttur
2. flokki 1993 – 35. útdráttur
2. flokki 1994 – 32. útdráttur
3. flokki 1994 – 31. útdráttur
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa
í eftirtöldum flokkum:
Útdráttur
húsbréfa
Húsbréf
Koma þessi bréf til innlausnar 15. maí 2003.
Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess
eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan
birt í DV, laugardaginn 15. mars.
Upplýsingar um útdregin húsbréf má einnig finna
á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is.
Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800
DAGGÆSLA í heimahúsum er
fyrir börn frá 6 mánaða aldri og þar
til þau fara í leikskóla. Þetta ævi-
skeið er eitt það viðkvæmasta í lífi
barnanna okkar og mikið í húfi að
búa þeim öruggt umhverfi þar sem
þörfum þeirra er sinnt af alúð. Í
Kópavogi eru að jafnaði um 150 til
200 börn í gæslu í heimahúsum hjá
um 40 dagforeldrum. Til þess að
styðja enn betur við þetta þjónustu-
úrræði og skapa því traust og tiltrú
var á síðasta ári ákveðið að taka
reglur Kópavogsbæjar um dag-
gæslu barna í heimahúsum til gagn-
gerrar endurskoðunar. Nýjar reglur
voru síðan samþykktar í bæjar-
stjórn síðastliðið vor.
Í reglunum er að finna ýmsar nýj-
ungar, en stærsta breytingin og sú
sem hér er til umfjöllunar, snýr að
fyrirkomulagi eftirlits með daggæsl-
unni.
Eftirlitið er núna í höndum sér-
staks eftirlitsaðila sem fer í sex
óboðaðar eftirlitsheimsóknir á ári
með gátlista þar sem hann fer yfir
fjölda barna, fjölda barna yngri en
eins árs, ákveðin öryggisatriði og
aðbúnað og tilkynnir niðurstöðu
heimsóknar til yfirmanns daggæslu-
deildar. Ef í ljós kemur í eftirlits-
heimsókn að einhverju er ábótavant
eru gefin fyrirmæli um úrbætur. Ef
ekki er farið að fyrirmælum getur
það leitt til leyfissviptingar og er
kveðið á um þá málsmeðferð í regl-
unum.
Í dag eru 38 dagforeldrar starf-
andi í Kópavogi og hefur verið farið í
þrjár óboðaðar heimsóknir til hvers
þeirra síðan 1. september sl. Ekki
verður annað sagt en að eftirlitið
hafi gengið vel og niðurstöðurnar
séu almennt mjög jákvæðar fyrir
þetta þjónustuúrræði. Aðeins í einu
tilviki var eitt barn umfram leyfileg-
an fjölda hjá dagforeldri og hjá
tveimur dagforeldrum voru við eft-
irlit þrjú börn yngri en eins árs, en
samkvæmt reglum mega þau bara
vera tvö. Þessi tilvik voru komin í
lag innan nokkurra daga. Athuga-
semdir voru gerðar varðandi tiltekin
öryggisatriði samkvæmt gátlista, en
að sjálfsögðu ber dagforeldrum að
gæta öryggis barnanna í hvívetna.
Athugasemdum um öryggisatriði
fækkaði úr 15 niður í fjórar frá
fyrstu heimsókn.
Enn önnur nýjung í eftirlitinu
snýr að forráðamönnum, en einu
sinni á ári er aflað upplýsinga hjá
þeim um viðhorf þeirra til daggæslu
dagforeldris til þess að bæta, ef unnt
er, það sem þeim finnst miður fara.
Allir foreldrar sem áttu börn í
gæslu hjá dagforeldrum í Kópavogi í
janúar sl. fengu sendan spurninga-
lista um viðhorf sitt til daggæslunn-
ar. Samtals voru sendir út 155 listar
og bárust svör frá 90 foreldrum eða
rúmum 58%. Það voru viss vonbrigði
hvað heimtur voru litlar þar sem
könnunin telst ekki marktæk, þ.e.
ekki er hægt að fullyrða að viðhorf
þeirra sem svöruðu endurspegli við-
horf þeirra sem ekki svöruðu. En af-
staða þeirra sem svöruðu var afger-
andi, 94% þeirra voru mjög ánægðir
eða frekar ánægðir með daggæslu
barns síns hjá dagforeldri, enginn
var mjög óánægður, 2% voru frekar
óánægðir og 5% hvorki né.
Þau skref sem hafa verið stigin
með breyttum reglum í daggæslu í
Kópavogi lofa góðu um framhaldið.
Daggæsla er þjónustuúrræði sem
þarf að fá viðurkenningu í samfélag-
inu. Hún þarf að njóta trausts þegar
að kemur að öryggi barnanna okkar
og vissu fyrir því að þau njóti góðrar
umönnunar til að þroskast og dafna
meðan foreldrarnir eru í vinnu eða
skóla. Það er einkar mikilvægt að
foreldrar, dagforeldrar og sveitar-
félög sinni skyldum sínum sam-
viskusamlega og eigi í góðu sam-
starfi.
Dagforeldrar í Kópavogi hafa
sýnt að þeir eru starfi sínu vaxnir og
leggja sig fram við að búa börnum
góðar aðstæður. Það hefur verið
ánægjulegt hversu gott samstarf
hefur verið við dagforeldra í Kópa-
vogi við að koma þessu nýja fyr-
irkomulagi í framkvæmd. Þátttaka
þeirra frá upphafi og framlag hefur
verið ómetanlegt.
Nýtt fyrirkomu-
lag í daggæslu
í heimahúsum
Eftir Emilíu
Júlíusdóttur
og R. Maríu
Þorsteinsdóttur
„Dagforeldrar í Kópa-
vogi hafa sýnt að þeir
eru starfi sínu vaxnir.“
Emilía er yfirmaður daggæsludeild-
ar og María starfar hjá
Félagsþjónustu Kópavogs.
R. María
Þorsteinsdóttir
Emilía
Júlíusdóttir
HUGHRIF heitir það víst þegar
eitthvað treður sér inn í kollinn á
manni við upplifun sem ekkert á
skylt við þá athöfn sem verið er að
starfa við þegar hughrifin verða. Ég
væri ekki að hafa orð á þessu nema
vegna þess að ítrekað hef ég orðið
fyrir þessu síðustu dagana
Þetta hefur alltaf gerst við lestur.
Það leiðir svo hugann að þeirri
ólukku að fólki skyldi kennt að lesa.
En auðvitað leiddi hvað af öðru, allt
er þetta höggormsskrattanum að
kenna, hann tældi Evu til að eta af
skilningstrénu og í framhaldi af því
fór mannskepnan að hugsa og gera
mun á réttu og röngu.
En nú er ég víst kominn í skóg-
arferð og langt af sporinu með það
sem ég byrjaði að segja frá. Ég var
að lesa, fyrst las ég grein eftir óháð-
an væntanlegan þingmann sem
heldur úti rosalega óháðum vefmiðli
sem heitir Pressan, Ásgeir heitir
óháða þingmannsefnið og hann var
að skrifa um Davíð sem laug og
Ingibjörgu sem talaði í Borgarnesi.
Næst fletti ég upp á Heimi.is og þar
skrifaði einn alóháðasti fjölmiðla-
maður samtímans Stefán Jón Haf-
stein og hann var að skrifa um,
nema hvað, Davíð sem laug og Ingi-
björgu sem talaði í Borgarnesi. Þá
kom Mogginn inn um lúguna og
hvað sé ég þar nema einn af mínum
uppáhalds rithöfundum Einar Kára-
son, þótt það komi þessu máli ekk-
ert við þá get ég ekki stillt mig um
að minnast á minn uppáhaldskafla í
bókinni hans Óvinafagnaður, bókin
sú er snild, þar eru hlutirnir sagðir
án málskrúðs og þar er þessi
dásamlegi kafli. „Bróðir minn er
skítseiði“ Þarna er sagt í fjórum
orðum það sem ritbullur nota til
tugi blaðsíðna, og hvað þetta á vel
við. Það eru hughrifin, aftur og aft-
ur stend ég mig að því að sjá Tuma
Sighvatsson ljóslifandi fyrir mér í
samtímanum, það er margur Tum-
inn í dag. En ég var þar kominn sem
ég fékk Moggann í hendur og þetta
góða skáld hann Einar Kárason er
þá að skrifa þar og um hvern annan
en Davíð sem laug og Ingibjörgu
sem talaði í Borgarnesi. Hvernig
getur staðið á því að í hvert einasta
skipti þegar ég fer að lesa greinar
þessara góðu manna þá kemur mér í
hug Jósep Göbbels?
Hughrif
Eftir Hrafnkel A.
Jónsson
Höfundur er héraðsskjalavörður
í Fellabæ.
„…allt er
þetta högg-
ormsskratt-
anum að
kenna, hann
tældi Evu til að eta af
skilningstrénu…“