Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 40
MINNINGAR
40 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ársæll Jóhann-esson fæddist á
Slitvindastöðum í
Staðarsveit 14. maí
1916. Hann andaðist
á St. Franciskusspít-
alanum í Stykkis-
hólmi 6. mars síðast-
liðinn. Hann var
sonur hjónanna Vil-
borgar Matthildar
Kjartansdóttur, f. 5.
des. 1885, d. 28.
mars 1972, og Jó-
hannesar Guð-
mundssonar, f. 17.
nóv. 1878, d. 14. maí
1924. Systkini Ársæls eru: 1) Una,
f. 12. sept. 1908. 2) Jónfríður, f.
10. des. 1909. 3) Anna Guðmunda,
f. 28. jan. 1911. 4) Ólína, f. 1. sept.
1912. 5) Kjartan, f. 27. nóv. 1913.
6) Maríus, f. 23. febr. 1915. 7) Vil-
sínum, hjónunum Elíasi Kristjáns-
syni, f. 29. júní 1880, í Straum-
fjarðartungu í Miklaholtshreppi,
d. 10. des. 1938, og Sigríði Guð-
rúnu Jóhannesdóttur, f. 25. júní
1888, í Lunansholti í Landsveit,
Rang., d. 16. okt. 1928 á Elliða.
Uppeldissystkini Ársæls eru:
Kristján, f. 6. ágúst 1911, Vigdís
Auðbjörg, f. 31. jan. 1914, Hulda
Svava, f. 12. ágúst 1917, Jóhannes
Sæmundur, f. 21. apríl 1920. Þau
eru látin. Eftirlifandi eru Jóhanna
Halldóra, f. 19. júní 1915, Matt-
hildur Valdís, f. 21. mars 1923, og
Unnur, f. 23. mars 1926.
Árið 1932 fluttist Ársæll að
Ytra-Lágafelli í Miklaholtshreppi
með fósturföður sínum sem hóf
þar búskap með Söru Magnús-
dóttur, f. 20. apríl 1908, d. 13.
mars 1995 í Hafnarfirði. Börn
Söru og Elíasar eru: Erla, f. 10.
sept. 1932, Sigríður Guðrún, f. 7.
júlí 1934, Magnús, f. 7. sept. 1935,
og Elías Fells, f. 27. febr. 1937.
Útför Ársæls verður gerð frá
Fáskrúðarbakkakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
hjálmur, f. 28. maí
1917. 8) Ingunn, f. 16.
des. 1919. 9) Ingvar,
f. 14. mars 1922. 10)
Jón Júlíus, f. 12. apríl
1924. Þau eru látin.
Eftirlifandi er Jó-
hannes, f. 24. apríl
1924.
Kona Ársæls var
Jóhanna Guðbjörg
Óladóttir, f. 18. júlí
1916 á Smjörhóli í
Öxarfjarðarhreppi í
N-Þing., d. 17. sept.
1991. Foreldrar henn-
ar voru Óli Jón Jó-
hannesson, bóndi í Öxarfirði, og
kona hans Anna Guðmundsdóttir.
Ársæll og Jóhanna voru barnlaus.
Er Ársæll var sex ára fluttist
hann að Elliða í Staðarsveit. Þar
ólst hann upp hjá fósturforeldrum
Okkur, systkinin frá Ytra-Lága-
felli, langar til að minnast vinar okk-
ar, hans Alla, eins og við kölluðum
hann, með nokkrum orðum. Allt frá
æsku okkar tengdumst við honum
sterkum böndum. Alli var 22 ára þeg-
ar sú sorg henti fjölskylduna á Ytra-
Lágafelli að faðir okkar lést. Hann
hafði kennt sér meins snemma sum-
ars og þegar leið að hausti lagðist
hann inn á Landakotsspítala þar sem
hann lést 10. desember árið 1938. Það
urðu döpur jól sem í hönd fóru hjá
fjölskyldunni á Ytra-Lágafelli.
En áfram heldur lífið þótt sorgir
verði á vegi okkar. Þannig tókst móð-
ir okkar á við framtíðina með það
fyrst og síðast í huga að sjá barna-
hópnum sínum farborða. Vigdís hálf-
systir okkar og Þórarinn Hallgríms-
son, maður hennar, tóku Sigríði
Guðrúnu, systur okkar, í fóstur en
hún var þá fimm ára. Hún kom síðan í
sveitina með farfuglunum á vorin og
var heima hjá mömmu og systkinum
sínum yfir sumarið öllum til gleði. El-
ías, sonur Kristjáns uppeldisbróður
Alla, kom einnig í sveitasæluna á vor-
in. Þá brugðu fimm kátir kálfar á leik.
Á þessum tímamótum tók Alli þá
ákvörðun að vera um kyrrt á Lága-
felli. Þannig gerði hann móður okkar
kleift að búa áfram. Þau ákváðu að
vinna sameiginlega að búrekstrinum
en þau höfðu skiptan fjárhag. Vinnu-
dagur beggja var langur og vinnu-
stundirnar ekki skráðar. Þannig
bjuggu þau næstu ellefu árin. Í minn-
ingu okkar krakkanna voru þetta góð
ár, sólríkir sumardagar sem liðu við
störf og leiki með frændsystkinunum
á Syðra-Lágafelli.
Þegar við hugsum til þessara ára
koma margar myndir í hugann. Við
minnumst Alla við heyskapinn en
hann var afbragðs sláttumaður. Oft
söng hann við raust þar sem hann sló
af krafti. Alla þótti gaman að syngja
og hann kunni langa vísnabálka sem
hann söng fyrir okkur á gleðistundum
seinna á ævinni. Það var mikið verk
að heyja Lágafellstúnið með þeim
verkfærum sem notuð voru á þessum
tíma. Þegar leið á sumarið var heyjað
á engjum því aldrei voru hey of mikil.
Það var skemmtilegur tími fyrir okk-
ur krakkana. Við fengum að standa
undir eins og það var kallað, þ.e. að
standa undir fyrri bagganum meðan
seinni bagginn var settur upp klakk-
inn. Eftir að við systkinin stálpuð-
umst fórum við að fara heim með lest-
ina. Þá var eins gott að hvorki
snaraðist á hestunum né að þeir lentu
í fúakeldu, en slóðin var stundum
blaut og erfið yfirferðar. Síðustu ferð-
irnar heim í hauströkkrinu eru sér-
staklega minnisstæðar. Þegar heim
var komið voru baggarnir leystir og
heyinu komið fyrir í hlöðunni. Í end-
urminningunni fyllti ilmurinn af
heyinu og lyktin af sveittum hestum
loftið. Það var eitthvað sem veitti vel-
líðan, öryggiskennd, fyrirheit um
nægt fóður fyrir búfénaðinn á kom-
andi vetri. Við krakkarnir áttum til að
stelast í hlöðuna svo lítið bæri á og
klifra upp á þverbitana og láta okkur
detta niður í heyið. Mikið kitlaði okk-
ur yndislega í magann meðan við svif-
um í loftinu.
Haustið er annasamur tími í sveit-
inni. Þegar haustsmölun hófst var
mikið um að vera. Bændur af næstu
bæjum komu saman á Lágafelli,
drukku kaffi og gæddu sér á heima-
bökuðu meðlæti hjá móður okkar
meðan þeir skipulögðu leitina. Menn
voru glaðir og eftirvæntingarfullir er
þeir stikuðu til fjalla – hverjar skyldu
heimturnar verða? Alli fór framar-
lega í flokki, fjárglöggur og marka-
glöggur með afbrigðum. Hann var
léttur á fæti og þolinn og naut sín vel í
hópi leitarmanna.
Hann Alli var mikill dýravinur. Á
seinni árum þegar til tals kom að
brenna sinu á svæðum sem ekki voru
slegin var hann því alltaf mótfallinn.
Hann taldi áhættuna of mikla, það
yrði að taka tillit til músanna og
fuglanna, vina hans. Hann óttaðist að
e.t.v. væru þeir komnir af stað með
hreiðurgerð og eldurinn yrði þeim til
tjóns. Hann bar umhyggju fyrir sín-
um litlu vinum.
Við gætum tínt til fleiri myndir frá
þessum tíma í lífi okkar með Alla.
Stundum var ekki auðvelt að átta sig
á því hvaða hlutverki hann gegndi í lífi
okkar. Var hann frændinn, uppeldis-
bróðirinn, föðurímyndin – eða
kannski allt þetta. Þeim þætti í lífi
hans og okkar systkinanna sem tengj-
ast þessum minningabrotum lauk
þegar móðir okkar flutti frá Ytra-
Lágafelli. Aðskilnaðurinn var á vissan
hátt erfiður fyrir okkur öll en sú
stund hlaut að koma.
Alli hélt búskap áfram á Lágafelli.
Hann kvæntist Jóhönnu Óladóttur,
ættaðri úr Öxarfirði, og bjuggu þau
saman á Lágafelli í rúm 30 ár. Jó-
hanna var ekki heilsuhraust. Hún
þurfti oft að leita til lækna og vera að
heiman af þeim sökum. Alli var svo
lánsamur að eiga frændfólk og vini í
næsta nágrenni sem reyndust honum
vel þegar á þurfti að halda. Soffía,
frænka hans á Hofstöðum, aðstoðaði
hann bæði í sambandi við veikindi Jó-
hönnu og ýmsa aðra hluti. Það var
líka gott að leita til Sveins á Stekkjar-
völlum þegar traktorinn bilaði. Egg-
ert frændi hans átti mörg sporin fyrir
hann og með honum og ekki má
gleyma Sigga vini hans í Hrísdal.
Fleiri frændur átti hann í nágrenninu
sem lögðu honum gott til.
Veikindi Jóhönnu ágerðust þegar
leið á ævi hennar. Þar kom að hún
lagðist inn á St. Franciskussjúkra-
húsið í Stykkishólmi. Þar naut hún
góðrar umönnunar. Hún lést 17. sept.
árið 1991. Alli var þegar hér var kom-
ið sögu farinn að kenna lasleika sem
ágerðist smátt og smátt. Að því kom
að hann ákvað að selja bústofninn og
flytja á Dvalarheimilið í Stykkishólmi.
Þar dvaldi hann síðustu tíu árin.
Eftir að faðir okkar lést var jörðin
seld ríkinu til að hægt væri að gera
upp skuldir búsins, m.a. lán sem tekið
hafði verið til kaupa á jörðinni nokkr-
um árum áður. Jörðin var því í rík-
iseign öll búskaparár Alla. Þegar
hann ákvað að hætta búskap vaknaði
löngun hjá okkur systkinunum til að
eignast jörðina. Fyrir milligöngu Alla
varð sú löngun að veruleika. Hann
naut þess að koma að Lágafelli og
rölta þar um gamlar slóðir. Þá leit
hann við í skemmunni, gekk í kring-
um gamla traktorinn og velti fyrir sér
hvort hann væri enn gangfær. Stund-
um var hann keyrður í heimsóknir til
frændsystkinanna á nágrannabæjun-
um. Þannig hélt hann góðu sambandi
við sveitina sína á meðan heilsan
leyfði.
Alli var notalegur í umgengni.
Hann var fámáll maður, æðrulaus og
bar tilfinningar sínar ekki á torg. Þeg-
ar dró að lokum var hann aftur farinn
að baksa við kindurnar sínar á Lága-
felli. Þar kveðjum við Alla með þakk-
læti í huga.
Megi hann hvíla í friði.
Systkinin frá Ytra-Lágafelli.
Ársæll Jóhannesson, fyrrum bóndi
á Ytra-Lágafelli, er lagður til hinstu
hvílu í dag. Hann er þar lagður til að
samsamast mold sveitar sinnar í
kirkjugarðinum á Fáskrúðarbakka
við hlið eiginkonu sinnar, Jóhönnu
Óladóttur, sem lést síðsumars árið
1991.
Það má ekki minna vera en ég, með
lítilli minningargrein, þakki honum
fyrir mína hönd og konu minnar, sem
og fyrir hönd fyrrum sveitunga
minna, hvort heldur þeirra sem brott
eru fluttir eða enn sitja um kyrrt að
búum sínum, fyrir áratuga samfylgd
og samstarf og vináttu alla. Svo
hörmulega bar til forðum tíð að Elías
Kristjánsson á Elliða missti konu
sína, Sigríði Jóhannesdóttur, af
barnsförum, frá sex börnum á ungum
aldri. Þar að auki höfðu þau hjón tekið
til fósturs ungan svein utan úr Stað-
arsveit, Ársæl frá Slitvindastöðum, en
hversu gamlan veit ég ekki. Eftir lát
konu sinnar bjó Elías enn í fjögur ár
að Elliða, en flutti þá með barnahóp-
inn á nágrannajörðina Ytra-Lágafell í
Miklaholtshreppi og hélt áfram bú-
skap sínum þar með seinni konu sinni,
Söru Magnúsdóttur, ættaðri frá
Bíldudal. Sorglega skammt varði það
hjónaband því Elías féll frá af völdum
krabbameins langt fyrir aldur fram
árið 1938, og stóð þá Sara uppi með
barnahópinn sem enn hafði stækkað
um fjögur. Var allt þetta mikil harm-
saga og horfði illa fyrir ekkjunni með
börnin sín mörgu, bæði ung og smá.
Fyrstu börn þeirra Elíasar og Sigríð-
ar heitinnar voru þó að vísu komin
nokkuð til fullorðinsára er hér var
komið sögu og flutt úr foreldrahúsum
sum hver, en samt voru auðséðir erf-
iðleikar framundan á heimilinu. En
fóstursonurinn, Ársæll, reyndist eng-
inn veifiskati. Nú, er hann var tuttugu
og tveggja að aldri hófst í raun bú-
skaparsaga hans á Ytra-Lágafelli og
stóð hún með engum hléum um rösk-
lega hálfrar aldar skeið.
Árin sem þau bjuggu saman á jörð-
inni, Ársæll og Sara, unnu þau í félagi
að búskapnum, en höfðu aðskilinn
fjárhag, og var samkomulag þeirra
um þá tilhögun mjög gott að því er ég
best veit. Annars hefi ég minn litla
fróðleik um þessi mál frá mér eldra
fólki, en var sjálfur á mjög ungum
aldri er þau gerðust. Sara hætti bú-
skap sínum 1949 og flutti til Hafnar-
fjarðar með börnin. Ársæll hélt hins-
vegar áfram búskapnum á
Ytra-Lágafelli. Hann hafði fest þar
yndi og sterkar rætur sem ekki voru
auðveldlega upp slitnar. Hann greri
einfaldlega við þessa jörð og vann
henni allt sem hann mátti þar til
krafta tók að þrjóta löngu, löngu síð-
ar. Nú varð hann einbúi um sinn, að
heita mátti, eftir að Sara fór, en bjó þó
með ráðskonum af og til, uns til hans
fluttist kona jafnaldra honum norðan
frá Smjörhóli í Axarfirði, Jóhanna
Óladóttir að nafni. Það var á öndverð-
um sjöunda áratugnum. Þau gengu í
hjónaband árið 1966. Hafi það ekki
verið vitað fyrir, þá kom fljótt í ljós að
Jóhanna var afar veil til heilsu og
gekk með illvígan og lítt skilgreinan-
legan sjúkdóm sem olli því að hún var
engan veginn fær um útivinnu, en inn-
anbæjarstörfum gat hún að mestu
sinnt um allmörg ár og Ársæll taldi
það þá ekki eftir sér að vera henni
hjálplegur með þau ef svo stóð á. Jó-
hanna var um margt afar sérstök
kona. Hún gat verið létt í lund á köfl-
um þegar af henni bráði og fé-
lagsskapur hennar var auðvitað betri
en enginn fyrir Ársæl og þau bæði.
Hún kunni óhemju mikið af vísum,
ljóðum og þulum, nýjum og fornum
og fór gjarna með þetta af munni
fram þegar við átti; einnig vel að sér
um gömul máltæki og ýmiskonar
þjóðlegan fróðleik. Þegar best gekk
með sauðfjárbúskapinn hjá manni
hennar brá hún á gaman, lengdi nafn
eiginmannsins og kallaði hann Fjár-
sæl, en það var allt í góðu. En þegar
fram í sótti ágerðist heilsuleysi Jó-
hönnu svo að ekki varð undan því vik-
ist að koma henni til varanlegrar dval-
ar á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi og
þar var hún meira og minna þar til yf-
ir lauk síðla sumars 1991, eins og fyrr
segir. Heima á Lágafelli var hún þó
tíma og tíma til að byrja með og ann-
aðist Ársæll hana þá af mikilli kost-
gæfni og umhyggju og þrátt fyrir það
aukaerfiði sem því fylgdi að hafa hana
heima brást honum ekki væntum-
þykjan um konuna sína. Urðu margir
til að dást að þolinmæði hans. Mörg
síðustu árin sem hún lifði gat hún þó
engan veginn heim komist.
Eftir að Jóhanna fór burt til lang-
dvalar bjó Ársæll einn að öðru leyti en
því að hann fékk til sín unglinga þegar
þörf kallaði mest, um sauðburð, við
heyskap og við gangnastúss á haustin
og varð aldrei mannfátt. Ársæll var
maður vinnunnar, fyrst og seinast.
Vinnan var hans aðal. Hann var svo
heppinn að vinnan að búinu til lífs-
framfærslu hans var um leið hans
tómstundaiðja (hobbý). Hann þurfti
ekki á öðru „hobbý“ að halda í lífinu;
engum dýrum tækjum eða langferða-
lögum til að stytta sér stundir eða
„drepa tímann“ eins og mörgum er
mikil nauðsyn nú á tímum. Hann var
sannkallaður vinnuvíkingur og unni
sér ógjarna hvíldar með góðri sam-
visku. Væri sjálfsagt nú á tímum kall-
aður vinnufíkill og það með nokkrum
rétti, því oft og einatt gekk hann fram
af sjálfum sér í kappinu við að koma
frá hinu og þessu verkinu sem illa
þoldi bið að hans dómi. Var ekki fyrir
það að synja að sumir hentu góðlát-
legt gaman að honum af þessum sök-
um, en það var reyndar mjög ómak-
legt. Í sveita þíns andlitis skaltu
brauðs þíns neyta, segir í Heilagri
ritningu. Engan hefi ég þekkt sem
þessi orð eiga jafnvel við og Ársæl á
Lágafelli. Ekki samt það að hann
væri „bölvaður og burtrekinn af jörð-
innni“, eins og Adam forðum, svo
maður haldi áfram að vitna í Ritn-
inguna, heldur blessaðist honum jörð-
in hans og hún blessaði hann með því
að gróa fagurlega á hverju vori, að
langmestu leyti laus við kal, með lag-
lega hallandi túnin mót suðvestri og
sól. Víðast hvar urðu skakkaföllin af
völdum kals á kuldaskeiði síðustu ald-
ar meiri en á Lágafelli. Svo heppilega
vildi til að öll erfiðu verkin sem æv-
inlega þurfti að inna af höndum við
búskap ollu Ársæli á Lágafelli einmitt
mestri gleði og lífsfyllingu, ef svo má
að orði komast. Erfiðar fjárleitir,
steypuvinna, böðun sauðfjár og allt
annað sem hafði í för með sér vos og
erfiði, það voru hans sælustu stundir
og ljómaði þá hreinlega af honum
gleðin meðan á atinu stóð. Enda skal
ég meðganga sjálfur að hafa oft haft
gaman af slíku ati því oft gat verið
glatt á hjalla í þessari hröslulegu
vinnu sem alla jafna fór fram í góðum
félagsskap.
Fyrir kom að hann mætti ótil-
kvaddur til þannig starfa á öðrum
bæjum og naut sá er þessar línur ritar
m.a. stundum slíkrar aðstoðar hans.
Ársæll tók að sínu leyti þátt í upp-
byggingarstarfi því hinu mikla sem
gekk yfir sveitir landsins upp úr miðri
síðustu öld og margt hefur verið um
ritað. Nýtt íbúðarhús byggði hann í
stað hins eldra, ný fjárhús komu í stað
gamalla, myndarleg á þeirra tíma
mælikvarða, nýjar hlöður við þau, auk
þess sem túnin þöndust út um allar
jarðir. Er nú fagurt heim að Lágafelli
að líta neðan af þjóðveginum, en þar
er nú aðeins sumarhúsabyggð. Ársæll
var fjármaður mikill. Sauðféð var
„toppurinn“ í lífi hans. Hann var að
því leyti nákominn „ættingi“ Bjarts í
Sumarhúsum að hann var elskur að
sínu fé og lét sér afar annt um það.
Það var honum ofar öllu. Fylgdist
einnig vökulum augum með fé ná-
granna sinna, bæði því sem hélt sig í
grennd við túnið og svo langt sem
augu hans námu útum Elliðahlíð og
flóana þar fyrir neðan þar sem sums
staðar voru illar keldur reiðubúnar að
hremma saklausa kind. Oft fór hann
fótgangandi könnunarferðir um þess-
ar slóðir að sumri og hausti, stundum
ríðandi, því hesta átti hann lengst af
tiltæka.
Þrátt fyrir að vera löngum einbúi
var Ársæll félagslyndur maður. Hann
gekk í þau félög sem var að hafa í
Miklaholtshreppi, og starfaði í þeim
meira og minna til búskaparloka
sinna, sótti fundi þeirra og fylgdist vel
með þeim málum sem efst voru á
baugi hverju sinni. Einnig duglegur
að sækja þá mannfagnaði aðra sem í
boði voru, skemmtisamkomur, af-
mæli sveitunganna o.s.frv. Þar var
oftar en ekki tekið lagið og kom þá
skýrt og greinilega í ljós að Ársæll
hafði prýðilega söngrödd sem hann
hafði alltof sjaldan tækifæri til að
beita, og kunni að auki fjöldann allan
af sönglögum.
Jörðin Ytra-Lágafell var lengstaf
ríkisjörð. Hún var síðasta ríkisjörðin í
Miklaholtshreppi. Þótt ekki væri hún
eignarjörð Ársæls vann hann henni
allt sem hann orkaði og fórnaði henni
kröftum sínum og manndómi öllum,
og þar kom um síðir að hann eignaðist
sína elskuðu jörð, en hvorki kann ég
að rekja þá sögu né hirði um að lengja
grein mína úr hófi fram. En þá var
vinnuþrek Ársæls farið að gefa sig
nokkuð þegar hér var komið sögu og
gamla hestaheilsan að bila. Ljótar
blikur á lofti í framleiðslumálum
bænda. Allt lagðist þetta á eina sveif.
Það var þó ekki með öllu tregðulaust
að Ársæll lét af búskap sínum. Hann
þráaðist við um stund, en svo fór, einn
fagran haustdag, að ærnar hans voru
allar sem ein reknar upp á bíl sem
flutti þær í lokaáfanga. Ársæll var að
heiman þann dag. Nokkru síðar seldi
hann Erlu Elíasdóttur og manni
hennar, Jóni Einarssyni, jörðina
vægu verði, en Erlu gat hann með
nokkrum hætti kallað bæði fóstur-
dóttur sína og fóstursystur. Bræður
hennar höfðu áður byggt sér sumar-
hús rétt við túnfótinn. Sjálfur fékk
Ársæll inni á Dvarlaheimili aldraðra í
Stykkishólmi og undi þar vel síðustu
æviárin við frábært atlæti starfsfólks-
ins, en kom heim að Lágafelli endrum
og sinnum að líta yfir vettvang ævi-
starfsins.
Ársæll á Lágafelli er dæmi um
mann sem ekki þurfti að leita útum
lönd og álfur að lífshamingjunni.
Hann fann hana á Ytra-Lágafelli í
samskiptum við jörð og búfé. Lengra
þurfti hann ekki að leita. Það er víð-
sýnt frá Lágafelli og útsýnin fögur.
Elliðatindar gnæfa hátt og undir
þeim Elliðahlíðin grýtt, en fagurgró-
in; síðan tindóttur fjallaskaginn
áfram vestur í bláma sínum; hið neðra
votlendisgrundir Staðarsveitar og
blátt hafið framundan og Jökullinn
lengst í vestri. Skjólsælt undir Lága-
fellshálsi.
Það er ekki amalegt að vakna að
morgni hvers dags við slíka útsýn
þegar skyggni gefur og ekki ástæða
til að ætla að annars staðar sé betra.
Ég er að gefa mér það, efasemda-
maðurinn, að Ársæll hafi nú hitt hana
Jóhönnu sína í eilífðinni fyrir handan.
Þar þarf helst að vera landslag í lík-
ingu við Lágafellshálsinn og Elliða-
hlíðina og umfram allt þurfa að vera
þar nokkrar lagðprúðar ær á beit í
grænum högum.
Það þyrfti líka að vera sólskin og
angan af þornandi töðu.
Erlendur Halldórsson frá Dal.
ÁRSÆLL
JÓHANNESSON