Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hannes LárusGuðjónsson fæddist á Ísafirði 6. ágúst 1905. Hann andaðist á Hrafnistu Reykjavík 5. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðjón Gíslason, f. 8. des. 1861, d. 1926, og Mikkalína Jensdótt- ir, f. 29. sept. 1871, d. 11 okt. 1966. Hannes var þriðji í röð systkina sinna, en systkini hans voru Guðrún Jóna Bjarney, f. 1900, d. 1967, Jens Elías, f. 1903, d. 1982, Jóhannes, f. 1907, d. 1978, Sigríður Unnur, f. 1909, d. 1980, og Kristinn Júníus, þrjú börn. 6) Rúnar, f. 1940, maki Ólöf Pálsdóttir, þau eiga sex börn, fyrir á Rúnar tvö börn. Afkomend- ur Hannesar eru 85. Hannes ólst upp í Bolungavík fram á unglingsár, þar stundaði hann alla almenna sveitavinnu og sjóróðra. Eftir að hann stofnaði fjölskyldu stundaði hann sjó- mennsku og alla almenna verka- mannavinnu. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur uppúr 1960 starf- aði hann við trésmíðar og bygg- ingavinnu, síðast við byggingu Lögreglustöðvarinnar við Hlemm og svo þar við almennt viðhald. Hannes tók virkan þátt í störfum innan I.O.G.T. hreyfingarinnar ásamt eiginkonu sinni, einnig störfuðu þau hjón af fullum krafti í safnaðarstarfi Bústaðakirkju meðan aldur og heilsa leyfði. Hannes hefur dvalist á Hrafn- istu í Reykjavík undanfarin ár. Útför Hannesar verður gerð frá Kálfatjarnakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. f. 1912, d. 1982. Hinn 5 okt. 1929 kvæntist Hannes Sig- urjónu Guðrúnu Jó- hannsdóttur, f. í Reykjavík 4. maí 1910, d. 11. apríl 1995. Börn þeirra eru: 1) Inga Hafdís, f. 1930, d. 28.6 1997, maki Helgi Axel Davíðsson, þau eiga fimm börn. 2) Jó- hann Ingimar, f. 1933, maki Elsa Björnsdótt- ir, þau eiga tvö börn. 3) Guðjón Gísli, f. 1935. 4) Sigurður Engilbert, f. 1936, maki Guðrún Böðvarsdóttir, þau eiga þrjú börn. 5) Sævar, f. 1937, maki Magnea Wattnes Kristjánsdóttir, þau eiga Nú er hann Hannes afi dáinn og það hrannast upp minningar. Hannes afi var alltaf fastur punkt- ur í tilverunni við hlið Sillu ömmu, alltaf jafn rólegur með pontuna og klútinn. Afi byrjaði snemma að taka í nefið en það var samkvæmt læknis- ráði vegna óstöðvandi blóðnasa. Ekki var hávaði í karli, nema helst þegar hann snýtti sér hressilega. Hannes afi var mikið náttúrubarn, tók vel eftir umhverfinu, skildi sam- spil náttúru, dýra og manna. Það var alveg sama hvað hann tók sér fyrir hendur, það gerði hann vel. T.d. sagði hann mér frá því þegar hann var í atvinnubótavinnu við að höggva grjót uppi í Öskjuhlíð á kreppuárun- um. Þá gekk ekkert verr undan hon- um en öðrum sem voru miklu stærri og sterkari, því hann hafði auga fyrir því hvernig lá í berginu, það þurfti að gera holur á réttum stöðum, sem síðan voru fylltar af vatni sem fraus yfir nóttina og um morguninn hafði frostið sprengt bergið, þá fór minni tími í að snyrta steininn sem notaður var svo í rennustein eða hleðslu. Eins var þegar afi átti skepnur, þá vissi hann hvað þeim var fyrir bestu. Hann bjó til sinn fóðurbæti sjálfur fyrir skepnurnar og engar kýr mjólkuðu eins og kýrnar hans afa. Þegar var óþurrka sumar tók hann heyið inn í hlöðu, nýslegið og rakt, hlóð því á sérútbúnar grindur, þegar hitnaði í heyinu og hitinn steig upp þá dróst kalt loft inn undir heyið og upp og kom í veg fyrir ofhitnun. Þannig fengu skepnurnar fyrsta flokks hey. Afi og amma voru alltaf með kart- öflugarða meðan heilsan leyfði og yf- irleitt voru metuppskerur. Það var eins og afi gæti smakkað á moldinni og fundið hvaða efni vantaði í jarð- veginn. Það var stundum sem ég stakk upp garðinn fyrir afa og ömmu við sumarbústaðinn í Vogunum og það var eins og að stinga upp beina- kassa. Þá var kallinn búinn að setja fiskslóg, beinaúrgang og mulda fisk- hausa í moldina. Þegar var tekið upp um haustið var ekki hægt að koma gaffli niður fyrir kartöflum og það engar smá hlussur. Afi var mikill smiður. Hann var alltaf að smíða eitthvað, fyrstu bú- skaparárin, þurfti nú að laga húsnæð- ið eða byggja við. Í þá daga var lítið um efni en afi var laginn við að moða úr því sem til var. Þegar ég var ungur strákur og að hjálpa honum í sum- arbústaðnum sýndi hann mér hvern- ig lægi í viðnum með tilliti til þess hvar væri best að nota planka og borð. Afi smíðaði oft muni til jólagjafa og man ég sérstaklega eftir fótskamm- elum og blómaborðum. Silla amma var mikil handavinnukona og afi rammaði inn myndir í ramma sem hann smíðaði. Á kreppuárunum aflaði afi sér þekkingar á skóviðgerðum og gerði við skó fyrir fólk þegar tími gafst til en það hefur oft verið erfitt að rukka fyrir viðgerðina því almennt var mikil fátækt hjá fólki, og því stundum fallegt bros eina greiðslan. Hannes afi var mjög veðurglöggur maður, þá sérstaklega á yngri árum þegar hann var á árabátum í Bolung- arvík. Þá dreymdi hann fyrir veðrum, og það hefur þurft töluverða áræðni og vissu að segja við formanninn að betra væri að fara inn fjörðinn í dag, eða betra væri að leggja hálfa línuna í dag því það myndi gera vitlaust veður seinni partinn, og formaðurinn fór eftir þessu, og það stóð heima. Þegar síðasta bólið var komið inn fyrir var farið að bræla og stund til að koma sér í land. Einhverju sinni var hann afi svo veikur að einn morguninn þegar átti að róa þá gat hann sig hvergi hreyft, lá sárkvalinn í keng uppi í rúmi, og HANNES LÁRUS GUÐJÓNSSON Í dag, 15. mars, eru liðin 90 ár síðan nokkrir velunnarar Íslands komu saman í Dresden í Þýskalandi til að ræða stofnun Íslandsvina- félags þar í borg. Skömmu seinna var fé- lagið formlega stofnað og hlaut það nafnið „Vereinigung der Is- landfreunde“ (Félag Ís- landsvina). Í tilefni dagsins langar mig að minnast Íslandsvinar- ins dr. Geralds P.R. Martins, sem lézt í Mainz hinn 31. ágúst sl. á níræðis- aldri. Hann fæddist í borg Guten- bergs 30. ágúst 1913 og hét fullu nafni Gerald Philip Richard. Faðir hans, Alexander, var Englendingur en átti rætur að rekja til Þýskalands, en móðir hans, Audré að nafni, var frönsk. Faðir hans gekk í prússneska herinn og var staðsettur í Mainz, þeg- ar Gerald fæddist. Hann nam jarð- fræði, dýra- og grasafræði við háskól- ann í Basel en hvarf í stríðsbyrjun 1939 til Frankfurt am Main og lauk doktorsprófi ári seinna við háskólann þar í borg. Í stríðinu gegndi hann herþjónustu sem jarðfræðingur og var staðsettur á Krímskaganum. Að styrjöldinni lokinni hlaut hann starf sem forstöðumaður rannsóknarstofu þýska olíuiðnaðarins í Barnstorf hjá Bremen. Þar í bæ gekkst hann fyrir stofnun lýðháskóla enda mjög annt um alla menntun á sviði náttúru- og andlegra vísinda. Áhugi hans á Íslandi vaknaði snemma og sem ungur stúdent gekk hann í Félag Íslandsvina, sem stofn- að hafði verið 1913 eins og áður segir. Á stofnfundinum var Þorvaldur Thoroddsen, prófessor í Kaupmannahöfn, kos- inn heiðursforseti. Fé- lagsstarfsemin lagðist með öllu niður 1936 en í lok fjórða áratugarins beitti vísindamaðurinn dr. Ferdinand Dann- meyer sér fyrir stofnun arftaka þess og 17. júní 1950 leit Íslandsvina- félagið „Gesellschaft der Freunde Islands“ dagsins ljós í Hamborg. Árið 1960 hóf félagið út- gáfu á tímaritinu Is- land-Berichte, sem flutti áhugaverðar greinar um mál- efni, sem snertu samskipti landanna, eins og menningarmál, samgöngur, viðskipti, fiskveiðar og stjórnmál. Dr. Martin, sem snemma hafði gengið til liðs við félagið, tók við ritstjórninni 1975 og hafði hana með höndum næstu 18 árin. Tímaritið tók nú mikl- um stakkaskiptum, stækkaði mikið og efnisval jókst að fjölbreytni. Að jafnaði komu út fjögur hefti á ári, samtals um 200 blaðsíður. Náttúru- vísindi áttu hér hauk í horni, þar sem dr. Martin var, og var vandað mjög til efnisvals. Útdráttur úr gömlum ferðabókum um Ísland átti einnig miklum vinsældum að fagna. Tíma- ritið birti ennfremur fjöldann allan af ritdómum um þýðingar á íslenskum bókum yfir á þýsku svo og um þýskar bækur um Ísland. Árið 1993 lét dr. Martin ritstjórnina af hendi og 1996 var ákveðið að sameina útgáfuna tímaritinu ISLAND, sem Þýsk-ís- lenska félagið í Köln hafði hafið út- gáfu á árið áður. Ritstjóri tímaritsins er dr. Gert Kreutzer, prófessor í nor- rænu við háskólann í Köln. Til útgáf- unnar er mjög vandað og hefur þátt- ur bókmennta og lista verið aukinn að mun. Dr. Martin tók saman sögu „Ver- einigung der Islandfreunde“ og studd ist þar við tímarit þeirra Mit- teilungen der Islandfreunde, sem kom út á árunum 1913-1936. Enn- fremur er hann höfundur bókarinnar ISLAND, sem var gefin út í Ham- borg 1991 með ljósmyndum eftir svissneska ljósmyndarann Max Schmid. Hann átti stórt og mikið safn bóka um Ísland á ýmsum tungumál- um og var fjölfróður um hagi lands og lýðs. Dr. Martin kom nokkrum sinn- um til Íslands og kynntist fjölmörg- um Íslendingum, sem margir hverjir urðu vinir hans ævilangt. Hann stuðl- aði mjög að samskiptum Þýskalands og Íslands og var boðinn og búinn til að veita stuðning málum, sem hann taldi okkur í hag, eins og t.d. land- helgismálinu. Dr. Kristján Eldjárn sæmdi hann riddarakrossi fálkaorð- unnar 1978 og forseti Þýskalands, dr. Richard von Weizsäcker, veitti hon- um þýsku þjónustuorðuna (Bundes- verdienstkreuz) 1987. Hann var heið- ursfélagi Íslandsvinafélagsins í Hamborg. Dr. Martin var kvæntur Melitta, fædd Zielstorff, og áttu þau eina dótt- ur og þrjá syni. Síðustu árin urðu honum erfið, en með innilegri umönn- un konu sinnar gat hann dvalið heima í Mainz nema síðustu mánuðina. Með dr. Gerald Martin er góður vinur Íslands genginn á vit feðra sinna. Segja má, að hann hafi verið síðasti tengiliður á milli Íslandsvina- félagsins, sem stofnað var 1913 og fé- laganna í Hamborg og Köln, sem bæði reka blómlegt kynningarstarf á íslenskum málefnum. Guð blessi minningu hans. Sverrir Schopka. GERALD P.R. MARTIN ✝ Sara Stefáns-dóttir, húsmóðir í Landakoti í Vest- mannaeyjum, fædd- ist í Hrísey 22. apríl 1932. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 5. mars 2003. Foreldrar Söru voru Stefán Runólfs- son, f. 18. nóv. 1894, d. 1961, og María Dagbjört Stefáns- dóttir, f. 6. maí 1898, d. 22. okt. 1953. Bræður Söru voru Stefán, f. 21. des. 1922, d. 1. nóv. 1984, maki María Adolfsdóttir, f. 14.8. 1921, börn þeirra eru Friðrik Adolf, f. 18.2. 1959, og Stefán Már, f. 1.5. 1961, maki Ása Sverrisdóttir, f. 15.11. 1966, börn þeirra eru María Dag- björt, f. 5.5. 1999, og Sara Berg- lind, f. 15.11. 2001; og Óskar, f. 19. apríl 1928, d. 28. mars 1931. Sara giftist á Húsavík 21. des. 1952, Jónasi Guðmundssyni, sjó- manni og verkstjóra, frá Flatey á Skjálfanda, f. í Flatey 1. ágúst 1921, d. í Reykjavík. 21. sept. 1993. Jónas var sonur Guðmundar Karls Jónssonar og Maríu Jónasdóttur að Krosshúsum í Flatey. Börn Söru og Jónasar eru þrjú: Stefán Óskar, f. 9. des. 1953, kvæntur Sigurlaugu Grétarsdóttur, f. 11. júní 1962. Sonur þeirra er Grétar, f. 11. des. 1987; Guðmundur Karl, f. 11. júní 1958; Anna María, f. 8. júlí 1961, gift Jóhanni Elfari Valdimarssyni, f. 2. mars 1961. Börn þeirra eru Sara, f. 19. júní 1983, unnusti henn- ar er Gunnar Þór Run- ólfsson; Valdimar Unnar, f. 25. júní 1989; og Rakel, f. 5. júní 1991. Fyrir hjónaband eignaðist Jónas dóttur sína, Ástu Maríu, f. 22. okt. 1947. Eiginmaður hennar er Hallgrímur Júlíusson, f. 25. maí 1946, og börn þeirra eru þrjú. Þorsteinn, f. 13. sept. 1969, sem er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur, f. 16.2. 1970, og eru börn þeirra Kristín María, f. 21.6. 1998, og Valur, f. 1.7. 2001; Júlíus, f. 10. mars 1973, sem er kvæntur Kristjönu Ingólfsdóttur, f. 14.9. 1973, og eru börn þeirra Hall- grímur, f. 10.9. 1994 og Ásta Björk, f. 3.4. 1999; og Þóra, f. 14. jan. 1976 sem er í sambúð með Helga Braga- syni, f. 7.4. 1971, og eiga þau óskírða dóttur f. 14.2. 2003. Sara var við nám í Húsmæðra- skólanum á Laugalandi veturinn 1951–52. Hún var beitningakona í Flatey á Skjálfanda. Flutti til Vest- mannaeyja í janúar 1953 með eiginmanni sínum, fyrst í Framnes en þaðan í Landakot sem þau keyptu í maí sama ár. Hún var alla tíð síðan húsmóðir í Landakoti. Bjuggu þau hjónin þar til dánar- dægurs en eftir andlát Jónasar flutti sonur þeirra, Guðmundur Karl, til hennar í Landakot. Útför Söru verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elsku móðir mín er látin. Mig brestur orð til að lýsa þakklæti mínu fyrir umhyggju og alúð alla tíð. Þú stóðst sem klettur við hlið mér allt mitt líf. Sérstaklega var það þakk- arvert í veikindum mínum. Alltaf hefur þú verið til staðar í uppvext- inum og allt til enda. Ég veit að núna líður þér vel í faðmi Guðs, elsku móð- ir mín. Ég veit að þú býrð við ljósið, sem Guð á himnum hefur gert til að lýsa okkur mönnunum. Þinn sonur, Guðmundur Karl Jónasson. Elsku Sara amma okkar er dáin. Við söknum hennar mikið, því hún var svo góð amma. Það var alltaf svo gott og hlýtt að koma í Kotið til hennar. Þegar við komum í heim- sókn tók hún á móti okkur með korn- stöngum og hlýju faðmlagi. Henni var ekki vel við þegar við vorum að veiða pysjur og koma með ketti heim. Nú vitum við að henni líður vel hjá Jónasi afa, og við vitum að þau munu alltaf gæta okkar. Sara, Unnar og Rakel. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) Kæra Sara, þetta er kveðja til þín, með þakklæti fyrir alla þá hjálp, alla þá umhyggju, sem þú sýndir foreldr- um mínum. Þórey Þór. SARA STEFÁNSDÓTTIR Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐFINNU T. GUÐNADÓTTUR frá Brautartungu, Lundarreykjadal, hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Ási, Hvera- gerði, fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Eðvarð P. Torfason, Margrét Kristjánsdóttir, Helgi Hannesson, Sveinn Gunnar Eðvarðsson, Anna Rafnsdóttir, Hildur Eðvarðsdóttir, Eiríkur Sveinsson, Guðni Eðvarðsson, Halldóra Ingimundardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.