Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 50
DAGBÓK
50 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Sylvia kemur í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Svilas fór í gær.
Mannamót
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli,
Flatahrauni 3. Leik-
húsferð sunnudaginn
6. apríl kl. 20, „Með
fullri reisn“, skráning í
Hraunseli.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Aðstoð við
gerð skattframtals
verður þriðjudaginn
18. mars á skrifstofu
FEB, panta þarf tíma.
Silfurlínan opin mánu-
daga og miðvikudaga
frá kl. 10–12, s.
588 2111.
Félagsstarf eldri
borgara í Mosfellsbæ,
Kjalarnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið opið mánu-
og fimmtudaga. Bók-
band í dag kl. 10–12.
Félag aldraðra í Mos-
fellsbæ. Munið göngu-
hópinn frá Hlégarði kl.
11 í dag. Allir velkomn-
ir. Fólk er beðið að
taka barnabörnin með í
gönguna. Skrifstofan í
Hlégarði er opin á
þriðjudögum kl. 10–12.
Heitt á könnunni.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Á mánudög-
um og þriðjudögum er
postulínsnámskeið,
þriðjudaga kl. 13 er
boccia, umsjón Ernst
Bachmann. Allar upp-
lýsingar um starfsem-
ina á staðnum og í síma
575 7720.
Gullsmári, Gullsmára
13. „Ljós í glugga“-
dansleikur verður
haldinn í félagsheim-
ilinu Gullsmára í kvöld
laugardaginn 15. mars
og hefst kl. 20. Rifjaðir
verða upp gamli sel-
skapsleikir og dansar.
Helga Þórarinsdóttir
kynnir og stjórnar.
Magnús Randrup spil-
ar á harmoniku. Allir
velkomnir.
Vesturgata 7. Bingó
verður þriðjudaginn
18. mars kl. 13.15,
pönnukökur með
rjóma í kaffitímanum.
Allir velkomnir.
Gönguklúbbur Hana-
nú. Morgunganga kl.
10 laugardagsmorgna
frá Gjábakka.
Krummakaffi kl. 9.
Karlakórinn Kátir
karlar, æfingar á
þriðjudögum kl. 13 í
Félags- og þjónustu-
miðstöðinni Árskógum
4. Söngstjóri er Úlrik
Ólason. Tekið við pönt-
unum í söng í s.
553 2725 Stefán, s.
553 5979 Jón eða s.
551 8857 Guðjón.
Breiðfirðingafélagið.
Félagsvist í Breiðfirð-
ingabúð á morgun,
sunnudag, kl. 14. Allir
velkomnir. Kaffiveit-
ingar.
Gigtarfélagið. Leik-
fimi alla daga vik-
unnar. Létt leikfimi,
bakleikfimi karla,
vefjagigtarhópar, jóga,
vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Uppl. á
skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
GA-fundir spilafíkla
kl. 18.15 á mánudögum
í Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í
fræðsludeild SÁÁ,
Síðumúla 3–5, og í
Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg
á laugardögum kl.
10.30.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12.
Stuðst er við 12 spora
kerfi AA-samtakanna.
Ásatrúarfélagið,
Grandagarði 8. Opið
hús alla laugardaga frá
kl. 14.
Kattholt. Flóamark-
aður í Kattholti, Stang-
arhyl 2, er opinn
þriðjud. og fimmtud.
frá kl. 14–17. Leið 10
og 110 ganga að Katt-
holti.
Minningarkort
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum í
Reykjavík: Skrifstofu
Hjartaverndar, Holta-
smára 1, 201 Kópavog-
ur, s. 535 1825. Gíró og
greiðslukort. Dval-
arheimili aldraðra,
Lönguhlíð, Garðsapó-
teki, Sogavegi 108, Ár-
bæjarapóteki,
Hraunbæ 102a, Bókbæ
í Glæsibæ, Álfheimum
74, Kirkjuhúsinu,
Laugavegi 31, Bóka-
búðinni Grímsbæ v/
Bústaðaveg, Bókabúð-
inni Emblu, Völvufelli
21, Bókabúð Graf-
arvogs, Hverafold 1–3.
Minningarkort Hjarta-
verndar fást á eft-
irtöldum stöðum á
Reykjanesi: Kópavog-
ur: Kópavogs Apóteki,
Hamraborg 11. Hafn-
arfjörður: Lyfju, Set-
bergi. Sparisjóðnum,
Strandgötu 8–10,
Keflavík: Apóteki
Keflavíkur, Suðurgötu
2, Landsbankanum,
Hafnargötu 55–57.
Minningarkort Thor-
valdsensfélagsins eru
til sölu í Thorvaldsens-
bazar, Austurstræti 4,
sími 551 3509.
Í dag er laugardagur 15. mars,
74. dagur ársins 2003. Orð dags-
ins: Enn sagði hann við þá: „Gæt-
ið að, hvað þér heyrið. Með þeim
mæli, sem þér mælið, mun yður
mælt verða og við yður bætt.“
(Mark. 4, 24.)
Það er engan veginnhægt að finna út ná-
kvæma tölu á þeim kon-
um og börnum sem
hneppt eru í ánauð en töl-
ur frá Sameinuðu þjóð-
unum segja að 2 milljónir
séu í klóm kynlífsþrælk-
unar […] Svo er það hitt
að slíkar tölur segja
manni í raun ekkert því
hvert eitt og einasta tilvik
er slíkur harmleikur að
ekki nokkur maður getur
ímyndað sér raunir þessa
ólánsömu fórnarlamba.“
Þetta er svar LukasMoodysson, leik-
stjóra myndarinnar Lilja
að eilífu, er hann er
spurður um umfang kyn-
lífsþrælkunar sem lýst er
svo átakanlega í mynd-
inni. Kjarninn í svarinu
felst í þeim orðum að töl-
ur segja lítið um ofbeldið
sem hvert og eitt fórn-
arlamb þarf að líða eins
og líf hinnar sextán ára
gömlu Lilju, sem ginnt er
í kynlífsánauð til Svíþjóð-
ar, sýnir.
Myndin vakti sterk við-brögð í Svíþjóð og
hér á landi hefur hún
vissulega verið umtöluð
síðan hún var sýnd við lok
ráðstefnunnar Átak gegn
verslun með konur. Þar
var vakin athygli á að
mansal kemur okkur öll-
um við enda brot á grund-
vallarmannréttindum.
Það má aldrei líðast að
einstaklingar séu beittir
ofbeldi sem felst í kynlífs-
þrælkun og stjórnvöld
verða að varast að skapa
umhverfi þar sem skipu-
lögð starfsemi af þessu
tagi nær fótfestu.
Meginhlutverk rík-isvaldsins er að
verja borgara fyrir of-
beldi og á ráðstefnunni
kom fram í máli Sól-
veigar Pétursdóttir,
dómsmálaráðherra, að
samvinna lögreglu
Eystrasaltsríkjanna og
Norðurlandanna hefði
verið aukin. Öll starfsemi
þar sem mansal getur
þrifist verður að vera
uppi á yfirborðinu svo
glæframenn undirheim-
anna nái ekki að hneppa
fólk í þrældóm þar sem
lög og reglur ná ekki til.
Við slíkar aðstæður eru
fleiri berskjaldaðir fyrir
ofbeldinu.
Ímynd Moodysson varsorglegt að sjá enga út-
gönguleið fyrir Lilju úr
þessum hræðilegu að-
stæðum. Sjálfsvirðingin
og sjálfsbjargarviðleitnin
var engin og lögreglan í
Svíþjóð birtist sem ávísun
á flugfarseðil aftur heim í
örbirgð fyrrverandi
heimkynna. Þá vaknar sú
spurning hvort fórnar-
lömb mansals eigi ekki að
fá tækifæri til að setjast
að í því landi sem þau eru
flutt til að því gefnu að
þau kjósi það og njóti öfl-
ugrar verndar frekar en
að þau séu send aftur
heim til landsins sem þau
komu frá. Það myndi
stuðla að því að fólk gæfi
sig fram við stjórnvöld og
að það sæi útgönguleið úr
ánauð.
STAKSTEINAR
Möguleg útgönguleið
fórnarlamba mansals
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI frétti af hóp arkitektasem var í skoðunarferð um ný-
byggingu Barnaspítala Hringsins í
vikunni.
Eitt af því sem vakti athygli
þeirra var gríðarstórt og for-
kostulegt fiskabúr í anddyri hússins
sem var uppfullt af framandi skraut-
fiskum í öllum regnbogans litum.
Upplýstu hönnuðir hússins að
þeir hefðu verið sérstaklega ánægð-
ir með að fá búrið samþykkt á hönn-
unarferlinu enda hefði það sýnt sig á
sýningardegi byggingarinnar að
börn, sem komu til að berja mann-
virkið augum, hópuðust fyrir fram-
an herlegheitin, full aðdáunar.
Besta staðfestingin á ágæti búrs-
ins væri hins vegar að skrautfisk-
arnir virtust vera búnir að bræða
hjörtu iðnaðarmanna, sem störfuðu í
byggingunni, því þeir gerðu það að
vana sínum að raða stólum upp
framan við fiskabúrið í vinnuhléum
og njóta útsýnisins á meðan þeir
drukku kaffið sitt.
Stóð heima að þegar hópurinn var
á útleið sátu tveir hraustlegir iðn-
aðarmenn gegnt búrinu og sötruðu
kaffisopa á meðan þeir spjölluðu um
daginn og veginn.
ÞEGAR Víkverji var lítill varhann stundum skammaður fyrir
að leika sér í stofunni enda þótti hún
fínasta vistarvera hússins. Sömu-
leiðis fannst Víkverja alltaf mun
fínna að fara í klippingu ef það var
gert á stofu, þ.e. hárgreiðslustofu í
stað þess að fara til rakara.
Eitthvað eimir eftir af því viðhorfi
að stofur séu fínar því nú er varla sú
stofnun sett á laggirnar að ending-
unni -stofa sé ekki klesst við nafnið.
Þannig var nýverið stofnsett Höf-
uðborgarstofa, en ómögulegt er að
ráða af nafninu hver starfsemin er.
Öllu verra er að mati Víkverja að
gamlar og góðar stofnanir hafa hver
á fætur annarri umbreyst í „stofur“
á undanförnum misserum. Þannig
kannast líklega flestir við að barna-
verndarnefndir hafa fengið yfir sig
apparat sem kallast Barnaverndar-
stofa og nöfnin Fiskistofa og Lög-
gildingarstofa dúkka reglulega upp í
fréttum. Innan um snyrtistofur, lög-
mannsstofur, arkitektastofur og
nuddstofur er að finna Biskupsstofu
og Jafnréttisstofu og hið gamla góða
Heilbrigðiseftirlit má muna fífil sinn
fegri því frá og með síðustu skipu-
lagsbreytingu gengur það undir
nafninu Umhverfis- og heilbrigð-
isstofa, svo þjált sem það nú er.
Sömuleiðis hefur Gatnamálastjóri
umbreyst í Gatnamálastofu, fast-
eignadeild borgarinnar í Fast-
eignastofu og verkfræðideildin er
orðin mun fínni eftir að hún var
hækkuð í tign upp í Verkfræðistofu.
Víkverji spyr: Hvað er næst?
Munum við breyta réttarsölum í
dómstofur og bókasöfnum í les-
stofur? Það eru ennþá eftir nokkrir
ágætir möguleikar til að rugla al-
menning fullkomlega í ríminu, ef
það hefur ekki tekist nú þegar með
öllu nafnahringlinu.
Morgunblaðið/Þorkell
Dómstofa Reykjavíkur?
MARÍA Ellingsen leik-
kona skrifaði grein í
Morgunblaðið sl. fimmtu-
dag og lýsir þar mikilli
óánægju með virkjunar-
áform og forystuna í sam-
félaginu.
Í greininni fetar hún
troðnar slóðir virkjunar-
andstæðinga í flestum at-
riðum. Það var þó tvennt,
sem fékk mig til að
staldra við. Annars vegar
spyr hún hvort það finnist
ekki á Íslandi stjórnmála-
maður á borð við Nelson
Mandela sem fórnar sér
fyrir fólkið og landið en
ekki öfugt.
Nú vill svo til að af-
staða Mandela til stíflna
og vatnsaflsvirkjana ligg-
ur fyrir því að hann var í
forystu fyrir gerð skýrslu
um stíflur og áhrif þeirra
í heiminum og sagði þeg-
ar hann afhenti loka-
skýrslu nefndarinnar í
London m.a. þetta.:
„Vandamálið er ekki stífl-
urnar. Það er hungrið,
þorstinn og myrkrið í
borgunum. Það eru borgir
og sveitabæir án rennandi
vatns, án ljóss, án hrein-
lætistækja… Það er raun-
veruleg knýjandi þörf fyr-
ir orku í öllum merking-
um þess orðs.“
Nelson Mandela hafði
nefnilega öðrum fremur
skilning á nauðsyn þess
að virkja orkulindirnar í
þágu fólksins til að bæta
lífskjör þess.
Í annan stað kemur á
óvart í málflutningi Maríu
þegar hún segir umhverf-
isverndarsinna vilja eitt-
hvað annað en virkjanir
að þá skuli hún taka
dæmi um erfðabreytta
matvælaframleiðslu og
segir slíkt vera merki um
framtak sem mæti sér-
stakri velþóknun þar á
bæ. Að tilraunum við
erfðabreytingar á ís-
lensku byggi ólöstuðum
er það nýstárlegt að halda
þessu fram þar sem slík
ræktun mætir einmitt
mjög víðtækri andstöðu
umhverfisverndarsinna
víða um heim. Fróðlegt
væri að vita hvort María
talar þar í nafni annarra
þeirra, sem kalla sig um-
hverfisverndarsinna
vegna andstöðunnar við
virkjanir.
Þorsteinn Hilmarsson.
Ósátt
ÉG er ákaflega ósátt við
nýlega umfjöllun Frétta-
blaðsins um afmælisdag
Bryndísar Schram. Það
eru mörg ár liðin síðan
þessi atburður var og er
ekki sanngjarnt að taka
þessa konu fyrir, konu
sem alltaf hefur verið
hvers manns hugljúfi. Það
mætti taka marga aðra
fyrir frekar en hana.
Margrét Hansen.
Tapað/fundið
Íþróttataska og
heimilislyklar
ÍÞRÓTTATASKA með
merki Manchester United
fannst fyrir utan Köku-
bankann í Garðabæ. Í
töskunni eru íþróttaföt.
Uppl. í síma 565 8070.
Á sama stað eru í óskil-
um heimilislyklar.
Tapað/fundið
Gleraugu týndust
í Árbæjarhverfi
GLERAUGU í lillablárri
keðju týndust í Árbæjar-
hverfi. Skilvís finnandi
hafi samband í síma
617 6451 eða 566 6492.
Ungbarnagalli
týndist
GRÁR ungbarnaflísgalli
frá 66°norður týndist
ásamt handprjónuðum
vettlingum beigelituðum,
undirhúfu og húfu frá
Benetton, beigelitað með
litlum fiðrildum á. Finn-
andi vinsamlegast hafið
samband við Sigurrós í
síma 893 5785 og
552 5785.
Dýrahald
Kisa – svæði 104
KISAN okkar hann Belg-
ur hefur ekki sést heima
hjá sér í Vogahverfinu
síðan á föstudaginn var, 7.
mars. Belgur er síams-
blanda, svartur með
rauða ól og eyrnamerkt-
ur. Þeir sem vita eitthvað
til ferða hans eru beðnir
um að hringja í síma
892 7958.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Nelson Mandela
og orkulindirnar
Morgunblaðið/Ingó
LÁRÉTT
1 kvenna, 8 ámæli, 9
bylgjur, 10 guð, 11 synja,
13 býsn, 15 krukku, 18
menntastofnunar, 21
auð, 22 eyja, 23 eru ekki
vissir, 24 hegningar-
húsið.
LÓÐRÉTT
2 frumefni, 3 kroppa, 4
þarflaus, 5 svæfill, 6
skepna, 7 hugboð, 12
verk, 14 tré, 15 kenjar,
16 vera hissa á, 17 fælin,
18 hvell, 19 ósiður, 20
snjólaust.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 skráp, 4 nýtur, 7 ertan, 8 lokki, 9 dró, 11 funi,
13 maka, 14 leifa, 15 kurl, 17 skot, 20 lim, 22 pakki, 23
játar, 24 reiði, 25 rimma.
Lóðrétt: 1 skerf, 2 rætin, 3 pund, 4 nóló, 5 tukta, 6 reisa,
10 reipi, 12 ill, 13 mas, 15 kopar, 16 rukki, 18 kútum, 19
terta, 20 lini, 21 mjór.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16