Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 53
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 53  VALUR Fannar Gíslason hefur gert nýjan samning við knatt- spyrnudeild Fylkis og er hann til þriggja ára, eða út keppnistímabilið 2005. Valur Fannar kom til liðs við Fylki fyrir rúmu ári, frá Fram, og lék stórt hlutverk hjá Árbæjarliðinu á síðasta sumri en hann skoraði meðal annars eitt markanna í sigr- inum á Fram í úrslitaleik bikar- keppninnar.  GARÐAR Jóhannsson og Jón Skaftason úr KR taka út leikbann í Meistarakeppni KSÍ annað kvöld og verða því ekki með þegar Íslands- meistararnir mæta bikarmeisturun- um, Fylki. Þeir áttu eftir að afplána eins leiks bann frá síðasta tímabili og verða því lausir allra mála þegar Íslandsmótið hefst í maí.  GYLFI Þór Orrason dæmir leik KR og Fylkis í meistarakeppninni annað kvöld. Aðstoðardómarar eru þeir Einar Guðmundsson og Einar Sigurðsson.  HELGI Þór Jónasson, sem spilaði einn leik með Þór í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrra, er genginn til liðs við Leiftur/Dalvík en hann spil- aði áður með Dalvíkingum. Helgi mun því ekki leika undir stjórn föð- ur síns, Jónasar Baldurssonar, þjálfara Þórs, næsta sumar en þeir feðgar voru báðir í leikmannahópi Þórs í fyrra.  BRYNDÍS Bjarnadóttir knatt- spyrnukona úr Breiðabliki getur ekki leikið með 21-árs landsliði kvenna gegn Svíþjóð í Egilshöll í dag vegna veikinda. Úlfar Hinriks- son, þjálfari liðsins, valdi Kristínu Bjarnadóttur úr Val í hennar stað. FÓLK JÓN Arnar Magnússon úr Breiða- bliki hefur keppni árdegis í dag í sjöþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í Birm- ingham á Englandi. Þetta er í fjórða sinn sem Jón Arnar er á meðal kepp- enda á HM í sjöþraut, en hann hefur í tvígang komið heim með verðlaun í farteskinu frá mótunum til þessa, silfur fyrir tveimur árum og brons þegar keppt var í París fyrir 6 árum. Þá setti Jón Arnar Norðurlandamet sitt í sjöþraut, 6.293 stig á HM í Maeabashi fyrir fjórum árum, en sá árangur nægði honum þá aðeins til fimmta sætis í einni mögnuðustu sjö- þrautarkeppni sögunnar. Líklegt má telja að heimsmeist- arinn og heimsmethafinn í tugþraut, Roman Sebrle frá Tékklandi, leggi allt í sölurnar til að verja tign sína sem hann vann á síðasta móti. Reikna má með að Tom Pappas frá Bandaríkjunum og Lev Lobodin, Rússlandi, veiti Sebrle hvað harð- asta keppni. Þar á eftir komi síðan Jón Arnar og Erki Nool frá Eist- landi. Annars eru sjöþrautarkapp- arnir átta fremur jafnir að getu um þessar mundir og því má alls ekki afskrifa Aleksandr Pogorelov frá Rússlandi og Frakkann Laurent Hernu, þótt fyrirfram megi líta til þeirra sem veikustu keppendanna. Sömu sögu má segja af Tomas Dvor- ák, Tékklandi. Hann hefur átt erfitt uppdráttar síðustu misseri. Dvorák er hins vegar reyndur, er m.a. þre- faldur heimsmeistari í tugþraut karla og stendur sig oft hvað best þegar mikið er lagt undir. Jón Arnar verður í eldlínunni á HM Jón Arnar Magnússon RÚNAR Alexandersson, fim- leikamaður, tekur þátt í sterku heimsbikarmóti í París um helgina. Þetta er fyrsta heimsbikarmótið af þremur hjá Rúnari á næstunni en hann keppir næst í Cottbus í Þýska- landi og síðan í Grikklandi. Hann hefur haft í mörg horn að líta að undanförnu því um síðustu helgi hreppti Rúnar tvenn verðlaun á móti í Kaup- mannahöfn, þar sem hann sigraði á bogahesti og varð í þriðja sæti í hringjum. Þar á undan keppti Rúnar á bik- armóti FSÍ, þar sem hann tryggði Gerplu sigur, og á al- þjóðlegu móti á portúgölsku eyjunni Madeira þar sem hann fékk gull á tvíslá og silfur á bogahesti. Rúnar í París Það var mikil harka í leiknum ogbitnaði það á gæðum hand- knattleiksins en í aðalhlutverki lengst af í leiknum voru arfaslakir dómarar, Brynjar Einarsson og Vil- bergur Sverrisson. Gestirnir byrjuðu betur og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins og fyrsta mark Eyjamanna kom eftir tíu mínútna leik. Varnir beggja liða voru fastar fyrir og komust skyttur liðanna lítið áleiðis í fyrri hálfleik. ÍR leiddi í hálfleik, 7:9. Þeir byrj- uðu svo af miklum krafti í seinni hálfleik og náðu fljótlega fimm marka forystu og var það munurinn framan af seinni hálfleik. Síðustu tuttugu mínútur leiksins voru æðiskrautlegar, hverjum Eyja- manninum á fætur öðrum var vísað af leikvelli og var oft spurning fyrir hvað. Á meðan sáust gróf brot hjá báð- um liðum sem vel gátu verðskuldað brottvísanir og sum hver hreinlega beint rautt spjald, en þau brot létu dómararnir fram hjá sér fara. ÍR- liðið jók forystu sína gegn fámenn- um heimamönnum og niðurstaðan tíu marka sigur gestanna sem með sigrinum náðu Valsmönnum að stigum. Sturla Ásgeirsson var í feiknastuði í vinstra horni ÍR og skoraði tíu mörk, eins var fyrirlið- inn Bjarni Fritzen öflugur. Hall- grímur Jónasson var einnig í góðu formi í markinu, varði nítján skot. Eyjamenn söknuðu sárt leikstjórn- andans Roberts Bognar sem var meiddur en mest bar á Davíð Þór Óskarssyni og Sigurði Bragasyni í sóknarleik liðsins. Átakalítill Stjörnusigur Stjarnan vann átakalítinn sigur áSelfyssingum, 22:35. Gestirnir áttu þó í erfiðleikum með að hrista heimamenn af sér í fyrri hálfleik, en Stjarnan komst í 2:7 en heimamenn minnkuðu muninn í 12:13. Í seinni hálfleik var það hins vegar aldrei vafi hvor væri sterkari aðilinn. Stjörnumenn hófu leikinn á 3-2-1 vörn sem virtist virka vel en með einbeittri vörn komust gestirnir 5 mörkum yfir. Þá urðu gestirnir fyr- ir nokkurri blóðtöku á 10. mínútu, en David Kekelian hljóp of mikið kapp í kinn og hrinti einum leik- manni Selfyssinga eftir að hafa átt við hann í vörninni. Var Kekelian umsvifalaust vísuð leiðin í sturtu. Sóknarleikur Selfoss fór að virka um miðjan fyrri hálfleik og mátti á tíðum sjá skemmtilegar fléttur sem Ívar Grétarsson var höfundur að. Þá komst Gísli Guðmundsson einn- ig í gang í markinu og varði vel á köflum. Selfyssingar gerðu afdrifa- rík mistök þegar farið var að líða á fyrri hálfleikinn, en þá kom Ram- únas Mikalonis of snemma inn á völlinn úr fyrstu brottvísun og fékk þar strax aðra brottvísun. Hann fékk síðan sínu þriðju brottvísun þegar 4 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik og áttu Selfyssingar eftir það erfitt uppdráttar. Í hálfleik var staðan 12:14. Stjörnumenn komu mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik en þeir hreinlega gerðu út um leikinn á fyrstu 8 mínútunum. Eftir 13 mín- útna leik í seinni hálfleik var staðan orðin 15:26 og í raun aldrei spurn- ing hvort liðið færi með sigur af hólmi. Arnar Agnarsson spilaði vel fyrir Stjörnumenn og var hann án efa maður leiksins, skoraði 8 mörk og vann vel í vörn. Þá sýndi Vilhjálmur Halldórsson góðan leik og batt vörnina vel sam- an. Hjá Selfyssingum var Ívar Grét- arsson bestur og barðist vel. Gísli Guðmundsson varði vel í fyrri hálf- leik en átti verri seinni hálfleik. ÍR aftur í annað sæti ÍR-INGAR gerðu góða ferð til Eyja í gær þegar þeir sigruðu heima- menn með tíu marka mun, 19:29, og skutust þar með upp í annað sæti deildarinnar. Á sama tíma vann Stjarnan átakalítinn sigur á Selfossi, 35:22. Sigursveinn Þórðarson skrifar Helgi Valberg skrifar Auk Garcia er nýliðinn Ásgeir ÖrnHallgrímsson, 19 ára örvhent skytta úr Haukum, í 15 manna hópi sem Guðmundur valdi í gær. Enn- fremur eru Gylfi Gylfason, horna- maður frá Wilhelmshavener, og Logi Geirsson, skytta úr FH, í hópnum en þeir voru ekki með á HM í Portúgal á dögunum. Þessir leikmenn koma inn í staðinn fyrir þá Sigurð Bjarnason og Gústaf Bjarnason, sem eru meiddir, Heiðmar Felixson og Dag Sigurðs- son, sem eru uppteknir með sínum fé- lagsliðum, og Gunnar Berg Viktors- son. „Ég valdi Garcia með þeim for- merkjum að hann yrði kominn með vegabréfið í tæka tíð og það gengur vonandi eftir. Miðað við það sem ég hef séð til hans með HK í vetur tel ég að hann geti styrkt okkar landslið, enda vorum við í dálitlum vandræð- um með sóknarleikinn vinstra megin á HM í Portúgal. Það er mjög jákvætt að fá hann inn í hópinn núna og Garcia fær tækifæri til að sýna sig og sanna að hann sé gjaldgengur með okkur í fremstu röð í alþjóðlegum handknattleik,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að valið á Ásgeiri og Loga væri liður í þeirri stefnu sinni að gefa ungum og efnilegum leikmönn- um reglulega tækifæri með landslið- inu. „Logi hefur aðeins fengið að prófa með okkur og nú er komið að Ásgeiri en þessir tveir eru báðir bráð- efnilegir leikmenn sem gætu reynst framtíðarleikmenn með landsliðinu. Þá er gott að fá Gylfa Gylfason inn í þennan hóp. Hann hefur staðið sig mjög vel með Wilhelmshavener í þýsku 1. deildinni, fær reyndar ekki úr miklu að moða í horninu hjá liðinu en nýtir sín færi mjög vel og er sterk- ur varnarmaður,“ sagði Guðmundur. Þeir Guðmundur Hrafnkelsson og Rúnar Sigtryggsson fengu leyfi frá sínum félagsliðum, Conversano og Ciudad Real, til að fara til Þýskalands en þau eiga deildaleiki um sömu helgi. Íslenska liðið fer til Þýskalands á fimmtudagsmorguninn og nær að æfa saman þrisvar í Berlín áður en kemur að leiknum á laugardag. Liðið er þannig skipað. Markverðir: Guðmundur Hrafn- kelsson, Conversano, og Roland Val- ur Eradze, Val. Horna- og línumenn: Guðjón Valur Sigurðsson, Essen, Einar Örn Jóns- son, Wallau-Massenheim, Gylfi Gylfason, Wilhelmshavener, Sigfús Sigurðsson, Magdeburg, Róbert Sig- hvatsson, Wetzlar. Útileikmenn: Patrekur Jóhannes- son, Essen, Jaliesky Garcia, HK, Rúnar Sigtryggsson, Ciudad Real, Aron Kristjánsson, Haukum, Snorri Steinn Guðjónsson, Val, Ólafur Stef- ánsson, Magdeburg, Logi Geirsson, FH, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hauk- um. Garcia valinn í landsliðið JALIESKY Garcia, Kúbumaðurinn sem leikur með bikarmeisturum HK, var í gær valinn í íslenska landsliðið í handknattleik í fyrsta skipti. Garcia er í þann veginn að fá íslenskt ríkisfang og Guð- mundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sagði við Morgunblaðið í gær að hann vonaðist til þess að Garcia yrði kominn með íslenskt vegabréf í tæka tíð fyrir næsta laugardag þegar Ísland mætir Þýskalandi í Berlín. HREIÐAR Guðmundsson, mark- vörður ÍR í handknattleik, verður líklegast frá keppni það sem eftir er vetrar. Hreiðar meiddist á æf- ingu á fimmtudagskvöldið og eftir læknisskoðun í gær er nokkuð ljóst að krossband í hné er slitið. Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR, sagði í gærkvöldi að Hreiðar þyrfti að fara í aðra skoðun á þriðjudaginn og þá kæmist þetta endanlega á hreint, þangað til væri ekkert ann- að að gera en bíða og vona að krossbandið hefði ekki slitnað, en sagðist því miður telja það 99% öruggt. Hreiðar væntanlega frá keppni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.