Morgunblaðið - 15.03.2003, Síða 54
ÍÞRÓTTIR
54 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
Geir Þorsteinsson, fram-kvæmdastjóri KSÍ, segir að
ákveðið hafi verið að hefja keppnina
til vegs og virðingar á ný. „Ljóst er
að Egilshöll verður vettvangur
hennar næstu árin og það þótti
heppilegast að leika í mars þar sem
úrslitaleikir deildabikarsins og
meistarakeppni Íslands og Færeyja
verða skömmu áður en Íslandsmót-
ið hefst í vor. Því miður vantar enn
aðstöðu fyrir áhorfendur í Egilshöll
en hún verður komin með vorinu,“
sagði Geir.
Efnt var til Meistarakeppni KSÍ í
fyrsta skipti árið 1969. Þá léku Ís-
landsmeistarar KR gegn bikar-
meisturum ÍBV og mættust liðin
fjórum sinnum frá febrúar og fram
í maí, tvisvar í Vestmannaeyjum og
tvisvar á Melavellinum. KR vann
þrjá leikjanna og einn endaði með
jafntefli. Sami háttur var árið eftir
þegar Keflavík hafði betur gegn
ÍBA, liði Akureyringa. Frá 1971 til
1979 var um þriggja liða keppni að
ræða, með tvöfaldri umferð, og þá
tóku þátt þau þrjú lið sem höfðu
unnið sér þátttökurétt í Evrópu-
keppni það ár. Frá árinu 1980 hefur
hinsvegar verið um að ræða einn
leik á milli meistara og bikarmeist-
ara en það ár gáfu KR-ingar bikar
til keppninnar, til minningar um
Sigurð Halldórsson, forystumann í
félaginu um langt árabil.
Frá 1980 var um opinberan opn-
unarleik tímabilsins að ræða, sem
skyldi fara fram á grasi, en 1996
var tvívegis leikið um bikarinn,
bæði að vori og hausti. Samkvæmt
breyttri reglugerð skyldu nýkrýnd-
ir meistarar og bikarmeistarar
mætast í lok tímabils. Haustið 1997
þurfti að fresta leiknum til vorsins
eftir þar sem ekki var hægt að
koma honum fyrir, og frá haustinu
1998, þegar ÍBV sigraði Leiftur 2:1
á Laugardalsvellinum, hefur leikn-
um ekki verið fundinn staður á
þéttskipuðu keppnistímabilinu. Þar
til nú þegar knattspyrnuhúsin hafa
gjörbreytt skilyrðunum.
Keflavík, Fram og Valur hafa
unnið keppnina oftast, 6 sinnum
hvert félag. ÍA og ÍBV hafa unnið 4
sinnum hvort, KR og Víkingur
tvisvar hvort og KA einu sinni.
KR tekur þátt í meistarakeppn-
inni í fjórða sinn. KR-ingar unnu
hana 1969 og 1996 (um vorið) en
töpuðu fyrir ÍA árið 1995. Fylkir
hefur aldrei áður tekið þátt.
Meistarakeppni kvenna, sem
hófst 1992, hefur legið jafnlengi
niðri. Hún verður leikin eftir viku,
sunnudaginn 23. mars, og þá mæt-
ast KR og Breiðablik.
Meistarar krýndir í Egilshöll
MEISTARAKEPPNI Knattspyrnusambands Íslands hefur verið end-
urvakin eftir fjögurra ára hlé. Íslandsmeistarar KR og bikarmeist-
arar Fylkis í karlaflokki mætast í Egilshöll annað kvöld kl. 20.15 og
leika um Sigurðarbikarinn, sem hefur verið í vörslu Eyjamanna frá
haustinu 1998 þegar keppnin fór síðast fram.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Laugardagur:
Úrslitakeppni karla, Intersportdeildin, 8-
liða úrslit, annar leikur:
Hveragerði: Hamar - UMFG....................16
Njarðvík: UMFN - KR .........................19.15
Sunnudagur:
Úrslitakeppni karla, Intersportdeildin, 8-
liða úrslit, annar leikur:
Sauðárkrókur: Tindastóll - Haukar.....19.15
Seljaskóli: ÍR - Keflavík........................19.15
1. deild karla, undanúrslit, annar leikur:
Laugardalsh: Ármann/Þróttur - KFÍ ......14
Sandgerði: Reynir - Þór Þ. ........................20
Bæjarstjórn Ölfuss hefur ákveðið að
bjóða upp á ókeypis sætaferðir til Sand-
gerðis frá Þorlákshöfn.
HANDKNATTLEIKUR
Laugardagur:
1. deild karla, Essodeild:
KA-heimili: KA - UMFA ...........................16
1. deild kvenna. Essodeild:
Fylkishöll: Fylkir/ÍR - Fram ...............16.30
Ásvellir: Haukar - FH...........................16.30
Seltjarnarnes: Grótta/KR - KA/Þór ....16.30
Hlíðarendi: Valur - Stjarnan ................16.30
Víkin: Víkingur - ÍBV............................16.30
Sunnudagur:
1. deild karla, Essodeild:
Ásvellir: Haukar - Fram............................20
Seltjarnarnes: Grótta/KR - HK................20
KNATTSPYRNA
Laugardagur:
Vináttulandsleikur kvenna, leikmanna 21
árs og yngri:
Egilshöll: Ísland - Svíþjóð .........................13
Aðgangur ókeypis.
Deildabikarkeppni karla:
Boginn: KA - Fram ...............................12.15
Reykjaneshöll: ÍH - Selfoss.......................14
Fífan: Breiðablik - Fjölnir .........................15
Boginn: Vaskur - Leiftur/Dalvík..........15.15
Reykjaneshöll: Sindri - Breiðablik ...........18
Sunnudagur:
Meistarakeppni karla:
Egilshöll: KR - Fylkir ...........................20.15
Deildabikarkeppni karla:
Boginn: Tindastóll - Hvöt .....................15.15
Reykjavíkurmót kvenna:
Egilshöll: KR - Breiðablik .........................18
FIMLEIKAR
Íslandsmót í þrepum íslenska fimleikastig-
ans verður haldið á morgun, sunnudag, í
Íþróttamiðstöðinni Björk í Hafnarfirði kl.
14 til 16.30. Keppendur á mótinu eru þeir
sem náð hafa hæstu einkunnum á mótum í
íslenska fimleikastiganum í vetur.
BORÐTENNIS
Coca Cola stigamótið fer fram í Íþróttahúsi
TBR á morgun, sunnudag, kl. 10.30.
SUND
Íslandsmót fatlaðra í sundi verður í Sund-
höll Reykjavíkur í dag kl. 15 til 18.
UM HELGINA
KÖRFUKNATTLEIKUR
Haukar - Tindastóll 91:89
Ásvellir, úrslitakeppni karla, Intersport-
deildin, 8-liða úrslit, fyrsti leikur, föstudag-
ur 14. mars 2003.
Gangur leiksins: 0:8, 1:8, 1:16, 4:16, 12:21,
18:28, 20:28, 27:33, 33:38, 39:44, 43:52,
45:60, 52:64, 66:66, 66:69, 68:72, 72:72,
76:77, 79:78, 84:84, 88:87, 88:89, 91:89.
Stig Hauka: Stevie Johnson 28, Predrag
Bojovic 20, Halldór Kristmannss. 14, Mar-
el Guðlaugsson 10, Davíð Ásgrímss. 8,
Ingvar Guðjónsson 5, Sævar Haraldss. 4.
Fráköst: 27 í vörn, 18 í sókn.
Stig Tindastóls: Clifton Cook 32, Kristinn
Friðrisson 24, Axel Kárason 14, Michail
Antropov 12, Óli Barðdal 5, Helgi R.
Viggósson 2.
Fráköst: 22 í vörn, 16 í sókn.
Villur: Haukar 27 - Tindastóll 26.
Dómarar: Sigmundur Herbertsson og
Georg Andersen, ágætir.
Áhorfendur: 300.
Staðan er 1:0 fyrir Hauka.
Keflavík - ÍR 103:75
Keflavík:
Gangur leiksins: 2:0, 5:5, 9:9, 17:9, 23:14,
26:22, 30:22, 36:22, 40:27, 45:36, 52:36,
52:44, 57:44, 65:53, 70:58, 82:58, 86:69,
91:69, 100:71, 103:75
Stig Keflavíkur: Damon Johnson 28, Ed-
mund Saunders 19, Magnús Gunnarsson
14, Jón N. Hafsteinsson 10, Guðjón Skúla-
son 10, Falur Harðarson 9, Gunnar Ein-
arsson 6, Sverrir Þór Sverrisson 4, Gunnar
Stefánsson 3.
Fráköst: 24 í vörn, 19 í sókn.
Stig ÍR: Eugene Christopher 25, Hregg-
viður Magnusson 14, Eiríkur Önundarson
11, Sigurður Þorvaldsson 11, Ómar Sæv-
arsson 6, Fannar Helgason 4, Pavel Ermol-
inskij 2, Benedikt Pálsson 2.
Fráköst: 25 í vörn, 12 í sókn.
Villur: Keflavík 15 - ÍR 17.
Dómarar: Leifur Garðsson og Bjarni G.
Þórmundsson. Áhorfendur: 240.
Staðan er 1:0 fyrir Keflavík.
1. deild karla
Úrslit um sæti í úrvalsdeild, fyrri leikir:
KFÍ - Ármann/Þróttur .......................107:67
Þór Þ. - Reynir S. ..................................90:77
Liðin mætast aftur í Laugardalshöll og
Sandgerði á morgun. Tvo sigra þarf til að
tryggja sér sæti í úrvalsdeild.
2. deild karla
Úrslitakeppni um sæti í 1. deild:
A-riðill:
Þór A. - Grundarfjörður .....................148:50
ÍV - Árvakur ..........................................78:70
B-riðill:
Hörður Patreksfirði - Dalvík ...............63:97
Úrslitakeppninni lýkur á Akureyri á
morgun. Tvö efstu liðin vinna sér sæti í 1.
deild.
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
New Jersey - Boston............................ 90:75
Seattle - Dallas ................................. 107:100
Phoenix - Sacramento........................ 109:84
HANDKNATTLEIKUR
Valur - FH 23:26
Hlíðarendi, 1. deild karla, Esso-deildin,
föstudagur 14. mars 2003.
Gangur leiksins: 0:1, 3:1, 3:3, 6:6, 8:8, 10:8,
11:10, 13:13, 15:13, 15:17, 16:19, 17:22,
19:24, 21:25, 23:26.
Mörk Vals: Markús Máni Mikaelsson 7/3,
Hjalti Pálmason 4, Snorri Steinn Guðjóns-
son 4/1, Sigurður Eggertsson 3, Freyr
Brynjarsson 2, Alexei Trúfan 1, Ásbjörn
Stefánsson 1, Hjalti Gylfason 1.
Varin skot: Roland Eradze 15/1 (þar af
fóru 4 aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk FH: Arnar Pétursson 8, Björgvin Þór
Rúnarsson 5/1, Hálfdán Þórðarson 4,
Magnús Sigurðsson 4/3, Logi Geirsson 3,
Andri Berg Haraldsson 1, Guðmundur
Pedersen 1.
Varin skot: Magnús Sigmundsson 15 (þar
af fóru 5 aftur til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Stefán Arnarson og Gunnar Við-
arsson. Áhorfendur: Um 250.
Selfoss - Stjarnan 22:35
Selfoss:
Gangur leiksins: 0:2, 3:7, 7:11, 12:14, 13:18,
15:26, 17:27, 17:30, 19:31, 19:32, 20:32,
22:34, 22:35.
Mörk Selfoss: Andri Úlfarsson 8/2, Ram-
únas Mikalonis 4, Ívar Grétarsson 4/2, Atli
Kristinsson 2, Hörður Bjarnarson 2, Jón
E. Pétursson 1, Atli Rúnarsson 1.
Varin skot: Gísli Rúnar Guðmundsson 10,
(þaraf 2 til mótherja), Einar Þorgeirsson
5/2 (1 til mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur.
Mörk Stjörnunnar: Arnar Agnarsson 8,
Vilhjálmur Halldórsson 6/1, Kristján
Kristjánsson 6, Zoltan Belányi 5, Björn
Friðriksson 5/1, Daníel Grétarsson 1,
Gunnar Ingi Jóhannsson 1, Þórólfur Niel-
sen 1, Arnar Theódórsson 1, David Kekelia
1.
Varin skot: Guðmundur K. Geirsson 11/1,
(1 til mótherja), Árni Þorvarðarson 5/1 (1
til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas
Elíasson. Áhorfendur: Um 50.
ÍBV - ÍR 19:29
Vestmannaeyjar:
Gangur leiksins: 0:1, 0:3, 1:4, 3:6, 5:8, 6:8,
7:9, 7:10, 9:12, 10:14, 12:17, 13:19, 14:21,
16:22, 17:23, 18:24, 19:26, 19:29.
Mörk ÍBV: Davíð Þór Óskarsson 5/2, Sig-
urður A. Stefánsson 3, Sindri Ólafsson 3,
Sigurður Bragason 3, Michael Lauritzen 2,
Erlingur Richardsson 2, Kári Kristjánss. 1.
Varin skot: Viktor Gigov 15/1 (þaraf 2 til
mótherja.)
Utan vallar: 20 mínútur og fengu þeir Rík-
harð B. Guðmundsson og Erlingur Rich-
ardsson rautt spjald.
Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 10/4, Bjarni
Fritzen 7, Ragnar Helgason 6, Ingimundur
Ingimundarson 2, Kristinn Björgúlfsson 1,
Ólafur Sigurjónsson 1, Þorleifur Björnsson
1, Davíð Ágústsson 1.
Varin skot: Hallgrímur Jónasson 19/1 (þa-
raf 4 til mótherja), Stefán Petersen 3/1.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Brynjar Einarsson og Vilbergur
Sverrisson. Mjög slakir. Áhorfendur: 70
Víkingur - Þór 36:39
Víkin:
Gangur leiksins: 0:1, 1:5, 6:7, 10:14, 14:18,
15:19, 15:21, 20:26, 24:29, 28:30, 30:35,
32:38, 36:39.
Mörk Víkings: Davíð Guðnason 10, Eymar
Kruger 10/1, Hafsteinn Hafsteinsson 6,
Ragnar Hjaltested 4/1, Björn Guðmunds-
son 4, Ágúst Guðmundsson 2.
Varin skot: Jón Á. Traustason 24/3 (þaraf
4/1 til mótherja).
Utan vallar: 10 mínútur og var Björn Guð-
mundsson útilokaður.
Mörk Þórs: Goran Gusic 15/3, Páll Gíslason
12/2, Aigars Lazdins 4, Halldór Oddsson 2,
Árni Þór Sigtryggsson 2, Hörður Sigþórs-
son 2, Geir Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 23/1
(þaraf 4 til mótherja.)
Utan vallar: 16 mínútur og Bergþór Mort-
hens og Arnar Gunnarsson voru útlokaðir.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur
Leifsson. Áhorfendur: 45.
Staðan:
Valur 24 16 5 3 657:533 37
ÍR 24 18 1 5 710:614 37
Haukar 23 17 1 5 697:559 35
KA 23 14 3 6 633:590 31
HK 23 13 3 7 646:607 29
Þór 24 14 1 9 685:654 29
Fram 23 12 4 7 594:559 28
FH 23 12 2 9 614:592 26
Grótta/KR 22 12 1 9 578:522 25
Stjarnan 24 7 2 15 649:700 16
ÍBV 24 6 2 16 571:682 14
Afturelding 22 5 3 14 538:584 13
Víkingur 24 1 3 20 602:761 5
Selfoss 23 0 1 22 551:768 1
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppni karla
EFRI DEILD, A-RIÐILL:
Þór - Fram.................................................2:1
Jóhann Þórhallsson 18., 25. - Kristinn
Tómasson 50. (víti).
NEÐRI DEILD:
A: ÍR - Víðir ...............................................0:0
A: Reynir S. - Árborg ...............................3:2
C: Léttir - Skallagrímur ...........................1:2
England
2. deild:
Tranmere - Cardiff ...................................3:3
Lokamínútur leiksins voruspennuþrungnar. Í stöðunni
88:87 brenndi Haukamaðurinn
Marel Guðlaugsson
af þriggja stiga
skoti og í kjölfarið
braut hann á
Clifton Cook þegar
9,5 sekúndur voru til leiksloka.
Cook setti bæði vítaskotin niður og
kom Stólunum yfir, 89:88. Hauk-
arnir lögðu upp í síðustu sóknina,
sem lauk með því að Bojovic fékk
knöttinn einn og óvaldaður utan
við þriggja stiga línuna. Þar sem
leiktíminn var að renna út var ekki
annað að gera fyrir Júgóslavann en
að skjóta og stuðningsmönnum
Hauka til óblandinnar gleði rataði
skot Bojovic rétta leið á sama tíma
og flautan gall á borði tímavarðar.
Leikmenn Hauka fögnuðu gríðar-
lega en Stólarnir sátu eftir með
sárt ennið.
Æðislegt að sjá
þristinn detta
„Þetta var rosalegur taugaleikur
og ég hélt að leikurinn frá því í
nóvember ætlaði að endurtaka sig,
en þá töpuðum við fyrir Tindastóli
hér á Ásvöllum. Það sama var upp
á teningnum í þeim leik og þessum.
Það gekk lítið upp hjá okkur og
taugaveiklunin var mikil. Ég var að
verða úrkula vonar um að við
myndum snúa leiknum okkur í vil
en sem betur fer náðum við að
merja sigur og það var æðislegt að
sjá þristinn hjá Bojovic detta nið-
ur,“ sagði Reynir Kristjánsson,
þjálfari Hauka, við Morgunblaðið
eftir leikinn. „Þetta eru jöfn lið og
ég reikna með sömu spennunni á
sunnudaginn,“ sagði Reynir enn-
fremur.
Haukarnir voru hálfmeðvitund-
arlausir á upphafsmínútum leiksins
og stuðningsmenn þeirra göntuð-
ust með það í leikhléinu hvort
ljósasýningin í byrjun leiks hefði
slegið þá út af laginu og blindað þá.
Norðanmennirnir áttu sviðið og
þegar Haukarnir vöknuðu loks til
lífsins var staðan orðin 16:1. Reyn-
ir Kristjánsson tók leikhlé og hélt
þrumuræðu yfir hausamótunum á
leikmönnum sínum. Haukarnir
náðu að laga stöðuna áður en fyrsti
leikhluti var úti, mest fyrir tilstilli
Halldórs Kristmannssonar, sem
skoraði mikilvægar körfur, og eins
þess að Michail Antropov fékk sína
þriðju villu undir lok leikhlutans og
fjarvera hans gerði það að verkum
að Haukarnir áttu greiðari leið að
körfunni. Tindastólsmenn héldu
Haukunum í hæfilegri fjarlægð í
öðrum leikhluta. Munurinn var
þetta 6–8 sig og Haukarnir áttu í
talsverðu basli gegn hreyfanlegri
vörn Tindastóls auk þess sem
nokkur sofandaháttur gerði vart
við sig í varnarleik þeirra.
Örugg forysta Tindastóls
Stólarnir voru ekkert á því að
slaka á klónni í byrjun síðari hálf-
leiks. Kristinn Friðriksson var
heitur á þessum tíma auk þess sem
Clifton Cook lék Haukavörnina
grátt og í upphafi þriðja leikhluta
náði Tindastóll 15 stiga forskoti,
60:45. Haukarnir tóku leikhlé, réðu
ráðum sínum og Reynir þjálfari
ákvað að skella Davíð Ásgrímssyni
inn á. Hans hlutverk var að vekja
sína menn til lífsins og það má með
sanni segja að herbragð Reynis
hafi heppnast. Með baráttu og
dugnaði tókst Davíð að kveikja
neistann hjá félögum sínum og á
skömmum tíma söxuðu Haukarnir
jafnt og þétt á forskot Tindastóls.
Stuðningsmenn Hauka tókust á
loft þegar Stevie Johnson jafnaði
metin, 66:66, mínútu fyrir lok leik-
hlutans en tvær þriggja stiga körf-
ur Kristins Friðrikssonar tryggðu
Stólunum fjögurra stiga forskot
þegar þriðji leikhluti var að baki.
Lokakaflinn var æsispennandi
og mikill darraðardans stiginn á
fjölum íþróttahússins á Ásvöllum.
Bojovic reyndist Haukunum ómet-
anlegur. Hann kom þeim í forystu í
fyrsta sinn í leiknum þegar fimm
mínútur voru eftir með þriggja
stiga skoti og það sem eftir lifði
leiksins skiptust liðin á um að hafa
forystu. Heppnin var Haukamegin
og á ævintýranlegan hátt tókst
Bojovic að innsigla sigur þeirra
rauðklæddu.
Bojovic var hetja Hauka en hann
átti mjög góðan leik, skoraði 20
stig og tók 7 fráköst. Stevie John-
son var drjúgur en hefur þó oftast
leikið betur. Hann var hins vegar í
mjög strangri gæslu og oftar en
ekki fengu leikmenn Tindastóls að
ganga fullhraustlega á móti hon-
um. Halldór Kristmannsson stóð
vel fyrir sínu og áður er minnst á
innkomu Davíðs Ásgrímssonar.
Vel er hægt að skilja gremju
Tindastólsmanna yfir úrslitum
leiksins því lengst af höfðu þeir
undirtökin og barátta þeirra var til
fyrirmyndar. Þeir sváfu hins vegar
á verðinum á lokasekúndum leiks-
ins, gleymdu Bojovic, sem hafði
skömmu áður skorað tvær körfur
með sama hætti. Clifton Cook lék
best norðanmanna, Kristinn átti
fínar rispur en var þó fullákafur að
skjóta úr vondum færum. Þá átti
Axel Kárason góðan leik, bæði í
sókn og vörn, þar sem hann glímdi
við Stevie Johnson og leysti það
betur en flestir aðrir hafa gert í
vetur.
Sigurskot
Bojovic í
blálokin
ÞRIGGJA stiga karfa frá Predrag Bojovic á lokasekúndunni tryggði
Haukum sigur á Tindastóli, 91:89, í æsispennandi leik – þegar liðin
léku fyrsta leikinn í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í
körfuknattleik í gærkvöldi að Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukar áttu
lengst af á brattann að sækja gegn baráttuglöðum leikmönnum
Tindastóls en með harðfylgi tókst Hafnarfjarðarliðinu að knýja fram
sigur og það hefur þar með tekið forystu í einvígi liðanna.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar