Morgunblaðið - 15.03.2003, Qupperneq 55
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 55
DANSKA knattspyrnusambandið
seldi alla lausa miða á landsleik
Danmerkur og Noregs, sem fram
fer á Parken í Kaupmannahöfn
hinn 7. júní, á aðeins 41 mínútu í
gærmorgun.
Þjóðirnar mætast í undankeppni
Evrópumóts landsliða og áhuginn
fyrir slag grannþjóðanna er gíf-
urlegur. Lars Berendt hjá danska
knattspyrnusambandinu segir að
hæglega hefði verið hægt að selja
100 þúsund miða á leikinn.
Parken tekur 42 þúsund áhorf-
endur og verður þéttskipaður. Í
gærmorgun hóf danska sambandið
að selja þá 12.659 miða sem ekki
höfðu verið pantaðir eða fráteknir
og tók það fljótt af. Ekki hefur
verið svona mikill áhugi fyrir leik
í Danmörku í tæp fjögur ár, eða
síðan Danir mættu Ísraelsmönnum
í aukaleikjum um sæti í úr-
slitakeppni EM haustið 1999 en þá
seldist upp á 33 mínútum.
Norðmenn segja að þeir hefðu
einir og sér getað selt 42 þúsund
miða til að fylla Parken. „Áhuginn
hér fyrir þessum leik er gíf-
urlegur,“ sagði Knut Kristvang
hjá norska knattspyrnusamband-
inu.
Uppselt á 41
mínútu á Parken
FRAM tapaði sínum fyrsta leik í
deildabikarkeppninni í gærkvöldi
þegar þeir heimsóttu Þór frá Akur-
eyri í Bogann þar í bæ. Jóhann Þór-
hallsson skoraði tvívegis fyrir Þór í
fyrri hálfleik en Kristinn Tómasson
minnkaði muninn úr víti í þeim síð-
ari.
GESTIRNIR sóttu mun meira en
skyndisóknir heimamanna voru jafn-
an hættulegar, hraðar og markviss-
ar. Þór hefur unnið alla þrjá leiki
sína í deildinni og er með 9 stig eins
og Fram sem hefur leikið einum leik
meira.
STACY Dragila, stangarstökkvari
frá Bandaríkjunum, segir að hún sé
mjög nærri því þessa dagana að
komast yfir 4,88 metra eða 16 fet.
Dragila endurheimti heimsmetið frá
Svetlönu Feofanovu fyrir hálfum
mánuði þegar hún vippaði sér yfir
4,78 metra.
„ÉG hef æft vel og það hefur geng-
ið vel, ég hef meira að segja reynt
nokkrum sinnum við 4,88 metra en
ekki enn komist alveg yfir, en ég er
mjög nærri því,“ segir Dragila og
vonast til að bæta heimsmetið á HM í
Birmingham, en þar verður stang-
arstökkskeppnin einn af hápunktum
mótsins enda búist við miklu einvígi
Dragilu og Feofanovu.
JUSTIN Gatlin, 21 árs gamall
spretthlaupari frá Bandaríkjunum,
sigraði í 60 metra hlaupi á HM innan-
húss í gær, hljóp á 6,46 sekúndum.
„Þetta sýnir öllum hvað ég get og
menn verða að vara sig á mér, ekki
bara Maurice [Green] og Tim
[Montgomery],“ sagði kappinn
kampakátur eftir sigurinn.
ZHANNA Block frá Úkraínu sigr-
aði í 60 metra hlaupi kvenna nokkuð
örugglega en heimsmeistarinn í 100
metra hlaupi utanhúss hljóp á 7,04
sekúndum.
ADAM Malysz frá Póllandi sigraði
á heimsbikarmóti í skíðastökki í
Finnlandi í gær, fékk 267,4 stig fyrir
að stökkva 122 metra og 128 metra.
Heimamaðurinn Matti Hautamaki
varð annar með 262,8 stig.
RAY Allen, einn þeirra sem skipar
bandaríska körfuknattleiksliðið sem
tekur þátt í Ólympíuleikunum í
Aþenu næsta ár, segist ætla að
keppa, jafnvel þó leikmenn fengju
ekki greitt fyrir það.
HANN segir að „Draumaliðin“ á
fyrstu tvennum leikunum hafi fengið
greitt þó svo fólk hafi ekki vitað af
því, en hins vegar hafi þeir ekkert
fengið þegar keppt var í Sydney.
MEG Mallon lék í gær á 10 undir
pari á LPGA mótaröðinni en stúlk-
urnar léku þá á Welchs Fry Classic.
Hún lék á 60 höggum og átti góðan
möguleika á að leika á 11 undir og
jafna metið í mótaröðinni, sem Ann-
iku Sörenstam frá Svíþjóð á, en hún
lék á 59 höggum í Phoenix fyrir
tveimur árum.
FÓLK
ÓVÍST er að Don Hutchison,
miðjumaður West Ham, geti
leikið með skoska landsliðinu
gegn því íslenska á Hampden
Park þann 29. mars. Berti
Vogts, landsliðsþjálfari Skota,
hefur lagt mikla áherslu á að
fá þennan 31 árs gamla leik-
mann inn í lið sitt en Hutchi-
son er nýkominn í gang á ný
eftir tíu mánaða fjarveru
vegna alvarlegra hnjá-
meiðsla.
Hutchison átti að leika með
West Ham gegn Everton í dag
og þar hefði hann verið í byrj-
unarliði félagsins í fyrsta
skipti í heilt ár, en hann varð
fyrir meiðslum á ný og þarf
að hvíla í tíu daga. Hutchison
hefur komið sex sinnum inn á
sem varamaður hjá West Ham
á undanförnum vikum og
hann lék með Skotum í síð-
asta mánuði þegar þeir töp-
uðu, 2:0, fyrir Írum á heima-
velli í vináttulandsleik.
Óvíst með
Hutchison
gegn
Íslandi
Jafnt var með liðunum fyrstumínúturnar þar til Magnús
Gunnarsson kom Keflavík í nauma
forystu með tveimur
þriggja stiga körf-
um. Það var samt
ekki nóg til að
kveikja neistann og
Damon Johnson bætti um betur í
upphafi annars leikhluta. En þegar
svo Breiðhyltingar hófu að saxa nið-
ur forskotið sást að Keflvíkingum
mislíkaði það mikið enda oft farið
flatt á því að slaka fullmikið á með
naumt forskot. ÍR-ingar gáfu samt
lítið út á það og með átta síðustu
stigum fyrri hálfleiks tókst þeim að
halda heimamönnum við 8 stig,
52:44.
Heimamenn mættu vígreifir til
síðari hálfleiks. Það skilaði nokkrum
stigum til að byrja með en eftir
glæsilega troðslu Edmund Saunders
eftir sendingu Damons kviknaði
neistinn. Keflvíkingar hófu að henda
sér á eftir hverjum bolta og rifu
boltann úr höndum gestanna. ÍR-
ingum var brugðið, þetta var of mik-
ið fyrir þá. Keflvíkingar tóku enn
betur við sér þegar Jón N. Haf-
steinsson sýndi góða baráttu er
hann tók á mikinn sprett á eftir Ei-
ríki Önundarsyni í hraðaupphlaupi
upp völlinn og sló boltann úr hönd-
um hans en náði ekki að stöðva sig
fyrr en hann hafði rutt niður mörg-
um auglýsingaskiltum. Eftirleikur-
inn var auðveldur.
„Það kom slæmur kafli í lok fyrri
hálfleiks og við duttum þá aðeins
niður en við náðum okkur á strik eft-
ir hlé,“ sagði Jón eftir leikinn. „Það
byggist allt á vörninni, það verður
að stöðva lykilmenn þeirra eins og
Eirík og útlendinginn auk þess að
gefa ekki færi á skotum,“ bætti Jón
við og telur liðinu alla vegi færa ef
það nær að fækka og stytta slöku
kaflana, sem hafa oft komið liðinu í
klandur í vetur. „Við náum oft tutt-
ugu stiga forskoti en þá kemur upp
kæruleysi en við megum það ekki og
verðum að spila allar fjörutíu mín-
úturnar vel. Það gæti komið okkur í
koll síðar en við erum að vinna í
þessum vanda, nú eru bara nokkrar
mínútur mjög slakar, sem er nokkuð
minna en vanalega.“ Edmund
Saunders byrjaði vel og gerðist síð-
an of kærulaus en tók sig á eftir hlé.
Damon þurfti ekki að taka leikinn í
sínar hendur en stóð samt fyrir sínu
eins og reyndar flestir leikmenn
Keflvíkinga – eftir hlé.
Breiðhyltingar voru ekki alveg
með á nótunum og áttu ekkert svar
þegar mótherjar þeirra spýttu í lóf-
ana. „Við vorum ekki að gera neitt
sérstakt fyrstu tvo leikhlutana en
spiluðum sérlega illa í næstu tveim-
ur og þetta var ömurlegt enda vant-
aði alla baráttu í liðið. Þá hættum við
að berjast og misstum trú á sigur.
Við vissum nákvæmlega hvað þeir
ætluðu að gera, spila svæðisvörn en
okkur tókst ekki að leysa þann
vanda og í sóknum okkar vorum við
alveg stjarfir. Við ræddum um hvað
við yrðum að gera til að vinna en
gerðum ekkert af því,“ sagði Sig-
urður Þorvaldsson eftir leikinn en
hann átti ágætan leik. Ómar Sæv-
arsson skilaði einnig sínu og Eiríkur
Önundarson og Eugene Christopher
einnig en það verður að koma meira
frá þeim ef ÍR á að vinna.
Alltaf öruggt hjá
Keflvíkingum
LEIÐIR skildu ekki fyrr en í síðari hálfleik þegar Keflvíkingar fengu
ÍR í heimsókn í fyrsta, eða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitunum í bar-
áttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik, í gærkvöldi í
Keflavík. Framan af gerðu Keflvíkingar ekki meira en þeir nauðsyn-
lega þurftu til að halda öruggri forystu en eftir hlé tóku þeir á sig
rögg og unnu örugglega, 103:75. Síðari leikurinn verður á sunnu-
daginn í Breiðholtinu, þar sem ÍR vann fyrri leik liðanna í deildinni
svo að ekki er öll von úti enn fyrir Breiðhyltinga.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Clifton Cook skorar fyrir Tindastól en það dugði ekki til því Predrag Bojovic tryggði Haukum sigur
á síðustu stundu. Hér reynir Bojovic, til vinstri, að stöðva Cook án árangurs.