Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 61

Morgunblaðið - 15.03.2003, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 61 ÞÝSKA sveitin Scooter hefur um árabil verið vinsælasta evrópopp- sveit heims, tónlist sem lýsir sér í einföldu, takföstu og poppuðu tæknói. Sveitin hefur verið starfandi í níu ár við góðan orðstír en á síð- asta ári kom út safn- platan 24 Carat Gold sem endurnýjaði að mörgu leyti áhugann á sveitinni og fóru glæný lög sem á henni eru inn á vinsælda- lista. Í endaðan mars kemur svo út ný plata, sem ber hið lýsandi nafn The Stad- ium Techno Experience. Það er Ásgeir Kolbeinsson hjá út- varpsstöðinni FM957 sem hefur milligöngu um komu Scooter hingað til lands. „Þeir voru með sterka endurkomu á síðasta ári og í kjölfarið á því fór ég að kanna áhuga fyrir því að fá þá hingað yfir,“ segir Ásgeir, spurður um ástæðu heimsóknarinnar. „Það kom í ljós að þeir hafa mik- inn áhuga á landi og þjóð og jafn- framt því að spila ætla þeir að skella sér upp á jökla og slíkt.“ Tónleikar Scooter eru mikil sýn- ing. Sprengingar, ljósadýrð og dans- arar upp um alla veggi. Feta þeir svipaðan stíg og landar þeirra í Rammstein hvað þetta varðar – eitthvað sem Íslendingar kynntust vel hér um árið. Scoot- er eru enn fremur ekki mikið fyrir tilrauna- starfsemi og líkt og með rokksveitina AC/ DC, sem hefur gefið út sömu plötuna nánast í tuttugu ár, veit fólk að hverju það gengur. „Scooter eru mjög fylgnir sinni stefnu og það er virðingarvert,“ segir Ásgeir. „Það er alltaf fullt á tónleikum hjá þeim og þeir hafa sjálfir sagt að meðan eftirpurn er í gangi muni þeir halda áfram.“ Allir saman nú: „Harder! Faster! Scooter!!!“ Scooter spilar í Laugardalshöll 11. apríl Konungar evrópoppsins Miðasala hefst 24. mars í verslunum Símans um land allt. arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.scootertechno.com Scooter – sannkölluð tæknótröll. GESTIR í miðbæ Reykjavíkur hafa líkast til orðið varir við teppu og umstang hjá kaffi- húsinu Sólon og þar um kring á Laugaveginum. Ástæða þessa er sú að hér eru staddir kvik- myndaframleið- endur frá Þýska- landi sem eru að taka upp mynd sem á að gerast alfarið hérlendis. Myndin heitir á frummálinu Leben wäre schön eða Lífið er þess virði en aðstandendur voru staddir hér á landi í fyrra og kolféllu fyrir landi og þjóð og í framhaldi var ákveðið að gera myndina. Full fjármögn- un fékkst í myndina vegna þessa en handrit var ekki einu sinni reiðubúið – staðsetning myndarinnar nægði. Saga Film rek- ur erindi þýska listafólksins hér- lendis og segir Sæmundur Norðfjörð að inn- streymi fjár til framleiðslu myndar á borð við þessa sé um 100 millj- ónir. Þýsk kvikmynd tekin hér á landi Þýsku kvikmyndamennirnir að störfum. Morgunblaðið/Sverrir ÁLFABAKKI Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 4.. ÁLFABAKKI ÁLFABAKKI / AKUREYRI Sýnd kl. 2, 4 og 6. KEFLAVÍK Sýnd kl. 2 með íslensku tali. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.10. KEFLAVÍK  ÓHT Rás 2 1/2 H.L. Mbl.  H.K. DV  Radíó X 1/2 Kvikmyndir.com  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 2, 4 og 6. / Sýnd kl. 6 og 8. KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI Magnaðasti spennuhrollur ársins sem hefur allstaðar slegið í gegn. Hefur verið líkt við „The Sixth Sense“ Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI / KRINGLAN / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. / Sýnd kl. 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. SV MBLRADIO X KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10.40. / Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 12. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.45. / Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 2, 5.15, 8, OG 10.45. B. I. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. B. i. 14.Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. Ögrandi mynd sem hefur fengið lof gagnrýnenda um allan heim með þeim Edward Norton (Fight Club, American HistoryX), BarryPepper (Saving Private Ryan, GreenMile) og Philip Seymour Hoffman (Red Dragon, Boogie Nights) Ef þú ættir 1 dag eftir sem frjáls maður.. gætir þú gjörbreytt lífi þínu? Lækkað verð! Miðaverð kr. 750.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.