Morgunblaðið - 15.03.2003, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
– leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
EKKI tókst að mæla veiðistofn
loðnu í rannsóknaleiðangri Haf-
rannsóknastofnunarinnar sem lauk
nú í vikunni og ríkir mikil óvissa um
ástand stofnsins. Ekki er grund-
völlur fyrir upphafsúthlutun loðnu-
kvóta fyrir sumar- og haustvertíð
sem hefst 20. júní.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun, seg-
ir mikla óvissu um ástand loðnu-
stofnsins. Fundist hafi talsvert af
þriggja ára loðnu úti fyrir Austur-
landi en þó ekki í nærri nógu miklu
magni til að standa undir heilli ver-
tíð. Þá hafi nánast ekkert sést til
tveggja ára loðnu fyrir Norður- og
Norðvesturlandi. Íshröngl og bræl-
ur hafi auk þess torveldað leit úti
fyrir Vestfjörðum og því hafi leið-
angrinum verið sjálfhætt. Þannig
hafi ekki náðst að mæla efnivið fyr-
ir næstu vertíð. Samkvæmt veiði-
reglu, sem notuð hafi verið með
ágætum árgangri á loðnustofninn
til þessa, hafi hann ekki nægileg
gögn í höndum til að leggja til upp-
hafskvóta fyrir næstu vertíð. Sé
brýnt að leggja áherslu á auknar
rannsóknir sem allra fyrst, til að fá
úr því skorið hvert raunverulegt
ástand stofnsins er.
Hjálmar vill þó ekki útiloka að
efniviðurinn sé til og telur líklegt að
breytt hitafar sjávar við landið hafi
haft áhrif á útbreiðslusvæði ung-
loðnu.
„Seiðafjöldi 2001-árgangsins var
sá fjórði mesti sem mældur hefur
verið í 34 ár. Þótt ekki sé alltaf gott
samband milli seiðafjölda og ár-
gangastærðar seinna á ævinni ætti
það að gefa vísbendingar um sterk-
an árgang. Það er mjög hlýtt í haf-
inu fyrir norðan land og hlýsjórinn
nær langt út.
Það er líka hlýr sjór fyrir austan
og því get ég ímyndað mér að þessi
árgangur sé dreifður um óhefð-
bundið útbreiðslusvæði. Mér þykir
að minnsta kosti ólíklegt að þessi
loðna hafi öll drepist og vonandi
heldur hún sig norðar og vestar en
við höfum áður séð,“ segir Hjálmar.
Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson
Loðnuvertíðin er að fjara út og ljóst að ekki verður bætt við kvótann.
Mikil óvissa er um
ástand loðnustofnsins
SAMNINGAR um byggingu 322.000 tonna álvers
Alcoa í Reyðarfirði verða undirritaðir eystra í dag.
Hægt er að skrifa undir þar sem starfsleyfi frá Um-
hverfisstofnun og álit Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) voru gefin út í gær.
ESA telur að Reyðarfjörður uppfylli þau skilyrði
sem nauðsynleg séu svo opinberir aðilar geti veitt
svæðisbundna aðstoð. Segir að stuðningurinn sé
sömuleiðis vel innan marka um hámarksaðstoð.
Þá veitti Umhverfisstofnun í gær starfsleyfi fyr-
ir starfsemi 322.000 tonna álvers á iðnaðarsvæðinu
við Hraun í Reyðarfirði. Leyfið tekur gildi um leið
og starfsemi hefst og gildir til 1. júní 2020.
Samningana undirrita Valgerður Sverrisdóttir
iðnaðarráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráð-
herra, Alain J.P. Belda, stjórnarformaður og for-
stjóri Alcoa, Michael Baltzell, formaður samninga-
nefndar Alcoa, Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
stjórnarformaður Landsvirkjunar, Friðrik Soph-
usson forstjóri og Guðmundur Bjarnason, bæj-
arstjóri Fjarðabyggðar.
Álverssamningar undir-
ritaðir í Reyðarfirði í dag
Morgunblaðið/RAX
Mikið verður um dýrðir í Reyðarfirði í dag. Jóhann Þorsteinsson og Edda Gísladóttir unnu við undirbúning
hátíðarhaldanna í gærkvöld og halda hér á tölvugerðri mynd af álverinu eins og það mun væntanlega líta út.
Gunnar Ásgeir Karlsson, bakarameistari í Fjarða-
brauði, með hátíðarköku, sem verður 10 metra löng og
45 cm breið, vegur 273 kg og er fyrir 1.400 manns.
ESA og Umhverfisstofn-
un hafa gefið grænt ljós
SÝNING á verkum Louisu Matthías-
dóttur listmálara var opnuð í Hafn-
arborg í gærkvöldi. Við það tækifæri
sagði Matthías Johannessen skáld frá
kynnum sínum af Lousiu og list hennar.
„Ísland var alltaf með henni með ein-
hverjum hætti. Annars var hún svo sjálf-
stæð og fór sínar eigin leiðir á hverju
sem gekk. Hún gekk aldrei neinni tísku
á hönd. Hún var ekki einn af þessum
listamönnum sem náðu sér niðri í fjöl-
miðlum, það gerði hún í verkum sínum,“
sagði Matthías í samtali við Morg-
unblaðið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ísland
var alltaf
með henni
Hún var/Lesbók 16
MIKLAR annir hafa verið á þingi síðustu
daga og var 41 þingmál á dagskrá þegar
þingfundur hófst í gærmorgun. Laust fyrir
miðnætti leit út fyrir að þingið myndi klár-
ast um kl. 2 í nótt en þá gekk nokkuð vel að
afgreiða mál.
Framan af degi var mikil umræða um
frumvarp samgönguráðherra til hafnalaga.
Ágreiningur var um það milli stjórnar og
stjórnarandstöðu hvort afgreiða ætti það
frumvarp frá þingi. Einnig var ágreiningur
um afgreiðslu annarra frumvarpa, s.s.
frumvarps til raforkulaga, frumvarps um
vatnsveitur sveitarfélaga og frumvarps um
lýðheilsustöð.
Nokkur frumvörp voru hins vegar gerð
að lögum á ellefta tímanum í gærkvöld. Þar
á meðal frumvarp um fjáraukalög 2003,
vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í atvinnu-
og byggðamálum og frumvarp um stofnun
hlutafélags um Sementsverksmiðju ríkis-
ins.
Starfsáætlun Alþingis gerði ráð fyrir að
þingstörfum á þessu kjörtímabili lyki 14.
mars. Laust fyrir miðnætti leit því út fyrir
að það tækist þrátt fyrir að þingstörf
drægjust fram fyrir miðnætti.
Útlit fyrir
þinglok í nótt
Alþingi/10
SÖNGKONAN Birgitta Haukdal
syngur ekki lengur „Segðu mér allt“
heldur „Open your heart“ en lagið
verður flutt á ensku í lokakeppni
Evróvisjón í Riga í maí. Tökum er
nýlokið á myndbandi við lagið, sem
Ragnar Bragason leikstýrir, og verð-
ur það frumflutt í Sjónvarpinu laug-
ardaginn 22. mars.
Sungið á
ensku í Riga
Segðu/59
„Segðu mér allt“ verður
„Open your heart“
„ÞAÐ lá við
að það væri
athöfn, þegar
karlarnir
fengu sér í
nefið úr dós-
unum,“ segir
Helgi Hálf-
danarson um tóbaksdósir föður
síns, síra Hálfdanar Guðjóns-
sonar, vígslubiskups á Sauðár-
króki. Eru það silfurdósir í bar-
okkstíl með stóra perlumóðurskel
yfir allt lokið og gyllingu á því inn-
anverðu.
Upphaflega voru dósirnar í eigu
Jóns Vigfússonar Hólabiskups,
sem lést árið 1690, síðar Páls Páls-
sonar í Þingmúla en hann drukkn-
aði með dósirnar í vasanum í
Grímsá á Völlum. Komu dósirnar
fram þegar lík hans rak.
Helgi segir að Snæfríður Ís-
landssól kunni að hafa handleikið
gripinn. Hann rekur eigendasögu
dósanna í viðtali í Lesbók í dag.
Dósirnar eiga að vera ættargripur
með niðjum síra Hálfdanar og skal
þeim ekki fargað úr ættinni nema
þær gangi til Þjóðminjasafnsins.
Víðförlar
tóbaksdósir
Sagan af/Lesbók 10
TOLLGÆSLAN á Keflavík-
urflugvelli handtók í gær Ís-
lending á fertugsaldri sem
hugðist smygla um 150
grömmum af hassi til lands-
ins. Fíkniefnin voru falin í
skóm mannsins en hann hafði
holað hæla þeirra út til að
koma hassinu fyrir.
Maðurinn er búsettur í
Danmörku en kom til lands-
ins með síðdegisvél frá Kaup-
mannahöfn í gær. Að sögn
Kára Gunnlaugssonar, aðal-
deildarstjóra tollgæslunnar,
kvaðst maðurinn hafa ætlað
efnið til eigin neyslu. Lög-
reglan á Keflavíkurflugvelli
tók við rannsókn málsins en
það telst að fullu upplýst.
Skrýtin
lykt úr
skónum ♦ ♦ ♦