Morgunblaðið - 24.03.2003, Qupperneq 16
LISTIR
16 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
w
w
w
.ic
el
an
da
ir
.is
ÞÝSKA blaðið Lübecker Nach-
richten hefur greint frá því að
óperan Veröld millibilsástandsins
eftir Hafliða Hallgrímsson verði
frumsýnd í leikhúsinu í Lübeck í
janúar á næsta ári. „Marc Adam,
stjórnandi leikhússins til þriggja
ára, mun á næstu leiktíð ekki setja
upp franska ævintýraóperu eins
og hann er vanur en hann mun
hins vegar halda áfram að sýna
samtímaóperur frá Norðurlönd-
unum. Stefnt er að frumsýningu
óperunnar Veröld millibils-
ástandsins eftir Íslendinginn Haf-
liða Hallgrímsson í janúar á næsta
ári en texta óperunnar samdi rúss-
neski höfundurinn Daniil Charms.
Hér er á ferðinni samvinnuverk-
efni leikhússins í Lübeck og nú-
tímatónlistarhússins NetZZeit í
Vínarborg. Uppfærslu leikhússins
í Lübeck á síðan að sýna í Vín í
september á næsta ári,“ segir
blaðið Lübecker Nachrichten.
Hafliði Hallgrímsson
Ópera eftir
Hafliða
frumflutt
í Lübeck
„Skáldleg fræði. Í bókinni eru sett
fram fræðileg viðmið sem síðan er
unnið úr og farið út yfir eftir því sem á
líður. Staðreyndin er sú að megin-
þorra fólks finnst fræðirit drepleið-
inleg. Hvers vegna er það? Getur ver-
ið að ástæðan sé sú að mörg fræðirit
eru engin skemmtilesning? Þetta á að
vera skemmtileg bók. Ég býst við að
það mætti flokka hana til einhvers
eða alls af eftirfarandi: 1) Persónuleg
sjálfshjálparbók. 2) Bókmenntafræði-
leg greining á yfirborðsmyndum í
fjölmiðlum og samfélagi. 3) Lýrískt-
analýtískt prósaverk utan bók-
menntagreina, sem skautar á milli
þeirra. 4) Karlagrobb. Mont- og
hetjusögur af sjónum, en með fræði-
legu ívafi. 5) Leynilögreglusaga (þar
sem gátan er fjöldamenningin),
dulbúin sem alfræðirit. 6) Menningar-
fræðirit með sögupersónum á stangli
og með plotti í hverjum kafla. 7) Fag-
urfræði og afórismar, sjónhverfingar
og galdrar.“
Er bókin hugsuð fyrir félaga þína í
fræðunum eða upplýstan almenning
nema hvort tveggja sé?
„Hvort tveggja. Goðsögn hefur
fæðst og dafnar vel í íslenskri menn-
ingu. Hún er svona: 1) Það á að gefa
fólkinu það sem fólkið vill. 2) Fólkið
vill þunnildi. 3) Það á því að gefa því
þunna list. Þessu fylgir auðvitað sú
skoðun að almenningur sé þunnur.
Það er rangt, fólk er ekki heimskt. En
það sem verra er: Að baki þessu ligg-
ur gegndarlaus og forhert markaðs-
hyggja sem verður sífellt útbreiddari,
álítur sig vera sjálfsagt náttúrulög-
mál og smitar frá sér í hugsun okkar
allra. Við verðum svo gagnsýrð af
henni að okkur fer að þykja fráleit
Hvers konar skrif eru Sjónhverfing-
ar?
„„Skrif“ er einmitt ágætt orð yfir
bókina. Ég hef alltaf verið heillaður af
sjónhverfingum og göldrum; sem
strákur lét ég mig dreyma um galdra-
kassa, sem var eitthvað sem var til í
útlöndum. Sjónhverfingar eru í raun
leikur með sýnd, eitthvað gerist sem
ekki á að geta gerst, eitthvað virðist
hverfa en hefur svo ef til vill aldrei
verið til staðar. Og sýndin er í raun
helsta viðfangsefni samtímans, bæði í
fræðum og skáldskap.“
Fræðirit?
hugmynd að framreiða
menningarafurð í
nokkru öðru augnamiði
en því að græða pen-
inga. Gildi hugmynda
liggur í arðsemi þeirra.
Þannig var þetta ekki.
Halldór Laxness skrif-
aði aldrei í slíku um-
hverfi, ekki einu sinni
fjarverandi bók, en ég
fjalla um eina slíka í
Sjónhverfingum. Á sjö-
unda áratugnum varð
til sú hugmynd að hlut-
verk rithöfunda væri að
færa bókmenntir og
menningu „niður til
fólksins“. Hún er að mínu viti einnig
röng. Menningin er ekki í laginu eins
og greindar- og stéttskipt háhýsi með
lyftu heldur er hún flöt, hún er lárétt-
ur flötur með ótal áttum. Og almenn-
ingur vill hugsun og gagnrýni sem og
leik. Ég hef sterklega á tilfinningunni
að fólk vilji fisk en ekki þunnildi. En
allar bækur eru skrifaðar fyrir
ímyndaðan lesanda – blind sturlun –
kjörlesanda. Í mínu tilviki skrifa ég
póetískan texta með fræðilegu ívafi,
bók sem er ætlað að ná út fyrir þröng-
an hring fræðanna.“
Hafa kenningar Rolands Barthes
gengið í endurnýjun lífdaga eða er
hann orðinn klassískur?
„Barthes, Borges, Baudrillard,
þetta eru béin þrjú í bókinni. Ég er
ekki viss um að Barthes geti orðið
klassískur, það væri einhvern veginn
ekki í samræmi við hugmyndir hans. Í
þeim er margt sem sér ekki fyrir end-
ann á, svo sem dauði höfundarins og
aðferðafræðin í bók hans Goðsögnum:
að skoða táknaheim auglýsinga með
sömu aðferðum og bókmenntir. Það
er ekki mikið rýnt í auglýsingar á Ís-
landi, þó eru þær sá texti sem mest er
af í kringum okkur, sá skáldskapur
sem menningin framleiðir í mestu
magni. Sýndarveröld fjölmiðlanna
hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi
síðan Barthes tókst á
við hana í Frakklandi. Í
„Orðræðu sögunnar“,
grein frá 1967, skoðar
Barthes táknanotkun
fornra sagnfræðinga og
kemst að því að orð um
söguna geti aldrei verið
í samræmi við veru-
leikann, verið annað en
framhlið hans; það eina
sem þau geta gert er að
tákna hann og segja í sí-
fellu: „þetta gerðist“.
Því táknmið sagnfræð-
innar er ævinlega fjar-
verandi. Samtíminn og
samtímasagan eru full
af táknum sem eiga sér fjarverandi
táknmið. Bilið á milli hvítra fiðrilda og
dugga vex í sífellu, eins og skáldið
orti. Um þannig fjarverur fjallar bók-
in mín. Barthes skrifaði líka bók um
ljósmyndir og í minni bók nota ég að-
ferðafræði hans við að rýna í ljós-
mynd sem birtist á baksíðu Morgun-
blaðsins á sjómannadaginn fyrir
nokkrum árum. Myndin – sem er ansi
góð – sýnir nokkra sjómenn að störf-
um og er sameiningartákn þeirra á
sjómannadaginn. Nú veit ég fyrir víst
að enginn af mönnunum á myndinni
er alvöru sjómaður, þetta eru allt við-
vaningar, flestir í fyrsta sinn til sjós.
Er táknið þá tómt? Nei, það er fram-
hlið veruleikans, tákn með fjarver-
andi táknmið. Í evrópskum kirkjum
voru víða geymdir heilagir bútar af
forhúð eða naflastreng Krists, einu
líkamshlutunum sem ekki stigu upp
til himna. Þessa helgu dóma var að
finna víðar en svo að þeir gætu mögu-
lega allir verið ekta: Samt gegna slík-
ir gripir fullkomlega hlutverki sínu
sem tákn. Fólk laðast enn að líkum
dýrlinga og á miðöldum var algengt
að þeim væri stolið, slíkt var ekki
venjulegur þjófnaður heldur nefndist
það furta sacra eða heilagur stuldur,
því ef stuldurinn tókst var það vegna
þess að dýrlingurinn vildi láta stela
sér til brúks á öðrum stöðum. Ég hef
framkvæmt furta sacra á Roland
Barthes, aðferðafræði hans og hug-
myndum, og ástæða þess að það tekst
er sú að hann á erindi á Íslandi ein-
mitt í dag.“
Eru bókmenntafræðingarnir orðn-
ir skáld eða skálda þeir fræðin?
„Ef enginn bókmenntafræðingur
er í þeim eru skáldin grunn, ef ekkert
skáld er í þeim eru bókmenntafræð-
ingarnir andlausir. Ef til vill hafa
fræði alltaf verið skálduð, fræðimenn-
irnir hafa bara ekki áttað sig á því.
Menningarbundnar hugmyndir geta
verið býsna seigar og haft áhrif á
raunvísindalegustu rannsóknir. Hug-
myndir okkar um Tahítí markast
þannig af skjalfestum frásögnum af
leiðöngrum sem farnir voru þangað á
átjándu öld. Margaret Mead heitir
virtur mannfræðingur sem gaf út
rannsókn á kynlífi pólýnesískra
stúlkna fyrir nokkrum árum, Æska,
kynlíf og menning á Samoa. Þetta
varð áhrifamikil bók, hún sýndi fram
á að til væru menningarsamfélög án
kynferðislegra hafta og bælingar og
að þar að auki væri þetta hið besta
mál og leiddi til kynferðislegrar vel-
líðunar sem væri óþekkt meðal vest-
rænna kvenna. Svo kom á daginn að
Mead hafði haft svo sterkar fyrir-
framhugmyndir um rannsóknarefnið
að hún hafði látið nokkrar stúlkur
ljúga sig fulla, þær sögðu henni ein-
faldlega það sem hún vildi heyra, bæl-
ingarnar og höftin voru flóknari og
lúmskari en hún gat áttað sig á. En er
ekki eitthvað fallegt við þetta? Einn
kafli bókarinnar fjallar um ekki ósvip-
uð tilvik, eða falsanir. Fræðimenn
hafa tekið að skrifa rannsóknir sínar
vitandi vits að niðurstaðan er túlkun,
ekki endanlegur sannleikur. Sumir
hafa stigið skrefið til fulls og áttað sig
á að enginn munur var á skrifum
þeirra og t.d. skáldskap Borgesar.
Svo þeir búa til sitt eigið Tahítí sem
prófstein á hugmyndir sínar, sem er
það sem er gert í skáldskap. Þannig
Tahítí vil ég búa til, í senn fræðilegt
og skáldað textalegt Tahítí. Til þess
þarf sjónhverfingar, galdrakassa.“
Hermann Stefánsson
havar@mbl.is
Bjartur hefur gefið út bókina Sjónhverf-
ingar eftir Hermann Stefánsson bók-
menntafræðing. Hávar Sigurjónsson átti
samtal við Hermann um efni bókarinnar.
Fræðilegt og skáldað Tahítí
EINS mikið og hefur verið skrifað
bókakyns um vesturferðirnar und-
anfarin ár gegnir furðu að enginn
hafi ómakað sig fyrr við að færa eitt-
hvað af þeim óviðjafnanlegu örlaga-
sögum upp á leiksvið. En nú er sem-
sagt Hannes Blandon búinn að rjúfa
þá þögnina með þessu fjöruga og
skrautlega leikverki um skopskáldið
Káin og samferðamenn hans.
Það er margt gott um þetta leik-
verk að segja. Úr penna Hannesar
drýpur einatt safaríkt mál og hann
er húmoristi góður. Margar senur
eru afar skemmtilegar. Það sem
helst vantar upp á er að illa hefur
gengið að skipa efninu í sterka leik-
ræna heild, og sá sem helst líður fyr-
ir það er titilpersónan sjálf. Káinn
hverfur dálítið í skuggann af litríku
mannlífinu í kringum hann og örlög
hans verða áhorfendunum hvorki
skýr né hugleikin.
Kannski er saga Káins svo
ódramatísk að höfundur þarf sífellt
að snúa sér að öðru til að hafa eitt-
hvað skemmtilegt að skrifa um. Því
það gerir hann, og gerir vel.
Uppfærslan og umgjörð hennar er
frábærlega af hendi leyst hjá leik-
stjóra og útlitshöfundum. Það, og
jafngóður leikurinn, gerir Káin að
fagmannlegustu og áferðarfalleg-
ustu sýningu sem undirritaður hefur
séð hjá áhugaleikfélögunum í vetur.
Auðvitað ná samt nokkrir leikarar
að fara á kostum, annars væri þetta
varla Freyvangsleikhúsið. Höfund-
urinn er afbragð sem Káinn eldri,
Leifur Guðmundsson algerlega
sannfærandi Stephan G., Stefán
Guðlaugsson óborganlegur Jón
vinnumaður og Hjördís Pálmadóttir
kostulegur niðursetningur. Tónlistin
er létt og skemmtileg og á sinn þátt í
að gera heimsókn í Freyvang að góð-
um kosti til að létta geð.
Leikfélag Dalvíkur
Júlíus Júlíusson lætur sig ekki
muna um að frumsýna nú sitt annað
leikrit í fullri lengd á þessu leikári,
sem höfundur og leikstjóri. Að þessu
sinni er hann með leikhóp saman-
settan af reynsluboltum og nýgræð-
ingum og helsti styrkur sýningar-
innar er einmitt hið skrautlega
persónugallerí.
Eins og nafnið bendir til lýsir
verkið lífinu á hæli, vistmönnum og
starfsfólki. Þetta er lítil stofnun með
alls kyns skjólstæðinga, kölkuð gam-
almenni, dópista og aðra sem lent
hafa út af sporinu í lífinu. Óvænt ógn
steðjar að jafnvæginu í sambýlinu
þegar húseigandinn vill selja húsið
og loka. Vistmenn reyna af vanmætti
að bjarga málunum en óvæntur loka-
hnykkur leiðir verkið síðan til lykta.
Leikarar gera margir vel, til að
mynda Dana Jóna Sveinsdóttir sem
skarexin Fröken M. Hjörleifur Hall-
dórsson var heillandi gamall bóndi
með báða fætur í fortíðinni og nær-
vera Jóns Hreggviðs Helgasonar í
hlutverki mállausa mannsins var
sterk. Guðmundur Aðalsteinn
Pálmason og Sigurbjörn Hjörleifs-
son voru sannfærandi sem fíklar og
fjandvinir.
Sterkasti þáttur leikritsins er
mannlýsingarnar eins og áður segir.
Veikasti hlekkurinn er hins vegar
fléttan, sem er bæði of bláþráðótt og
langdregin. Senur þar sem við kynn-
umst fólkinu og þau kynni eru dýpk-
uð án þess að reynt sé að fleyta fram
sögunni eru bestu hlutar verksins og
vöktu mikla kátínu. Sýningin er
snyrtilega sviðsett, en vantaði nokk-
uð á snerpu auk þess sem texta-
kunnátta var ekki alveg í höfn. Það
stendur örugglega til bóta og eins
held ég að leikendum sé alveg óhætt
að sleppa meira fram af sér beislinu
– þetta eru jú örlagaríkir tímar.
Gengið á hælinu er ágætis fé-
lagsskapur eina kvöldstund og um
að gera fyrir það að fara á kostum
fyrir gestina.
LEIKLIST
Leikfélag Dalvíkur
Höfundur og leikstjóri: Júlíus Júlíusson,
leikmynd: Guðmundur Guðlaugsson, Júl-
íus Júlíusson og Lárus Heiðar Sveinsson,
lýsing: Pétur Skarphéðinsson. Ungó 22.
mars 2003.
GENGIÐ Á HÆLINU
Morgunblaðið/Benjamín Baldursson
„Fagmannleg og áferðarfalleg sýning,“ segir Þorgeir Tryggvason um Káin.
Þorgeir Tryggvason
Freyvangsleikhúsið
Höfundur: Hannes Örn Blandon, leik-
stjóri: Saga Jónsdóttir, tónlist: Hannes
Örn Blandon, Eiríkur Bóasson, Jóhann Jó-
hannsson og Hulda Svanhildur Björns-
dóttir, leikmynd: Þórarinn Blöndal, lýs-
ing: Ingvar Björnsson. Freyvangi 21.
mars 2003.
KÁINN
Heimabrennt í Eyjafirði