Morgunblaðið - 24.03.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 29
DAGBÓK
Leiðsögunám
Hnitmiðað og skemmtilegt nám fyrir þá, sem vilja kynnast
Íslandi í máli og myndum. Námið er opið öllum þeim, sem
áhuga hafa á að læra hvernig standa skal að leiðsögn erlendra
ferðamanna á ferð um Ísland.
Stuðst er við námsskrá menntmálaráðuneytisins um
viðurkennt leiðsögunám.
Helstu námsgreinar:
Ferðalandafræði Íslands. Helstu viðkomustaðir ferðamanna
í máli og myndum.
Saga landsins, atvinnuvegir, stjórnmál, bókmenntir
og listir.
Mannleg samskipti og hópasálfræði.
Skipulagðar ferðir, afþreyingaferðir og margt fleira.
Leiðbeinendur eru þaulvanir leiðsögumenn og sérfræðingar á
hinum ýmsu sviðum.
Kennt er 3 kvöld í viku, en auk þess er farið í vettvangsferðir á
laugardögum.
Bíldshöfða 18, sími 567 1466
Opið til kl. 22:00
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú býrð yfir áræði og þori,
ástleitni og umhyggju og
hefur gaman af íþróttum,
rómantík og leikjum.
Miklar breytingar gætu
verið framundan í lífinu.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það er nauðsynlegt að
hugsa um eigin hag um
þessar mundir enda tæki-
færið til að hlaða orku-
geymana. Sólin er í merki
þínu og þú verður að nýta
það.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Mundu að þú þarft á hvíld
og afslöppun að halda um
þessar mundir. Reyndu að
draga þig í hlé og vera í
einrúmi smá stund til að
róa hugann.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Talaðu við vini þína um
framtíðardrauma þína og
vonir. Með því að orða
drauma þína eykur þú líkur
á að þeir rætist.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Reyndu að hugsa vel um
útlitið því fólk tekur eftir
þér þennan mánuð. Það er
mikilvægt að þú skapir þér
sterka og jákvæða ímynd.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ferðir, aukin menntun,
samræður við útlendinga og
bækur eða kvikmyndir geta
víkkað sjóndeildarhring
þinn nú.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er nauðsynlegt að þú
skilgreinir vel sameiginlegt
eignarhald á einhverju.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú vilt vera innan um ann-
að fólk nú. Þú gætir öðlast
aukinn skilning á þér með
samræðum við vin eða fé-
laga.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Losaðu þig við hluti sem þú
þarft ekki lengur á að
halda. Þú þarft að skipu-
leggja þig betur og koma
skikki á líf þitt.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Rómantíkin leikur stórt
hlutverk í lífi þínu nú. Þú
skalt skemmta þér meðan
kostur er.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Einbeittu þér að heimilinu
og fjölskyldunni. Taktu þér
tíma til að hlusta á fjöl-
skyldumeðlimi og veittu
þeim stuðning. Þú sérð
aldrei eftir slíku.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú átt annríkt um þessar
mundir. Kaup og sala,
samningar, stuttar ferðir og
samræður við vini halda
þér við efnið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ræddu við einhvern sem
hefur völd um hvernig þú
getur aukið tekjur þínar nú
eða í framtíðinni. Þú þarft
að hafa trú á getu þinni og
hæfileikum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MEÐ MORGUNKAFFINU
Ef þú hættir ekki að elta mig þá á ég eftir að stíga á þig!
Mömmudagar, pabbadagar, afmæli, jólin … það er ótrú-
legt hvað það kostar að eiga foreldra núorðið!
ÍSLENSKUR
KVEÐSKAPUR
Undarleg er íslensk þjóð!
Allt, sem hefur lifað,
hugsun sína og hag í ljóð
hefur hún sett og skrifað.
Hlustir þú og sé þér sögð
samankveðna bagan,
þér er upp í lófa lögð:
landið, þjóðin, sagan.
Stephan G. Stephansson
LJÓÐABROT
SUÐUR gengur hreint til
verks og stekkur í fjögur
hjörtu eftir opnun makk-
ers á grandi:
Vestur gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ 743
♥ ÁG8
♦ á74
♣ÁDG6
Suður
♠ D82
♥ KD10964
♦ K6
♣84
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 grand Pass 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Útspil vesturs er spaða-
ás og austur lætur tíuna í
slaginn, sem er frávísun.
Vestur tekur makker al-
varlega og skiptir yfir í
tíguldrottningu. Hvernig á
að spila?
Þetta er einfalt mál fyr-
ir vana menn: Vestur virð-
ist vera með ÁKG í spaða
og DG í tígli. Hann sagði
pass í upphafi og getur því
ekki átt laufkónginn líka.
En það er allt í lagi:
Norður
♠ 743
♥ ÁG8
♦ Á74
♣ÁDG6
Vestur Austur
♠ ÁKG ♠ 10965
♥ 532 ♥ 7
♦ DG95 ♦ 10832
♣732 ♣K1095
Suður
♠ D82
♥ KD10964
♦ K6
♣84
Vestur fær að eiga slaginn
á tíguldrottningu! Ef hann
skiptir yfir í lauf tekur þú
með ás, hendir síðan laufi
niður í tígulás og tromp-
svínar fyrir laufkónginn.
Tíu slagir.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5
e6 4. Bxc6 bxc6 5. d3 Re7
6. 0–0 Rg6 7. Rc3 e5 8. a3
a5 9. b3 d6 10. Bd2 Be7
11. h3 0–0 12. Re2 f5 13.
exf5 Bxf5 14. Rg3 Be6 15.
De2 h6 16. Kh2 Dd7 17.
Hae1 a4 18. b4 cxb4 19.
axb4 a3 20. c4 a2 21. Ha1
d5 22. c5 Bf6 23. Rh5 Kh7
24. Rxf6+ gxf6 25. d4 e4
26. De3 Dg7 27.
Hg1 exf3 28.
Dxe6 Hfe8 29.
Df5 He2 30. Be3
He8
Staðan kom
upp á Edduskák-
mótinu, minning-
armóti Guð-
mundar J.
Guðmundssonar.
Íslenskum skák-
mönnum tókst
sumum hverjum
að leggja að velli
erlendu ofur-
stórmeistarana
sem þátt tóku. Í
stöðunni hafði Jón Garðar
Viðarsson (2391) hvítt
gegn Loek Van Wely
(2668). 31. Kh1! Hógvær
en um leið vinningsleikur
þar sem nú opnast g-línan
án þess að svartur fái rönd
við reist. 31… Hb2 32.
gxf3 Hg8 33. Hg4 Df7 34.
Hh4 Hh8 35. Hg1 h5 36.
Dxh5+ Kg7 37. Dxh8#. 6.
umferð Meistaramóts
Taflfélagsins Hellis hefst
kl. 19.30 í kvöld. Teflt
verður í húsakynnum fé-
lagsins, Álfabakka 14a og
eru áhorfendur velkomnir.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ birt-
ir tilkynningar um af-
mæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira
lesendum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að ber-
ast með tveggja daga
fyrirvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Hann sagði að nýi kjóllinn
færi mér svo vel og svo
spurði hann hvort hann
gæti fengið hann lánaðan!
SMÆLKI
KIRKJUSTARF
Hallgrímskirkja. Lestur Passíusálma kl.
12.15.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass-
íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu
í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomn-
ir. Kl. 15–16.30 Ævintýraklúbburinn,
starf fyrir 7–9 ára börn, sem eru öll vel-
komin.
Laugarneskirkja. 12 spora hópar koma
saman í dag kl. 18 og 20. Umsjón Mar-
grét Scheving sálgæsluþjónn. (Sjá síðu
650 í Textavarpi.)
Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.50 10–12
ára starf kl. 16.30. Litli kórinn, kór eldri
borgara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi
Inga J. Backmann. Allir velkomnir.
Seltjarnarneskirkja. Friðarstund kl. 12–
12.30. Hljóð bænastund.
Árbæjarkirkja. Kl. 15.15 TTT (starf 10–
12 ára) í safnaðarheimilinu.
Fella- og Hólakirkja. Kl. 13–15.30 opið
hús fyrir fullorðna í safnaðarheimili
kirkjunnar. Spilað, fræðst, kaffi og
spjall. Bænastund kl. 15.15 í kirkjunni.
Fyrirbænaefnum má koma til djákna í
síma 557 3280. Þeir sem óska eftir
akstri láti vita í sama síma fyrir hádegi
á mánudögum. Stúlknastarf fyrir 11–12
ára kl. 17–18. Æskulýðsstarf fyrir 8.–
10. bekk á mánudagskvöldum kl. 20.
Grafarvogskirkja. KFUK í Grafarvogs-
kirkju kl. 17.30–18.30 fyrir stúlkur 9–
12 ára. Kirkjukrakkar í Engjaskóla kl.
17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. TTT (10–12
ára) í Engjaskóla kl. 18.30–19.30.
Sorgarhópur kl. 20. Á leiðinni heim.
Þekktir leikarar og skáld lesa Pass-
íusálmana kl. 18.15–18.30.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 8.
bekk kl. 20. Prédikunarklúbbur presta í
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra er í
Hjallakirkju þriðjudaga k. 9–10.30. Um-
sjón Sigurjón Árni Eyjólfsson.
Bessastaðasókn. TTT-starf fyrir 10–12
ára drengi og stúlkur kl. 17.30–18.30 í
stofu 104 í Álftanesskóla. Rúta ekur
börnunum heim að loknum fundi.
Skemmtileg dagskrá. Mætum öll.
Lágafellskirkja. Heimsóknarþjónusta
kirkjunnar er í umsjá Þórdísar djákna,
símatími mánudaga kl. 16–18 í síma
566-7113. Opinn bænahópur í Lága-
fellskirkju kl. 20. Umsjón hefur Þórdís
djákni. Al-Anon-fundur í Lágafellskirkju
kl. 21.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Systrafélag Ytri-
Njarðvíkurkirkju. Fundur í dag, mánu-
dag, kl. 20.30.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl.
17.30 æskulýðsfélag fatlaðra, eldri
hópur. Hulda Líney Magnúsdóttir, Ingv-
eldur Theódórsdóttir og sr. Kristján
Björnsson.
Hjálpræðisherinn. Kl. 15 heimilasam-
band. Katrín Eyjólfsdóttir talar. Kl.
17.30 barnakór. Öll börn velkomin.
Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30–
16.30.
Akureyrarkirkja. Kirkjusprellarar, 6–9
ára starf, kl. 16. TTT-starf kl. 17.30.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15
heimilasamband. Kl. 17.15 Örkin hans
Nóa, 1. 2. og 3. bekkur. Kl. 19.30
Mannakorn, 6. og 7. bekkur.
LESTUR Passíusálma í Graf-
arvogskirkju alla virka daga
kl. 18.15–18.30.
Þeir sem lesa þessa viku
eru: Í dag, 24. mars: Kristín
Marja Baldursdóttir; 25. mars:
Gunnar Eyjólfsson; 26. mars:
Baldvin Halldórsson; 27. mars:
Bryndís Pétursdóttir og 28.
mars: Þór Tulinius.
Á leiðinni
heim
Safnaðarstarf