Morgunblaðið - 27.03.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 27.03.2003, Síða 23
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 23 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S SP V 20 52 6 03 /2 00 3 hjá okkur. Þú ert Sérhverviðskiptavinur og allt, sem tengist fjármálum hans, hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjármálastofnunum. Þjónusta SPV er alhliða og fagleg og byggir á persónulegri þekkingu á óskum og þörfum hvers viðskiptavinar. Við stöndum þétt við bakið á viðskipta- vinum okkar því velgengni þeirra skiptir okkur öllu máli. Styrkur okkar er traust og örugg fjármálaþjónusta sem þú getur nýtt þér til vaxtar. Verið velkomin í afgreiðslustaði okkar í Borgartúni 18, Hraunbæ 119 og Síðumúla 1, eða fáið upplýsingar í síma 5754100 og á heimasíðu okkar, sem erwww.spv.is ÍGOR Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, hvatti í gær Bandaríkja- menn til að stöðva stríðsreksturinn í Írak „eins fljótt og unnt er og snúa sér aftur að því að láta alþjóðalög ráða og ná fram raunverulegri lausn á Íraksmálinu á grundvelli ályktana öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.“ Interfax-fréttastofan rússneska hafði eftir Ívanov að með hernaðin- um í Írak væri ekki verið að frelsa þjóðina. Stríð bandamanna væri „ólöglegt og dæmt til að mistakast“, sagði ráðherrann. „Þetta snýst ekki um að koma á lýðræði í Írak heldur er verið að leggja landið í rúst.“ Eftir sem áður náið samstarf við Bandaríkin Hann sagði að andstaða rússn- eskra stjórnvalda við stríðið merkti ekki að þeir væru að lýsa andstöðu við Bandaríkin sem slík heldur stefnu núverandi stjórnar í Wash- ington og stríðsreksturinn. Eftir sem áður ættu ríkin tvö náið sam- starf og myndu gera það áfram. Ívanov hefur áður sagt að ekki sé hægt að koma á lýðræði „með Tom- ahawk-stýriflaugum“. Skoðanakann- anir í Rússlandi sýna að þorri lands- manna er andvígur stríðinu, þrír af hverjum fjórum sögðust í könnun, sem birt var í gær, óska þess að Írakar sigruðu. Aðeins 13% vona að bandamenn sigri, 13% eru óákveðin. Þrátt fyrir þetta hefur þátttaka í mótmælafundum sem flokkar kommúnista og ákafra þjóðernis- sinna hafa staðið fyrir til að lýsa and- úð á stríðinu og stuðningi við Íraka verið afar lítil. Yfirleitt hafa aðeins nokkur hundruð manns látið sjá sig. Lítil hefð er fyrir því í Rússlandi að koma saman af fúsum og frjálsum vilja á útifundum til að lýsa skoðun sinn á stjórnmálum og enn síður at- burðum utan landsins. Rússneski ráðherrann átti í gær fund með sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, Alexander Vershbow, og fjölluðu þeir um tilraunir til að brúa vaxandi, pólitíska gjá milli Rúss- lands og Bandaríkjanna. Hafa stjórnvöld í Washington m.a. sakað Rússa um að útvega stjórn Saddams Husseins mikilvægan hátæknibúnað sem notaður sé gegn herjum banda- manna í Írak. Vladímír Pútín Rúss- landsforseti hefur lofað því að láta rannsaka málið. Reuters Ígor Ívanov, utanríkisráðherra Rússlands. Ívanov vill að hernaðinum verði hætt Moskvu. AFP. Rússar segja stríðið gegn Írak „ólöglegt og dæmt til að mistakast“ ÖRUGGUR meirihluti virtist í gær ætla að verða fyrir því í öldungadeild Bandaríkjaþings að gera verulegar breytingar á skattalækkunartillög- um George W. Bush forseta, í því skyni að draga úr hallarekstri rík- issjóðs og auka svigrúmið til þess að innistæða verði fyrir kostnaðinum af stríðsrekstrinum í Írak og uppbygg- ingarstarfi þar í framhaldinu. Í atkvæðagreiðslum í öldunga- deildinni, þar sem flokksmenn for- setans í Repúblikanaflokknum eru í meirihluta, leit út fyrir að áætluð heildarupphæð skattalækkunar- áætlunar Bush fyrir næsta áratug yrði að gerðum breytingum nær 350 milljörðum dollara en þeim 726 milljörðum sem gert var ráð fyrir í upprunalegu tillögunum. 51 þingmaður af þeim 100 sem sæti eiga í öldungadeildinni greiddi því atkvæði að skattalækkunaráætl- un forsetans skyldi skorin niður. „Ég held að við gerum okkur allir grein fyrir að við erum að skuld- binda okkur til langs tíma til að stuðla að stöðugleika í þessum heimshluta, og það mun kosta pen- inga,“ sagði George Voinovich, repúblikani frá Ohio. Atkvæði hans og fleiri hófsamra repúblikana gerðu útslagið með að breytingatillögurnar voru samþykktar. Bush lagði á þriðjudag fyrir full- trúadeild þingsins beiðni um að heimiluð yrðu viðbótarútgjöld á þessu fjárlagaári upp á 74,7 millj- arða dollara, andvirði um 5.830 millj- arða króna, til að standa straum af kostnaðinum við þau stórræði sem bandaríski heraflinn stendur nú í. Hluta fjárins er ætlað að renna til uppbyggingarstarfs í Írak eftir stríðið og í styrki til landa þar um slóðir sem vinveitt eru Bandaríkj- unum, auk átaksverkefna í hryðju- verkavörnum. Dregið verði úr skatta- lækkunum Washington. AFP, AP. Öldungadeild Bandaríkjaþings vill svigrúm á fjárlögum vegna stríðs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.