Morgunblaðið - 02.04.2003, Side 2

Morgunblaðið - 02.04.2003, Side 2
VOPNAÐ BANKARÁN Vopnaður karlmaður rændi banka í Hafnarfirði í gærmorgun og er leit- að af lögreglu. Hann bar borðhníf við ránið og komst á brott með reiðufé úr gjaldkeraskúffu. Myndir náðust af ræningjanum í eftirlits- myndavélum og skoðar lögreglan þær við rannsókn málsins. Sókn til Bagdad undirbúin Herafli bandamanna er tekinn að undirbúa sóknina til Bagdad og mun Tommy Franks, yfirmaður liðsafl- ans við Persaflóa, ákveða sjálfur hvenær af henni verður og þarf ekki að bera það undir Bandaríkjastjórn. Bandamenn eru vissir um, að tek- ist hafi að veikja verulega Lýðveld- isvörðinn, úrvalssveitir Saddams, en þeim hefur fyrst og fremst verið fal- ið að verja Bagdad. Stefnt er að því að hindra, að hann komist inn í borg- ina og verjist þar. Verður nú lögð meiri áhersla á landhernað. Álitleg olíusvæði Orkustofnun telur að svæði Ís- lendinga við Jan Mayen, þar sem olíuleit hefur farið fram, sé það álit- legt að þar gæti komið til olíuborana í framtíðinni. Olíuleit og undirbún- ingur geti hinsvegar tekið áratugi. Hvalveiðar gætu hafist í ár Hvalveiðar í vísindaskyni gætu hafist í ár eða á næsta ári. Íslensk stjórnvöld munu kynna áætlun um veiðar á 250 hvölum á tveggja ára tímabili fyrir vísindanefnd Alþjóða- hvalveiðiráðsins á ársfundi þess í vor. Við inngöngu Íslands í hval- veiðiráðið á ný öðlumst við rétt til vísindaveiða án þess að ráðið geti stöðvað þær, en veiði- og rann- sóknaáætlun ber engu að síður að kynna á vettvangi ráðsins.  FORMÚLA-1  YAMAHA-HJÓLIN  BÍLASALAN EYKST BREYTTUR PATROL  HUDSON ÁRGERÐ ’47 VOLVO ER MERKIÐ  MAZDA RX-8 Í SUMAR SPORTBÍLL FYRIR FJÓRA Þjónustuaðili fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað frá DIRECTED. VIPER á Íslandi FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI SÍMI 555 6025 • www.kia.is K IA ÍSLAND Bílar sem borga sig! Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 22 540 1500 www.lysing. is Yf ir l i t FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Kynningar – Blaðinu í dag fylgir tíma- ritið Lifun. Tímaritinu verður dreift um allt land. Í dag Sigmund 8 Viðhorf 32 Viðskipti 12/14 Minningar 34/37 Erlent 15/18 Kirkjustarf 37 Höfuðborgin 19 Bréf 40/41 Akureyri 20 Dagbók 42/43 Suðurnes 21 Sport 44/47 Landið 22 Fólk 48/53 Listir 23/25 Bíó 50/53 Umræðan 26/33 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * MAÐURINN sem lést í vélsleða- slysi í Kerlingarfjöllum síðastliðinn laugardag hét Sveinn Magnús Magnússon, til heimilis á Blómstur- völlum 34 í Neskaupstað. Hann var fæddur 12. janúar árið 1961 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjá syni. Lést í vél- sleðaslysi KARLMAÐUR vopnaður búrhnífi ruddist inn í útibú Sparisjóðs Hafn- arfjarðar við Reykjavíkurveg í gær- morgun og lét greipar sópa í pen- ingaskúffu gjaldkera. Komst hann á brott með reiðufé. Var hann enn ófundinn þegar blaðið fór í prentun. Ránið var framið klukkan 9.42 í gær og voru tveir viðskiptavinir í bankanum þegar ræninginn lét til skarar skríða. Hann vatt sér inn um dyrnar, stökk yfir afgreiðsluborð og staðnæmdist við peningaskúffu í stúku aftan við borðið. Þar hirti hann peningana, en ekki hefur verið upp- lýst hversu miklu hann stal. Ræning- inn var klæddur hettupeysu og huldi andlit sitt með sokk, en atburðurinn náðist á mynd í eftirlitsmyndavélum bankans. Fór lögreglan í Hafnarfirði yfir upptökurnar í gær við rannsókn málsins. Starfsfólki bankans var mjög brugðið við innrás mannsins en brást rétt við með því að veita honum enga mótspyrnu samkvæmt vinnu- reglum sem gilda um atvik af þessu tagi. Lögreglu var síðan gert viðvart með sérstökum neyðarhnappi og símhringingu og var hún mætt á staðinn tveimur mínútum síðar. Þá var ræninginn flúinn. Hljóp hann áleiðis að Stakkahrauni, um 150 metra vegalengd, og hvarf þar. Bankanum var lokað strax í kjölfar ránsins og fékk starfsfólkið áfalla- hjálp hjá trúnaðarlækni. Lögreglan í Hafnarfirði fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögregluliða í nágrannasveitarfélög- um. Ræningjanum er lýst sem lág- vöxnum manni milli tvítugs og þrí- tugs, u.þ.b. 170 cm á hæð. Hann var klæddur ljósri hettupeysu og dökk- um buxum. Þá bar hann brúnan bak- poka á bakinu. Lögreglan biður alla þá sem geta gefið upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir í kjölfar ránsins að hafa samband. Þessar eftirlitsmyndir eru til rannsóknar hjá lögreglunni sem biður fólk um að hafa samband ef það býr yfir upp- lýsingum um málið. Á myndunum sést ræninginn stökkva yfir afgreiðsluborð og inn í gjaldkerastúkuna. Framdi vopnað bankarán Lét greipar sópa í peningaskúffu LUKKU-Láki komst enn í hann krappan í gær þar sem skipið var á siglingu á Breiðafirði og fékk drauganet í skrúfuna. Að sögn skipstjórans drapst þá skyndilega á vélinni. Þótt skip- verjar kæmu vélinni í gang á ný hristist allt og skalf og báturinn gekk aðeins um eina mílu. Því var ekki annað að gera en leita aðstoðar báta sem voru í grennd- inni. Netabáturinn Jói á Nesi SH varð við hjálparbeiðninni og dró Lukku-Láka í land en bátarnir komu samsíða til hafnar í Ólafs- vík um klukkan 16.30 í gær. Þetta er í annað sinn á skömm- um tíma sem gæfan snýr baki við Láka því í síðasta mánuði varð báturinn vélarvana og strandaði við innsiglinguna í smábátahöfn- inni í Grófinni í Keflavík. Mun betur fór en á horfðist þar sem Sunna Líf KE-7 var skammt frá en hún komst fljótt á staðinn og náði Lukku-Láka í tog. Morgunblaðið/Alfons Ólukkan eltir Lukku-Láka HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir 34 ára bandarískum ríkisborg- ara, sem grunaður er um mansal með því að hafa aðstoðað fjóra Kín- verja við að komast til landsins með ólögmætum hætti. Situr sakborning- urinn í varðhaldi til 3. apríl. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar mál mannsins. Var hann með 600 þúsund kr. í reiðufé að því er fram kemur í úrskurðinum. Héraðsdómur fullyrðir ekkert í úrskurði sínum um sekt mannsins á þessu stigi, en tekur fram að ætlað brot hans sé eigi að síður alvarlegt. Segir þar að á undanförnum árum hafi það færst í vöxt að einstaklingar og alþjóðlegir glæpahringir geri ör- birgð íbúa fátækra ríkja að féþúfu. Samkvæmt gögnum málsins áttu Kínverjarnir fjórir eða fjölskyldur þeirra að greiða tæpar fimm millj- ónir króna fyrir flutning til Banda- ríkjanna. Enn er ekki ljóst hvort og þá hvernig þeir áttu sjálfir að greiða fyrir flutninginn, en samkvæmt vitn- isburði eins þeirra stóð til að hann ynni fyrir flugfargjaldi sínu með vinnu á veitingastað í Bandaríkjun- um. Þá er ekkert komið fram í mál- inu sem bendir til þess að þeir hafi átt vísa atvinnu og húsaskjól og bein- ist því grunur lögreglu að mansali. Átti að vinna fyrir fargjaldi TOLLGÆSLAN í Reykjavík kom upp um eitt allra stærsta vopnasmygl sem upp hefur komið hér á landi þeg- ar tollverðir fundu 54 fjaðurhnífa, þrjá lásboga og örvar með oddum í vörugámi flutningaskips frá Taílandi á mánudag. Tollverðirnir voru við hefðbundið eftirlit í vöruhúsi þar sem gámurinn var í geymslu þegar þeir rákust á vopnin. Tiltekið fyrirtæki hér á landi flutti inn gáminn og fund- ust vopnin meðal annarra vara sem í honum voru. Lagt var hald á þau. Sigurður Snorri Bergsson, for- stöðumaður tollgæslusviðs tollstjór- ans í Reykjavík, man ekki eftir stærri vopnasendingu hér á landi. Enginn hefur verið handtekinn vegna máls- ins. Að lokinni rannsókn tollgæslunn- ar fer málið til lögreglunnar í Reykja- vík. Lögðu hald á 54 fjað- urhnífa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.