Morgunblaðið - 02.04.2003, Page 47

Morgunblaðið - 02.04.2003, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 47  DRÖFN Sæmundsdóttir úr FH varð fyrir meiðslum undir lok leiks- ins þegar hún lenti illa eftir upp- stökk. Hún var flutt með sjúkrabif- reið á slysadeild og óttuðust FH-ingar að hún hefði slitið kross- band.  GUNNAR Þór Gíslason, stjórnar- formaður Stoke, segir í samtali við enska blaðið Sentinel að engir samn- ingar verði gerðir við þá leikmenn sem verða með lausa samninga í sumar fyrr en að lokinni leiktíðinni.  FIMMTÁN af leikmönnum Stoke eru að klára sína samninga í sumar og meðal þeirra eru Brynjar Björn Gunnarsson, Bjarni Guðjónsson, James O’Connor og Peter Hoekstra. Gunnar Þór segist ekki vilja trufla einbeitingu sinna manna en eins og flestir vita berst Stoke um að halda sæti sínu í 1. deildinni.  SKOTAR töpuðu fyrir Litháum, 2:1, í undankeppni EM skipað leik- mönnum 21 árs og yngri í Litháen í gær en þjóðirnar leika í sama riðli og Íslendingar. Skotar fengu óskabyrj- un þegar Kevin Kyle skoraði strax á 2. mínútu. Litháar jöfnuðu metin á 34. mínútu og skoruðu sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok.  FRANCIS Jeffers skoraði mark enska U-21 árs landsliðsins sem gerði 1:1 jafntefli við Tyrki á St. James Park. Þetta var 13. mark Jeff- ers í jafnmörgum leikjum með U-21 árs landsliðinu og jafnaði hann þar með met Alan Shearers.  SENEGALINN El Hadji Diouf, framherji Liverpool, var í gær út- nefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku. Diouf hafði betur í barátt- unni við landa sinn, Pape Bouba og Egyptann Ahmed „Mido“ Hossan.  HVÍT-RÚSSAR urðu í gær Evr- ópumeistarar í karlaflokki í borð- tennis þegar þeir lögðu Þjóðverja í úrslitaleik, 3:1. Íslenska karlasveitin hafnaði í 35. sæti en Íslensku kon- urnar urðu í næstneðsta sæti. Ítalir fögnuðu Evrópumeistaratitlinum eftir sigur á Króötum, 3:1.  FORRÁÐAMENN körfuknatt- leiksdeildar Grindavíkur afhentu Guðmundi Bragasyni og Páli Axeli Vilbergssyni viðurkenningar í gær en sá fyrrnefndi lék sinn 500. leik fyrir félagið í gær en Páll Axel á enn eftir að leika 200 leiki til viðbótar til þess að ná Guðmundi.  UNGAR stúlkur úr yngri flokkum Grindavíkur sáu um að skemmta áhorfendum þegar tími gafst til í oddaleik liðsins gegn Tindastóls- mönnum í gær.  TVEIR fyrrum leikmenn Tinda- stóls og íslenska landsliðsins, Valur Ingimundarson og Pétur Guð- mundsson, voru mættir á leik lið- anna í gær og báru saman bækur sínar á meðan leiknum stóð. Pétur lék undir stjórn Vals um tveggja ára skeið á Sauðárkróki. FÓLK FRAMVEGIS verður félögum sem taka þátt í Meistaradeild Evrópu í handknattleik óheimilt að selja heimaleiki sína, hér eftir verða lið að leika heima og að heiman í hverri umferð keppninnar. Þetta ákvað Handknattleikssamband Evrópu, EHF, nýverið. Gilda þess- ar reglur frá og með næstu leik- tíð. Reglurnar eiga einnig við um landsleiki, þar sem þjóðir berjast um sæti í undankeppni EM. Reikn- að er með að þetta sé aðeins fyrsta skref EHF í þá átt að banna félögum að selja heimaleiki sína eins og oft hefur verið gert á Evr- ópumótum félagsliða til þessa. Hafa félög brugðið á þetta ráð á tíðum til að draga úr kostnaði við þátttöku á Evrópumótunum. Er skemmst að minnast þess að and- stæðingar Gróttu/KR í Áskor- endakeppni Evrópu í haust, Switlotechnik Brovary frá Úkr- aínu, seldi heimaleikinn til Gróttu/ KR sl. haust og lék „heimaleik“ sinn hér á landi. Grótta/KR seldi síðan heimaleik sinn í næstu um- ferð þar á eftir gegn portúgalska liðinu Desportiv Francisco de Hol- anda til þess að draga úr kostnaði við keppnina. Bannað að selja heimaleiki DARELL Lewis, leikmaður Grindvíkinga, fékk aðstoð frá lækni íslenska landsliðs- ins í knattspyrnu, Sigurjóni Sigurðssyni, áður en odda- leikur Grindvíkinga og Tindastóls hófst í Grindavík í gær. Sigurjón dældi vökva úr hnélið Bandaríkjamanns- ins sem fór í aðgerð á sama hné fyrir um fjórum vikum. Talsverður vökvi hafði myndast í hnénu og angraði það leikmanninn. Taldi Frið- rik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, að Sigurjón hefði tekið allt að 30 ml af liðvökva úr hnénu fyrir leik- inn. Ekki verður annað sagt en að aðstoð Sigurjóns hafi komið sér vel fyrir Lewis því leikmaðurinn fór gjör- samlega á kostum. „Tappað af“ Lewis VIÐ vorum í tómu basli með að skora gegn Grindvíkingum og það var það sem við ætluðum okkur ekki að gera,“ sagði Krist- inn Friðriksson, þjálfari og leik- maður Tindastóls, eftir að ljóst var að lið hans var komið í sum- arfrí þetta árið. „Menn voru að kasta knettinum frá sér að óþörfu og leikur okkar bar vott um taugaveiklun og óöryggi,“ sagði þjálfarinn og taldi sjálfan sig hafa leikið undir getu. „Ég var ekki að leika vel að þessu sinni og það má segja um fleiri leikmenn í okkar liði. Við höfum getað stólað á þrjá leikmenn sem hafa haft það hlutverk að skora mest en því er ekki að leyna að okkur vantaði að einhver tæki af skarið þegar á þurfti. Liðið er ungt og efnilegt en menn verða að hafa meiri trú á eigin getu í svona leikjum – Grindvíkingar höfðu meiri trú á sigri en við,“ sagði Kristinn og var ekki í vafa um hverjir yrðu Íslandsmeistarar árið 2003. „Keflavík vinnur Grindavík, 3:0, svo einfalt er það,“ sagði Kristinn. „Gekk illa að skora“ Fyrsti leikhluti hófst með einvígiá milli Darrel Lewis í liði heimamanna og Michail Andropov hjá gestunum. Heimamenn fundu engin ráð til að ráða við Michail Andropov undir sinni körfu, einnig var hann erfiður heim að sækja þegar Grindvíkingar sóttu. Tölu- verð taugaveiklun var hjá heima- mönnum sem misstu nokkra bolta en Darrel Lewis hélt heimamönn- um á floti með stórgóðum leik og setti niður 15 stig í fyrsta leikhluta auk þess að spila frábæra vörn á Clifton Cook í liði gestanna. Hjá gestunum var Michail Andropov allt í öllu og setti niður 10 stig í leikhlutanum. Vendipunktur leiks- ins var sennilega í fyrsta leikhluta því þegar Tindastóll hafði forustu, 19:16, þá báðu heimamenn um leikhlé en áður en til þess kom skoruðu heimamenn tvö stig og staðan 19:18. Þarna var ein og hálf mínúta til loka fyrsta leikhluta. Heimamenn skoruðu næstu sjö stig og voru komnir með forskot, 25:19, í lok fyrsta leikhluta. Gest- irnir skoruðu úr víti í byrjun ann- ars leikhluta en síðan komu 10 stig í röð frá heimamönnum og meðal þeirra stiga var troðsla frá Páli Axel Vilbergssyni eftir undirbún- ing af hálfu Darrel Lewis. Þarna tóku gestirnir leikhlé og rúmar tvær mínútur búnar af öðrum leik- hluta. Nítján stig gegn einu á tæp- um fjórum mínútum. Stólarnir gír- uðu sig upp vel studdir af áhorfendum sínum sem voru fjöl- margir og studdu sína menn allan tímann af krafti. Áhorfendur á bandi heimamanna voru ekki síður vel með á nótunum og ekki skemmdi fyrir þeim þegar Darrel Lewis tróð nánast beint í andlitið á Michail Andropov. Þakið á húsinu ætlaði hreinlega að rifna af, slík voru lætin. Gestirnir héldu þó í horfinu en heimamenn voru komn- ir með gott forskot í hálfleik, höfðu skorað 56 stig gegn 40 gest- anna. Síðustu tvö stigin voru glæsileg en Grindvíkingar tóku leikhlé þegar 1,3 sekúndur voru eftir og boltinn var gefinn á Darrel Lewis sem setti niður tvö góð stig og hafði kappinn þá skorað 25 stig. Seinni hálfleikur var ekki orðinn gamall þegar heimamenn náðu 20 stiga forustu og ljóst var þá að Grindvíkingar myndu fara með sigur af hólmi. Heimamenn héldu þó einbeitingu og gestirnir alls ekki á þeim buxunum að gefast upp. Heimamenn lentu í villuvand- ræðum með stóru mennina sína en þeir kláruðu þó leikinn án þess að fara útaf. Heimamenn héldu áfram að auka forskot sitt og gestirnir gáfu eftir þannig að eftirleikurinn var auðveldur. Darrel Lewis fór af velli þegar tvær og hálf mínúta var eftir við mikið lófatak stuðnings- manna Grindavíkur. Leiknum lauk síðan með öruggum sigri heima- manna, 109:77. Bestir í liði Tindastóls voru þeir Michail Andropov og Kristinn Friðriksson en hjá heimamönnum var liðsheildin sterk en þó sté Darrel Lewis vel fram í sviðsljósið þetta kvöld og spilaði frábærlega í vörn sem sókn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, gefur hér lærisveinum sínum góð ráð í leikhléinu í Grindavík í gærkvöld. Grindavík vann stórsigur á Tindastóli og mætir Keflavík í úrslitaeinvígi. Flugeldasýning hjá Lewis í Grindavík GRINDVÍKINGAR, með Darryl Lewis í broddi fylkingar, fóru létt með að tryggja sér sæti í úrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Grindavík í gær. Lewis lék sinn besta leik á tímabilinu, skoraði 45 stig, og Grindvíkingar unnu stórsigur á Tindastóli, 109:77, í fimmta og síðasta undanúrslitaleik liðanna. Grindavík og Keflavík leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn og fer fyrsti leikurinn fram í Grindavík á laugardaginn. Garðar Vignisson skrifar ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.