Morgunblaðið - 17.04.2003, Side 2

Morgunblaðið - 17.04.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ SÞ Í LYKILHLUTVERKI Leiðtogar nokkurra Evrópuríkja hafa sameiginlega lagt til að Evr- ópusambandið gefi út yfirlýsingu um að Sameinuðu þjóðirnar, SÞ, verði í lykilhlutverki við endur- uppbyggingu í Írak. George Bush hefur hvatt til þess að viðskipta- banni SÞ á Írak verði aflétt að fullu. Neikvæð ávöxtun Raunávöxtun eigna Lífeyr- issjóðs verslunarmanna í erlendum hlutabréfum hefur frá árinu 1994 verið neikvæð um 12,1%. Tap varð einnig á erlendum fjárfestingum Lífeyrissjóðsins Framsýnar og Lífeyrissjóðs Norðurlands. Skrökvað um faraldur Talið er að lungnabólgufarald- urinn í Kína sé miklu meiri en þar- lend stjórnvöld hafi látið í veðri vaka. Vísindamenn hafa áhyggjur af því að fram sé komið nýtt og skæðara afbrigði sjúkdómsins. Munur á s júkrasjóðum Mikill munur er á réttindum sjúkrasjóða stéttarfélaganna. Sam- kvæmt könnun Starfsgreina- sambandsins nema greiðslur sjúkradagpeninga frá 840 til 4.200 króna. Þá geta greiðslur varað frá 90 og upp í 300 daga í senn. End- urspeglar þessi munur einnig mis- munandi fjárhag sjúkrasjóðanna. Ís lenskt framboð Magnús Jóhannesson, ráðuneyt- isstjóri í umhverfisráðuneytinu, hefur boðið sig fram í starf for- stjóra Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar. Ólöglegar veiðar Af 29 skipum sem voru á karfa- veiðum á Reykjaneshrygg í gær voru 13 frá ríkjum utan Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðinefnd- arinnar, NEAFC. Landhelgisgæsl- unni ber að tilkynna ólöglegar veiðar til aðildarríkja NEAFC sem geta beitt þessi skip hafnbanni. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F MENNTUN SJÓMENNSKA ÖRYGGISMÁL Líklegt er að 500 manns útskrifist úr námi í viðskiptatengdu námi árlega. Tvær ungar stúlkur hafa aflað sér réttinda til skipstjórnar og vélstjórnar. Verið er að prófa nýja gerð björgunarbáta fyrir farþegaferjur út af Breiðafirði. EINN SKÓLI/4 KALLA MIG/6 TILRAUNIR/9 DÖNSKU fjölskyldurnar sem ráða mestu í stóru fyrirtækjasamsteypunum A.P. Möller, Carlsberg, Bang &Olufsen og Novo Nordisk voru uggandi vegna fundar núverandi og tilvonandi aðildar- ríkja ESB í Aþenu í gær. Á fréttavef norska viðskiptablaðsins Dagens nær- ingsliv í gær sagði að á meðan aðal- umræðuefnið í Evrópu sé stríðið í Írak og stækkun ESB hafi fjölskyldurnar mestar áhyggju af því hvort hægt verði að við- halda því fyrirkomulagi að hlutabréf sam- steypnanna skiptist áfram í svonefnd A- og B-bréf. Fjölskyldurnar vilji áfram geta ráðið því sem þær ráða í samsteyp- unum á grundvelli A-bréfanna á sama tíma og félögin séu skráð í kauphöllum. Danska blaðið Politiken hefur greint frá því að Grikkir, sem nú fara með for- mennsku í ESB, vilji að sá forgangur sem A-bréf í þessum fjölskyldufélögum hafi nú missi sína sérstöku stöðu. Svíar eru sagði þeir einu sem telji koma til greina að greiða atkvæði með Dönum gegn þessari tillögu Grikkja. Dönsku fjöl- skyldurnar eru sagðar óttast að hin grónu dönsku fjölskyldufyrirtæki muni falla í hendur útlendinga verði breytingar gerðar. V I Ð S K I P T I Danskar eignafjöl- skyldur ugg- andi vegna fundar ESB Óttast að fyrirtæki falli í hendur útlendinga Morgunblaðið/Sverrir Carlsbergfyrirtækið er meðal þeirra fyrirtækja sem dönsku fjölskyldurnar ráða mestu í. SJÖFN hf. hefur keypt hluta- bréf Kaldbaks fjárfestingar- félags hf. í Nýju kaffibrennslunni ehf., Akva ehf. og Fjárstoð ehf. Jafnframt hefur Sjöfn hf. keypt eignarhluti Baldurs Guðnasonar og Steingríms Péturssonar í Stíl ehf. og Ferðaskrifstofu Akureyr- ar ehf. Áætluð heildarvelta Sjafnar og tengdra félaga eftir ofangreindar fjárfestingar er 1,5 milljarðar og eigið fé er 366 milljónir króna, sem samsvarar 49% eiginfjár- hlutfalli. Baldur Guðnason, fram- kvæmdastjóri Sjafnar, segir að eftir þessi kaup Sjafnar verði starfsmenn um 200 talsins hjá fyrirtækinu og tengdum fé- lögum. „Þessi kaup eru hluti af stefnumörkun Sjafnar hf. að fjár- festa í atvinnurekstri með verð- mætaaukningu og breytingar- stjórnun að leiðarljósi,“ segir hann. Baldur segir að megin- markmið með þessum fjárfest- ingum sé að efla og styrkja rekst- ur viðkomandi eininga og ná fram samlegðaráhrifum. Stærri verkefni Eiríkur S. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, segir að salan á þessum hlutabréfum séu í samræmi við þá stefnu félagsins að einbeita sér að stærri verk- efnum. „Um leið lítum við á kaupin á hlutafé í Sjöfn sem eitt af þessum stærri verkefnum, en við höfum átt afar ánægjulegt og gott samstarf við Baldur Guðna- son og hans fólk. Við sjáum mörg tækifæri í að gera það samstarf meira og nánara,“ segir hann. Hann segir að ætlunin sé að gera Sjöfn að virku félagi í umbreyt- ingarverkefnum. Í sameiginlegri fréttatilkynn- ingu frá félögunum segir: „Með þessum kaupum hefur Sjöfn hf. fylgt eftir nýrri stefnumörkun um að fjárfesta í fyrirtækjum með því markmiði að auka verð- mæti og hámarka arðsemi auk þess sem lögð verður áhersla á að ná fram samlegðaráhrifum í rekstri núverandi fyrirtækja og keyptra fyrirtækja. Sala Kaldbaks á ofangreindum félögum er í samræmi við stefnu- mörkun félagsins um að einfalda eignasafn félagsins þannig að fé- lagið einbeiti sér að stærri en færri verkefnum. Hluti kaup- verðsins er greiddur með hluta- fjáraukningu í Sjöfn hf. og mun eignarhlutur Kaldbaks verða 50%. Hluthafar Sjafnar hf. eftir breytinguna eru eftirfarandi:  Kaldbakur fjárfestingar- félag hf. 50%  Eyfirðingur ehf., í eigu Baldurs Guðnasonar, 41,7%.  Eignarhaldsfélagið Stíll ehf., sem er í eigu Baldurs Guðnasonar og Steingríms Pét- urssonar, 8,3%. Stjórnarformaður Sjafnar hf. verður Eiríkur S. Jóhannsson, framkvæmdastjóri verður Bald- ur Guðnason og Steingrímur Pét- ursson verður aðstoðarfram- kvæmdastjóri og tveir þeir síðarnefndu munu í sameiningu annast daglega stjórnun á Sjöfn hf. og yfirstjórn dótturfélaga og veita daglegt aðhald og eftirlit með öllum þáttum starfseminnar ásamt lykilmönnum í hverri ein- ingu. Jafnframt munu þeir fylgja eftir stefnumörkun og framtíðar- sýn stjórnar félagsins með leit að nýjum tækifærum og fjárfesting- um sem efla munu núverandi ein- ingar eða færa inn nýjar einingar sem uppfylla skilyrði um arðsemi og vöxt og styðja við stefnumörk- un Sjafnar hf. Stefnt er að því að Sjöfn hf. og dótturfélög reki sameiginlegar vörudreifingarmiðstöðvar á Ak- ureyri og í Reykjavík.“ Styrkir iðnað á Akureyri „Með ofangreindum kaupum verður til ein stærsta iðnfyrir- tækja samsteypa landsins sem hefur burði til að efla og styrkja íslenskan iðnað og starfsemi iðn- aðar á Akureyri. Með stærðarhagkvæmni og hagræðingu mun Sjöfn hf. hafa möguleika á innri vexti með auk- inni sókn og nýtingu fjármuna sem myndast út úr sameiginleg- um rekstri samstæðu Sjafnar hf.“ Kaldbakur eignast helming í Sjöfn Sjöfn kaupir hlutabréf Kaldbaks í Nýju kaffibrennslunni, Akva og Fjárstoð Morgunblaðið/Kristján Eiríkur S. Jóhannsson og Baldur Guðnason skrifuðu undir samninginn í gær.  Miðopna: Kalla mig elskuna sína eftir nokkra daga Hrossagaukinn er skemmtilegur fugl sem gaman er að fylgjast með úti í náttúrunni, en fuglinn er í aðal- hlutverki í nýjustu mynd Dúa Landmark og náðist pörunardans hans m.a. á mynd. 2 Agaður hrossagaukur „Sama rósin sprettur aldrei aftur“ Morgunblaðið/RAX Töluverð eftirspurn er eftir antikmunum hér á landi. Fjóla Magnúsdóttir, sem rekur Antikhúsið við Skólavörðustíg, er í hópi þeirra fyrstu sem hófu slíkan rekstur. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Fjólu um þessa starfsemi, aðdraganda hennar og þýðingu, – um uppvöxt hennar og baráttu við að eignast húsnæði og koma sér áfram í lífinu. 20 Brjálað páskafjör á 4 síðum Barna- blaðsins Fimmtudagur 17. mars 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins Breska leikstjóranum Danny Boyle skaut upp á stj́örnuhimininn með Trainspotting. Hann er mættur á ný með samtímamynd, sem að þessu sinni gerist í auðri Lundúnaborg. 18 Veröldin 28 dögum síðar William Goldman og Robert Towne teljast báðir til handritsmeistara Hollywood. Nýjustu myndir beggja, Dreamcatcher og Recruit, eru nú sýndar í kvikmyndahúsum hér á landi. 12 Handritsmeistarar Hollywood Mæðrastyrksnefnd lyfti grettistaki í málefnum kvenna, en fyrir daga nefndarinnar var sveitastyrk- urinn eina úrræði þeirra kvenna sem ekki gátu séð sér og börnum sínum farborða. 4 75 ára barátta Mæðrastyrksnefndar Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Menntun 40 Erlent 12/20 Minningar 41/43 Höfuðborgin 22 Skák 45 Akureyri 24 Bréf 46/47 Suðurnes 28 Kirkjustarf 49 Landið 30 Dagbók 48/49 Forystugrein 32 Fólk 54/61 Listir 36/38 Bíó 58/61 Menntun 40 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Morgunblaðinu í dag fylgir auglýs- ingablaðið „Haust 2003“. Blaðinu er dreift um allt land. GENGI krónunnar hækkaði um 0,62% í rúmlega fimm milljarða króna viðskiptum í gær, sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- bankanum. Gengisvísitala krón- unnar var 120,05 stig í upphafi dags og 119,30 stig í lok dags. Gengisvísitalan fór lægst í 118,95 og hefur ekki farið svo lágt síðan 27. nóvember 2000. Vísitalan hefur lækkað um 3% síðasta mánuðinn. Gengi krónunnar hækkar eftir því sem vísitalan lækkar. Gengi krón- unnar hækkaði um 0,33% í fyrra- dag, í tiltölulega líflegum viðskipt- um, að því er fram kom í frétt frá Greiningu Íslandsbanka í gær. „Ástæðu styrkingarinnar má eink- um rekja til ummæla forsætisráð- herra um að hægt verði að auka þorskkvótann um 30 þús. tonn á næsta fiskveiðiári. Eins og fjallað var um í Morgunkorni ÍSB í gær [fyrradag] mun kvótaaukning auka hagvöxt á þessu og næsta ári og draga úr slaka á vinnumarkaði,“ segir í fréttinni. Þá segir að gengisvísitala krón- unnar hafi einungis farið niður fyr- ir 120 stig þrjá daga á þessu ári; 6. og 7. febrúar og síðan 28. mars. „Þegar vísitalan fór niður fyrir 120 í febrúar síðastliðnum hafði hún ekki farið jafnlágt – krónan ekki verið jafnverðmikil – síðan í árslok 2000.“ Gengið ekki hærra síðan árið 2000 ERNA Guðlaugsdóttir var útnefnd ungfrú Reykjavík og krýndi Man- úela Ósk Harðardóttir, ungfrú Reykjavík og ungfrú Ísland í fyrra, arftaka sinn á skemmtistaðnum Broadway í gærkvöldi. Tinna Alavis varð í öðru sæti og Helena Eufemía Snorradóttir í því þriðja. Berglind Helga Bergsdóttir var kjörin ljósmyndafyrirsæta árs- ins, Miriam Sif Vahabzadehl vin- sælasta stúlkan og Íris Dögg Ein- arsdóttir varð hlutskörpust í símakosningu áhorfenda Stöðvar 2. Erna Guð- laugsdóttir útnefnd Ungfrú Reykjavík 2003 KARLMAÐUR á þrítugsaldri var stöðvaður á 183 km hraða á Norð- austurvegi sunnan við Ystafell í Þingeyjarsveit í gærkvöldi. Var hann á leið austur á firði. Hann var sviptur ökuleyfi á staðnum og fær háa sekt að sögn lögreglunnar á Húsavík. Þá stöðvaði hún tvo aðra ökumenn fyrir hraðakstur, annar ók á 124 km hraða og hinn var rétt yfir 110. Tekinn á 183 km hraða SÉRA Anna Sigríður Pálsdóttir afhjúpaði brjóstmynd af föður sínum, dr. Páli Ísólfssyni, í for- rými Salarins í Kópavogi í gær- kvöldi í tengslum við tónleika þar sem öll 42 sönglög hans voru flutt. Það voru Hanna Dóra Sturludóttir, Finnur Bjarnason og Nína Margrét Grímsdóttir sem fluttu sönglögin. Brjóstmyndina gerði Ragnar Kjartansson og gáfu aðstandendur Páls Salnum hana. Morgunblaðið/Sverrir Brjóstmynd af Páli Ísólfssyni afhjúpuð  Söngvar sem/38 MAGNÚS Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, hefur boðið sig fram í starf forstjóra Al- þjóðasiglingamálastofnunarinnar (International Maritime Organiza- tion eða IMO). Frá þessu er m.a. greint í blaðinu Lloyd’s List sem er eitt víðlesnasta blaðið innan siglinga- geirans. Þar segir að Magnús hafi lagt fram róttækustu tillögurnar um umbætur af þeim þremur sem hafa boðið sig fram í starf forstjóra. Auk Íslands bjóða Nígería og Grikkland fram fulltrúa, en Grikkinn hefur gegnt starfi aðstoðarforstjóra um hríð og Nígeríubúinn hefur sömu- leiðis starfað á vegum IMO í nokk- urn tíma. Kosið verður um frambjóðendur í framkvæmdaráði IMO um miðjan júní en þar sitja fulltrúar 40 ríkja. Magnús sagði í samtali við Morg- unblaðið að framboð hans hefði verið samþykkt innan ríkisstjórnarinnar enda sé það einstakra ríkisstjórna að bjóða fram menn í starfið. Magnús segist vera á þeirri skoð- un að IMO standi á ákveðnum tíma- mótum og ný viðfangsefni blasi við. „Eftir atburðina 11. september fóru menn að horfa á siglingageirann í allt öðru ljósi og gerðu sér betur grein fyrir hvað hann var og er raun- verulega varnarlítill gagnvart mögu- legum hryðjuverkum. Stofnunin hef- ur nú sett reglur í þessum efnum og viðfangsefni næstu mánaða og miss- era er að koma þessum nýju reglum í framkvæmd. Fram til þessa að hafa menn einkum unnið að því að tryggja öryggi sjómanna og varnir gegn mengunarslysum en núna snúast viðfangsefnin um það að verja skipin gegn hugsanlegum árásum.“ Íslendingur í forstjóra- framboði Alþjóðasiglingamála- stofnunin ♦ ♦ ♦ STEFNT er að því að ljúka sam- komulagi EFTA-ríkjanna og Evr- ópusambandsins um aðlögun EES- samningsins að stækkun ESB í byrj- un maí. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur verið boðaður fundur í vinnuhópi samningsaðila um sjávarútvegsmál mánudaginn 28. apríl og er stefnt að því að ljúka mál- inu á formlegum samningafundi síð- ar í vikunni eða í vikunni á eftir. Lítil von um meiri innflutningskvóta Pólland hefur gert athugasemdir við þau samkomulagsdrög, sem fyrir liggja, og vill að innflutningskvótar fyrir norskar og íslenzkar síldar- afurðir verði rýmkaðir. Samkvæmt heimildum blaðsins telja EFTA-rík- in varla raunhæft að slíkt náist fram, þar sem sú breyting myndi setja aðra þætti samkomulagsins í upp- nám. Norska dagblaðið Aftenposten hefur eftir Günter Verheugen, sem annast stækkunarmálin í fram- kvæmdastjórn ESB, að hann sé viss um, að samningar um stækkun EES takist strax eftir páska. Verheugen ætlar að ræða við stjórnvöld í Pól- landi í næstu viku. Stefnt að samn- ingum um EES í byrjun maí  Stækkun EES/20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.