Morgunblaðið - 17.04.2003, Side 16

Morgunblaðið - 17.04.2003, Side 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ YFIRVÖLD á Ítalíu ætla að óska eftir því að palestínski hryðjuverka- foringinn Abu Abbas verði fram- seldur til Ítalíu þar sem hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyr- ir að skipuleggja rán á farþegaskipi á Miðjarðarhafi árið 1985. Heima- stjórn Palestínumanna krafðist hins vegar þess að Abbas yrði leystur úr haldi og sagði handtöku hans brot á friðarsamkomulagi Ísraela og Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, frá 1995. Bandarískir hermenn handtóku Abbas í Bagdad í fyrrakvöld og embættismenn í Washington lýstu handtökunni sem áfangasigri í bar- áttunni gegn hryðjuverkastarfsemi í heiminum og sönnun fyrir því að stjórn Saddams Husseins hefði haldið hlífiskildi yfir hryðjuverka- mönnum. Fjórir liðsmenn hreyf- ingar Abbas, Palestínsku frels- isfylkingarinnar, einnar af fylkingum PLO, rændu farþega- skipinu Achille Lauro árið 1985 og myrtu einn farþeganna, aldraðan Bandaríkjamann. Bandarískir embættismenn vildu ekkert segja um hvað yrði um Abb- as. Hugsanlegt er að honum verði haldið í bandarískri herstöð, hann verði fluttur til annars lands eða sóttur til saka í Bandaríkjunum. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sagði að sam- kvæmt friðarsamkomulaginu frá 1995 mætti ekki handtaka embætt- ismenn PLO fyrir ofbeldisverk sem framin voru fyrir bráðabirgða- samkomulag sem náðist í Ósló 1993. Abbas átti sætti í framkvæmda- stjórn PLO á árunum 1984 til 1991, að sögn bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Að sögn Erekats hefur Abbas oft heimsótt sjálfstjórn- arsvæði Palestínumanna frá 1996 með samþykki Ísraela og Banda- ríkjamanna. Samningurinn frá 1995 sem Erekat skírskotaði til var undirrit- aður í Washington, en Bandaríkja- forseti undirritaði hann aðeins sem vottur. Að sögn embættismanna í Washington ætti samningurinn því ekki að hindra að Bandaríkjamenn handtækju mann sem grunaður væri um aðild að drápum á banda- rískum borgurum. Stjórnvöld í Ísrael neituðu því einnig að handtakan bryti gegn samningnum. „Þeir fengu ekki al- gera friðhelgi, þeim var leyft að fara aftur á Gaza-svæðið gegn því að þeir hættu hryðjuverkum og styddu friðarumleitanirnar. Þeir virtu aldrei samninginn,“ sagði hátt- settur embættismaður í Ísrael. Ítalskir fjölmiðlar höfðu í gær eftir Roberto Castelli, dóms- málaráðherra Ítalíu, að óskað yrði eftir því á næstunni að Abbas yrðu framseldur til landsins. Yfirheyrður um tengslin við Saddam og hryðjuverkamenn Hvert sem Abbas verður fluttur er ljóst að bandarísk yfirvöld hyggj- ast yfirheyra hann um tengsl hans við hryðjuverkamenn og Saddam Hussein, sem hélt hlífiskildi yfir honum í mörg ár. Abbas var sakfelldur á Ítalíu að honum fjarstöddum fyrir að skipu- leggja ránið á farþegaskipinu og dæmdur í lífstíðarfangelsi. Banda- rísk yfirvöld endurnýjuðu ekki beiðni um handtöku hans þegar hún féll úr gildi eftir að dómurinn var kveðinn upp á Ítalíu. Óljóst er hvort hægt er að sækja hann til saka í Bandaríkjunum fyrir ránið á far- þegaskipinu. Hreyfing Abbas stóð fyrir ýmsum hryðjuverkum, meðal annars árás á hótel í Tel Aviv árið 1990 sem varð til þess að Bandaríkjastjórn hætti um tíma öllum viðræðum við PLO. Ísraelar segja að hreyfing Abbas hafi haft milligöngu um greiðslur stjórnar Saddams til fjölskyldna Palestínumanna sem gert hafa sjálfsmorðsárásir í Ísrael. Abbas og hreyfing hans hafi einnig þjálfað hryðjuverkamenn í búðum í Írak, meðal annars kennt þeim að skjóta flugskeytum á farþegavélar. George W. Bush Bandaríkja- forseti minntist á Abbas í ræðu í október þegar hann færði rök fyrir því að nauðynlegt væri að koma Saddam frá völdum. Hann sakaði Saddam og stjórn hans um að „fjár- magna hryðjuverkastarfsemi og að- stoða hreyfingar sem fremja hryðjuverk til að grafa undan friði í Mið-Austurlöndum“. Baðst afsökunar á morðinu Abbas er 55 ára og heitir réttu nafni Mohammad Abbas. Hann hef- ur komist hjá handtöku frá því að fjórir fylgismenn hans rændu Ach- ille Lauro þegar skipið var á leið- inni frá Egyptalandi til Ísraels í október 1985. Þeir kröfðust þess að Ísraelar leystu 50 palestínska fanga úr haldi. Hryðjuverkamennirnir héldu far- þegum skipsins í gíslingu í tvo daga, myrtu 69 ára Bandaríkjamann og köstuðu líkinu fyrir borð. Gíslatökunni lauk eftir að egypsk yfirvöld og fulltrúar PLO náðu sam- komulagi við hryðjuverkamennina. Abbas, sem aðstoðaði PLO við að semja um uppgjöfina, og hryðju- verkamennirnir fjórir voru fluttir frá Egyptalandi með flugvél áleiðis til Túnis en bandarískar orr- ustuþotur neyddu hana til að lenda á Sikiley. Um leið og flugvélin lenti kom upp deila milli stjórnvalda í Banda- ríkjunum og Ítalíu. Vopnaðir banda- rískir hermenn stóðu andspænis ítölskum hermönnum og bæði ríkin kröfðust þess að fá að handtaka mennina. Deilan leystist ekki fyrr en eftir samningaviðræður milli Bettinos Craxis, þáverandi for- sætisráðherra Ítalíu, og Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta. Ítalir hnepptu fjórmenningana í varðhald en neituðu að handtaka Abbas, sögðu að bandarísk yfirvöld hefðu ekki lagt fram nægar sann- anir fyrir aðild hans að málinu og hann væri með diplómatavegabréf frá Írak. Tveimur dögum síðar flúði hann til Júgóslavíu. Hálfum mánuði síðar gáfu ítalskir saksóknarar út ákæru á hendur Ab- bas og hann var dæmdur í lífstíð- arfangelsi í júní 1986. Abbas baðst nokkrum sinnum af- sökunar á morðinu á Bandaríkja- manninum, sagði að fylgismenn hans hefðu aðeins ætlað að ráðast á Ísraela og rænt skipinu eftir að áhöfnin hefði fundið vopn þeirra. Hann sagði í viðtali við blaðamann The New York Times í Bagdad í fyrra að hann tengdist á engan hátt Osama bin Laden og hryðjuverka- samtökum hans, al-Qaeda, og for- dæmdi hryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september 2001. Hann sagði þó í yfirlýsingu í október 2000 að hreyfing hans hygðist halda áfram árásum á Ísraela. Vilja að Abu Abbas verði framseldur til Ítalíu Bandaríkjamenn segja handtökuna sanna að Saddam hafi haldið hlífi- skildi yfir hryðju- verkamönnum Reuters Abu Abbas, sem skipulagði rán á farþegaskipinu Achille Lauro. Róm, Washington, Bagdad. AP, AFP. SONUR Mohammeds Saids al-Sah- afs, íraska upplýsingamálaráðherr- ans sem varð heimsfrægur vegna kynlegra fréttamannafunda sinna meðan á Íraksstríðinu stóð, fagnar falli ríkisstjórnar Saddams Huss- eins í Írak og kveðst vona að íbúar landsins fái að njóta þess lýðræðis sem þeir eiga skilið. Osama al-Sahaf hefur undan- farna níu mánuði starfað sem lækn- ir við Beaumont-sjúkrahúsið í Dublin á Írlandi. Hann segir föður sinn ekki eiga skilið þau háðslegu ummæli sem um hann hafa fallið á undanförnum vikum en frétta- mannafundir al-Sahafs í Bagdad þóttu undir það síðasta vera orðnir býsna fjarstæðukenndir. Talaði al- Sahaf digurbarkalega um þá ósigra sem hersveitir Bandaríkjamanna og Breta hefðu mátt þola jafnvel þó að ljóst mætti vera að bandamenn hefðu náð undirtökunum í barátt- unni við Íraksher. Al-Sahaf mætti ekki í vinnuna á miðvikudag fyrir viku, sama daginn og Bandaríkjamenn tóku öll völd í Bagdad, og hefur ekkert spurst til hans síðan. „Faðir minn er góður maður,“ segir Osama al-Sahaf í samtali við The Daily Telegraph. „Hann er auðvitað ábyrgur fyrir eigin athöfn- um en hann stóð sig vel í föðurhlut- verkinu. Þegar hann kemur heim úr vinnunni og afklæðist vinnufötun- um ræðum við ekki um þau störf sem hann sinnir.“ Vonar að betri tíð sé í vændum Al-Sahaf yngri vann sem læknir í Bagdad um tveggja ára skeið, áður en hann fluttist til Dublin. Hann segist hafa séð þjáningar írösku þjóðarinnar með eigin augum og þá erfiðleika sem Írakar máttu takast á við vegna viðskiptabanns Samein- uðu þjóðanna. „Núna vona ég að betri tíð sé í vændum og að striki hafi verið slegið yfir fortíðina, að við getum nú öll lifað í sátt og samlyndi í landi þar sem lýðræði ríkir,“ sagði hann. Framganga al-Sahafs upplýsing- aráðherra þótti svo athyglisverð að stofnaður var aðdáendaklúbbur honum til heiðurs og úrval kjarn- yrtustu ummæla hans sett á netið, www.welovetheiraqiinformation- minster.com. Heimsóttu svo margir síðuna fyrir helgi að hún hrundi um tíma. „Faðir minn er góður maður“ Sonur al-Sahafs, hins kjarnyrta upplýsingamálaráðherra Íraks, vinnur sem læknir á Írlandi Reuters Mohammed Said al-Sahaf á fundi í Bagdad áður en Saddam-stjórnin féll. SAMKOMULAG hefur náðst um að háttsettir embættismenn frá Banda- ríkjunum, Kína og Norður-Kóreu hefji samningaviðræður í Peking í næstu viku. Þetta verða fyrstu við- ræður ráðamanna í Washington og Pyongyang frá því að deilan um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu- stjórnar blossaði upp í október þegar hún vísaði alþjóðlegum eftirlitsmönn- um úr landi og endurræsti umdeildan kjarnakljúf. Samkomulagið virðist vera mála- miðlun milli Bandaríkjastjórnar, sem krafðist fjölþjóðlegra viðræðna, og stjórnvalda í N-Kóreu sem vildu að- eins semja við Bandaríkin. Utanríkisráðherra S-Kóreu sagði að landið tæki ekki þátt í viðræðun- um þar sem N-Kórea hefði hafnað því en bætti við að þær myndu ekki bera árangur nema tillit yrði tekið til af- stöðu s-kóresku stjórnarinnar. Embættismenn í nokkrum löndum sögðu að kínversk stjórnvöld hefðu lofað að taka fullan þátt í samninga- viðræðunum fremur en að gegna að- eins hlutverki gestgjafa og milli- göngumanna. Undrast tilslökun Bandaríkjastjórnar The New York Times segir að í samkomulaginu felist mikil tilslökun af hálfu kommmúnistastjórnarinnar í N-Kóreu og það virðist því vera sigur fyrir George W. Bush Bandaríkjafor- seta. Sérfræðingar í málefnum N- Kóreu sögðu hins vegar að samkomu- lagið væri einnig mikil tilslökun af hálfu Bandaríkjastjórnar og létu í ljós undrun yfir því að hún skyldi hafa fallist á það skilyrði N-Kóreu- manna að aðeins þrjú ríki tækju þátt í viðræðunum. „Norður-Kóreumenn munu hefja viðræðurnar, síðan tefja þær og draga á langinn í von um að geta knú- ið fram tilslakanir af hálfu Banda- ríkjastjórnar,“ sagði Yu Suk-Ryul, sérfræðingur í málefnum N-Kóreu við utanríkis- og öryggismálastofnun í Seoul. Bush hafði krafist þess að grann- ríki N-Kóreu fengju að taka þátt í viðræðunum þar sem þeim stafaði ógn af kjarnorkuáætlun stjórnarinn- ar í Pyongyang. Hann sagði að ef Bandaríkjastjórn hæfi viðræður við N-Kóreumenn eina gætu þeir reynt að valda klofningi milli hennar og bandamanna í Asíu sem kynnu að leggja fast að Bandaríkjunum að verða við skilmálum ráðamannanna í Pyongyang. Heimildarmaður The New York Times sagði að samkomulagið um að Kínverjar tækju þátt í viðræðunum markaði tímamót í tilraununum til að leysa deiluna. Kínverjar hafa lengi verið bandamenn kommúnistastjórn- arinnar í Pyongyang en þeir ákváðu í síðasta mánuði að hætta að flytja olíu til N-Kóreu. Þeir báru við tæknileg- um vandamálum en bandarískir emb- ættismenn túlkuðu ákvörðunina sem viðvörun til N-Kóreumanna um að þvermóðskufull stífni af þeirra hálfu myndi hafa alvarlegar afleiðingar. Lofa samráði við grannríki Norður-Kóreu Bandarískir heimildarmenn stað- festu að stjórnin í Washington „áskildi sér rétt“ til að fá fleiri ríki til að taka þátt í viðræðunum eftir fyrstu samningafundina. Þeir sögðu að stjórn Bush hefði fullvissað embætt- ismenn í S-Kóreu og Japan um að haft yrði samráð við þá daglega með- an viðræðurnar stæðu yfir og þeir fengju að taka þátt í að móta samn- ingstilboðin. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrrakvöld að mikið hefði áunnist í þeirri viðleitni Bandaríkjastjórnar að koma á fjöl- þjóðlegum viðræðum. Það væri „al- gjörlega ljóst“ að viðræðurnar yrðu „að spanna viðhorf grannríkja N- Kóreu“. Powell kvaðst vilja að S-Kóreu- menn, Japanir, Rússar og hugsan- lega fleiri þjóðir tækju þátt í viðræð- unum síðar og sagði að velgengni Bandaríkjahers í stríðinu í Írak kynni að hafa orðið til þess að N-Kóreu- menn féllust á tilslökunina. James Kelly, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, verður fulltrúi Bandaríkjastjórnar í viðræð- unum í Peking. Kelly ræddi við n- kóreska ráðamenn í Pyongyang í október og lagði þá fram leyniþjón- ustugögn um að N-Kóreumenn væru að þróa kjarnavopn á laun og hefðu þannig brotið samning sem ríkin und- irrituðu árið 1994. N-kóresku ráða- mennirnir gengust við því að þeir hefðu brotið samninginn og sögðust hafa gert það vegna þess að Banda- ríkjastjórn hefði ógnað N-Kóreu, meðal annars með yfirlýsingu Bush um að landið væri á meðal þriggja ríkja sem mynduðu „öxul hins illa“ í heiminum. Síðan hefur N-Kóreustjórn vísað eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorku- málastofnunarinnar úr landi, sagt upp alþjóðlegum sáttmála um bann við útbreiðslu kjarnavopna og endur- ræst kjarnaofn í umdeildu kjarnorku- veri sem var lokað samkvæmt samn- ingnum frá 1994. Viðræður hefj- ast við N-Kóreu í næstu viku Washington. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.