Morgunblaðið - 17.04.2003, Page 24
AKUREYRI
24 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn langa kl.16:00 mun Arnar Jónsson leikari
flytja þætti úr samnefndu riti gamla textamenntisins. Að flutn-
ingi loknum verða umræður í safnaðarsal um mannlega
þjáningu. Aðstandendur sýningarinnar eru auk Glerárkirkju
félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri og Samhyggð
sorgarsamtökin á Akureyri.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Allir velkomnir.
GLERÁRKIRKJA
„JOB“
FJÖGUR tilboð bárust í endurbætur
og viðbyggingu við Samkomuhús
Akureyrarbæjar, auk framkvæmda
við brekku og gatnagerð og lagnir í
hluta Hafnarstrætis, framan við
Samkomuhúsið. Öll tilboðin voru
nokkuð yfir kostnaðaráætlun en
lægsta tilboðið átti Virkni ehf., sam-
tals 115,5 milljónir króna, eða tæp-
lega 114% af kostnaðaráætlun hönn-
uða.
Kostnaðaráætlun vegna endur-
bóta og viðbyggingar við Samkomu-
húsið hljóðaði upp á 74,6 milljónir
króna og vegna gatnagerðarinnar
upp tæpar 27 milljónir króna, eða
samtals 101,6 milljónir króna. Tré-
verk átti næst lægsta tilboðið, 123,5
milljónir króna, eða um 121% af
kostnaðaráætlun, Fjölnir bauð 125,6
milljónir króna, eða um 123% af
kostnaðaráætlun og ÞJ verktakar
buðu 127,8 milljónir króna eða um
125% af kostnaðaráætlun.
Verktími vegna Samkomuhússins
er frá 1. maí til 19. desember nk. en
vegna gatnaframkvæmdanna frá 1.
maí til 1. október nk.
Öll tilboðin
yfir kostn-
aðaráætlun
Framkvæmdir við
Samkomuhúsið
RÚÐUBROTIN í Síðuskóla og Gler-
árskóla um síðustu helgi eru enn
óupplýst en tveir ungir menn hafa
verið yfirheyrðir vegna málsins. Alls
voru brotnar um 100 rúður í skól-
unum tveimur, rúmlega 80 í Síðu-
skóla og tæplega 20 í Glerárskóla. Er
tjónið vel á aðra milljón króna.
Hreiðar Eiríksson rannsóknarlög-
reglumaður sagði að ungur maður
hefði verið handtekinn á þriðjudag
og yfirheyrður en síðan verið sleppt.
Í kjölfarið var annar maður yfir-
heyrður vegna málsins. Enginn er í
haldi vegna málsins og er það enn í
rannsókn. Hreiðar sagði að fjöl-
margar vísbendingar hefðu borist
lögreglu og að ástæða væri til þess
að hvetja þá sem einhverjar upplýs-
ingar hefðu um þessi skemmdarverk
til að hafa samband.
Rúðubrot í tveimur
grunnskólum óupplýst
Tveir menn
verið yfir-
heyrðir
ENN er alls óvíst hvort Andrésar
Andar-leikarnir á skíðum, hinir 28. í
röðinni, verða haldnir í Hlíðarfjalli í
næstu viku en endanleg ákvörðun
verður tekin á laugardag. Þegar hafa
um 650 keppendur verið skráðir til
leiks en flestir hafa keppendurnir
verið um 850 talsins. Það yrði mikið
áfall fyrir ferðaþjónustuaðila ef leik-
arnir verða blásnir af, því gríðarleg-
ur fjöldi fólks hefur jafnan komið til
bæjarins í tengslum við þá.
Gísli Kristinn Lórenzson, einn for-
svarsmanna leikanna, sagði að það
væri sama hvaða ákvörðun yrði tek-
in, hvort sem af leikunum yrði eða
ekki, „við munum verða skammaðir
fyrir þá ákvörðun“. Hann sagði
menn standa frammi fyrir mjög erf-
iðri stöðu og að allt væri til reiðu
nema snjórinn. Gísli Kristinn sagði
að helsta ástæðan fyrir færri skrán-
ingum á leikana nú væri vegna minni
áhuga á skíðaíþróttinni vegna snjó-
leysis um land allt í vetur.
Andrésar Andar-
leikarnir í uppnámi
Endanleg
ákvörðun á
laugardag
SKÁKFÉLAG Akureyrar stóð fyrir
tveimur mótum um sl. helgi og urðu
frekar óvænt úrslit í þeim báðum,
segir í fréttatilkynningu félagsins. Á
föstudagskvöld bar Sigurður Eiríks-
son sigur úr býtum, fékk 6 1/2 vinn-
ing úr 8 skákum. Annar varð Þór
Valtýsson með 6 vinninga. Á sunnu-
dagskvöld var það svo Sveinbjörn
Sigurðsson sem varð hlutskarpast-
ur, fékk 6 1/2 vinning úr 9 skákum.
Aftur varð Þór annar, nú jafn Ara
Friðfinnssyni með 6 vinninga.
Um páskahelgina heldur félagið
svo tvö páskeggjamót. Á laugardag,
kl. 13:30 fer fram páskaeggjamót
fyrir 15 ára og yngri og á annan í
páskum kl. 14:00 fá svo þeir eldri að
spreyta sig. Í báðum mótunum eru
veit páskaegg fyrir þrjú efstu sætin
auk þess sem eitt egg er dregið út og
getur því hver sem er hreppt eggið.
Að venju er teflt í Íþrótthöllinni og
eru allir velkomnir.
Óvænt úrslit
á skákmótum
JAZZKLÚBBUR Akureyrar efnir
til djasstónleika á Heitum fimmtu-
degi í Deiglunni á skírdagskvöld, og
hefjast þeir kl. 21.15.
Djasskvartettinn Þjóðviljinn, sem
starfar á Akureyri leikur.
Kvartettinn skipa: Wolfgang
Frosti á saxófón, Ólafur Haukur
Árnason á gítar, Stefán Ingólfsson á
rafbassa og Karl Petersen á tromm-
ur.
Tónlistin er frumsamin með latin-
og funk-ívafi ásamt rólegri „stemm-
ings“-lögum, eins og segir í frétta-
tilkynningu. Þetta verða fimmtu
tónleikarnir á vetrardagskrá
Jazzklúbbsins, sem formlega lýkur
með Heitum fimmtudegi í Deiglunni
22. maí, en þá kemur tríó sem er
skipað er söngkonunni Margot Kiis,
ásamt Gunnari Gunnarssyni á píanó
og Gunnari Hrafnssyni á kontra-
bassa.
Einnig verður aðalfundur klúbbs-
ins haldinn í þeim mánuði.
Aðgöngumiðaverð á tónleikana í
Deigluna er almennt 1.200 krónur,
en helmingi lægra fyrir félaga Jazz-
klúbbs Akureyrar og skólafólk, eða
600 krónur.
Djasstón-
leikar
í Deiglunni
NÝIR eigendur hafa tekið við
rekstri gisti- og veitingahússins Mið-
garða á Grenivík. Gísli Gunnar Odd-
geirsson fer fyrir hópi ungra manna
sem tekið hefur yfir reksturinn og af
því tilefni verður öllum sveitungum
þeirra boðið í létt teiti á föstudaginn
langa frá kl. 22 og til miðnættis. Þar
verða framtíðarhorfur fyrirtækisins
m.a. kynntar.
Húsið Miðgarðar var byggt árið
1914 og er elsta húsið í Grýtubakka-
hreppi. Margrét Sigríður Jóhannes-
dóttir, Oddgeir Ísaksson og fjöl-
skyldur þeirra fóru í framkvæmdir
við húsið árið 1997 í samvinnu við
húsfriðunarnefnd og hafa þau rekið
starfsemi í húsinu til dagsins í dag.
Nýir eigendur
Miðgarða
Grýtubakkahreppi. M orgunblaðið.
AÐILAR í ferðaþjónustu eru hæfi-
lega bjartsýnir á að fólk fjölmenni
til Akureyrar um páskana og þá
fyrst og fremst vegna þess hversu
lítill snjór er í Hlíðarfjalli. Þar verð-
ur þó opið alla hátíðisdagana. Ým-
islegt verður þó í boði í bænum, Ís-
landsmót í hreysti í Höllinni á
föstudag og laugardag, hagyrð-
ingakvöld á sama stað í kvöld,
Minjasafnið verður opið í dag, á
laugardag og annan í páskum og
fjörlegt verður á skemmtistöðum
bæjarins, svo eitthvað sé nefnt. Al-
þjóðleg snjókrosskeppni verður
haldin á Lágheiði á laugardag og
golfvöllurinn í Ólafsfirði verður op-
inn alla páskana.
Hlynur Eiríksson framkvæmda-
stjóri veitingahússins Greifans
sagði að hótelpantanir um páskana
væru ekkert í líkingu við það sem
verið hefur undanfarin ár. „Það er
töluverður munur á milli ára, þegar
færri komust að en vildu. Ég á samt
von á því að það verði eitthvað af
fólki í bænum,“ sagði Hlynur en
Greifinn stendur jafnframt að
rekstri þriggja hótela á Akureyri,
Hótels KEA, Hörpu og Norður-
lands.
Marinó Sveinsson hjá Sportferð-
um sagði að boðið yrði upp á sleða-
veislu í Ólafsfirði, í tengslum við
snjókrosskeppnina á Lágheiði á
laugardag. Sportferðir bjóða upp á
alls kyns snjóævintýri, m.a. vél-
sleða- og jeppaferðir, en Marinó
sagði að vetrarferðamennskan hefði
algjörlega brugðist að þessu sinni.
Guðmundur Karl Jónsson for-
stöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli
sagði að fólk gæti farið með stóla-
lyftunni upp í Strýtu, þar sem væri
hægt að fara á skíði. Einnig yrði
svæði fyrir börnin norðan við
Strýtu. Guðmundur Karl sagði að
það gæti líka verið spennandi fyrir
göngufólk að koma í fjallið, enda
veðurspáin góð og m.a. stæði til að
halda göngu- og skíðakeppni fyrir
almenning á laugardag.
Golfvöllurinn í Ólafsfirði verður opinn alla páskana en þar eru brautir og
flatir að hluta til orðnar grænar og flatirnar nýslegnar. Á myndinni er
heimamaður að pútta á nýsleginni 9. flöt.
Opið í Hlíðarfjalli og
ýmislegt í boði í bænum