Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 24
AKUREYRI 24 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn langa kl.16:00 mun Arnar Jónsson leikari flytja þætti úr samnefndu riti gamla textamenntisins. Að flutn- ingi loknum verða umræður í safnaðarsal um mannlega þjáningu. Aðstandendur sýningarinnar eru auk Glerárkirkju félag áhugafólks um heimspeki á Akureyri og Samhyggð sorgarsamtökin á Akureyri. Boðið verður upp á léttar veitingar. Allir velkomnir. GLERÁRKIRKJA „JOB“ FJÖGUR tilboð bárust í endurbætur og viðbyggingu við Samkomuhús Akureyrarbæjar, auk framkvæmda við brekku og gatnagerð og lagnir í hluta Hafnarstrætis, framan við Samkomuhúsið. Öll tilboðin voru nokkuð yfir kostnaðaráætlun en lægsta tilboðið átti Virkni ehf., sam- tals 115,5 milljónir króna, eða tæp- lega 114% af kostnaðaráætlun hönn- uða. Kostnaðaráætlun vegna endur- bóta og viðbyggingar við Samkomu- húsið hljóðaði upp á 74,6 milljónir króna og vegna gatnagerðarinnar upp tæpar 27 milljónir króna, eða samtals 101,6 milljónir króna. Tré- verk átti næst lægsta tilboðið, 123,5 milljónir króna, eða um 121% af kostnaðaráætlun, Fjölnir bauð 125,6 milljónir króna, eða um 123% af kostnaðaráætlun og ÞJ verktakar buðu 127,8 milljónir króna eða um 125% af kostnaðaráætlun. Verktími vegna Samkomuhússins er frá 1. maí til 19. desember nk. en vegna gatnaframkvæmdanna frá 1. maí til 1. október nk. Öll tilboðin yfir kostn- aðaráætlun Framkvæmdir við Samkomuhúsið RÚÐUBROTIN í Síðuskóla og Gler- árskóla um síðustu helgi eru enn óupplýst en tveir ungir menn hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Alls voru brotnar um 100 rúður í skól- unum tveimur, rúmlega 80 í Síðu- skóla og tæplega 20 í Glerárskóla. Er tjónið vel á aðra milljón króna. Hreiðar Eiríksson rannsóknarlög- reglumaður sagði að ungur maður hefði verið handtekinn á þriðjudag og yfirheyrður en síðan verið sleppt. Í kjölfarið var annar maður yfir- heyrður vegna málsins. Enginn er í haldi vegna málsins og er það enn í rannsókn. Hreiðar sagði að fjöl- margar vísbendingar hefðu borist lögreglu og að ástæða væri til þess að hvetja þá sem einhverjar upplýs- ingar hefðu um þessi skemmdarverk til að hafa samband. Rúðubrot í tveimur grunnskólum óupplýst Tveir menn verið yfir- heyrðir ENN er alls óvíst hvort Andrésar Andar-leikarnir á skíðum, hinir 28. í röðinni, verða haldnir í Hlíðarfjalli í næstu viku en endanleg ákvörðun verður tekin á laugardag. Þegar hafa um 650 keppendur verið skráðir til leiks en flestir hafa keppendurnir verið um 850 talsins. Það yrði mikið áfall fyrir ferðaþjónustuaðila ef leik- arnir verða blásnir af, því gríðarleg- ur fjöldi fólks hefur jafnan komið til bæjarins í tengslum við þá. Gísli Kristinn Lórenzson, einn for- svarsmanna leikanna, sagði að það væri sama hvaða ákvörðun yrði tek- in, hvort sem af leikunum yrði eða ekki, „við munum verða skammaðir fyrir þá ákvörðun“. Hann sagði menn standa frammi fyrir mjög erf- iðri stöðu og að allt væri til reiðu nema snjórinn. Gísli Kristinn sagði að helsta ástæðan fyrir færri skrán- ingum á leikana nú væri vegna minni áhuga á skíðaíþróttinni vegna snjó- leysis um land allt í vetur. Andrésar Andar- leikarnir í uppnámi Endanleg ákvörðun á laugardag SKÁKFÉLAG Akureyrar stóð fyrir tveimur mótum um sl. helgi og urðu frekar óvænt úrslit í þeim báðum, segir í fréttatilkynningu félagsins. Á föstudagskvöld bar Sigurður Eiríks- son sigur úr býtum, fékk 6 1/2 vinn- ing úr 8 skákum. Annar varð Þór Valtýsson með 6 vinninga. Á sunnu- dagskvöld var það svo Sveinbjörn Sigurðsson sem varð hlutskarpast- ur, fékk 6 1/2 vinning úr 9 skákum. Aftur varð Þór annar, nú jafn Ara Friðfinnssyni með 6 vinninga. Um páskahelgina heldur félagið svo tvö páskeggjamót. Á laugardag, kl. 13:30 fer fram páskaeggjamót fyrir 15 ára og yngri og á annan í páskum kl. 14:00 fá svo þeir eldri að spreyta sig. Í báðum mótunum eru veit páskaegg fyrir þrjú efstu sætin auk þess sem eitt egg er dregið út og getur því hver sem er hreppt eggið. Að venju er teflt í Íþrótthöllinni og eru allir velkomnir. Óvænt úrslit á skákmótum JAZZKLÚBBUR Akureyrar efnir til djasstónleika á Heitum fimmtu- degi í Deiglunni á skírdagskvöld, og hefjast þeir kl. 21.15. Djasskvartettinn Þjóðviljinn, sem starfar á Akureyri leikur. Kvartettinn skipa: Wolfgang Frosti á saxófón, Ólafur Haukur Árnason á gítar, Stefán Ingólfsson á rafbassa og Karl Petersen á tromm- ur. Tónlistin er frumsamin með latin- og funk-ívafi ásamt rólegri „stemm- ings“-lögum, eins og segir í frétta- tilkynningu. Þetta verða fimmtu tónleikarnir á vetrardagskrá Jazzklúbbsins, sem formlega lýkur með Heitum fimmtudegi í Deiglunni 22. maí, en þá kemur tríó sem er skipað er söngkonunni Margot Kiis, ásamt Gunnari Gunnarssyni á píanó og Gunnari Hrafnssyni á kontra- bassa. Einnig verður aðalfundur klúbbs- ins haldinn í þeim mánuði. Aðgöngumiðaverð á tónleikana í Deigluna er almennt 1.200 krónur, en helmingi lægra fyrir félaga Jazz- klúbbs Akureyrar og skólafólk, eða 600 krónur. Djasstón- leikar í Deiglunni NÝIR eigendur hafa tekið við rekstri gisti- og veitingahússins Mið- garða á Grenivík. Gísli Gunnar Odd- geirsson fer fyrir hópi ungra manna sem tekið hefur yfir reksturinn og af því tilefni verður öllum sveitungum þeirra boðið í létt teiti á föstudaginn langa frá kl. 22 og til miðnættis. Þar verða framtíðarhorfur fyrirtækisins m.a. kynntar. Húsið Miðgarðar var byggt árið 1914 og er elsta húsið í Grýtubakka- hreppi. Margrét Sigríður Jóhannes- dóttir, Oddgeir Ísaksson og fjöl- skyldur þeirra fóru í framkvæmdir við húsið árið 1997 í samvinnu við húsfriðunarnefnd og hafa þau rekið starfsemi í húsinu til dagsins í dag. Nýir eigendur Miðgarða Grýtubakkahreppi. M orgunblaðið. AÐILAR í ferðaþjónustu eru hæfi- lega bjartsýnir á að fólk fjölmenni til Akureyrar um páskana og þá fyrst og fremst vegna þess hversu lítill snjór er í Hlíðarfjalli. Þar verð- ur þó opið alla hátíðisdagana. Ým- islegt verður þó í boði í bænum, Ís- landsmót í hreysti í Höllinni á föstudag og laugardag, hagyrð- ingakvöld á sama stað í kvöld, Minjasafnið verður opið í dag, á laugardag og annan í páskum og fjörlegt verður á skemmtistöðum bæjarins, svo eitthvað sé nefnt. Al- þjóðleg snjókrosskeppni verður haldin á Lágheiði á laugardag og golfvöllurinn í Ólafsfirði verður op- inn alla páskana. Hlynur Eiríksson framkvæmda- stjóri veitingahússins Greifans sagði að hótelpantanir um páskana væru ekkert í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár. „Það er töluverður munur á milli ára, þegar færri komust að en vildu. Ég á samt von á því að það verði eitthvað af fólki í bænum,“ sagði Hlynur en Greifinn stendur jafnframt að rekstri þriggja hótela á Akureyri, Hótels KEA, Hörpu og Norður- lands. Marinó Sveinsson hjá Sportferð- um sagði að boðið yrði upp á sleða- veislu í Ólafsfirði, í tengslum við snjókrosskeppnina á Lágheiði á laugardag. Sportferðir bjóða upp á alls kyns snjóævintýri, m.a. vél- sleða- og jeppaferðir, en Marinó sagði að vetrarferðamennskan hefði algjörlega brugðist að þessu sinni. Guðmundur Karl Jónsson for- stöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli sagði að fólk gæti farið með stóla- lyftunni upp í Strýtu, þar sem væri hægt að fara á skíði. Einnig yrði svæði fyrir börnin norðan við Strýtu. Guðmundur Karl sagði að það gæti líka verið spennandi fyrir göngufólk að koma í fjallið, enda veðurspáin góð og m.a. stæði til að halda göngu- og skíðakeppni fyrir almenning á laugardag. Golfvöllurinn í Ólafsfirði verður opinn alla páskana en þar eru brautir og flatir að hluta til orðnar grænar og flatirnar nýslegnar. Á myndinni er heimamaður að pútta á nýsleginni 9. flöt. Opið í Hlíðarfjalli og ýmislegt í boði í bænum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.