Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 45 Spánn — Torrevieja Til sölu nýlegt raðhús á tveim- ur hæðum. 3 svefnherb., 2 salerni, stofa og eldhús. Verönd og þakverönd. Mjög fallegur lokaður garður með sundlaug fyrir framan húsið. Stutt í alla þjónustu. Góð eign á frábærum stað. Upplýsingar í símum 896 4199/898 3006 stjóra Flugleiða, og fengu páskaegg og fleiri góðar gjafir. Í framhaldi af því hjálpuðu krakkarnir for- eldrum sínum við þeirra daglegu störf. Það var því líf og fjör hjá Flugleiðum og aldrei að vita nema þarna hafi verið flugstjórar og flugfólk framtíðarinnar, segir í fréttatilkynningu. EITT hundrað börn heimsóttu aðalstöðvar Flugleiða í vikunni þar sem foreldrar þeirra vinna ýmis störf. Þau kynntust starfsemi fyrirtækisins og fengu leiðbein- ingar um öryggisatriði um borð í vélum félagsins og prófuðu björgunarbáta, neyðarrennibraut og reykköf- unargrímur. Börnin spjölluðu við Sigurð Helgason, for- Ljósmynd/Jóhannes Long Í heimsókn hjá Flugleiðum Sýningin Bíladella 2003 Um páskahelgina stendur Kvartmílu- klúbburinn fyrir sýningunni Bíla- dellu 2003, í sýningarsal B&L, Grjóthálsi 1, dagana 18.–21. apríl nk. Á sýningunni verða keppnisbílar, götubílar, jeppar, mótorhjól og einn- ig sér innflutt sýningartæki frá Sví- þjóð. SPL Sound/Græju keppni verður laugardaginn 19. apríl kl. 15 og er skráning á staðnum. Sterkustu bræður Íslands lyfta bílum laug- ardaginn 19. apríl kl. 17 og bílvélar verða ræstar á 2 tíma fresti. Opið verður kl. 11–22 föstudagin langa, laugardaginn 19. apríl og annan páskadag en páskadag verður opið kl. 13–22. Á MORGUN Fuglaverndarfélagið býður upp á vettvangsfræðslu í Grafarvogi laugardaginn 19. apríl kl. 13 (fjara kl. 13.55). Þessi mannfagnaður verð- ur tileinkaður jaðrakönum og öðrum vaðfuglum sem streyma til landsins um þetta leyti. Jafnóðum verður sagt frá sögu og ferðalögum lit- merktra jaðrakana sem fyrir augu ber. Íslenskir, breskir og franskir vaðfuglasérfræðingar verða á staðn- um til skrafs og ráðagerða. Átak gegn stríði stendur fyrir mótmælastöðu friðarsinna Laug- ardaginn 19. apríl kl. 14 munu frið- arsinnar safnast saman fyrir framan Stjórnarráðið til að minna á and- stöðu sína. Bergþóra Árnadóttir tek- ur lagið og Sigþrúður Gunnarsdóttir flytur ávarp. Boðið upp á kaffi og kakó. Á NÆSTUNNI Páskaskákmót Samfylking- arinnar Laugardaginn 19. apríl kl. 13 verður haldið hraðskákmót í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar Hafnargötu 25. Keppt verður eftir Monrad-kerfi í tveimur flokkum: undir 18 ára og 18 ára og eldri. Páskaegg í verðlaun. Allir velkomn- ir. Laugardagsfundur VG á Akureyri Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Norðausturkjördæmi heldur fund laugardaginn 19. apríl kl. 11 í kosn- ingamiðstöðinni í Hafnarstræti 94. Gestur fundarins er Hlynur Halls- son myndlistarmaður sem skipar 3. sæti VG í Norðausturkjördæmi. Hlynur ræðir um jafnréttismál, mál- efni nýrra Íslendinga, menningar- mál og Evrópusambandið og kosn- ingabaráttuna. STJÓRNMÁL MÁLVERKA- og höggmyndasýning verður opnuð í Óðinshúsi á Eyrar- bakka í dag, fimmtudag. Það eru nokkrir félagar af Árborgarsvæðinu sem kenna sig við Breiðumýri sem sýna olíu-, akrýlverk, verk unnin með blandaðri tækni og höggmynd- ir. Listamennirnir heita Elfar Guðni, Halldór Forni, Liston og Sverrir Geirmundsson. Sýningin verður opin um páskana þ.e. frá 17. apríl til 21. apríl, frá 24. apríl til 27. apríl og frá 1. maí til 4. maí eða eftir nánara samkomulagi. Myndlist í Óðinshúsi Vantaði nafn fermingarbarns Vegna mistaka vantaði nafn eins fermingarbarns í Grafarvogskirkju sem fermist kl. 13.30 í dag, skírdag. Fermd verður: Theodóra Fanndal Torfadóttir, Fjóluhlíð 10, Hafnarfirði. Músíktilraunir Rangt var farið með nafn hljóm- sveitar og söngvara undir mynd sem fylgdi grein um Músíktilraunir Hins hússins og Tónabæjar í blaðinu í gær. Söngvarinn á myndinni heitir Þórður Gunnar Þorvaldsson, en hann er söngvari hljómsveitarinnar Amos. Þess má einnig geta að Þórð- ur Gunnar var kosinn efnilegasti söngvari Músíktilrauna 2003 og hljómsveit hans lenti í 3. sæti. LEIÐRÉTT ÍSLANDSMÓT IFBB í fitness verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri um næstu helgi. For- keppnin hefst á föstudaginn 18. apríl kl 17, þá fara karlar í gegn- um upptog, dýfur og samanburð en konurnar fara í gegnum sam- anburð. Úrslitakeppnin verður laugardaginn 19. apríl kl 17. Húsið verður opnað kl 16 báða dagana. Ný keppnisgrein verður á mótinu en þar keppa konur í flokki sem nefnist formfitness. Í form- fitness er keppt í þremur lotum sem allar byggjast á samanburði í bikini og sundbolum. Í samræmi við reglur IFBB alþjóðasambands- ins verður keppnin lyfjaprófuð. Síðar á þessu ári munu taka gildi reglur um takmarkanir á þyngd keppenda miðað við hæð í karla- flokki, en sú regla er til þess að sporna við þeirri þróun að kepp- endur verði of vöðvamassaðir og að þessi keppnisgrein þróist yfir í vaxtarrækt, segir í fréttatilkynn- ingu. Íslandsmót í fitness á Akureyri AFMÆLISFUNDUR AA-samtak- anna verður haldinn að venju á föstudaginn langa, 18. apríl, kl. 20.30 í Laugardalshöllinni. Húsið opnað kl 19.30 og eru allir velkomn- ir. Nokkrir AA-félagar og gestur frá Al-Anon samtökunum, sem eru samtök aðstandenda alkóhólista tala á fundinum. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. AA-samtökin á Íslandi voru stofnuð föstudaginn langa 1954, eða fyrir 49 árum. Síðan hefur þessi dagur verið hátíðar- og afmælis- dagur samtakanna, alveg sama hvaða mánaðardag hann ber upp á. „AA-samtökin eru félagsskapur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlegt vanda- mál sitt og séu fær um að hjálpa öðrum til að losna frá áfengisböl- inu. Til þess að gerast AA-félagi þarf aðeins eitt: Löngun til að hætta að drekka. Inntöku- eða félagsgjöld eru engin, en með innbyrðis sam- skotum sjáum við okkur efnalega farborða. AA-samtökin eru sjálf- stæð heild og óháð hvers kyns fé- lagsskap öðrum. Þau halda sig utan við þras og þrætur og taka ekki af- stöðu til opinberra mála. Höfuðtil- gangur okkar er að vera ódrukkinn og að styðja aðra alkóhólista til hins sama. Í dag eru starfandi um 330 deild- ir um allt land, þar af í Reykjavík 163 deildir, erlendis eru 16 ís- lenskumælandi deildir. Hver þess- ara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku, og er fundarsókn frá 10–20 manns og upp í 180 manns á fundi. Hér í Reykjavík eru margir fund- ir á dag og byrja fyrstu fundirnir kl. 9.30 fyrir hádegi og þeir síðustu um miðnætti. Þá eru 5 enskumæl- andi fundir í Reykjavík, og 1 í Keflavík Upplýsingar um fundi og fund- arstaði er hægt að fá á skrifstofu AA–samtakanna, Tjarnargötu 20, Reykjavík. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 13 og 17. Síminn er 551–2010. Einnig hafa AA-sam- tökin símaþjónustu allan sólahring- inn og er síminn er 895–1050,“ segir í fréttatilkynningu. Afmælisfundur AA-samtak- anna á föstudaginn langa KVENFÉLAGIÐ Vinahjálp afhenti Daufblindrafélagi Íslands styrk 2. apríl sl. að upphæð kr. 430.000 til kaupa á Nokia GSM símum með tónmöskvum og tölvuskjái til félagsmanna Daufblindrafélagsins. Vinahjálp er félagsskapur sem hefur starfað í rúm 40 ár. Megin- tilgangur félagsins var að stofna til kynna á milli sendiherrafrúa hér á landi og íslenskra kvenna. M.a. var stofnaður bridshópur og sauma- hópur. Fjáröflun til góðgerðarmála hef- ur m.a. einkennt starf Vinahjálpar. Tekjurnar koma frá saumahóp, bridshóp, páskahappdrætti ásamt því að láta hluta aðgangseyris í bridshóp renna til góðgerð- arstarfsemi, segir í fréttatilkynn- ingu. Styrkur til Daufblindrafélags Íslands SKÁTAHREYFINGIN hefur nú dreift litlum íslenskum handfánum ásamt bæklingi um meðferð íslenska fánans til allra grunnskólabarna í landinu í 2. bekk, þ.e. fæddra 1995. Þetta er sjötta árið í röð sem öllum börnum í 2. bekk grunnskóla er gefin fánaveifa. Tíminn er valinn með há- tíðarhöld Sumardagsins fyrsta í huga en hefð er fyrir því að börn mæti til hátíðarhaldanna með fána. Fánadreifingin er árlegur liður í fánaverkefni skátahreyfingarinnar „Íslenska fánann í öndvegi“ sem far- ið var af stað með á 50 ára lýðveld- isafmæli Íslands 1994. Á því ári gaf skátahreyfingin m.a. öllum grunn- skólabörnum íslenska fánaveifu. Síð- an þá hefur fjölmargt verið gert til að gera veg íslenska fánans sem mestan og uppfræða almenning um meðhöndlun hans og notkun. „Þá eru landsmenn hvattir til að flagga í tilefni páskahátíðarinnar og eru menn jafnframt minntir á að Föstudaginn langa er venja að flagga í hálfa stöng. Og síðan er auð- vitað sumrinu fagnað með því að flagga Sumardaginn fyrsta. Að síð- ustu eru landsmenn hvattir til að nota fánastangir sínar og öllum er heimilt að flagga hvenær sem þeim hentar utan hinna hefðbundnu fána- daga og auðvitað flöggum við á fögr- um degi,“ segir í fréttatilkynningu. Skátar vilja íslenska fánann í öndvegi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.