Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 50
ÍÞRÓTTIR
50 A FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Opna Scanvermótið mán. 21. apríl
Golfklúbbur Grindavíkur
1. sæti 35.000 kr.
gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði.
2. sæti 20.000 kr.
gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði.
3. sæti 15.000 kr.
gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði.
4. sæti 10.000 kr.
gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði.
5. sæti 5.000 kr.
gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði.
Næst holu á 4./17. 8.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði.
Næst á 8. holu 8.000 kr. gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði.
Þátttökugjald á lið er aðeins 4.000 kr.
Hámarksforgjöf er 24 - Ræst verður út frá kl 8.00
Skráning er á www.golf.is
Einnig verður skráning í síma 426 8720 á mótsdegi.
Upplýsingar í síma 895 9997.
Texas Scramble
ÚRSLIT
CARL Lewis féll á lyfjaprófum í
þrígang árið 1988, segir Wade Ex-
um við bandaríska íþróttatímaritið
Sports Illustrated en hann hafði yf-
irumsjón með lyfjaprófum banda-
rískra íþróttamanna á árunum
1991–2000. Lewis var bestu íþrótta-
maður á sínu sviði á árunum 1984–
1992 og vann til fjölda verðlauna í
spretthlaupum og einnig í lang-
stökki. Exum er með skjöl í sínum
fórum sem staðfesta að Lewis hafi
notað örvandi efni á þessum tíma
og bandaríska Ólympíunefndin hafi
ætlað að útiloka hann frá keppni á
Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988.
Þar sigraði Lewis í 100 metra
hlaupi eftir að Ben Johnson, sem
kom fyrstur í mark, varð uppvís að
notkun ólöglegra efna.
Í skjölunum kemur fram að Lew-
is hafi beðið Ólympíunefndina að
gefa sér tækifæri á ný þar sem um
væri að ræða mistök af hans hálfu.
Talsmaður Lewis segir að hann
hafi aldrei fallið á lyfjaprófi og
ásakanir Exum séu úr lausi lofti
gripnar. Exum segir ennfremur að
allt að 100 íþróttamenn hafi fallið á
lyfjaprófum á þessum tíma án þess
að nokkuð hafi verið gert í þeirra
málum. Í flestum tilfellum var um
að ræða örvandi efni en ekki vaxt-
arhormón.
Carl Lewis féll
á lyfjaprófum
JAFNTEFLI varð niðurstaðan í
stórslag toppliða ensku úrvals-
deildarinnar í knattspyrnu í gær-
kvöld en bæði lið skoruðu 2 mörk í
leiknum. Ruud Van Nistelrooy kom
United yfir í fyrri hálfleik, Ashley
Cole virtist vera sá sem jafnaði
metin fyrir Arsenal í upphafi þess
síðari en knötturinn hafði viðkomu
í Thierry Henry – sem fékk markið
skráð á sig. Arsenal komast yfir
með marki frá Henry á 62. mínútu
en Manchester United jafnaði met-
in í næstu sókn liðsins er Ryan
Giggs skallaði í netið af stuttu færi.
Sol Campbell varnarmanni Arsenal
var vísað af leikvelli eftir brot á
Ola Gunnar Solskjær en Campbell
mun missa af fjórum af alls fimm
leikjum Arsenal á lokasprettinum.
Ryan Giggs leikmaður Man-
chester Untied sagði við Sky-
sjónvarpsstöðina eftir leikinn að
mikið verk væri enn eftir hjá báð-
um liðunum á leið þeirra að meist-
aratitlinum. „Það eru nokkrir leik-
ir eftir og ég er viss um að einhver
stig eiga eftir að tapast. Við eigum
erfiðan leik gegn Blackburn og
þeir eiga að leika gegn Middles-
brough á útivelli. Það getur því
margt gerst á lokasprettinum,“
segir landsliðsmaðurinn frá Wales
en Arsenal á einn leik til góða á
Manchester United sem er með
þremur stigum meira en meist-
aralið sl. árs.
Thierry Henry markaskorari
Arsenal-liðsins tók upp hanskann
fyrir varnarmanninn Sol Campbell
sem fékk að líta rauða spjaldið fyr-
ir að því er virtist að slá Ola Gunn-
ar Solskjær í andlitið. Campbell á
yfir höfði sér fjögurra leikja bann.
„Sá eini sem virtist sjá eitthvað at-
hugavert við þetta var aðstoð-
ardómarinn og hann virtist sjá að
sér þegar við ræddum við hann eft-
ir atvikið,“ sagði Henry sem við-
urkenndi að fyrra markið hefði
verið heppni en hann var ekki á
því að um rangstöðu hefði verið að
ræða í því síðara. „Allir leikir sem
eru eftir verða bikarúrslitaleikir í
okkar augum og það sama gildir
um Manchester United en við erum
í ágætri stöðu enn þrátt fyrir jafn-
teflið,“ sagði Henry.
Fjörugt á
Highbury
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppni karla:
Fífan: ÍBV - FH..........................................14
Fífan: KR - Keflavík...................................16
Í DAG
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppni karla:
EFRI DEILD, B-riðill:
Haukar – Víkingur R............................3:1
Sævar Eyjólfsson 3 – Daníel Hafliðason.
Fylkir – Grindavík ................................1:0
Arnar Þór Úlfarsson.
Staðan:
Grindavík 6 4 1 1 14:4 13
Þróttur R. 6 3 1 2 21:15 10
Víkingur R. 6 3 1 2 10:10 10
Fylkir 6 2 3 1 7:7 9
ÍBV 5 3 0 2 7:4 9
Haukar 6 2 1 3 9:18 7
Valur 6 2 0 4 6:10 6
FH 5 0 1 4 6:13 1
Neðri deild, A-riðill:
Fjölnir – Árborg ..................................10:2
England
Arsenal – Manchester United...................
Staðan:
Man. Utd 34 21 8 5 63:31 71
Arsenal 33 20 8 5 69:36 68
Newcastle 33 19 4 10 57:43 61
Chelsea 33 17 9 7 60:32 60
Everton 33 16 8 9 43:38 56
Liverpool 33 15 10 8 49:35 55
Blackburn 33 14 10 9 43:37 52
Tottenham 33 13 8 12 47:47 47
Middlesbro 33 12 10 11 42:35 46
Charlton 33 13 7 13 41:46 46
Southampton 32 11 12 9 35:33 45
Man. City 33 12 6 15 40:51 42
Leeds 33 11 5 17 46:48 38
Aston Villa 33 10 8 15 36:40 38
Fulham 33 10 8 15 35:46 38
Birmingham 33 10 8 15 31:44 38
Bolton 33 8 11 14 36:48 35
West Ham 33 7 11 15 37:56 32
WBA 33 5 6 22 22:52 21
Sunderland 33 4 7 22 20:54 19
Leikir sem eftir eru hjá Arsenal og
Manchester United:
Arsenal: Middlesb. (Ú), Bolton (Ú),
Leeds (H), Southampton (H), Sunderland
(Ú).
Manchester United: Blackburn (H), Tott-
enham (Ú), Charlton (H), Everton (Ú).
1. deild:
Derby – Millwall ....................................1:2
2. deild:
Peterborough – Cardiff .........................2:0
Ítalía
Bikarkeppni, undanúrslit, seinni leikur:
Roma – Lazio .........................................1:0
Holland
Bikarkeppni, undanúrslit:
Feyenoord – Ajax ..................................1:0
Frakkland
Deildabikarkeppni, undanúrslit:
Marseille – Mónakó ...............................0:1
HANDKNATTLEIKUR
Þýskaland
Willstätt/Schutterwald – Lemgo ......30:33
Nordhorn – Minden ...........................38:34
Pfullingen – Göppingen .....................26:24
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Toronto – Miami ..............................99:103
New York – Indiana ........................93:109
Chicago – Philadelphia ..................115:106
Houston – Memphis...........................97:86
Portland – Phoenix ........................120:102
LA Lakers – Denver......................126:104
VERON mun hefja æfingar með
Manchester United í næstu viku og
er vonast til þess að hann geti leikið
með liðinu síðari leik liðsins gegn
Real Madrid í átta liða úrslitum
Meistaradeildarinnar. Real Madrid
vann fyrri leik liðana á Spáni, 3:1.
LÖGREGLAN í Toronto í Kan-
ada segir að þrír leikmenn NBA-
liðsins Milwaukee Bucks séu tengd-
ir líkamsárás sem átti sér stað í
Toronto. Leikmennirnir eru Jason
Caffey, Sam Cassell og Gary Pay-
ton.
ALLEN Iverson, leikmaður
Philadelphiu 76’ers er í svipaðri að-
stöðu en bifreið í hans eigu var not-
uð til þess að aka með mann sem
hafði særst af völdum byssukúlu
sem skotið var fyrir utan nætur-
klúbb í borginni. Iverson hefur ver-
ið þekktur sem vandræðagemlingur
í NBA-deildinni en fékk uppreisn
æru á dögunum er hann var valinn í
landslið Bandaríkjanna sem stefnir
á Ólympíuleikana í Aþenu á næsta
ári.
MICHAEL Finley er ekki lengur
á lista Dallas Mavericks sem hefur
að geyma meidda leikmenn og mun
Finley vera klár í slaginn þegar úr-
slitakeppnin hefst.
FÓLK
Fyrsta hrinan var í höndum stúd-enta, þeir náðu 10:1 forystu
með miklum krafti án þess að
Stjörnumenn vissu
hvaðan á sig stóð
veðrið. Þrátt fyrir að
Garðbæingar tækju
sig á dugði það ekki
til og ÍS vann 25:15. Heimamenn
komu betur undirbúnir í næstu lotu
og höfðu forystu framan af en
misstu síðan taktinn og forystu til
ÍS 17:15 en tókst að snúa blaðinu við
á ný og vinna 25:22 svo að staðan var
jöfn, 1:1. Þriðja lota var síðan
Garðbæinga, sem höfðu forystu þar
til yfir lauk, 25:15. Stúdentar bitu
duglega frá sér í fjórðu lotu enda
ekki seinna vænna. Þeir náðu strax
forystu og þó heimamönnum tækist
að ná forystu gestanna niður í þrjú
stig var lið stúdenta ákveðnara og
vann örugglega 25:15.
Því varð oddalota og þar þarf að-
eins að ná 15 stigum í stað 25 eins og
í fyrri lotunum fjórum svo að góð
byrjun skiptir miklu máli. Stjarnan
komst í 5:1 en gestirnir lögðu samt
ekki árar í bát og náðu að saxa for-
skotið niður í tvö stig. Hinsvegar er
nær dró leikslokum tókst Stjörnu-
mönnum að halda gestunum í nokk-
urra stiga fjarlægð og gera út um
leikinn 15:11.
„Við höfum verið lengi í öðru sæti
og tími til kominn að vinna, við
ákváðum að gera það núna til að
taka alla titla,“ sagði Vignir Hlöð-
versson þjálfari og fyrirliði Stjörn-
unnar eftir leikinn. „Við unnum ÍS í
tveimur síðustu leikjum í vetur svo
við vissum að við gátum alveg unnið
þá nú. ÍS hefur verið með yfirburði
undanfarin ár en núna eftir sigur-
leikina tvo vorum við líklegir til að
vinna.“ Það var samt ekki að sjá í
byrjun þegar heimamenn voru ekki
sannfærandi, eins og tölur á stiga-
töflunni staðfestu. „Við byrjuðum
illa í fyrstu hrinu þegar það var eitt-
hvað smá stress. Ég tel að við höfum
verið þyrstari í sigur og auk þess
sterkara lið ef við höfum sjálfir trú á
því. Ég var aldrei smeykur um að
tapa leiknum niður í úrslitahrinunni.
Hún er svo stutt að ef við náum góðu
forskoti eru allar líkur á að vinna,“
bætti Vignir við en hann átti góðan
leik, spilaði af klókindum og skilaði
mörgum stigum. Bróðir hans Ró-
bert Hlöðversson var einnig drjúgur
og átti marga góða skelli.
Stúdentar voru sprækir í byrjun
en tókst ekki að fylgja því eftir þeg-
ar mótspyrna mótherja þeirra hófst
fyrir alvöru. „Það er alltaf svona
sveiflur í blaki og mikilvægara að
hafa hausinn í lagi en vöðvana,“
sagði Zdravko Demire þjálfari og
leikmaður ÍS eftir leikinn. „Varn-
arleikur okkar var ekki nógu góður,
við erum vanir að loka meira fyrir
skot en það gekk illa. Við áttum
möguleika á sigri en dómarar gera
tvö mistök. Það er mannlegt og við
gerðum þau líka svo það var allt í
lagi. Það eru að koma nýir menn í
liðið og nógur tími til að undirbúa
okkur fyrir næsta tímabil, þá tökum
við báða bikarana.“ Einar Ásgeirs-
son byrjaði vel en fataðist flugið og
munar um minna. Davíð Búi Hall-
dórsson átti einnig góðan leik.
Morgunblaðið/Golli
Vignir Hlöðversson, fyrirliði Stjörnunnar, fagnar fyrsta Íslands-
meistaratitli Garðabæjarliðsins á hefðbundinn hátt.
Stjarnan rauf
sigurgöngu ÍS
STJARNAN rauf í gærkvöldi þriggja ára sigurgöngu ÍS í blaki eftir
æsispennandi fimm lotu leik í Garðabænum og hampaði Íslands-
meistaratitli í fyrsta sinn. Garðbæingar voru hikandi í byrjun en
náðu sér á strik þar til þeir höfðu unnið oddalotuna 15:11 og leikinn
því 3:2. Stjarnan varð einnig deildarmeistari og á eftir úrslitaleik við
HK í bikarkeppninni svo Garðbæingar geta unnið þrefalt í ár.
Stefán
Stefánsson
skrifar