Morgunblaðið - 24.04.2003, Side 60

Morgunblaðið - 24.04.2003, Side 60
FRÉTTIR 60 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUR grunnskólans í Fljótshlíð hafa ásamt kennurum sett upp leiksýningu sem sýnd verður í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14 í Goðalandi. Um er að ræða leikgerð nokkurra valinna kafla úr Njálssögu, en leikinn sömdu nem- endur sjálfir í samráði við kennara skólans. Foreldrar barnanna saumuðu búninga og smíðuðu leik- tjöld og leikmuni. Allir nemendur skólans, 21 talsins, taka þátt í leik- ritinu. Foreldrafélagið annast kaffiveit- ingar að leiksýningu lokinni. Njáluleik- sýning nem- enda Fljóts- hlíðarskóla KVENFÉLAGIÐ Vinahjálp afhenti Daufblindrafélagi Íslands styrk 2. apríl sl. að upphæð kr. 430.000 til kaupa á Nokia GSM-símum með tónmöskvum og tölvuskjái til fé- lagsmanna Daufblindrafélagsins. Vinahjálp er félagsskapur sem hefur starfað í rúm 40 ár. Megin- tilgangur félagsins var að stofna til kynna á milli sendiherrafrúa hér á landi og íslenskra kvenna. M.a. var stofnaður bridshópur og saumahópur. Fjáröflun til góðgerðarmála hef- ur m.a. einkennt starf Vinahjálpar. Tekjurnar koma frá saumahóp, bridshóp og páskahappdrætti ásamt því að láta hluta aðgangs- eyris í bridshóp renna til góðgerð- arstarfsemi, segir í fréttatilkynn- ingu. Morgunblaðið/Golli Frá vinstri: Kristíne Eide, Magnea Waage, Doris Tómasson frá Vinahjálp, Svanhildur Anna Sveinsdóttir, formað- ur DBFÍ, Sigrún Kristinsdóttir daufblindraráðgjafi og Vala Thoroddsen frá Vinahjálp. Styrkur til Daufblindrafélags Íslands HANDBÓK bænda er komin út í 53. skipti. Handbókin er útbreitt rit á meðal bænda og annarra sem koma að landbúnaði og hefur að geyma ýmsan fróðleik um landbúnaðarmál, lærðar greinar, uppflettiefni og hand- hægar upplýsingar. Bókin í ár er með nokkuð breyttu sniði þó hún sé í meginatriðum lík fyrri árgöngum. Sérstakur kafli um áætlunargerð í landbúnaði er í Hand- bók bænda í ár. Meðal annars efnis má nefna um- fjöllun um heimarafstöðvar, golfvelli til sveita, viðskiptaáætlanir í landbún- aði, ýmsa kostnaðarútreikninga, járn- ingar og hófhirðu og viðhald og hreinsun vatnsbóla. Bændasamtökin hafa gert átak í sölu bókarinnar á síðustu vikum og hefur áskrifendum fjölgað um tæp 10%. Upplagið er 2.000 eintök en út- gefendur stefna á enn frekari út- breiðslu bókarinnar. Höfðað hefur verið til fjölbreyttari markhópa en áð- ur. Bókin hefur t.d. sérstaklega verið kynnt fyrir hestamönnum, skógrækt- arfólki og aðilum í ferðaþjónustunni. Handbók bænda fæst í áskrift hjá Bændasamtökunum og einnig í bóka- verslunum Pennans – Eymundsson um land allt, segir í fréttatilkynningu. Handbók bænda í nýjum búningi UNGLIÐAHREYFING Samfylk- ingarinnar, UJR, hefur sent frá sér ályktun um æskulýðsmál þar sem segir meðal annars: „Ungir jafnaðarmenn í Reykja- vík, ungliðahreyfing Samfylkingar- innar, hvetja til þess að lögin um æskulýðsmál (nr.24 frá 1970) verði tekin til gagngerrar endurskoðunar á komandi kjörtímabili. Ljóst er að núgildandi lög taka alls ekki mið af hinum miklu breytingum sem orðið hafa í tómstundamálum ungs fólks á undanförnum 33 árum. Frá því að lögin voru sett hafa verið opnaðar yfir 80 félagsmið- stöðvar um land allt, þar af 13 í Reykjavík. Sjö menningarmiðstöðv- ar eru starfandi og unnið er að stofnun tíu slíkra miðstöðva til við- bótar út um landið. Jafnframt hafa kröfur um fagleg vinnubrögð og menntun starfsfólks aukist og komið hefur verið á fót námi í tómstunda- rfræðum við bæði HÍ og KHÍ. Um er að ræða afar mikilvægan mála- flokk en æskulýðsstarfsemi, önnur en íþróttir, tekur til sín u.þ.b. 7% af útgjöldum sveitarfélaga og fer þetta hlutfall sífellt vaxandi.“ UJR vill ný lög um æskulýðsmál BARNA- og kammerkór Biskups- tungna gaf nýlega út geisladiskinn Spjallað við bændur. Á honum er að finna mörg lög sem fólk á öllum aldri hefur gaman að, segir í fréttatilkynn- ingu. Með kórnum á disknum syngja Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú og Valgeir Guðjónsson og ýmsir vinsæl- ir tónlistarmenn spila undir. Stjórnandi kórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, verða haldn- ir útgáfutónleikar í Aratungu kl. 15. Ýmislegt verður til skemmtunar; kórinn syngur lög af disknum og Bændabandið spilar, hlutavelta, kaffi og gómsætar kökur. Aðgangseyrir og kaffi fyrir fullorðna 2.000 kr. og fyrir börn á grunnskólaaldri 1.000 kr. Útgáfutón- leikar í Aratungu 2 fyrir Fljúgðu í vestur! Nú er tækifærið til að nýta afar hagstætt gengi dollarans! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 20 89 3 04 /2 00 3 Freistandi ferðatilboð í maí Síðasti söludagur 4. maí til USA Baltimore Verð frá 41.520 kr. Verð á mann Innifalið: Flug, flugvallaskattar og þjónustugjöld Boston Verð frá 39.400 kr. New York Verð frá 39.400 kr. Minneapolis/St. Paul Verð frá 44.720 kr. Flugfargjald Helgarpakkar Flug og gisting í 3 nætur Verð á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, flugvallaskattur, þjónustugjöld og gisting Baltimore Verð frá 49.920 kr. á Days Inn Inner Harbor Boston Verð frá 49.900 kr. á Hotel Copley Square New York Verð frá 48.700 kr. á Hotel Cosmopolitan Minneapolis/St. Paul Verð frá 49.200 kr. á Hotel Clarion Baltimore 2.-6. maí Verð 45.020 kr. á mann 4 nætur í tvíbýli á Days Inn Inner Harbor Innifalið: Flug, flugvallaskattar, þjónustugjald og gisting Sértilboð New York 10.-14. maí 4 nætur í tvíbýli á Hotel Cosmopolitan Innifalið: Flug, flugvallaskattar, þjónustugjald og gisting Verð 44.100 kr. á mann Sértilboð Ferðatímabil: 1. maí - 2. júní (síðasta heimkoma). Sölutímabil: 21. apríl - 4. maí. Tilgreint verð er með afslætti. Tveir verða að ferðast saman fram og tilbaka. Í auglýstu verði er m.v. lágmarksdvöl aðfaranótt sunnudags og hámarksdvöl í 4 daga. Einnig í boði önnur flugfargjöld, 2 fyrir 1, með rýmri skilyrðum um hámarksdvöl. Þessi tilboð gefa 4.200-5.000 ferðapunkta Sjá nánari upplýsingar um hótel á www.icelandair.is/usa Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða í fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8- 20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnud. frá kl. 10 - 16). Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofs ávísunum VR í pakkaferðir. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.