Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 24.04.2003, Blaðsíða 60
FRÉTTIR 60 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ NEMENDUR grunnskólans í Fljótshlíð hafa ásamt kennurum sett upp leiksýningu sem sýnd verður í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14 í Goðalandi. Um er að ræða leikgerð nokkurra valinna kafla úr Njálssögu, en leikinn sömdu nem- endur sjálfir í samráði við kennara skólans. Foreldrar barnanna saumuðu búninga og smíðuðu leik- tjöld og leikmuni. Allir nemendur skólans, 21 talsins, taka þátt í leik- ritinu. Foreldrafélagið annast kaffiveit- ingar að leiksýningu lokinni. Njáluleik- sýning nem- enda Fljóts- hlíðarskóla KVENFÉLAGIÐ Vinahjálp afhenti Daufblindrafélagi Íslands styrk 2. apríl sl. að upphæð kr. 430.000 til kaupa á Nokia GSM-símum með tónmöskvum og tölvuskjái til fé- lagsmanna Daufblindrafélagsins. Vinahjálp er félagsskapur sem hefur starfað í rúm 40 ár. Megin- tilgangur félagsins var að stofna til kynna á milli sendiherrafrúa hér á landi og íslenskra kvenna. M.a. var stofnaður bridshópur og saumahópur. Fjáröflun til góðgerðarmála hef- ur m.a. einkennt starf Vinahjálpar. Tekjurnar koma frá saumahóp, bridshóp og páskahappdrætti ásamt því að láta hluta aðgangs- eyris í bridshóp renna til góðgerð- arstarfsemi, segir í fréttatilkynn- ingu. Morgunblaðið/Golli Frá vinstri: Kristíne Eide, Magnea Waage, Doris Tómasson frá Vinahjálp, Svanhildur Anna Sveinsdóttir, formað- ur DBFÍ, Sigrún Kristinsdóttir daufblindraráðgjafi og Vala Thoroddsen frá Vinahjálp. Styrkur til Daufblindrafélags Íslands HANDBÓK bænda er komin út í 53. skipti. Handbókin er útbreitt rit á meðal bænda og annarra sem koma að landbúnaði og hefur að geyma ýmsan fróðleik um landbúnaðarmál, lærðar greinar, uppflettiefni og hand- hægar upplýsingar. Bókin í ár er með nokkuð breyttu sniði þó hún sé í meginatriðum lík fyrri árgöngum. Sérstakur kafli um áætlunargerð í landbúnaði er í Hand- bók bænda í ár. Meðal annars efnis má nefna um- fjöllun um heimarafstöðvar, golfvelli til sveita, viðskiptaáætlanir í landbún- aði, ýmsa kostnaðarútreikninga, járn- ingar og hófhirðu og viðhald og hreinsun vatnsbóla. Bændasamtökin hafa gert átak í sölu bókarinnar á síðustu vikum og hefur áskrifendum fjölgað um tæp 10%. Upplagið er 2.000 eintök en út- gefendur stefna á enn frekari út- breiðslu bókarinnar. Höfðað hefur verið til fjölbreyttari markhópa en áð- ur. Bókin hefur t.d. sérstaklega verið kynnt fyrir hestamönnum, skógrækt- arfólki og aðilum í ferðaþjónustunni. Handbók bænda fæst í áskrift hjá Bændasamtökunum og einnig í bóka- verslunum Pennans – Eymundsson um land allt, segir í fréttatilkynningu. Handbók bænda í nýjum búningi UNGLIÐAHREYFING Samfylk- ingarinnar, UJR, hefur sent frá sér ályktun um æskulýðsmál þar sem segir meðal annars: „Ungir jafnaðarmenn í Reykja- vík, ungliðahreyfing Samfylkingar- innar, hvetja til þess að lögin um æskulýðsmál (nr.24 frá 1970) verði tekin til gagngerrar endurskoðunar á komandi kjörtímabili. Ljóst er að núgildandi lög taka alls ekki mið af hinum miklu breytingum sem orðið hafa í tómstundamálum ungs fólks á undanförnum 33 árum. Frá því að lögin voru sett hafa verið opnaðar yfir 80 félagsmið- stöðvar um land allt, þar af 13 í Reykjavík. Sjö menningarmiðstöðv- ar eru starfandi og unnið er að stofnun tíu slíkra miðstöðva til við- bótar út um landið. Jafnframt hafa kröfur um fagleg vinnubrögð og menntun starfsfólks aukist og komið hefur verið á fót námi í tómstunda- rfræðum við bæði HÍ og KHÍ. Um er að ræða afar mikilvægan mála- flokk en æskulýðsstarfsemi, önnur en íþróttir, tekur til sín u.þ.b. 7% af útgjöldum sveitarfélaga og fer þetta hlutfall sífellt vaxandi.“ UJR vill ný lög um æskulýðsmál BARNA- og kammerkór Biskups- tungna gaf nýlega út geisladiskinn Spjallað við bændur. Á honum er að finna mörg lög sem fólk á öllum aldri hefur gaman að, segir í fréttatilkynn- ingu. Með kórnum á disknum syngja Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú og Valgeir Guðjónsson og ýmsir vinsæl- ir tónlistarmenn spila undir. Stjórnandi kórsins er Hilmar Örn Agnarsson. Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl, verða haldn- ir útgáfutónleikar í Aratungu kl. 15. Ýmislegt verður til skemmtunar; kórinn syngur lög af disknum og Bændabandið spilar, hlutavelta, kaffi og gómsætar kökur. Aðgangseyrir og kaffi fyrir fullorðna 2.000 kr. og fyrir börn á grunnskólaaldri 1.000 kr. Útgáfutón- leikar í Aratungu 2 fyrir Fljúgðu í vestur! Nú er tækifærið til að nýta afar hagstætt gengi dollarans! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 20 89 3 04 /2 00 3 Freistandi ferðatilboð í maí Síðasti söludagur 4. maí til USA Baltimore Verð frá 41.520 kr. Verð á mann Innifalið: Flug, flugvallaskattar og þjónustugjöld Boston Verð frá 39.400 kr. New York Verð frá 39.400 kr. Minneapolis/St. Paul Verð frá 44.720 kr. Flugfargjald Helgarpakkar Flug og gisting í 3 nætur Verð á mann í tvíbýli Innifalið: Flug, flugvallaskattur, þjónustugjöld og gisting Baltimore Verð frá 49.920 kr. á Days Inn Inner Harbor Boston Verð frá 49.900 kr. á Hotel Copley Square New York Verð frá 48.700 kr. á Hotel Cosmopolitan Minneapolis/St. Paul Verð frá 49.200 kr. á Hotel Clarion Baltimore 2.-6. maí Verð 45.020 kr. á mann 4 nætur í tvíbýli á Days Inn Inner Harbor Innifalið: Flug, flugvallaskattar, þjónustugjald og gisting Sértilboð New York 10.-14. maí 4 nætur í tvíbýli á Hotel Cosmopolitan Innifalið: Flug, flugvallaskattar, þjónustugjald og gisting Verð 44.100 kr. á mann Sértilboð Ferðatímabil: 1. maí - 2. júní (síðasta heimkoma). Sölutímabil: 21. apríl - 4. maí. Tilgreint verð er með afslætti. Tveir verða að ferðast saman fram og tilbaka. Í auglýstu verði er m.v. lágmarksdvöl aðfaranótt sunnudags og hámarksdvöl í 4 daga. Einnig í boði önnur flugfargjöld, 2 fyrir 1, með rýmri skilyrðum um hámarksdvöl. Þessi tilboð gefa 4.200-5.000 ferðapunkta Sjá nánari upplýsingar um hótel á www.icelandair.is/usa Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða í fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 8- 20, laugard. frá kl. 9-17 og á sunnud. frá kl. 10 - 16). Icelandair tekur við ferðaávísun MasterCard og orlofs ávísunum VR í pakkaferðir. VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.