Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 1

Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Rímnamenn rappa Textar Afkvæma guðanna eru full- ir af pælingum Sunnudagur 10 Palestínska rithöfundarins Izzats Ghazzawi minnst Listir 26 Eftir fall Saddams Verður komið á lýðræði eða klerkaveldi í Írak? 20 JAPANSKA fyrirtækið Japan Steel Net- works, JSW, hefur keypt 13% hlut í Varma- rafi, sem sérhæfir sig í rannsóknum, þróun og framleiðslu á varmarafölum og vetnis- geymslubúnaði. Dr. Hiroyuki Tokushige, aðstoðarsvæðis- stjóri JSW í Evrópu, segir að japanska fyr- irtækið sé stór framleiðandi stálvöru og ým- issa iðnaðarvara. Fyrirtækið hafi meðal annars þróað málmblöndur, sem geymi vetni. „Við höfum mikinn áhuga á umhverf- isvænum orkugjöfum og teljum að vetni sé orkumiðill framtíðarinnar,“ segir Tokushige. Jarðvarminn nýtist vel Hann segir að hinn mikli jarðvarmi sem sé að finna á Íslandi nýtist vel til að geyma vetni í málmblöndum. „Hann gerir að verkum að hægt er að auka nýtingu geymslunnar,“ seg- ir dr. Tokushige, „en í Japan er varminn ekki óþrjótandi, eins og hér. Á Íslandi er fullkom- ið hitaveitukerfi og því góðar aðstæður fyrir þessa tækni,“ segir hann. Þá segir hann að Varmaraf hafi mikla þekkingu á hitastýringu. „Með samstarfi við fyrirtækið getum við hugsanlega nýtt okkur þekkingu þess til að bæta framleiðslu okkar,“ segir hann. Dr. Árni Geirsson, framkvæmdastjóri Varmarafs, segist sjá mörg tækifæri í sam- starfi við japanska fyrirtækið. „JSW býr að mikilli reynslu og þekkingu í vetnistækni og við hlökkum mjög til samstarfsins. Við reikn- um með því að bæði fyrirtæki læri og hagnist á því. Þessi samningur styrkir Varmaraf, því nú eigum við „stóran bróður“, sem kemur sér alltaf vel,“ segir hann. Japanskt fyrirtæki fjárfestir í Varmarafi TALSMENN WHO, Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, hvöttu í gær til alheimsátaks í að hafa uppi á öllum þeim, sem hugsanlega hafa smitast af bráðu lungnabólgunni. Að öðrum kosti væri hætta á „sprengingu“ í út- breiðslu sjúkdómsins. Dauðsföllum af völdum sjúkdómsins hefur fjölgað, 14 síðasta sólarhringinn í Kína og Hong Kong, og talið er, að nú hafi um 5.000 manns smitast í 26 löndum. Hafa stjórnvöld gripið til mjög róttækra ráðstafana til að hefta útbreiðsluna og viðbúnaður annars staðar vex með degi hverjum. Shigeru Oni, yfirmaður WHO í Asíu, sagði í gær, að hætta væri á sprengingu í út- breiðslu sóttarinnar en benti um leið á, að tala látinna væri ekki mjög há miðað við marga aðra sjúkdóma. Sjúkdómurinn væri samt mjög alvarlegur, ekki aðeins heilsu fólks, heldur ekki síður afkomu þess og efna- hagslífinu. Í fyrstu bentu tölur til, að um 4% sjúklinga dæju af völdum lungnabólgunnar, en dánartíðnin er nú komin í 5–6%. Breskir sérfræðingar áætla þó, að hún geti hugsan- lega verið mun hærri eða allt að 15%. Óttast er, að veiran hafi stökkbreyst og valdi því, að nú er meira um dauðsföll hjá ungu fólki. Í gær var skýrt frá láti 28 ára manns í Hong Kong og er hann sá yngsti, sem sjúkdómurinn hefur lagt að velli. Hvatt til al- heimsátaks Hong Kong. AFP. HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins og utanríkisráðherra, segir að vegna viðræðna um aukna fríverslun á vettvangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) muni þurfa að breyta styrkjakerfi landbúnaðarins og hann muni að miklu leyti þurfa að laga sig að þeirri landbúnaðarstefnu, sem rekin verði í Evr- ópusambandinu þegar þar að kemur. Þetta kem- ur fram í viðtali við Halldór í Morgunblaðinu í dag. „[V]ið horfumst í augu við meira frjálsræði í innflutningi landbúnaðarafurða og í ljósi þess þarf að endurmeta stuðninginn við landbúnað- inn,“ segir Halldór í viðtalinu. „Við höfum hafið viðræður við forystumenn í landbúnaði um það. Við sjáum ýmsa möguleika í því að breyta greiðslufyrirkomulaginu þannig að það standist þær tillögur sem Evrópusambandið hefur lagt fram [í Doha-viðræðunum á vettvangi WTO].“ Halldór segir jafnframt: „Miðað við að tillögur Evr- ópusambandsins í þessum viðræðum verði ofan á, sem ekki er ólíklegt að geti orðið því þær ganga mun skemmra en tillögur Banda- ríkjanna og annarra og það er okkar mat að það verði að minnsta kosti gengið jafn- langt og Evrópusambandið leggur til, þá má segja að íslenskur landbúnaður verði að laga sig að miklu leyti að þeirri landbún- aðarstefnu sem rekin verður í Evrópusamband- inu þegar þar að kemur. Í þessu ljósi þarf íslensk- ur landbúnaður að endurmeta sína stöðu.“ Halldór segir að ekki sé víst að mikið dragi úr styrkjum til landbúnaðarins við þetta. „Það þarf að minnsta kosti að breyta styrkjum í svokallaðar grænar greiðslur eða það sem má kalla búsetu- styrki. Evrópusambandið gerir ráð fyrir að styrkirnir verði áfram við lýði en styrkirnir eru að breytast. Í dag er greitt meira vegna umhverfissjónarmiða og framleiðsluhátta sem taka mið af vistvænum afurðum. Það fellur á margan hátt vel að þeim hugmyndum sem Ís- lendingar hafa um sína landbúnaðarframleiðslu.“ Breytingar burtséð frá aðild að ESB Aðspurður hvort hann sjái framtíð landbún- aðarins hér á landi fyrir sér þannig að honum muni svipa meira til þess sem er í Evrópusam- bandslöndunum svarar Halldór: „Já ég tel að enginn vafi sé á því að það muni gerast. Landbún- aðurinn þarf að búa sig undir þetta, hvað svo sem líður hugsanlegri aðild að Evrópusambandinu.“ Halldór Ásgrímsson Halldór Ásgrímsson um breytingar í landbúnaði vegna WTO-samninga Landbúnaðurinn lagi sig að framtíðarstefnu ESB  Setjum stöðugleikann/10 Hljóðlátur baráttumaður ♦ ♦ ♦ ÞAÐ ER alltaf nóg um að vera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardalnum. Nýtur vísindaver- öldin, sem sett hefur verið upp í tjaldi við kaffihús garðsins, mikilla vinsælda eins og sjá má á þessum bandarísku börnum sem fannst spennandi að prófa sápuhólkinn, sem þau búa til með því að setja hring ofan í sápulög, og lyfta hon- um rólega þannig að til verður sápuveggur í kringum þau. Börnin voru í hópi erlendra grunnskólanema, sem voru í Fjöl- skyldugarðinum í gærmorgun, en þau taka þátt í sameiginlegu verk- efni með háskólanemum, sem taka yngri börnin að sér og gerast „mentorar“ þeirra. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gaman í vísinda- veröld TALIÐ er, að á annan tug manna að minnsta kosti hafi farist og tugir manna slasast er vopnageymsla á vegum Bandaríkjahers sprakk í loft upp við Bagdad í gærmorgun. Skutust flugskeyti úr geymslunni á þrjú nálæg hús og gjöreyðilögðu þau. Brugðust íbúar á svæðinu ævareiðir við atburðinum og grýttu bandaríska hermenn. Bandaríkjamenn telja, að einhver hafi skotið blossaljósi að geymslunni, en í henni voru írösk vopn, sem bandarískir hermenn höfðu safnað saman. Talið er, að fjórtán manns að minnsta kosti og hugsanlega fleiri, sumir nefndu allt að fjörutíu, hafi týnt lífi, þar á meðal fjögur börn og þrjár konur, og um fimmtíu særst. Hópuðust íbúarnir saman og létu ókvæðisorðum og grjóti rigna yfir bandaríska hermenn er þeir komu á vettvang og haft var eftir hermönnunum, að einnig hefði verið skotið á þá. Urðu þeir að hörfa undan reiðu fólkinu, sem kenndi þeim um fyrir að hafa geymt vopnin rétt við íbúðahverfi. 150 útlagar undir stjórn Bandaríkjamanna New York Times sagði í gær, að Paul Wolfo- witz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, hefði valið um 150 manna hóp íraskra út- laga og ættu þeir að stýra írösku ráðuneytunum undir yfirstjórn Bandaríkjamanna. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafnaði í fyrradag öllum hugmyndum um klerkaveldi í Írak en Noah Feldman, lagapró- fessor við New York-háskóla og helsti ráðgjafi Bandaríkjastjórnar um nýja stjórnarskrá í Írak, telur, að Bandaríkjastjórn neyðist til að sam- þykkja íslamskt lýðveldi í landinu. Íslamskt lýð- ræði sé betra en ekkert lýðræði og þá að því til- skildu, að grundvallarmannréttindi séu virt. Bagdad. AP, AFP. Bandarískur hermaður veitir slösuðum Íraka skyndihjálp eftir sprenginguna. Mannskæð sprenging í Bagdad Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.