Morgunblaðið - 27.04.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Netsalan ehf., Garðatorgi 3, 210 Garðabæ
Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is
Heimasíða: www.itn.is/netsalan. Opið á virkum dögum frá kl. 10–18.
Opið í dag, sunnudag frá kl. 11-16
McLOUIS HÚSBÍLAR
Fyrsta sending UPPSELD - önnur á leiðinni
SÖLU- OG KYNNINGARSÝNING
Innifalið í verði 100.000 kr. úttektarávísun
í nýrri verslun sem verður opnuð í maí.
Fellihýsin eru tilbúin á götuna með bremsubúnaði.
Takmarkað magn. Til afgreiðslu strax
Epic 1906 9 fet.
Verð kr. 798.000
*himinn fylgir ekki
STÓRTILBOÐ
VIKING FELLIHÝSI
SÍÐASTI DAGUR!
*
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
mælist með mest fylgi stjórnmála-
flokkanna eða 34,6% og fengi 23 þing-
menn skv. niðurstöðum fylgiskönn-
unar sem Fréttablaðið birti í gær.
Samfylkingin mælist með 32,9%
fylgi í könnuninni og fengi 21 þing-
mann. Framsóknarflokkurinn nýtur
stuðnings 12,8% kjósenda skv. könn-
uninni og fengi átta þingmenn,
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
mælist með 7% fylgi og fengi fjóra
þingmenn. Frjálslyndi flokkurinn
mælist nú þriðji stærsti flokkurinn
með 11,1% fylgi, og fengi sjö þing-
menn skv. könnuninni. T-listi Krist-
jáns Pálssonar mælist með 1% fylgi á
landsvísu og nær ekki kjörnum
manni í Suðurkjördæmi skv. könnun-
inni og Nýtt afl mælist með 0,5%
fylgi.
Könnunin var gerð sl. fimmtudag.
Í úrtaki voru 1.200 manns og tóku
76% aðspurðra afstöðu.
Sjálfstæðisflokkur
mælist stærstur
SÝSLUMAÐURINN á
Seyðisfirði telur ekki þörf
á að fjölga í föstu starfsliði
embættisins eingöngu
vegna þess að ný og stærri
Norræna hefur verið tekin
í notkun. Hann hefur óskað
eftir því á fjárlögum að
bætt verði við tveimur
stöðugildum lögreglu-
manna vegna umsvifanna
við Kárahnjúkavirkjun og
álver og segir að þeir menn
muni einnig nýtast við eft-
irlit með farmi og farþegum ferj-
unnar.
Gert er ráð fyrir að um 25.000
manns komi með Norrænu til lands-
ins á þessu ári, helmingi fleiri en í
fyrra. Nýja ferjan, sem kom í
jómfrúarferð til Seyðisfjarðar á
þriðjudag, er tvöfalt stærri en
gamla ferjan og tekur hátt í 500
fleiri farþega. Reglubundnar sigl-
ingar hingað hefjast 15. maí.
Lárus Bjarnason, sýslumaður á
Seyðisfirði, segir að lögregla og toll-
gæsla muni bregðast jafnóðum við
hugsanlegri fjölgun farþega. Eftirlit
við ferjuna hafi verið miðað við
fjölda farþega og þannig verði það
áfram.
Sjö lögreglumenn eru fastráðnir
við embættið, þar af einn á Vopna-
firði, auk tollvarðar. Þá er hægt að
kalla til þrjá héraðslögreglumenn og
starfsmenn á sýsluskrifstofunni
hafa einnig sinnt eftirliti. Einnig
hefur alþjóðadeild ríkislögreglu-
stjóra veitt embættinu aðstoð auk
þess sem tollverðir frá tollstjóran-
um í Reykjavík hafi komið austur
með fíkniefnaleitarhund, nánast í
hverri siglingu ferjunnar.
Ferjur eru erfiðar til tollleitar og
að mörgu leyti eru bifreiðar hent-
ugar til smygls, m.a. vegna þess að
smyglarinn hefur nægan tíma til að
koma varningi fyrir í bílnum. Að-
spurður segir Lárus að tolleftirlit
verði með svipuðum hætti og verið
hefur. Reynt sé eftir mætti að fletta
ofan af smygli.
Lárus hefur sótt um að á
fjárlögum 2004 verði gert
ráð fyrir tveimur lögreglu-
mönnum til viðbótar við
embættið vegna aukinna
umsvifa í tengslum við
Kárahnjúkavirkjun. Hann
minnir ennfremur á að eft-
irlit með millilandaflugi og
vopnaleit á Egilsstaðaflug-
velli sé á könnu embættisins
en fyrirsjáanlegt sé að flug
þangað muni aukast vegna
virkjunarframkvæmdanna.
Hefur óskað eftir að
fá yfirlögregluþjón
Fyrir komandi sumar hefur rík-
islögreglustjóri gefið vilyrði um að
fleiri sumarafleysingamenn verði
ráðnir en venja hefur verið til. Ekki
er þó brugðist jafnvel við öllum
beiðnum. Lárus segir að ítrekað hafi
verið óskað eftir því að yfirlögreglu-
þjónn verði ráðinn til embættisins
en án árangurs. Það sé í sjálfu sér
rannsóknarefni hvers vegna leyfi
hafi ekki fengist, embætti sem séu
sambærileg að stærð hafi yfirlög-
regluþjón án þess að þurfa að fást
við eftirlit með millilandaflugi og
-siglingum.
Brugðist verður jafn-
óðum við fjölgun farþega
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði um nýja og stærri Norrænu
Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson
ÞRÁTT fyrir að Andrésar Andar
leikunum á skíðum hafi verið aflýst
vegna snjóleysis í Hlíðarfjalli, hélt
hópur barna úr skíðadeild Víkings,
foreldrar og systkini sínu striki og
fjölmenntu til Akureyrar. Alls fóru
á annað hundrað Víkingar norður
og komu þeir flestir til bæjarins á
miðvikudag og halda heim á leið í
dag. Hópurinn gerði sér ýmislegt
til skemmtunar og í fyrradag var
haldið til Hríseyjar. Það var því líf
og fjör í eynni og ekki annað að sjá
en að allir skemmtu sér vel þrátt
fyrir snjóleysið.Morgunblaðið/KristjánKrakkarnir úr skíðadeild Víkings brostu út að eyrum á bryggjunni í Hrísey í gær og skemmtu sér greinilega vel.
Víkingar
héldu
sínu striki
SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms- og
kirkjumálaráðherra, segir vilja rík-
isins standa til þess að þjóðkirkjan
verði formlegur eigandi að prests-
setrum og prestssetursjörðum en
deilt sé um þá fjárhæð sem ríkið
ætti að leggja kirkjunni til vegna
fyrri tíma. Hún segist vongóð um að
samningar náist milli ríkis og þjóð-
kirkju um málið en viðræður geti þó
tekið tíma.
Í Morgunblaðinu í gær var greint
frá gagnrýni sr. Halldórs Gunnars-
sonar, sóknarprests í Holti, sem sit-
ur í samninganefnd kirkjunnar um
kirkjueignir. Benti hann á að þó að
samningar hefðu náðst um kirkju-
jarðir árið 1997 stæði eftir að semja
um prestssetrin sjálf og ekkert ræki
í þeim viðræðum við ríkið.
Sólveig segir rétt að síðastliðið
haust hafi slitnað upp úr viðræðum
um stöðu prestssetra en hún sé von-
góð um að viðræður verði teknar
upp aftur. Ný samninganefnd, sem
biskup Íslands veiti forstöðu, hafi
verið valin af hálfu kirkjunnar en
þrjú ráðuneyti, forsætis-, fjármála-
og dóms- og kirkjumálaráðuneyti,
sinni málinu fyrir hönd ríkisins.
„Það stendur vilji til þess af hálfu
ríkisins að þjóðkirkjan verði form-
legur eigandi en ekki aðeins um-
ráðandi að þessum prestssetrum og
prestssetursjörðum sem eru um 80
talsins,“ segir Sólveig. „Aðalágrein-
ingurinn hefur staðið um þá fjárhæð
sem ríkið ætti að leggja kirkjunni til
vegna eldri tíma. Þess utan voru ör-
fá önnur atriði sem ekki var búið að
finna lausn á, s.s. um stöðu Þing-
valla, en byggingaráform á þessum
sögufræga stað nærri núverandi
kirkju eru viðkvæm og vandmeðfar-
in.“
Skiptar skoðanir á
uppgjöri og bótum
Hún segir ýmislegt þurfa að skoða
sérstaklega í þessu sambandi, m.a.
hvernig eigi að afmarka prestsset-
ursjarðirnar, hvaða hlunnindi fylgi
þeim o.s.frv. og það taki sinn tíma.
Hins vegar sé fullur vilji af hálfu rík-
isins til að finna lausn á málinu.
Í Morgunblaðinu í gær sagði Hall-
dór að ríkið hefði selt fjölda jarða
sem voru eign þjóðkirkjunnar án
þess að hafa haft til þess heimild.
Innt eftir þessu segir Sólveig að
landbúnaðarráðuneytið hafi á sínum
tíma farið með umsjón sumra
jarðanna. „Í dag eru skiptar skoð-
anir á uppgjöri og bótum fyrir þess-
ar jarðir og rétt ríkisins til að ráð-
stafa þessum landareignum á sínum
tíma. Með samningum milli kirkj-
unnar og ríkisins um kirkjujarðir
fékk þjóðkirkjan yfirráð yfir þeim
en getur þó ekki selt þær án sam-
þykkis Alþingis. Þetta eru flókin mál
sem munu verða hluti af þeim samn-
ingaviðræðum sem vafalaust verða
teknar upp fljótlega aftur,“ segir
hún.
Dóms- og kirkjumálaráðherra segir fullan vilja hjá ríkinu
til að taka á ný upp viðræður við þjóðkirkjuna
Kirkjan verði formlegur
eigandi prestssetra
FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar
hjá Loftorku í Borgarnesi við stækk-
un verksmiðju fyrirtækisins um
helming eða í 5.000 fm. Loftorka
Borgarnesi ehf. er alhliða verktaka-
fyrirtæki á sviði byggingamann-
virkja og sérhæfir sig í framleiðslu á
forsteyptum hlutum úr steinsteypu,
steinsteyptum einingum til húsbygg-
inga og steinrörum í holræsi.
Reiknað er með að verksmiðjan
verði tilbúin í ágúst og nú þegar hafa
fyrstu pantanir borist frá Vegagerð-
inni sem ætlar að nota þessi stóru
rör í Kolgrafarfjörð. Jafnframt hefur
Loftorka framleiðslu á forspenntum
plötum sem eru kallaðar holplötur.
Starfsmenn eru nú 70 og fer fjölg-
andi.
Verksmiðjan stækkuð
Borgarnesi. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Guðrún Vala