Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 8

Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Svona, Össi minn, þetta máttu nú pólitíkusarnir hafa í gamla daga, „útataðir í aur upp fyrir haus“ eftir hvert Borgarnes-skítkastið. Langvarandi verkir Þverfagleg verkjameðferð RÁÐSTEFNA umlangvarandiverkjameðferð verður haldin á Heilsu- stofnun NLFÍ í Hvera- gerði næstkomandi þriðjudag, 29. apríl, og hefst hún kl. 13.30. Ráð- stefnan er haldin af verkjameðferðarteymi Heilsustofnunar Náttúru- lækningafélags Íslands. Kristján G. Guðmundsson yfirlæknir var fyrst spurð- ur um hvað ráðstefnan snerist. „Ráðstefnan fjallar um meðferð á langvarandi verkjum og verður reynt að gera grein fyrir með- ferð við verkjasjúkdómum frá þverfaglegum sjónar- hóli.“ Hvað eru langvinnir verkir út- breitt eða stórt vandamál? „Langvarandi verkjaheilkenni er allalgengt vandamál. Þannig er talið að um þriðjungur fólks fái einhvern tíma ævinnar langvar- andi verki og hjá um helmingi þess dragi verkirnir verulega úr færni til að sinna daglegum störf- um og áhugamálum. Um er að ræða mjög kostnaðarsaman málaflokk og áætlað er að á hverjum tíma þurfi t.d. um 1% Bandaríkjamanna á sérhæfðri verkjameðhöndlun að halda. Um 17% þeirra sem leita til heimilis- lækna á hverjum tíma gera það vegna verkja. Kostnaðurinn við meðferð langvarandi verkja er því veru- legur og er talinn vera hærri en sem nemur kostnaði við með- höndlun á hjartasjúkdómum, krabbameinum og eyðni. Þar fyr- ir utan koma tryggingabætur og lífeyrisgreiðslur og liggur kostn- aðurinn ekki síst í óvinnufærni þessara einstaklinga, sem margir hverjir verða að hætta störfum.“ Hvert verður hlutverk ráð- stefnunnar, áherslur hennar og tilgangur? „Hlutverk ráðstefnunnar er að vera vettvangur umræðu og skoðanaskipta um meðferð skjól- stæðinga sem hafa verki í langan tíma. Langvarandi verkjaheilkenni er sjúklegt ástand, þar sem verk- ir hafa varað lengur en sex mán- uði og viðbrögðin við verkjunum eru viðvarandi, oft með mikilli verkjaupplifun ásamt litlu lík- amsþreki og lélegri líkamsstöðu. Þessu hefur oft fylgt félagsleg óvirkni eða tilhneiging til að ein- angrast félagslega og oft er stutt í þunglyndi. Margir verkjasjúk- lingar lenda í vítahring verkja og ofnotkun verkjalyfja. Þannig er greining langvarandi verkja oft flókin og upphaflegu verkirnir eru oft umbreyttir vegna margra aðgerða og endurtekinna lyfja- meðferða. Þetta er ástand sem hefur áhrif á bæði líkamlega líð- an, tilfinningalega og raunar fé- lagslega færni. Algengar sjúkdómsgreiningar sem verið er að fást við eru vefjagigtarheil- kenni, áverkar á hálsi og hrygg, slitgigtar- vandamál ásamt mjó- baksverkjum. Þá er töluverður hluti þeirra sem eru með langvarandi verki einnig haldinn þrálátum höfuðverkjum. Í verkjateyminu á HNLFÍ hef- ur verið beitt þverfaglegri nálgun með sjúkraþjálfurum, íþrótta- fræðingum, sálfræðingum og læknum ásamt hjúkrunarfræð- ingum. Markmið meðferðarinnar hef- ur verið að auka færni og draga úr verkjum. Mikil áhersla er lögð á bætta líkamsskynjun og aukið líkamlegt þrek. Samfara því er reynt að takast á við tilfinninga- lega líðan og auka félagslega virkni. Þannig öðlast skjólstæð- ingar aukna þekkingu á verkjum og möguleikum á meðferð. Marg- ur þarf að minnka verulega verkjalyfjanotkun meðan á dvöl stendur og áhersla er lögð á með- ferð og þjálfun sem sjúklingur getur sinnt sjálfur. Einnig er lögð áhersla á að sérhver einstakling- ur beri ábyrgð á eigin líðan.“ Hverjir munu tala á ráðstefn- unni? „Hulda Sigurlína Þórðardóttir hjúkrunarforstjóri mun ræða um það að lifa með langvarandi verki. Íris J. Svavarsdóttir sjúkraþjálf- ari mun ræða um sjúkraþjálfun í verkjahópi. Alma Oddsdóttir sjúkraþjálfari mun fara yfir helstu áherslur varðandi verkjas- lökun. Margrét Arnljótsdóttir sálfræðingur ræðir hugarfar og verki. Sigrún Vala Björnsdóttir sjúkraþjálfari kemur til með að fjalla um niðurstöður rannsókna á árangri verkjameðferðar á Heilsustofnun NLFÍ.“ Verður leitast við að ná ein- hverri niðurstöðu eða ályktun í ráðstefnulok? „Ráðstefnan er hugsuð sem umræðuvettvangur fyrir fagfólk. Verkjameðferð er flókin og marg- brotin og mörgum spurningum er enn ósvarað varðandi meðferð- ina. Markmiðið er því að auka umræðu og faglega umfjöllun um þennan málaflokk.“ Er ráðstefnan fyrir fagfólk, eða þá sem þjakaðir eru af lang- vinnum verkjum? „Ráðstefnan er fyrst og fremst hugsuð fyrir lækna, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræð- inga, félagsráðgjafa og þá aðra sem í störfum sínum sinna fólki sem er með langvarandi verki, einnig fyrir fagfólk sem hefur áhuga á úrræðum fyrir sjúklinga sem hafa þjáðst af langvarandi verkjum. Þátttaka í ráðstefnunni er ókeypis.“ Kristján G. Guðmundsson  Kristján G. Guðmundsson, yf- irlæknir á Heilsustofnun Nátt- úrulækningafélags Íslands í Hveragerði (HNLFÍ), fæddist í Kópavogi 1960. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1980 og útskrif- aðist frá læknadeild Háskóla Ís- lands 1986. Hann er sérfræðingur í heimilislækn- ingum og hefur starfað á HNLFÍ sem yfirlæknir frá árinu 2001. Kristján er kvæntur Hjördísi Svavarsdóttur kennara og eiga þau fjögur börn. Vítahringur verkja og verkjalyfja „KRABBAMEIN – kostnaður og þjónusta“ er yfirskrift fundar sem verður í Salnum í Kópavogi þriðju- dagskvöldið 29. apríl kl. 20. Fjallað verður um réttindamál krabba- meinssjúklinga, hvaða þjónusta er í boði fyrir þessa sjúklinga og hvernig kostnaður þeirra hefur verið að breytast á síðustu árum. Fundarboðendur eru sjö stuðn- ingshópar krabbameinssjúklinga og aðstandenda: Kraftur, Ný rödd, Samhjálp kvenna, Stómasamtökin, Stuðningshópur um blöðruhálskirt- ilskrabbamein, Stuðningshópur um eggjastokkakrabbamein og Styrkur. Krabbameinsfélag Íslands og Krabbameinsfélag Reykjavíkur styðja þetta framtak hópanna. Í upphafi dagskrárinnar flytur Jónas Ingimundarson tónlist. Erindi flytja Vilhelmína Haraldsdóttir sviðsstjóri lækninga lyflækninga- sviðs II á Landspítalanum og Jón Sæmundur Sigurjónsson deildar- stjóri í heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Þá kynna þrír krabbameinssjúklingar sjónarmið sín. Að loknu fundarhléi verða umræð- ur og fyrirspurnir með þátttöku full- trúa stjórnmálaflokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum. Ræða rétt krabbameinssjúklinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.