Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 13
tímabilinu, séu úr sögunni og öllum gleymd og
grafin. Það er eftir að gera upp reikningana í
því tilliti og ætli einhverjum verði ekki hugsað
til þeirra í kjörklefanum í vor.“
Verður einhverju breytt varðandi Kára-
hnjúka og Þjórsárver ef þið setjist í ríkisstjórn?
„Við erum ekki talsmenn þess að taka upp
endanlegar og skuldbindandi ákvarðanir sem
eru lögmætar í þeim skilningi að allar for-
sendur hafi verið fyrir hendi og allar tilskildar
heimildir fengnar til að gefa út endanleg fram-
kvæmdaleyfi. Við verðum í aðalatriðum að
sætta okkur við að það sem er gert, það er gert
í þessum efnum. Það er hins vegar alveg skýrt í
okkar áherslum að engar frekari ákvarðanir
um stórframkvæmdir á hálendinu og í náttúru
landsins verði teknar fyrr en lokið er vinnu við
rammaáætlunina Maður, nýting, náttúra. Í
bráðabirgðaniðurstöðum starfshóps um
rammaáætlun var gerð tilraun til að raða upp
nokkrum virkjanakostum. Hverjir komu verst
út? Tveir af þremur verstu voru einmitt þeir
sem ríkisstjórnin var að böðlast áfram með,
Kárahnjúkavirkjun og Norðlingaölduveita eins
og hún var þá fyrirhuguð. Jökulsá á Fjöllum
með Dettifossi skaut sér þar inn á milli.“
Steingrímur segir rangt að VG sé á móti allri
nýtingu á náttúruauðlindum. „Þvert á móti er-
um við að reyna að berjast fyrir annars konar
nýtingu og orkustefnu sem við teljum líka að
falli betur að okkar áherslum í atvinnu- og
byggðamálum. Við erum þar talsmenn fjöl-
breytni, stuðnings við nýsköpun og eflingar lít-
illa og meðalstórra fyrirtækja.“ Steingrímur
bendir í þessu sambandi á möguleika í rennsl-
isvirkjunum og virkjun háhitasvæða sem valdi
ekki varanlegum skemmdum á landinu. Hann
segir sorglegt að stórvirkjanastefnan hafi ekki
skilað almenningi og almennum atvinnurekstri
hagkvæmu orkuverði.
„Samkvæmt skýrslu landbúnaðarráðherra
þarf sérstakar aðgerðir til þess að ná raf-
orkuverði til garðyrkju á Íslandi niður í það
sem er í samkeppnislöndunum! Raforkuverð til
garðyrkju á Íslandi er hærra en í Hollandi og
öðrum nálægum löndum. Ástæðan er sú að
Landsvirkjun sér aldrei til lands því um leið og
fer að grynnka á skuldasúpunni, og almenn-
ingur getur farið að gera sér vonir um lægra
raforkuverð, er ráðist í nýjar stórframkvæmdir
í þágu erlendrar stóriðju og fyrirtækið aftur
drekkhlaðið af skuldum.“
Hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð
mótað afstöðu til hugmynda um uppbyggða há-
lendisvegi?
„Við höfum alla fyrirvara á hugmyndum um
að fara í heilsársvegagerð með uppbyggðum
vegum yfir hálendið. Eins og málin standa eru
mörg miklu brýnni verk í samgöngum sem þarf
að ráðast í. Til dæmis að tengja allar byggðir
landsins með nútímalegum hættti við vegakerf-
ið, ég nefni þar sérstaklega Norðausturland og
Vestfirði. Síðan þarf að ákveða hvernig menn
sjá fyrir sér framtíðartilhögun mála á hálend-
inu. Að hvaða marki uppbygging vega er sam-
rýmanleg verndun hálendisins. Við tökum ekki
undir áform um vegagerð fyrr en fyrir liggur
hvað menn ætla með stofnun þjóðgarða á há-
lendinu og framtíðarskipan mála þar.“
Steingrímur segist frekar reikna með að á
hálendinu verði lagðir snyrtilegir vegir sem
liggja í landinu og varðveita „karakter“
óbyggðanna sem myndi glatast með hrað-
brautum og sjoppum. Slíkri starfsemi eigi að
halda í hálendisbrúninni eftir því sem kostur
er.
Ný sjávarútvegsstefna
Þið hafið lagt fram hugmyndir í sjáv-
arútvegsmálum þar sem meðal annars á að inn-
kalla aflaheimildir á 20 árum og endurúthluta
þeim. Þriðjungur verði byggðatengdur, þriðj-
ungur fari á leigumarkað og núverandi hand-
hafar kvóta haldi þriðjungi með sérstökum
samningum. Telur þú að um þetta náist pólitísk
samstaða?
„Þetta er að mínu mati eina útfærða og heild-
stæða sjávarútvegsstefnan sem einhver mögu-
leiki er á að sæmileg sátt geti náðst um af allra
hálfu. Hún er sanngjörn og þar er leitast við að
tryggja öllum sæmilega stöðu. Þar er leitað
jafnvægis milli útgerðarinnar, sem fær sinn
hlut, hagsmuna byggðanna, fiskvinnslunnar og
fiskverkunarfólks í gegnum byggðateng-
inguna. Svo er það þriðji parturinn sem fer á
leigumarkað og opnar möguleika fyrir nýja að-
ila og til þróunar í greininni. Ég verð að nota
tækifærið og biðja menn að blanda ekki okkar
sjávarútvegsstefnu við til dæmis uppboðsleið
Samfylkingarinnar, sem er allt annar hlutur.
Tillögur Frjálslynda flokksins eru um sumt
nær okkur, en um annað ekki. Við erum einnig
með nýtingarstuðla, sem við teljum mjög mik-
ilvægt að innleiða. Þeir hvetja til vistvænnar
þróunar í greininni og ásamt með byggðateng-
ingunni gætu þeir orðið til að efla á nýjan leik
vistvænar strandveiðar og blása nýju lífi í
byggðarlög við sjávarsíðuna.“
Hvernig ætlið þið að útfæra byggðatengingu
þriðjungs innkallaðra aflaheimilda?
„Við höfum sett fram reiknilíkan fyrir
byggðatengingu þar sem m.a. er tekið tillit til
vægis sjávarútvegs, veiða og vinnslu í atvinnu-
lífi byggðarinnar og hlutfallslegu umfangi inn-
an greinarinnar að meðaltali síðastliðin 20 ár,
það er á ævitíma kvótakerfisins. Byggðateng-
ingin myndi að hluta færa til baka veiðirétt til
byggða sem hafa misst mikið frá sér. Við sjáum
fyrir okkur að sveitarfélögin geti leigt út þessar
veiðiheimildir eða ráðstafað þeim með öðrum
hætti á grundvelli jafnræðis. Þeim væri einnig
heimilt að verja hluta heimildanna tímabundið
til að efla hráefnisöflun og fiskvinnslu. Þannig
öðluðust þau möguleika til að efla vistvænar
veiðar, styrkja staðbundna dagróðraútgerð,
jafnvel gæta hagsmuna sjávarjarða, auðvelda
nýliðun og kynslóðaskipti í útgerð.“
Hvað um þennan þriðjung sem fer í leigu,
verður hann boðinn upp eða leigður fyrir fast
gjald?
„Við gerum ráð fyrir að hann fari á leigu-
markað og framboð og eftirspurn myndi verðið
á þeim markaði. Hvað varðar afnotasamninga
útgerðanna og byggðatengda hlutann erum við
ekki að gera ráð fyrir sérstakri gjaldtöku. Til-
lögur okkar ganga út á minni gjaldtöku en hug-
myndir annarra, til dæmis þeirra sem vilja
bjóða allt upp.“
Er þá auðlindagjald fyrir bí?
„Nei, að sjálfsögðu kæmi það að hluta í gegn-
um þann hluta sem færi á leigumarkað. Við
gerum ráð fyrir að tekjur af leigu þriðjungs
veiðiheimilda skiptist á milli ríkis og sveitarfé-
laga.“
Hvað um kvótaþakið. Verður því breytt eða
það fellt niður?
„Það dregur smátt og smátt úr gildi kvóta-
þaksins eftir því sem á líður. Við höfum fengið
gagnrýni fyrir að ætla okkur svo langan tíma til
breytinganna. Menn verða að hafa í huga að
kerfið fer strax að virka. Það fer strax að
byggðatengjast veiðiréttur. Aðalkosturinn er
sá að við vinnum okkur út úr núverandi kerfi og
inn í hið nýja. Við myndum að sjálfsögðu ekki
ljá máls á því að lyfta kvótaþakinu á meðan
gamla kerfið er að deyja út.
Að sjálfsögðu verða áfram til stór og öflug
útgerðarfyrirtæki og það er þörf fyrir þau. Við
höfum ekki hugsað okkur að hrófla við stöðu
þeirra hvað varðar úthafsveiðar eða þess vegna
veiðar á uppsjávarfiski til að byrja með. Með
okkar kerfi myndi fjölbreytni og gróska
blómstra á nýjan leik í sjávarútvegi. Við erum
að tapa fjölbreytni og aðlögunarhæfni sem
löngum hefur einkennt íslenskan sjávarútveg.
Þessi fjölbreytni hefur auðveldað íslenskum
sjávarútvegi að laga sig snöggt að breyttum að-
stæðum í lífríkinu og á erlendum mörkuðum.
Menn kunna ekki mikið í sögu íslensks sjávar-
útvegs og íslenskra byggða ef þeir átta sig ekki
á þessu. Um þetta geta þeir lesið í ágætri bók
sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum um sjáv-
arútvegsmál, Róið á ný mið, og er að mestu í
fullu gildi enn.“
Ísland utan hernaðarbandalaga
Í stefnu ykkar í alþjóðamálum kemur fram
það sjónarmið að Ísland eigi að hverfa úr
NATO. Er þetta ekki öfugþróun í ljósi þess að
fjöldi þjóða hefur gengið til liðs við bandalagið
eða eru á þröskuldinum? Eins í ljósi breytts
hlutverks NATO?
„Það hefur heldur betur sýnt sig að allt söng-
lið um NATO sem friðarbandalag er hjákátlegt
í ljósi þess hlutverks sem NATO hefur leikið að
undanförnu. Það er eitt af leiktækjum Banda-
ríkjamanna í þeirra árásar- og útþensluut-
anríkispólitík. Ég minni á að NATO stóð fyrir
loftárásunum á Júgóslavíu. Það er orðið enn al-
varlegra að eiga aðild að NATO en var, því
bandalagið er ekki einungis með óbreytta
kjarnorkuvígbúnaðarstefnu og áskilur sér ekki
bara rétt til að beita kjarnorkuvopnum að fyrra
bragði, heldur hefur það með utansvæðastefn-
unni í raun fært út áhrifasvið sitt. Nú áskilur
það sér rétt til að standa fyrir aðgerðum þar
sem því sjálfu eða Bandaríkjamönnum þókn-
ast. Það að nýjar þjóðir í Evrópu leiti inngöngu
í NATO eru engin rök fyrir því að Ísland eigi að
vera þar. Auðvitað vitum við og skiljum af
hvaða sögulegu ástæðum Eystrasaltsríkin og
aðrar slíkar þjóðir vildu ganga í allt sem vest-
rænt var, bæði hernaðarbandalög og efnahags-
bandalög. Þau vildu valda sig og tryggja vegna
þeirra dimmu sögu. Hitt er annað mál að að-
ildin að NATO er að reynast þeim dýrkeypt.
Útgjöldin sem þeir verða að taka á sig til að
hervæðast að kröfu Bandaríkamanna eru að
rústa efnahag Póllands, Ungverjalands og
Tékklands.
Auðvitað var dapurlegt að nota ekki tækifæri
þegar Varsjárbandalagið liðaðist í sundur að
leggja ekki líka niður NATO og byggja upp
heildstætt öryggiskerfi í Evrópu þar sem allir
voru með, líka Rússar. Það hefði verið gæfu-
spor. Þessi hernaðarbandalög eru tímaskekkja.
Ísland á að vera talsmaður þess að við eflum
lýðræðislegar alþjóðastofnanir og að öryggis-
ins sé gætt á þeim grunni. Það samrýmist best
stöðu okkar sem smáríkis og er í samræmi við
vopnleysis- og friðarhefð Íslendinga sem nú-
verandi ríkisstjórn hefur að vísu því miður
grafið undan. Það er ekki gert með stuðningi
eða í þökk íslensku þjóðarinnar. Svo mikið er
víst.“
Morgunblaðið/Sverrir
gudni@mbl.is
’ Ef við förum í gegnumþessi stóru átakamál, stór-
iðju- og virkjanamálin,
umhverfismálin, einka-
væðinguna, utanríkismálin
og fleiri slík þá höfum við
verið hin einbeitta stjórn-
arandstaða. ‘