Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 24

Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 24
24 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ eru 24 rúma deildir en í dag er önnur deildin með 24 rúm opin og er meðalaldur sjúklinganna þar 50 ár. Hin deildin er með 14 rúm opin og er sú deild eingöngu ætluð sjúklingum með taugasjúkdóma og á henni er meðalaldurinn 65 ár. „Flestir sjúk- linganna á þeirri deild hafa fengið heilablóðfall,“ segir Þórdís. Deildirnar eru báðar sjö og fimm daga deildir en hluti af endurhæf- ingunni felst í að sjúklingarnir treysti sér og geti sem fyrst dvalist heima í eigin umhverfi. Á báðum deildunum eru einnig dagsjúklingar. Þverfagleg meðferð Þórdís segir að áhersla sé lögð á þverfaglega meðferð sjúklinganna og er teymisvinna stór þáttur í með- ferðinni. Í hverju teymi er læknir, hjúkrunarfræðingur, sjúkra- og iðjuþjálfi, félagsfræðingur og tal- meinafræðingur, allt eftir þörfum sjúklingsins. „Það er mjög sterk hefð fyrir teymisvinnu á endurhæfingardeild- unum,“ segir Þórdís. „Í þeirri vinnu er áhersla lögð á virka þátttöku sjúklingsins og fjölskyldu hans og hefur sérstakur teymisstjóri verið ráðinn, sem heldur utan um þá vinnu.“ Við komuna á Grensás taka lækn- ir og umsjónarhjúkrunarfræðingur á móti sjúklingnum. Farið er yfir sjúkrasöguna með öðru fagfólki, sem setur saman stundaskrá sjúk- lingsins. Að viku liðinni eru mark- mið næstu vikna eða langtímamark- mið sett fram. Meðferðin er endurmetin á tveggja til þriggja vikna fresti eða eftir þörfum. Jafn- framt eru haldnir fjölskyldufundir eða fjölskyldudagar eftir þörfum en oftast eru þeir haldnir þegar búið er að móta heildarmeðferðina. „Það er farið mjög markvisst yfir meðferð sjúklingsins og séð til þess að hann og þeir sem vinna með hon- um keppi að sama marki,“ segir Þór- dís. Aðlagast í skjóli deildarinnar Hún segir að fram hafi komið ósk um að komið verði upp áfangaíbúð í nágrenni Grensásdeildar. Þar gæti sjúklingurinn og hans fjölskylda dvalist um tíma og aðlagast breytt- um aðstæðum í skjóli deildarinnar. Þórdís segir að starfsmenn voni að leyfi fáist fljótlega til að reka báðar legudeildir Grensáss að fullu og að jafnframt verði komið upp dagdeild og öflugri göngudeild. Benti hún á að 20 til 30 sjúklingar biðu að jafnaði eftir að komast í meðferð. „Síðastlið- inn vetur vann þverfaglegur hópur starfsmanna ásamt innanhússarki- tekt spítalans við að endurskipu- leggja húsnæðið þannig að það nýtt- ist sem best fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk,“ segir Þórdís. „Vonandi verður hægt að fara í þessar framkvæmdir á næsta ári.“ Rúnar Björn Þorkelsson í þjálfun hjá Sólrúnu Sverrisdóttur sjúkraþjálfara, Önnu Björgu Kristbjörns- dóttur aðstoðarkonu og Sigrúnu Knútsdóttur sjúkraþjálfara. Þórunn Kristín Emilsdóttir ræðir við Sigþrúði Loftsdóttur og Eddu Valtýsdóttur iðjuþjálfa, en Sigurrós M. Sigurðardóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir baka í eldhúsi, sérhönnuðu fyrir fólk með skerta hreyfigetu. Erla Þórólfsdóttir á leið í ökumat ásamt Guðbrandi Bogasyni ökukennara og iðjuþjálfa.krgu@mbl.is F R U M S Nýr AVENSIS verður frumsýndur í sýningar - sölum Toyota á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ laugard. 26 apríl frá kl.12.00- 16.00 og sunnud. 27. apríl frá kl.13.00-16.00. Nýr AVENSIS nýtur þess að vera af sterkum stofni, hlaðinn fullkomnustu tækni frá Toyota. Þú upplifir nýja fjöðrun og meira akstursöryggi, öflugri og vandaðri vél og mun meiri munað í allri innréttingu. Nýr AVENSIS er bæði liprari og sterkari en áður og útlits hönnunin er kraftmikil og fjaður mögnuð. Nýr Avensis var kjörinn besti bíllinn í sínum flokki af hinu kröfuharða bílatímiriti What Car í Bretlandi. Vertu því viðbúin að allar þínar væntingar verði uppfylltar. Það eru mörg einstök atriði sem gera nýjan AVENSIS að fullkominni gæðabifreið: sjálfvirkur regn skynjari á þurrkum, tölvustýrð loftræsting í miðstöð, klemmuvörn í rúðum, hágæða hljóm flutnings - tækni og einn fullkomnasti fjöðrunar -, hemlunar- og öryggisbúnaður sem fyrirfinnst eru aðeins nokkur dæmi um þessi atriði. Komdu og prófaðu. Komdu og upplifðu nýjan AVENSIS. www.toyota.is NÝR AVENSIS - Sannkallað meistaraverk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.