Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 27 SÖNGHÓPURINN Voces Thules og Björn Steinar Sólbergsson org- anisti halda tónleika í Hallgríms- kirkju á vegum Listvinafélags kirkj- unnar í dag kl. 17, en yfirskrift tónleikanna er „Lofað veri ljósið“. Efnisskráin spannar átta aldir, frá Leonin til Duruflé. „Elsta verkið á efnisskránni er Boðun Maríu eftir franska miðalda- tónskáldið Leonin. Við erum að vissu leyti að hugsa þessa tónleika sem óð til upprisu vorsins og birtunnar – sérstaklega í ljósi ástandsins í heim- inum í dag,“ segir Sverrir Guðjóns- son, einn meðlima Voces Thules. Hann segir öll verkin á efnis- skránni tengjast gregorsöng að ein- hverju leyti, en aðalviðfangsefni tón- leikanna er Missa cum jubilo op. 11 eftir Maurice Duruflé, sem er byggð á sálmi til heiðurs Maríu guðsmóður. Duruflé samdi verkið árið 1966 fyrir baritón, einradda karlakór og hljóm- sveit og umritaði einnig hljómsveit- arþáttinn fyrir orgel. Björn Steinar Sólbergsson organisti leikur því með sönghópnum í verkinu. „Duruflé set- ur gregorsönginn, þennan gamla munkasöng, inn í verk sitt, Missa cum jubilo, en verkið tileinkar hann konu sinni. Hann tekur alla messu- þættina að Credo undanskildu og tvinnar mjög fallega saman orgel og raddir. Samstarf okkar í Voces Thul- es við Björn Steinar er því mjög ánægjulegt fyrir okkur.“ Voces Thules-sönghópurinn hefur sérhæft sig í miðaldatónlist og í auknum mæli lagt áherslu á „týnda“ íslenska tónlist úr handritum, að sögn Sverris. „Með hjálp góðra manna erum við að finna tónlist í gömlum handritum og setja hana smám saman inn í efnisskrá okkar. Þetta hefur spurst út fyrir landstein- ana og við höfum fengið boð frá virt- um tónlistarhátíðum erlendis vegna þessa, en áhugi þeirra beinist fyrst og fremst að þessari íslensku mið- aldamúsík. Ég tel að margir Íslend- ingar hafi ekki áttað sig á því að þar er falinn mikill fjársjóður,“ segir hann. Hópurinn mun flytja eitt ís- lenskt miðaldaverk á tónleikunum í Hallgrímskirkju í dag sem nefnist Stabat mater. „Þetta verk tengist líka Maríu guðsmóður, en það lýsir því þegar hún stendur við krossinn á Dolorosa-hæð. Verkið er úr gömlu íslensku handriti og er útfært í þess- um gamla fimmundastíl, sem þykir mjög stérstakur og hefur greinilega einangrast bæði hér og á eyjunum í kringum Skotland.“ Sönghópurinn Voces Thules er skipaður fimm karlsöngvurum. Hann hefur sérhæft sig í flutningi miðaldatónlistar og hafa virtar tón- listarstofnanir boðið honum að halda tónleika þar sem íslensk miðaldatón- list er í öndvegi. Hópurinn hefur m.a. komið fram á Listahátíðinni í Bergen og hinni virtu tónlistarhátíð „Ut- recht Early Music Festival“. Að und- anförnu hefur Voces Thules unnið að umfangsmiklum hljóðritunum á Þor- lákstíðum til útgáfu á hljómdiskum. Björn Steinar Sólbergsson hefur verið organisti Akureyrarkirkju síð- an 1986. Hann stundaði framhalds- nám í orgelleik á Ítalíu og í Frakk- landi þar sem hann útskrifaðist með einleikarapróf í orgelleik (Prix de virtuosité) árið 1986. Hann hefur verið mjög virkur í tónlistarlífinu á Akureyri og unnið að uppbyggingu tónlistarlífs við Akureyrarkirkju. Hann hefur haldið fjölda einleikstón- leika hér heima og erlendis. Morgunblaðið/Sverrir Sönghópurinn Voces Thules heldur tónleika ásamt Birni Steinari Sólbergs- syni organista í Hallgrímskirkju kl. 17 í dag á vegum Listvinafélagsins. Óður til upprisu vorsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.