Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 33

Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 33 sem voru að vaxa úr grasi á meðan hún gegndi embætti, til jafnréttismála. Enn sé ekki orðið sjálfsagt í huga almennings að kona sitji í stóli forsætisráðherra. Eitt er að bjóða fram til for- sætisráðherra Það er eitt að til- kynna að ákveðinn frambjóðandi sé í framboði til forsætis- ráðherra og annað að efna það. Sú hug- mynd að Ingibjörg Sólrún skyldi vera forsætis- ráðherraefni Samfylkingar var leið til að koma henni út úr þeirri sjálfheldu, sem hún var komin í eftir að henni voru settir þeir afarkostir af samstarfsflokkum Samfylkingar í Reykjavíkur- listanum að færi hún í þingframboð yrði hún að láta af embætti borgarstjóra. Nafnbótinni for- sætisráðherraefni fylgdi í fyrsta lagi ekki öruggt þingsæti þannig að allsendis óvíst er að Ingibjörg Sólrún nái á þing. Þá er engan veginn víst að flokkurinn geti staðið við það fyrirheit að hún verði forsætisráðherra verði Samfylkingin í næstu ríkisstjórn. Eftir það, sem á undan er gengið, mætti jafnvel segja að á því væru minni líkur en meiri. Líklegt verður að teljast að Framsóknarflokkurinn myndi sækjast eftir for- sætisráðherraembættinu ef hann færi í stjórn- armyndun með Samfylkingu og einhverjum þriðja flokki. Ekki er sýnt að Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráðherra í stjórn með sjálfstæð- ismönnum, sérstaklega ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði meira fylgi. Þess utan hefur Ingibjörg Sól- rún lýst yfir því að hennar helsta markmið sé að koma Sjálfstæðisflokki frá stjórnartaumunum. Líklegast er að hún yrði forsætisráðherra í stjórn Samfylkingar, vinstri-grænna og frjáls- lyndra. „Markmiðið, ekki formið, ekki titlarnir“ Reyndar hefur Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, haft hörð orð um ákvörð- un Ingibjargar Sólrúnar um að fara í framboð fyrir Samfylkinguna, en í samtali í þessu tölu- blaði Morgunblaðsins segist hann treysta því að „menn láti hvorki þann atburð né aðra einstaka atburði, og þaðan af síður persónuleg mál, tor- velda eða hindra að menn nái saman um jafn- mikilvægt verkefni og að koma núverandi rík- isstjórn frá völdum og mynda vinstri eða velferðarstjórn. Það er ljóst að af okkar hálfu látum við ekkert slíkt aftra okkur í að ná hér fram gjörbreyttri stjórnarstefnu. Það er mark- miðið, ekki formið, ekki titlarnir.“ Framsóknarmenn hafa sömuleiðis gagnrýnt Ingibjörgu Sólrúnu harðlega vegna framboðs- málanna. Eftir átta ára samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn ganga framsóknarmenn „óbundnir“ til kosninga, svo notað sé hefðbundið orðalag. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, segir í viðtali í þessu tölublaði Morg- unblaðsins, að framsóknarmenn séu tilbúnir til samstarfs við alla flokka. Hann bætir við að hann telji að samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hafi verið farsælt og segir um leið að framsókn- armenn hafi lagt á það áherslu að flokkurinn „fái forystuhlutverk í íslenskum stjórnmálum“. Hann segir að flokkurinn sé ekki tilbúinn að fara í „ríkisstjórnarsamstarf sem setur stöð- ugleikann í hættu eða taka þátt í einhverjum ævintýrum og byltingarkenndum hugmyndum um undirstöðumál í íslensku samfélagi en marg- ar hugmyndir stjórnarandstöðunnar ganga í þá áttina“. Skattaloforð Sjálfstæðis- flokks gagn- rýnd Með þessum orðum er Halldór ekki að loka á samstarf við stjórnarandstöðu- flokkana, en hann hallar dyrunum óneit- anlega aftur. Um leið gagnrýnir hann skattaloforð Sjálfstæðisflokks- ins: „Við erum ekki tilbúnir að setja ríkisfjár- málin í hættu. Í því sambandi þá vil ég ekki draga dul á að mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn ganga fulllangt í þeim efnum. Við í Framsókn- arflokknum erum að tala um skattalækkanir upp á rúma 16 milljarða. Þeir eru að tala um skattalækkanir upp á 30 milljarða. Ég tel að það verði ekki gert nema með verulegum niður- skurði í velferðarkerfinu eða með því að reka ríkissjóð með miklum halla.“ Það er ljóst að innan Framsóknarflokksins sjá menn þörf fyrir að marka sér sérstöðu. Í kosningunum fyrir fjórum árum töpuðu þeir fimmtungi þingsæta sinna og samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnun myndi flokkurinn nú tapa þriðjungi þingsæta sinna, fara úr 12 þingsætum í átta. Framsóknarmenn þreytast ekki á að segja að þeir njóti ekki verka sinna. Þetta eigi jafnt við í R-listasamstarfinu í Reykjavík og rík- isstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Í viðtölunum við Steingrím J. Sigfússon og Halldór Ásgrímsson kemur fram hvernig stjórnarsamstarf þeir kysu helst, en engir kost- ir eru útilokaðir. Fyrir vikið eiga kjósendur kannski erfiðara en ella með að átta sig á á hvers konar stjórnarmynstur atkvæði þeirra kallar, en slík óvissa er engin nýlunda í íslensk- um stjórnmálum þótt öðru máli kunni að gegna í nágrannaríkjunum þar sem flokkar geta jafn- vel tapað á því að halda öllum möguleikum opn- um. Það var til dæmis talin ein skýringin á því að kjósendur sneru baki við frjálsum demókröt- um, FDP, í þingkosningunum í Þýskalandi í fyrra. Þær þrjár skoðanakannanir, sem raktar voru hér á undan, bera því vitni hversu fljótandi fylgið getur verið. Ekki má gleyma framboði T- lista óháðs framboðs Kristjáns Pálssonar í Suð- urkjördæmi og Nýju afli, nýjum stjórnmála- samtökum undir forustu Guðmundar G. Þór- arinssonar, sem býður fram á landsvísu og geta haft áhrif þótt fylgi þeirra mælist vart í könn- unum. Fylgi Frjálslynda flokksins sýnir að það er ákveðin óánægja meðal hóps kjósenda. Þessi hópur sér ekki að hefðbundnu flokkarnir fjórir – Samfylkingin og vinstri-grænir komast ekki undan þeim merkimiða þrátt fyrir ný nöfn – sinni hagsmunum þeirra. Guðjón A. Kristjáns- son, formaður flokksins, á mikið fylgi á Vest- fjörðum og hagnast ugglaust á prófkjörsvand- ræðum sjálfstæðismanna í Norðvestur- kjördæmi, en flokkurinn á stuðning víðar eins og kannanir sýna. Ekki er langt síðan svo virtist sem afskrifa mætti Frjálslynda flokkinn, en nú virðist hann ekki aðeins ætla að ná sætum á þingi aðrar kosningarnar í röð heldur bæta verulega við sig. Fylgi Framsóknarflokksins hefur verið að mjakast upp á við jafnt og þétt, en fylgi stóru flokkanna tveggja, Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks, hefur verið ákaflega sveiflukennt. Flokkarnir hafa skipst á að vera með forustu, en þrátt fyrir að mikið sé talað um að reynt hafi verið að snúa kosningunum upp í leiðtogakjör benda kannanir til að fylgið sé dreifðara en svo að þeir muni geta myndað tveggja flokka stjórn með öruggum meirihluta nema þá með hvor öðrum. Á næstu tveimur vikum mun kosningabar- áttan komast í algleyming. Stjórnmál og íþróttir eru tvennt ólíkt, en endaspretturinn er hafinn. Morgunblaðið/ÓmarÍ Hljómskálagarðinum Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa skipst á að vera með forustu, en þrátt fyrir að mikið sé talað um að reynt hafi verið að snúa kosning- unum upp í leið- togakjör benda kannanir til að fylgið sé dreifðara en svo að þeir muni geta myndað tveggja flokka stjórn með örugg- um meirihluta nema þá hvor með öðrum. Laugardagur 26. apríl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.