Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 33 sem voru að vaxa úr grasi á meðan hún gegndi embætti, til jafnréttismála. Enn sé ekki orðið sjálfsagt í huga almennings að kona sitji í stóli forsætisráðherra. Eitt er að bjóða fram til for- sætisráðherra Það er eitt að til- kynna að ákveðinn frambjóðandi sé í framboði til forsætis- ráðherra og annað að efna það. Sú hug- mynd að Ingibjörg Sólrún skyldi vera forsætis- ráðherraefni Samfylkingar var leið til að koma henni út úr þeirri sjálfheldu, sem hún var komin í eftir að henni voru settir þeir afarkostir af samstarfsflokkum Samfylkingar í Reykjavíkur- listanum að færi hún í þingframboð yrði hún að láta af embætti borgarstjóra. Nafnbótinni for- sætisráðherraefni fylgdi í fyrsta lagi ekki öruggt þingsæti þannig að allsendis óvíst er að Ingibjörg Sólrún nái á þing. Þá er engan veginn víst að flokkurinn geti staðið við það fyrirheit að hún verði forsætisráðherra verði Samfylkingin í næstu ríkisstjórn. Eftir það, sem á undan er gengið, mætti jafnvel segja að á því væru minni líkur en meiri. Líklegt verður að teljast að Framsóknarflokkurinn myndi sækjast eftir for- sætisráðherraembættinu ef hann færi í stjórn- armyndun með Samfylkingu og einhverjum þriðja flokki. Ekki er sýnt að Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráðherra í stjórn með sjálfstæð- ismönnum, sérstaklega ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði meira fylgi. Þess utan hefur Ingibjörg Sól- rún lýst yfir því að hennar helsta markmið sé að koma Sjálfstæðisflokki frá stjórnartaumunum. Líklegast er að hún yrði forsætisráðherra í stjórn Samfylkingar, vinstri-grænna og frjáls- lyndra. „Markmiðið, ekki formið, ekki titlarnir“ Reyndar hefur Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, haft hörð orð um ákvörð- un Ingibjargar Sólrúnar um að fara í framboð fyrir Samfylkinguna, en í samtali í þessu tölu- blaði Morgunblaðsins segist hann treysta því að „menn láti hvorki þann atburð né aðra einstaka atburði, og þaðan af síður persónuleg mál, tor- velda eða hindra að menn nái saman um jafn- mikilvægt verkefni og að koma núverandi rík- isstjórn frá völdum og mynda vinstri eða velferðarstjórn. Það er ljóst að af okkar hálfu látum við ekkert slíkt aftra okkur í að ná hér fram gjörbreyttri stjórnarstefnu. Það er mark- miðið, ekki formið, ekki titlarnir.“ Framsóknarmenn hafa sömuleiðis gagnrýnt Ingibjörgu Sólrúnu harðlega vegna framboðs- málanna. Eftir átta ára samstarf við Sjálfstæð- isflokkinn ganga framsóknarmenn „óbundnir“ til kosninga, svo notað sé hefðbundið orðalag. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, segir í viðtali í þessu tölublaði Morg- unblaðsins, að framsóknarmenn séu tilbúnir til samstarfs við alla flokka. Hann bætir við að hann telji að samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn hafi verið farsælt og segir um leið að framsókn- armenn hafi lagt á það áherslu að flokkurinn „fái forystuhlutverk í íslenskum stjórnmálum“. Hann segir að flokkurinn sé ekki tilbúinn að fara í „ríkisstjórnarsamstarf sem setur stöð- ugleikann í hættu eða taka þátt í einhverjum ævintýrum og byltingarkenndum hugmyndum um undirstöðumál í íslensku samfélagi en marg- ar hugmyndir stjórnarandstöðunnar ganga í þá áttina“. Skattaloforð Sjálfstæðis- flokks gagn- rýnd Með þessum orðum er Halldór ekki að loka á samstarf við stjórnarandstöðu- flokkana, en hann hallar dyrunum óneit- anlega aftur. Um leið gagnrýnir hann skattaloforð Sjálfstæðisflokks- ins: „Við erum ekki tilbúnir að setja ríkisfjár- málin í hættu. Í því sambandi þá vil ég ekki draga dul á að mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn ganga fulllangt í þeim efnum. Við í Framsókn- arflokknum erum að tala um skattalækkanir upp á rúma 16 milljarða. Þeir eru að tala um skattalækkanir upp á 30 milljarða. Ég tel að það verði ekki gert nema með verulegum niður- skurði í velferðarkerfinu eða með því að reka ríkissjóð með miklum halla.“ Það er ljóst að innan Framsóknarflokksins sjá menn þörf fyrir að marka sér sérstöðu. Í kosningunum fyrir fjórum árum töpuðu þeir fimmtungi þingsæta sinna og samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnun myndi flokkurinn nú tapa þriðjungi þingsæta sinna, fara úr 12 þingsætum í átta. Framsóknarmenn þreytast ekki á að segja að þeir njóti ekki verka sinna. Þetta eigi jafnt við í R-listasamstarfinu í Reykjavík og rík- isstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn. Í viðtölunum við Steingrím J. Sigfússon og Halldór Ásgrímsson kemur fram hvernig stjórnarsamstarf þeir kysu helst, en engir kost- ir eru útilokaðir. Fyrir vikið eiga kjósendur kannski erfiðara en ella með að átta sig á á hvers konar stjórnarmynstur atkvæði þeirra kallar, en slík óvissa er engin nýlunda í íslensk- um stjórnmálum þótt öðru máli kunni að gegna í nágrannaríkjunum þar sem flokkar geta jafn- vel tapað á því að halda öllum möguleikum opn- um. Það var til dæmis talin ein skýringin á því að kjósendur sneru baki við frjálsum demókröt- um, FDP, í þingkosningunum í Þýskalandi í fyrra. Þær þrjár skoðanakannanir, sem raktar voru hér á undan, bera því vitni hversu fljótandi fylgið getur verið. Ekki má gleyma framboði T- lista óháðs framboðs Kristjáns Pálssonar í Suð- urkjördæmi og Nýju afli, nýjum stjórnmála- samtökum undir forustu Guðmundar G. Þór- arinssonar, sem býður fram á landsvísu og geta haft áhrif þótt fylgi þeirra mælist vart í könn- unum. Fylgi Frjálslynda flokksins sýnir að það er ákveðin óánægja meðal hóps kjósenda. Þessi hópur sér ekki að hefðbundnu flokkarnir fjórir – Samfylkingin og vinstri-grænir komast ekki undan þeim merkimiða þrátt fyrir ný nöfn – sinni hagsmunum þeirra. Guðjón A. Kristjáns- son, formaður flokksins, á mikið fylgi á Vest- fjörðum og hagnast ugglaust á prófkjörsvand- ræðum sjálfstæðismanna í Norðvestur- kjördæmi, en flokkurinn á stuðning víðar eins og kannanir sýna. Ekki er langt síðan svo virtist sem afskrifa mætti Frjálslynda flokkinn, en nú virðist hann ekki aðeins ætla að ná sætum á þingi aðrar kosningarnar í röð heldur bæta verulega við sig. Fylgi Framsóknarflokksins hefur verið að mjakast upp á við jafnt og þétt, en fylgi stóru flokkanna tveggja, Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks, hefur verið ákaflega sveiflukennt. Flokkarnir hafa skipst á að vera með forustu, en þrátt fyrir að mikið sé talað um að reynt hafi verið að snúa kosningunum upp í leiðtogakjör benda kannanir til að fylgið sé dreifðara en svo að þeir muni geta myndað tveggja flokka stjórn með öruggum meirihluta nema þá með hvor öðrum. Á næstu tveimur vikum mun kosningabar- áttan komast í algleyming. Stjórnmál og íþróttir eru tvennt ólíkt, en endaspretturinn er hafinn. Morgunblaðið/ÓmarÍ Hljómskálagarðinum Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa skipst á að vera með forustu, en þrátt fyrir að mikið sé talað um að reynt hafi verið að snúa kosning- unum upp í leið- togakjör benda kannanir til að fylgið sé dreifðara en svo að þeir muni geta myndað tveggja flokka stjórn með örugg- um meirihluta nema þá hvor með öðrum. Laugardagur 26. apríl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.