Morgunblaðið - 27.04.2003, Side 36
UMRÆÐAN
36 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði Magnús Emilsson löggiltur fasteignasala
LÆKJARBERG - EINB. - HF.
Nýkomið í einkasölu glæsilegt nýlegt pallbyggt
einbýli með innbyggðum rúmgóðum bílskúr, sam-
tals 301 fm. Arinn í stofu, sólskáli, glæsilegt nýtt
eldhús og baðherbergi, glæsilegur verðlaunagarð-
ur, góð staðsetning. Verð 35 millj.
KIRKJULUNDUR - 3JA - GBÆ
Nýkomin í einkasölu glæsileg ca 100 fm
endaíbúð á neðri hæð í 2ja hæða húsi.
Parket, sérinngangur og sérgarður. Stutt í
alla þjónustu. Bílskýli. Verðtilboð. 92575
GOÐASALIR - KÓPAV. - PARH.
Nýkomið í einkasölu glæsilegt tvílyft par-
hús með innbyggðum bílskúr, samtals ca
185 fm. Sérsmíðaðar vandaðar innrétting-
ar, parket, náttúruflísar á gólfum, suð-
ursvalir. Frábært útsýni og staðsetning.
Áhv. húsbréf. Verð 24,5 millj.
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
Sumarbústaður
í landi Kiðjabergs
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali
Vorum að fá í sölu vandaðan 58 fm bústað í landi byggingameist-
ara við Kiðjaberg í Grímsnesinu. Um er að ræða fullbúið hús, 58
fm að grunnfleti ásamt ca 25 fm rislofti. Húsið stendur á 1 ha
leigulóð með fallegu útsýni yfir Hvítá og víðar. Verönd er 60-70
fm. Rennandi vatn, rafmagn o.fl. Stutt á hinn vel þekkta og fal-
lega golfvöll í landi Kiðjabergs. Verð 10,0 millj. Góð kjör. Uppl. á
fasteign.is eða hjá Jóni í síma 6-900-505.
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
250 fm skrifstofur, 5 hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við
Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni, allt nýtt, nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir
og fl. Laust strax.
Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242.
Tryggvagata - 101 Rvík
TIL LEIGU
VORIÐ 2000 gengu í gildi ný lög
um fæðingar- og foreldraorlof á
Íslandi. Með lögunum var stigið
stærsta skref í jafnréttisbaráttu
kynjanna sem stigið hefur verið
frá því að konur fengu kosninga-
rétt árið 1915.
Góð reynsla
Fæðingarorlofslögin fólu í sér
lengingu fæðingarorlofs úr sex
mánuðum í níu mánuði og fá for-
eldrar greidd 80% af launum sín-
um. Konur og karlar eiga nú orðið
sama rétt til fæðingarorlofs og
hefur reynsla síðustu þriggja ára
verið sú að vel yfir 80% karlmanna
nýta sér rétt sinn til fæðingaror-
lofs. Með lögunum er hlúð að ís-
lenskum barnafjölskyldum og loks-
ins er viðurkennt að karlmenn eru
líka foreldri og atvinnulífið verður
að taka tillit til þess.
Draga úr launamun kynjanna
Um leið hafa lögin í för með sér
að konur og karlar verða jafn-
verðmætir starfskraftar á vinnu-
markaðnum. Fram að þessu hafa
margir vinnuveitendur litið á kon-
ur sem kostnaðarsaman starfs-
kraft þar sem þær hafa þurft að
vera miklu meira frá vinnu en
karlar vegna barneigna. Afleiðing-
in hefur verið sú að konur hafa
orðið að krefjast lægri launa en
karlar til að fá vinnuna og hafa
ekki verið í eins góðri aðstöðu til
að krefjast launahækkunar. Fæð-
ingarorlofslögin muni efalítið
draga verulega úr þessum óút-
skýrða launamun kynjanna þar
sem sá þáttur sem brotthvarf
kvenna á vinnumarkaði umfram
karla vegna barneigna mun
minnka stórlega. Sömu sjónarmið
eiga við um framgang kvenna á
vinnumarkaði.
Það er orðið löngu tímabært að
útrýma launamun kynjanna og
með setningu fæðingarorlofslag-
anna var stigið afar mikilvægt
skref í þá átt.
Jafnrétti í verki
Þrátt fyrir að Ísland sé án efa
eitt af þeim löndum í heiminum
þar sem jafnrétti kvenna og karla
er komið hvað lengst er enn nokk-
uð í land til að fullkomið jafnrétti
náist. Með fæðingarorlofslögunum
tryggði ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar foreldrum og verðandi for-
eldrum þessa lands rétt til besta
fæðingarorlofs sem til er í heim-
inum. Með lögunum sýndi Sjálf-
stæðisflokkurinn að hann er flokk-
ur sem lætur sig jafnréttis- og
fjölskyldumál varða og tekur á
málunum með verkum en ekki
bara orðum. Þetta vita konur sem
standa loksins jafnfætis karlmönn-
um á vinnumarkaði og feður sem
fá loksins að njóta þess að fylgjast
með nýfæddum börnum sínum
fyrstu mánuðina.
Besta fæðing-
arorlof í heimi
Eftir Margréti
Einarsdóttur
„Fæðingar-
orlofslögin
muni efalítið
draga veru-
lega úr þess-
um óútskýrða launa-
mun kynjanna.“
Höfundur er
lögfræðingur.
SKORTUR á fagmennsku hefur
einkennt störf Halldórs Ásgrímsson-
ar utanríkisráðherra. Á yfirstand-
andi kjörtímabili var breytt reglum
um stjórnsýslu ráðuneyta sem var til
þess að allir alþjóðasamningar sem
undirritaðir eru fyrir Íslands hönd
heyra nú undir hann. Þar með eru
samningar á málasviði fagráðuneyta
settir undir geðþóttavald hans.
Hann getur slegið á frest að lögfesta
samninga eins og Árósasamninginn
um umhverfismál, upplýsingaskyldu
og þátttöku almennings í ákvörðun-
artöku eða með öllu hunsað samn-
inga hagsmunaaðila eins og um lax-
averndunarsamning NASCO.
Á þingi Framsóknarflokksins sem
haldið var nýlega var sitthvað tínt til
sem ráðherrar flokksins gátu státað
af í þjóðmálum. Hugur virðist þó
ekki fylgja máli. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra taldi sér t.d. það
til ágætis að hafa stutt framgang
laga um samkeppnismál.
Á sama tíma var úrskurðað að fyr-
irtæki sem heyrir beint undir ráð-
herrann, Flugstöð Leifs Eiríkssonar
hf. (FLE), hefði brotið gegn sam-
keppnislögum á fjölmörgum sviðum
viðskipta. Í kjölfarið héldu fulltrúar
ráðherrans því síðan blákalt fram í
greinargerðum að aðgerðir hans
væru yfir samkeppnislög hafnar.
Þegar Alþingi setti lögin um FLE
vöruðu hagsmunaaðilar ráðherrann
hvað eftir annað við því að aðferða-
fræði hans væri ófagleg og andstæð
markmiðum samkeppnislaga. For-
maður vinstrigrænna var sama sinn-
is. Ráðherra taldi sig þrátt fyrir það
geta veitt stjórnarmönnum FLE
heimild til að mismuna rekstrarað-
ilum í flugstöðinni, og í þessu tilfelli
að verðlauna erlenda framleiðslu
með viðskiptatækifærum á kostnað
innlendrar.
Hagsmunaaðilar hafa síðan marg-
oft bent utanríkisráðherra á að hann
fari villur vegar og sýnt honum fram
á mistök stjórnarmanna FLE. Úr-
skurður Samkeppnisráðs var skýr
og FLE er þar talin hafa misbeitt
markaðsráðandi stöðu sinni.
Á nýlegum aðalfundi FLE hafði
Halldór Ásgrímsson tækifæri til að
breyta um stefnu, fara að lögum og
skipa nýja stjórnarmenn, fagmenn í
viðskiptum eins og algengt er orðið
hér á landi þegar siðferðisreglur og
viðskiptalög eru brotin. Þess í stað
leggur hann blessun sína yfir mis-
tökin og verðlaunar stjórnarmenn
með áframhaldandi stjórnarsetu.
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála
hefur nú kveðið upp þann dóm að
fyrri úrskurður Samkeppnisráðs
skuli standa. Eftir stendur ráð-
herrann berskjaldaður og allir við-
komandi verða fyrir tjóni, ekki síst
flugstöðin á Keflavíkurflugvelli sem
verður að þola enn einn ímyndar-
skellinn.
Utanríkisráðuneytið hefur litla
fagþekkingu á umhverfismálum,
samgöngumálum og verslunar-
rekstri og á ekkert endilega að hafa
hana. Í stjórnartíð sinni hefur utan-
ríkisráðherra gengið enn lengra út
af braut fagmennskunar en áður hef-
ur þekkst. Utanríkisráðuneytið á að
hætta að stunda ferðaþjónustu,
hætta að ráðskast með smásölu-
rekstur, sölur útflutningsvara og
laxveiðimál svo tekin séu fáein dæmi
sem ráðherra utanríkismála hefur
verið með fingurna í – illu heilli.
Ráðherra
fagleysis
Eftir Orra
Vigfússon
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sprota sem fyrir hönd fjárfesta
keypti hlut ríkisins í Íslenskum
markaði af framkvæmdanefnd um
einkavæðingu á Íslandi. Hann er
jafnframt varaformaður stjórnar
Íslensks markaðar hf.
„Utanríkis-
ráðuneytið
hefur litla
fagþekkingu
á umhverf-
ismálum, samgöngu-
málum og verslunar-
rekstri og á ekkert
endilega að hafa hana.“
Steypusögun
Vegg- og gólfsögun
Múrbrot
Vikursögun
Malbiksögun
Kjarnaborun
Loftræsti- og lagnagöt
Hreinlæti og snyrtimennska
í umgengni
BT-SÖGUN
Sími 567 7544 • Gsm 892 7544
Mörkinni 3, sími 588 0640.
Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15
Brúðkaupsgjafir
Br
úð
ar
gj
af
al
is
ta
r