Morgunblaðið - 27.04.2003, Síða 38
UMRÆÐAN
38 SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kaffihús
á Laugavegi til sölu
Nýlegt huggulegt og smekklega
innréttað með fullt vínveitingaleyfi.
Sæti fyrir 35. Kaffi, kökur, brauð,
Crepes, smáréttir, öl og sterkir drykkir.
Verð aðeins 6 millj. Skipti möguleg. Sími 588 5160
Til leigu mjög gott 100 til 400 fm verslunarhúsnæði á jarðhæð með
stórum verslunargluggum og innkeyrsludyrum í sama húsi og höfuð-
stöðvar Sparisjóðs Kópavogs. Hægt er að leigja húsnæðið í einingum
frá um 100 fm. Húsið er frábærlega staðsett og hefur húsnæðið mikið
auglýsingagildi frá Reykjanesbraut.
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík.
Sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali.
HLÍÐASMÁRI 19 - TIL LEIGU
GRENSÁSSVEGUR TIL LEIGU
Einstakt tækifæri. Til leigu jarðhæðin í þessu vandaða
glæsilega húsi samt. 130 fm.
Ein besta staðsetning sem völ er á, mjög góða aðkoma, næg
bílastæði. Mögulegt er merkja húsið áberandi að utan.
Upplýsingar veitir
Magnús Gunnarsson í
s. 588 4477 eða 822 8242
Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30.
Jörðin er í Haukadal í Dalasýslu og er í u.þ.b. 150 km fjarlægð frá
Reykjavík. Landið er rúmlega 800 hektarar að stærð (öll jörðin er ca
1.618 ha). Engin hús fylgja þessum helmingi jarðarinnar, en rækt-
uð tún tilheyrandi eigninni eru ca 5-10 ha. Þarna er mjög gott
rjúpnaland, berjaland og fjallagrös, einnig er þarna ákjósanlegt
land fyrir sumarbústaði. Tilboð óskast.
Uppl. gefur Melkorka, umboðsmaður Hóls í Dalasýslu, í símum
434 1223 og 869 9265.
Óskað eftir tilboði í lóð og bygg-
ingarrétt. Það liggur fyrir leyfi um
að byggja ca 580 fm húsnæði á
lóðinni og fylgja tryggingabætur
lóðinni að upphæð 51 millj.
Allar nánari uppl. eru veittar á
fasteignasölunni
Hóli, sími 595 9000.
Hálf jörðin SMYRLHÓLL
í Dalabyggð er til sölu
Byggingaverktakar
Laugavegur 40
Skúlagata 17, Rvík 595 9000
Hlíðasmári 15, Kóp. 595 9090
holl@holl.is • www.holl.is
Opið virka daga kl. 9-18, laugard. kl. 12-14.
Hlíðasmári 1-3
Til leigu/sölu
Stórglæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði á besta stað í Smáranum í
Kópavogi. Um er að ræða allt að 8.000 fm. Hvort hús um sig ca 4.000 fm.
Möguleiki á að skipta í minni einingar. Næg bílastæði. Frábært útsýni. Sér-
lega vönduð og fullbúin sameign.
Allar nánari uppl. gefur Andres Pétur eða Ellert Bragi á skrifstofu.
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
Opið hús í dag -
Bárugata 17,
neðri hæð og rými í kjallara
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali
Vorum að fá í sölu 106 fm
neðri hæð í þessu reisulega
húsi ásamt ca 50 fm rými í
kjallara og 37 fm bílskúr.
Hæðin er í ágætu standi en
þarfnast standsetningar að
hluta. Rýmið í kjallaranum er
að hluta með aðgangi að
sameign en um er að ræða 3
góð sérherbergi sem í dag eru nýtt sem íbúð. Verð 19,5 millj.
Guðrún sýnir eignina í dag á milli kl. 15 og 17.
ÞAÐ hefur vakið verðskuldaða at-
hygli að Alþýðusamband Íslands
hefur í tillögum sínum í velferðar-
málum hvatt til aukinnar fjölbreytni
í rekstrarformum í heilbrigðisþjón-
ustu. Með þessari stefnubreytingu
hafa samtökin tekið undir hugmynd-
ir Sjálfstæðisflokksins um aukið
samstarf ríkis og einkaaðila um
rekstur í heilbrigðisþjónustu.
Þessar hugmyndir fela í sér að rík-
ið ber, hér eftir sem hingað til,
ábyrgð á fjármögnun þjónustunnar
og tryggir að allir hafi aðgang að
henni óháð efnahag. Jafnframt setji
heilbrigðisyfirvöld staðla um þjón-
ustuna og hafi eftirlit með gæðum
hennar.
ASÍ hvetur til einkarekstrar
ASÍ hvetur til þess að ríkið geri í
auknum mæli samkomulag við
einkaaðila um að veita tiltekna þjón-
ustu með útboðum, þjónustusamn-
ingum eða öðrum hætti.
Þessari stefnubreytingu ASÍ
fagna sjálfstæðismenn sérstaklega.
Hún er í öllum atriðum í samræmi
við samþykktir landsfunda Sjálf-
stæðisflokksins á síðustu árum um
skipulag heilbrigðisþjónustunnar.
Almannaþjónusta
Í nýrri landsfundarályktun Sjálf-
stæðisflokksins um heilbrigðismál
segir m.a. eftirfarandi um skipulag
heilbrigðisþjónustu:
„Sjálfstæðisflokkurinn vill við-
halda almannatryggingum og að
greitt sé úr sameiginlegum sjóðum
fyrir heilbrigðisþjónustu. Almanna-
tryggingar greiði fyrir þjónustu við
sjúklinga, hvort sem hún er veitt af
ríki eða öðrum aðilum, t.d. með þjón-
ustusamningum. Sjúkrastofnanir,
ríkisreknar sem einkareknar, og
sjálfstætt starfandi heilbrigðis-
starfsmenn selji þjónustu sína og
greiðslur verði í samræmi við kostn-
að, óháð því hvort reksturinn er á
vegum hins opinbera eða einkaaðila.
Tryggja þarf jafna rekstrar- og sam-
keppnisstöðu þessara aðila.
Landsfundurinn hvetur til aukins
samstarfs opinberra aðila og einka-
aðila um rekstur einstakra þátta í
heilbrigðisþjónustu með það að
markmiði að hagkvæmni og kostir
einkarekstrar fái notið sín sem víð-
ast. Fundurinn telur að í heilbrigð-
isþjónustu, jafnt sem öðrum atvinnu-
greinum, sé þörf fyrir framtak
einstaklinga og minnkandi opinber-
an rekstur. Fundurinn leggur sér-
staka áherslu á fjölbreytt rekstrar-
form og valmöguleika í heilsugæslu
auk tilfærslu verkefna í heilsugæslu
og einstakra verkefna í sjúkrahús-
þjónustu frá ríki til annarra aðila.“
Áhrif á stefnu annarra flokka
Ljóst er að stefnubreyting ASÍ
hefur þegar haft áhrif innan stjórn-
málaflokka, sem eru vinstra megin
við Sjálfstæðisflokkinn.
Í stefnuskrá Framsóknarflokks-
ins um heilbrigðismál segir að þjón-
ustusamningar um einstaka þætti í
heilbrigðisþjónustu komi til greina
hér eftir sem hingað til. Framsókn-
arflokkurinn hafnar „einkavæðingu í
heilbrigðiskerfinu“, en talsmenn
flokksins hafa skilgreint það sem
„tvöfalt heilbrigðiskerfi, eitt fyrir þá
ríku og annað fyrir hina fátæku“.
Sjálfstæðismenn eru einnig mót-
fallnir slíkum hugmyndum. Núver-
andi stjórnarflokkar eru því sam-
mála um þá stefnu að auka samstarf
ríkis og einkaaðila í heilbrigðisþjón-
ustu og má í því sambandi benda á að
heilbrigðisráðherra Framsóknar-
flokksins samdi fyrir nokkrum árum
við einkaaðila um rekstur hjúkrun-
arheimilisins Sóltúns og stóð nýlega
fyrir útboði á þjónustu heilsugæslu-
stöðvarinnar í Salahverfi í Kópavogi.
Samfylkingin líka!
Samfylkingin segir í stefnuskrá
sinni um skipulag heilbrigðisþjón-
ustunnar að „… rekstrarform þarf
að velja með tilliti til aðstæðna
hverju sinni. Forsenda verktöku og
rekstrar einkaaðila á þessum sviðum
er ætíð að ekki sé hægt að kaupa sér
forgang, þjónusta rýrni ekki, kostn-
aður sjúklinga aukist ekki og kostn-
aður ríkisins minnki“.
Sjálfstæðismenn geta tekið undir
þessar hugmyndir. Hins vegar hlýt-
ur það að vekja athygli að Samfylk-
ingin, sem hefur almennt barist gegn
einkarekstri í heilbrigðis- og
menntakerfum, hefur nú breytt um
stefnu og er tilbúin að opna á slíkt
samstarf milli ríkis og einkaaðila
innan heilbrigðisþjónustunnar að
gefnum forsendum, sem við öll get-
um samþykkt.
Vinstri grænir fastir fyrir
Um vinstri græna er það að segja
að þeir telja að öll heilbrigðisþjón-
usta eigi að vera á höndum ríkisins.
Þeir eru á móti því að aðrir en rík-
isstarfsmenn veiti þessa þjónustu.
Samstaða um breytingar
Það er sérstakt ánægjuefni að
þessar skynsamlegu hugmyndir,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur
lengi haldið fram, hafa hlotið hljóm-
grunn innan verkalýðshreyfingar-
innar. Áhugamenn um framgang og
velferð heilbrigðisþjónustunnar
hljóta einnig að fagna því að víðtæk
samstaða virðist vera meðal flestra
stjórnmálaflokka um nauðsynlegar
breytingar á skipulagi heilbrigðis-
þjónustunnar eftir alþingiskosning-
ar. Var kominn tími til!
Stefnubreytingu
fagnað!
Eftir Ástu
Möller
„Það er sér-
stakt
ánægjuefni
að þessar
skynsam-
legu hugmyndir, sem
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur lengi haldið fram,
hafa hlotið hljómgrunn
innan verkalýðshreyf-
ingarinnar.“
Höfundur er þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins og er í 5. sæti flokksins í
Reykjavíkurkjördæmi norður.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík