Morgunblaðið - 27.04.2003, Page 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 47
Reiki-, heilunar- og sjálfstyrkingarnámskeið
Skráning á námskeið í síma 553 3934 kl. 10–12 virka daga.
Guðrún Óladóttir, reikimeistari.
Hvað fá þátttake
ndur út
úr slíkum námsk
eiðum?
Læra að nýta sér orku til að lækna sig
(meðfæddur eiginleiki hjá öllum)
og/eða koma sér í orkulegt og tilfinningalegt jafnvægi.
Læra að beita hugarorkunni á jákvæðan og uppbyggilegan
hátt í staðinn fyrir að beita henni til niðurrifs.
Læra að hjálpa öðrum til þess sama.
3.–4. maí. 1. stig – Helgarnámskeið
Námskeið í Reykjavík
Auktu styrk þinn
til að ná betri stjórn á lífi þínu og líðan
5 kvölda námskeið í Reykjavík þann 30. apríl, 1. og 2. maí, 7.-8. maí.
Námskeið til sjálfshjálpar í uppbyggingu á persónustyrk þínum.
Námskeiðinu verður svo fylgt eftir með mánaðarlegum
fræðslu- og vinnufundum.
FUNDUR FERÐAÞJÓNUSTUNNAR
með FRAMBJÓÐENDUM
STJÓRNMÁLAFLOKKANNA
Samtök ferðaþjónustunnar boða til fundar á Hótel
Sögu (Sunnusal) mánudaginn 28. apríl kl. 16:00.
Gestir fundarins verða:
Árni Mathiesen frá Sjálfstæðisflokki
Halldór Ásgrímsson frá Framsóknarflokki
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir frá Samfylkingunni
Jóhanna B. Magnúsdóttir frá
Vinstri hreyfingunni grænu framboði
Jón Magnússon frá Nýju afli
Sigurður Ingi Jónsson frá Frjálslyndaflokknum
Fundarstjóri verður Einar Bollason
Frambjóðendur reifa stuttlega stefnu flokka sinna í málefn-
um sem tengjast ferðaþjónustunni og svara fyrirspurnum.
Svör flokkanna við 10 spurningum sem Samtök ferðaþjón-
ustunnar höfðu áður sent þeim munu liggja frammi á fundin-
um.
Félagsmenn Samtaka ferðaþjónustunnar og annað áhuga-
fólk um ferðaþjónustu er hvatt til að mæta á fundinn og nota
tækifærið til að spyrja fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem nú
óska eftir því að ráða ferðinni og ákveða starfsumhverfi
greinarinnar.
NÝSKÖPUNARSJÓÐUR þarf fjár-
muni til um tveggja til þriggja ára
til þess að uppfylla þær væntingar
sem markaðurinn gerir til hans, að
sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra sjóðsins.
Gunnar Örn segir að sjóðurinn
hafi fjárfest í um 100 fyrirtækjum
frá stofnun, en þó margar áhuga-
verðar hugmyndir fæðist hjá frum-
kvöðlum sé Nýsköpunarsjóður að
breytast í vörslusjóð, í ljósi fjár-
hagsstöðu hans, og hann hafi ekki
burði til að taka þátt í fleiri nýjum
verkefnum að sinni. Sjóðurinn hafi
fjárfest mikið á undanförnum árum,
jafnvel umfram getu, en þörfin hafi
verið mikil. Fáir áhættufjárfestar,
fyrir utan Nýsköpunarsjóð, hafi
tekið þátt í fjármögnun nýsköpun-
ar- og sprotafyrirtækja hér á landi
undanfarin tvö ár. Þegar sjóðurinn
hafi verið stofnaður hafi honum ver-
ið lagðir til fjórir milljarðar króna í
eigið fé en samkvæmt lögum um
sjóðinn hafi hann ekki heimild til að
ganga á þá fjármuni, reka eigi sjóð-
inn fyrir ávöxtun þess fjár. Verkefni
sjóðsins nú sé því fyrst og fremst
það að sjá um eignir sjóðsins, fylgja
þeim enn betur úr hlaði og reyna að
selja þær um leið og tækifæri gefist.
Fá þannig aftur fjármuni inn í
hringrásina til að geta haldið áfram
að fjárfesta í nýjum nýsköpunar- og
sprotafyrirtækjum. „Markmiðið er
að viðhalda stofnfénu,“ segir Gunn-
ar Örn.
Hlutverk Nýsköpunarsjóðs er að
stuðla að nýsköpun í samfélaginu og
taka þátt í fjármögnun nýsköpunar-
fyrirtækja. Sjóðurinn má ekki eiga
meira en 50% hlutafé í einu fyr-
irtæki og ekki fjárfesta í því fyrir
meira en sem nemur 4% af stofnfé
sjóðsins. Gunnar Örn segir að frá
því að fjármagn hafi minnkað á
markaðnum eftir mikinn uppgang
1999 og 2000 hafi sjóðurinn reynt að
brúa bilið, en nú sé svo komið að
sjóðurinn hafi ekki bolmagn til að
halda áfram á sömu braut. Gunnar
Örn bendir á að það sé eðli nýsköp-
unarfyrirtækja að þau fyrirtæki
sem ekki gangi verði gjaldþrota
fyrr en þau sem gangi eða þau sem
hægt sé að selja. Sjóðurinn hafi
rýrnað vegna gjaldþrota fyrirtækja
en lítið sé byrjað að selja fyrirtæki
sem nái árangri enda taki það ný
fyrirtæki a.m.k. fimm til 10 ár að
verða að seljanlegum einingum.
„Það verður því sáralítið um nýfjár-
mögnun í nýsköpunaráætlunum
okkar fyrir næstu ár. Við verðum
aðallega í því að reyna að styðja
áfram þau fyrirtæki sem eru áhuga-
verð og lofa góðu,“ segir Gunnar
Örn og minnir á að meðalaldur fyr-
irtækja í eigu sjóðsins sé tvö til þrjú
ár.
Renndu blint í sjóinn
Að sögn Gunnars Arnar renndu
menn nokkuð blint í sjóinn við
stofnun sjóðsins og telur hann að
menn hafi ekki gert sér grein fyrir
þeirri miklu undiröldu nýsköpunar
sem sé til staðar. Í því sambandi
megi nefna athugun sem Háskólinn
í Reykjavík hafi tekið að sér að gera
á næstu árum, m.a. í samstarfi við
Nýsköpunarsjóð og fleiri, en um sé
að ræða samanburð á frumkvöðla-
starfsemi á milli landa. Þar komi í
ljós að staðan á Íslandi sé mjög góð.
Sama sjáist jafnframt í svonefndu
Þjóðarátaki til nýsköpunar sem
sjóðurinn standi að í samstarfi við
mörg fyrirtæki. Þar sé hugmyndin
að aðstoða fólk eða fyrirtæki við að
búa til viðskiptaáætlun um nýja við-
skiptahugmynd. Um 600 manns og
fyrirtæki hafi tekið þátt í þessu
verkefni árlega frá 1999, en verk-
efnið hefði ekki verið í gangi í fyrra
og í ár væru um 1.200 skráðir í það.
„Það kraumar undir, allir eru sam-
mála því að það þurfi að gera eitt-
hvað, en sjóðurinn sem á að sinna
því hlutverki hefur ekki fjárhags-
lega burði til þess,“ segir Gunnar.
„Það þarf meiri fjármuni inn í sjóð-
inn til að halda nauðsynlegri sam-
fellu. Það þarf að brúa um tveggja
til þriggja ára tímabil og að því
tímabili liðnu ættu fjárfestingarnar
að vera farnar að skila sér aftur inn
til sjóðsins.“ Hann leggur áherslu á
að framlagt fé í nýsköpunarfyrir-
tæki séu ekki glataðir peningar
heldur hluti af hringrásinni. „Við
sjáum mörg skemmtileg fyrirtæki
sem geta skilað góðum arði í náinni
framtíð,“ segir hann. „Ábyrgð okkar
er að viðhalda verðmætinu og halda
hringrásinni gangandi.“
Nýsköpunarsjóður að
breytast í vörslusjóð
BJÖRGUNARDEILDIN Káraborg á
Hvammstanga tók nýlega formlega
í notkun nýtt húsnæði. Nýbyggingin
sem er við Höfðabraut 30 er sam-
byggð við eldra hús, sem tekið var í
notkun árið 1992. Alls er því hús-
næði sveitarinnar 312 fm.
Nýbyggingin er byggð úr límtré,
með stálklæðningu, 144 fm að
stærð. Mestu hluti vinnu við bygg-
inguna var unninn í sjálfboðavinnu
af félögum sveitarinnar, og þakkaði
formaðurinn, Gunnar Örn Jak-
obsson, fyrir afar fórnfúst starf. Sr.
Guðni Þór Ólafsson blessaði húsið,
Guðmundur Jóhannesson, formaður
byggingarnefndar, lýsti bygging-
arferli hússins, en meðal annarra
ræðumanna voru Bjarni Stefánsson
sýslumaður og Jón Gunnarsson for-
maður Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar. Kvenfélagið Björk á
Hvammstanga gaf sveitinni pen-
ingagjöf í tilefni dagsins.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Björgunarstöð Káraborgar er orðin hið veglegasta hús.
Björgunarstöðin stækkuð
Hvammstanga. Morgunblaðið.