Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 27.04.2003, Qupperneq 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. APRÍL 2003 51 ÞAÐ verður gaman að kjósa í vor. Nú þarf ekki að naga blýantinn í kjörklefanum á meðan verið er að ákveða hvar eigi að setja krossinn. Valið er að þessu sinni auðvelt m.a. vegna þess að það stendur ann- arsvegar um gamaldags stjórnar- hætti sem einkenndu mestan hluta 20. aldarinnar, og hinsvegar nú- tímalega stjórnarhætti þar sem stjórnað er með fólki í stað þess að fólki sé stjórnað. Þetta eru stjórn- arhættir sem hafa gefist vel í fyr- irtækjum og á vinnustöðum og verða væntanlega einnig ríkjandi í landsstjórnum á nýbyrjaðri öld. Þessi vinnubrögð hafa verið tíðkuð við stjórn Reykjavíkurborgar sein- ustu 9 árin. Þau tóku við af staðn- aðri stjórn sem áður hafði ríkt, þar sem borgin var rekin nánast eins og einkafyrirtæki Sjálfstæðis- flokksins og að því er virtist undir einvaldsstjórn. Þetta vakti undrun mína þegar ég fluttist heim seint á níunda áratugnum eftir áratuga bú- setu í vestrænu lýðræðisríki, þar sem ég fylgdist vel með stjórn- málum. Um þetta grundvallaratriði, þ.e. stjórnum með fólki en ekki á fólki, standa m.a. kosningarnar í vor og á þessu hefur Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir ítrekað vakið máls. Þau nærri því sefasjúku viðbrögð sem þetta hefur vakið hjá andstæð- ingum hennar eru með ólíkindum og hljóta að vekja undrun allra sem ekki eru alveg skyni skroppnir eða haldnir pólitísku ofstæki. Þó tók steininn úr í nýlegri grein í Morg- unblaðinu þar sem málflutningi Ingibjargar Sólrúnar var líkt við þær persónulegu árásir sem tíðk- uðust í stjórnmálabaráttunni á fyrri hluta síðustu aldar. Það var ógeð- fellt að sjá í þessari grein níðst á löngu látnum nafngreindum stjórn- málaforingja. Rökstudd gagnrýni á stjórnunarstíl forsætisráðherrans er ekki persónuleg árás á hann. Hann er vafalaust hinn vænsti maður, en ekki hafinn yfir gagn- rýni fremur en aðrir dauðlegir menn. Hins vegar hafa andstæð- ingar Ingibjargar Sólrúnar haft í frammi beinar persónulegar árásir á hana, kallað hana svikula mann- eskju, ótrúverðuga, ekki treystandi o.s.frv., o.s.frv. Því miður gaf for- sætisráðherrann tóninn þegar hann í ávarpi sínu til þjóðarinnar á einu helgasta kvöldi ársins, gamlárs- kvöldi, fór með hálfkveðna vísu í þessa veru. Síðan hefur þessi söng- ur haldið áfram samkvæmt þeirri kenningu að sé sami óhróðurinn endurtekinn nógu oft fari fólk að trúa honum. Sá sem þetta ritar hef- ur aldrei hitt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur né talað við hana, en lengi fylgst með störfum hennar. Hún hefur komið mér fyrir sjónir sem leiftrandi gáfuð, heilsteypt manneskja með óvenjulega forystu- hæfileika sem koma best í ljós í samstarfi við annað fólk, sem fær líka að njóta sín. Í stjórnmálabaráttu eru góð mál- efni og háleit markmið nauðsynleg en ekki nægileg. Það þarf styrka forystu til þess að sigra í kosn- ingum og hrinda stefnumálum í framkvæmd. Annars falla þau dauð. Nú höfum við sem viljum réttlæti í okkar þjóðfélagi slíka for- ystu. Það er skylda okkar að sam- einast og tryggja henni sigur hinn 10. maí. HALLDÓR ÞORMAR, prófessor emeritus. Áfram Ísland – undir forystu Ingi- bjargar Sólrúnar Frá Halldóri Þormar: HVAÐ veldur háum vöxtum og mikl- um mun á innláns- og útlánsvöxtum, þrátt fyrir að búið sé að hagræða, sameina bankastofnanir og fram- kvæma sparnaðaraðgerðir hjá bönk- um og sparisjóðum mörg undanfarin ár? Ef litið er á vaxtatölur sem birtast í dagblöðum þessa dagana virðist munur út- og innlánsvaxta ótrúlega mikill og spurt er hvernig skiptist þessi vaxtamunur á milli rekstrar bankastofnana og eigenda (hluthafa) þeirra? Að auki eru svo „þjónustu- gjöld“ sem innheimt eru af mestallri þjónustu við viðskiptavini og eru verulegar upphæðir. Hverjir taka ákvarðanir um þessa gjaldtöku, eru þetta e.t.v. geðþóttaákvarðanir eig- enda og stjórna þessara fjármála- stofnana? Við lestur á „Sérriti Seðlabankans nr. 3 1998 um verðtryggingu láns- fjármagns og vaxtastefnu á Íslandi“, eftir Bjarna Braga Jónsson, kemur í ljós að lánakerfið er svo flókið og breytilegt að ekki er auðvelt fyrir hinn almenna viðskiptamann að fylgjast grannt með því sem gerist á þessu sviði. Þó er ljóst að oft eru vaxtabreytingar réttlættar sem við- nám gegn verðbólgu og það getur verið rétt í sumum tilvikum en ekki alltaf. Með setningu laga nr. 13 frá 10. apr. 1979 um stjórn efnahagsmála, nefnd „Ólafslög“, fjallar 7. kafli um verðtryggingu lánsfjár og sparifjár. Stjórnvöld lofuðu því hátíðlega við það tækifæri að aldrei yrði mismunur á kaupgjaldi og lánskjörum og ef svo færi mundi það leiðrétt reglulega. Algjört vaxtafrelsi var svo innleitt í tveimur áföngum 1984 og 1986 en áð- ur voru í gildi lög um bann við okri og dráttarvexti frá 1933 sem leyfðu 5,6 eða 8% hámarksvexti eftir tegund lána. Kannski er rétt og nauðsynlegt að koma þeim lögum á aftur? Misgengi kaupgjalds og lánskjara hefur valdið fólki ómældum erfiðleik- um við að láta áætlanir um húsbygg- ingar standast. Þetta á fyrst og fremst við um launafólk því atvinnu- rekendur hafa fengið frjálsar hendur til að auka við tekjur sínar og lána- möguleika og oftar en ekki getað beint kostnaðinum út í verðlagið. Það má eflaust finna því stað að þetta mikilvæga atriði um misgengi kaupgjalds og launa sé einn þáttur í vaxandi fátækt á Íslandi. Seðlabanki Íslands gefur út leið- beinandi vaxtatölur sem peninga- stofnanir fara eftir „ef þeim sýnist“ og þá vega hagsmunir bankanna e.t.v. þyngst. Ákvörðun vaxtastigs er fyrst og fremst pólitísk ákvörðun og það þýð- ir að við erum ofurseld ákvörðunum misviturra stjórnmálamanna sem fara með stjórn þessa mikilvæga málaflokks. Það er ekki að undra þótt hart sé barist um eignarrétt yfir þessum „gróðavélum“ sem bankarnir eru. Framundan eru miklir óvissutímar í vaxtamálum því skoðanir manna á þeim eru mjög á reiki, en vexti (vaxtamun) verður að lækka til sam- ræmis við það sem gerist hjá öðrum þjóðum, það er réttmæt krafa al- mennings. SVAVAR GUÐNI GUNNARSSON, fjarkennari, Borgarhrauni 21, Hveragerði. Ísland er hávaxtasvæði Frá Svavari Guðna Gunnarssyni: Fyrirtæki til sölu: Fyrirtækjadeild Hússins hefur vaxið hratt síðustu árin og hefur gott orðspor fyrir traust og fagleg vinnubrögð. Starfsfólk fyrirtækjadeildarinnar hefur bæði menntun á sviði viðskipta og reynslu af rekstri þeirra. Kaup og sala fyrirtækja er frábrugðin fasteignasölu á margan hátt og kaup- endur jafnt og seljendur hafa eðlilega litla reynslu í þeim efnum. Við viljum gjarnan deila okkar reynslu með því að einfalda og útskýra þá hagfræði sem ræður á þessum markaði. Það er ástæða þess að við höfum tekið saman marvíslegan fróðleik sem er að finna á heimasíðu okkar, www.husid.is:  Hvernig gerast fyrirtækjakaup?  Hvað ber að varast.  Hlutverk fyrirtækjasala.  Verðlagning fyrirtækja.  Greiðslufyrirkomulag.  Skilgreiningar og hugtök. Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vin- samlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300 en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum, sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu.  Heildverslun með pípulagningavörur. Góð umboð.  Gott þjónustufyrirtæki í Keflavík.  Viðgerðarverkstæði fyrir vélar og rafmagnstæki. Ábyrgðarviðgerðir fyrir stórt verslunarfyrirtæki. Þægilegur og öruggur rekstur fyrir 1—2 starfs- menn.  Bónstöð í atvinnuhverfi. Upplagt fyrir hörkuduglega. Gott verð.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með videó, gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Hjólbarðaverkstæði sem sinnir einnig viðgerðum, vel tækjum búið.  Stórt arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.  Rótgróið framleiðslufyrirtæki með ljósabúnað, upplagt sem sameining- ardæmi.  Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.  Atvinnutækifæri. Rótgróinn pylsuvagn í atvinnuhverfi. Opnunartími virka daga kl. 10—17. Ágætar tekjur, auðveld kaup.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Rótgróið iðnfyrirtæki með 230 m. kr. ársveltu. EBIDTA 19 m. kr.  Fullbúin naglaverksmiðja með nýjum tækjum sem passar í lítið húsnæði eða jafnvel bílskúr. Búðið er að skoða ýmsar leiðir í framleiðslunni út frá hagkvæmni og hráefnisverði. Hægt er að bæta við framleiðslulínuna vél sem raðar nöglunum í plastbelti til nota í skotbyssur. Þessi litla verksmiðja þyrfti tvo starfsmenn, einn í framleiðslu og annan í sölu. Hentar vel til flutn- ings út á land og gæti verið tilvalin sem viðbót við skyldan rekstur. Ásett verð er 3,5 m. kr. og er innifalið í því verði ca 7 tonna af vír.  Heildverslun með iðnaðarvélar. Mikil tækifæri framundan.  Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður.  Meðeigandi óskast að veitingahúsi í miðbænum. Æskilegur kokkur, þjónn eða maður vanur veitingarekstri.  Blómabúð í nýju hverfi í Kópavogi.  Skyndibitastaðurinn Kebab-húsið í Kringlunni.  Myndlistargallerí við Laugaveg. Meðeign kemur til greina.  Kaffihús með vínveitingaleyfi við Laugaveg. Verð 6 m. kr.  Rótgróin ritfangaverslun í verslunarmiðstöð, góður rekstur og skemmti- legt tækifæri. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.